Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2004, Qupperneq 20
20 FIMMTUDAGUR 4. MARS 2004
Sport DV
i
Ökumennirnir
* slakari í F1 en
í go-kart
Fernando Alonso, hjá
Renault, er einn af
ökumönnum nýju kynslóð-
arinnar ásamt Raikkonen
og fleirum. Hann er ekki
nógu ánægður með gæði
þeirra ökumanna sem hafa
verið að koma inn í
Formúluna undanfarið og
segir að það séu betri
strákar að keyra go-kart bíla
heldur en Formúlubíla.
„Besti ökumaður nýju
kynslóðarinnar er ekki að
keppa í Formúlu 1. Þegar ég
var að keppa í go-kart sá ég
15-20 betri ökumenn þar
en eru í Formúlunni í dag,“
sagði Alonso sem er fyrr-
verandi meistari á go-kart
bílum.
%
Coulthard
óhræddur
Skotinn David Coult-
hard segist ekkert vera að
fara úr jafnvægi þótt Juan
Pablo Montoya sé á leið til
McLaren en Coulthard þarf
á öllu sínu að halda ef hann
ætlar að fá áfram samning
hjá McLaren. „Ég hef trú á
hraða mínum og hæfl-
leikum og vonandi koma
sigrar. Ég er bjartsýn á árið
og ég ætla mér að vera
áfram að keppa fyrir
McLaren á næsta ári. Ég
ætla mér heimsmeistara-
titilinn," sagði Coulthard.
* Schumi
hungraður
Michael Schumacher er
klár í nýja tímabilið og
segist jafn hungraður í sigur
og hann hefur alltaf verið.
„Eg skil ekki hvað er erfitt
að skilja að ég hef enn
hungrið til þess að sigra,"
sagði Schumacher. „Ef ég er
ekki á toppnum mun ég
berjast til þess að komast
þangað á ný. Ég elska það
sem ég geri og hef aldrei
viljað gera neitt annað. Ég
fæ líka greitt fyrir þannig að
það er ekki erfitt að vera
mótiveraður."
Michael Schumacher vann sinn sjötta
heimsmeistaratitil í fyrra. Hann er enn
hungraður og vill þann sjöunda en það
verður ekki auðvelt verk.
ScM á verk
lypir höndum
DV Sport kynnti f gær þau fimm
lið í Formúlunni sem eru lfldeg til
þess að reka lestina en í dag
skoðum við þau fimm lið sem talin
eru munu berjast á toppnum.
Michael Schumacher er mættur
aftur til leiks. Einhverjir yrðu eflaust
saddir af sex heimsmeistaratitlum
en ekki Michael Schumacher. Hann
segist enn vera hungraður og sú
staðreynd að samkeppnin sé að
aukast á toppnum virðist efla hann
til frekari afreka.
Kimi Raikkonen kom þægilega á
óvart í fyrra og því verður pressa á
honum að fylgja því eftir í ár. Það
verður einnig fróðlegt að fylgjast
með Montoya sem er ljúka samningi
við Williams en hann hefur ákveðið
að söðla um og ganga í raðir
McLaren eftir þetta tímabil og því er
líka spurning hvað David Coulthard
gerir á árinu. henry@dv.is
Juan Pablo Montoya, 28 ára Kólumbíumafiur
Keppnir: 50, sigrar: 3, á ráspól: 11, hraðasti hringur: 9
Árangur á síðasta ári: 3. sæti
Hans síðasta tímabil hjá Williams því á næsta ári gengur hann í
raðir McLaren. Hæfileikarnir eru ótvíræðir en stöðugleikann hefur
vantað hjá Kólumbíumanninum.
Ralf Schumacher, 28 ára Þjóövetji
Keppnir: 115, sigrar: 6, á ráspól: 4, hraðasti hringur: 7
Árangur á síðasta ári: 5. sæti
Ekki enn þá sprungið almennilega út en þetta gæti verið hans ár.
Gagnrýnendur telja samt að hann þurfi að sleppa prímadonnu-
töktunum. Ef hann gerir það er leiðin greið.
Williams-menn mæta til leiks með auglýsingu frá Baugsmönnum
sem gæti hresst upp á það sem gagnrýnendur kalla ljótasta bflinn í
Formúlunni. Hafa bankað hressilega á dyrnar síðustu tvö ár og
aðstandendur liðsins eru orðnir mjög óþolinmóðir eftir árangri.
Jamo Trulli, 29 ára ítali
Keppnir: 112, sigrar: 0, á ráspól: 0, hraðasti hringur: 0
Árangur á síðasta ári: 8. sæti
Mjög reyndur og hæfileikaríkur kappi sem einhverra hluta vegna
nær ekki að sýna það f keppnum. En það kemur að því.
Femando Alonso, 23 ára Spánveiji
Keppnir: 32, sigrar: 1, á ráspól: 2, hraðasti hringur: 1
Árangur á sfðasta ári: 6. sæti
Ótrúlega hæfileikaríkur ökumaður sem hefur þegar náð einum sigri.
Mun halda áfram að bæta sig og bíta frá sér.
Það voru margir hissa þegar Renault-menn skiptu algjörlega um vél
en þeir hafa sannað að það var rétt ákvörðun. Bfllinn er kraftmikill og
afar áreiðanlegur. Þeir eru enn á uppleið og munu minna hressilega á
sig að þessu sinni og hala inn fleiri stig en í fyrra.
Jenson Button, 24 ára Breti
Keppnir: 65, sigrar: 0, á ráspól: 0, hraðasti hringur: 0
Árangur á síðasta ári: 9. sæti
Eitt mesta efnið í Formúlunni í dag. Bíllinn hefur svikið hann
hingað til en það horfir til betri vegar. Ætlar sér stóra hluti.
Takuma Sato, 27 ára Japani
Keppnir: 18, sigrar: 0, á ráspól: 0, hraðasti hringur: 0
Árangur á síðasta ári: 18. sæti
Hugrakkur og áræðinn ökumaður sem hræðist ekkert. Veldur
iðulega usla á brautinni í öllum skilningi þess orðs.
Æfingarnar hafa gengið ótrúlega vel hjá BAR og þeir virðast vera
klárir með mjög öflugan bfl sem á eftir að koma vemlega á óvart. Hafa
tvo unga, efnilega og djarfa ökumenn sem munu ekkert láta hindra sig
í því að ná árangri.
Kimi Raikkonen, 24 ára Finni
Keppnir: 50, sigrar: 1, á ráspól: 2, hraðasti hringur: 5
Árangur á sfðasta ári: 2. sæti
Flestir veðja á að hann verði yngsti heimsmeistari sögunnar. Hefur
klárlega getuna til þess að fara alla leið en bfllinn er spurningamerki.
David Coulthard, 33 ára Skoti
Keppnir: 157, sigrar: 13, á ráspól: 12, hraöasti hringur: 18
Árangur á síðasta ári: 7. sæti
Coulthard er kominn á sfðasta söludag. Afar slakur í fyrra en kann
enn listina að keyra og gæti vel bitið frá sér á þessu tímabili.
Bfllinn hjá McLaren virkaði mjög illa á síðasta tímabili og þótt
prófanir hafi gengið betur núna þá er enn nokkuð f land að því er
Raikkonen segif. Bflnum hefur verið talsvert breytt og ef hann heldur
út tímabilið gætu McLaren-ökumennirnir hæglega blandað sér í
toppbaráttuna. Það er mjög áhugavert ár fram undan hjá McLaren
sem síðan fá Montoya á næsta ári.
Michael Schumacher, 35 ára Þjóöveiji
Keppnir: 194, sigrar: 70, á ráspól: 55, hraðasti hringur: 55
Árangur á síðasta ári: Heimsmeistari
Schumacher er eins og gott rauðvín - verður betri með aldrinum.
Hann er enn hungraður, beittur og gerir aftur atlögu að titlinum.
Rubens Baxrichello, 32 ára Brasilíumaður
Keppnir: 178, sigrar: 7, á ráspól: 9, hraðasti hringur: 10
Árangur á síðasta ári: 4. sæti
Fékk viðurkenningu og nýjan tveggja ára samning hjá Ferrari.
Mætir til leiks fullur sjálftrausts og ef að líkum lætur á hann eftir að
gera enn betri hluti á þessu tímabili en í fyrra.
Ferrari-menn hafa verið í felum með nýja bflinn og nánast bara æft
á honum í Ítalíu bak við luktar dyr. Því telja menn að þeir eigi
einhverja ása upp í erminni. Það er klárt að bfliinn er hraður en
sérfræðingar hafa sett spurningamerki við Bridgestone-dekkin sem
gætu reynst þeim erfið.