Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2004, Síða 25
DV Fókus
FIMMTUDAGUR 4. MARS 2004 25
Hinsegin bíódagar eru haldnir í Regnboganum í annað sinn, og boðið er upp á bíómyndir um samkyn-
hneigð frá hinum ýmsu löndum. Hollywood hefur verið mun frjálslyndari í garð samkynhneigðra und-
anfarið, en eru þeir enn litnir hornauga þar? DV-FÓKUS rifjar upp nokkrar kvikmyndir þar sem sam-
kynhneigð kemur við sögu.
Hommar og lesmir í bíómyndum Ekki
lengur skúrker, en ssmt ógmfufólk?
í einni fyrstu myndræmu sem til er, nokk-
urra mínútna mynd sem var tekin upp í stúdíó
Edison árið 1895, dansa tveir karlmenn saman
og nefnist myndin The Gay Brothers. Það var
þó ekki fyrr en á síðasta þriðjung síðustu aldar
sem að myndir urðu gerðar frá sjónarhól sam-
kynhneigðra. Fáum við nú að sjá sumar af
helstu myndum sem fjalla um samkynhneigð
á Hinsegin dögum sem hefjast í Regnbogan-
um í dag.
Fyrsta íslenska heimildarmyndin
Meðal mynda sem eru sýndar er fyrsta ís-
lenska heimildamyndin um samkynhneigða,
Hrein og bein, eftir Hrafnhildi Gunnarsdóttir
og Þorvald Kristinsson. Aðrar helstu myndir
eru: Einstein hvatalífsins frá Þýskalandi, sem
fjallar um Dr. Hirschfeld sem var baráttumað-
ur fyrir réttindum homma, en dó í útlegð eftir
valdatöku nasista, Sæl eru þau sem þyrstir frá
Noregi, sem fjallar um lesbísku leynilögreglu-
konuna Hanne Wilhelmsen, og hina hollensku
Já Systir Nei Systir, sem fjallar um gistiheimili
þar sem ólíkt fólk kemur saman, en aðalleik-
konan Loes Luca er meðal gesta kvikmynda-
hátíðar. Hátíðin hefst í Regnboganum í kvöld
klukkan 20 með frumsýningu Já Systir Nei
Systir, og mun Luca verða viðstödd. Hátíðinni
lýkur á sunnudaginn, þann 14. mars, og er síð-
asta myndin hin franska Þú kemst yfir þetta.
Nánari upplýsingar um sýningartíma má fá í
bíóauglýsingunum annars staðar í blaðinu.
Dulinn boðskapur?
Þó að kvikmyndir í dag geti víðast hvar
óheft tekið á málum samkynhneigðra hefur
það ekki alltaf verið svo. Lengst framanaf
fengu samkynhneigðir frekar vonda dóma í
bíómyndum og voru yfirleitt í skúrkshlutverk-
inu. Þeir hafa orðið mun meira áberandi und-
anfarin ár, og eru þessa dagana sjaldnast
skúrkar. Þó fer sjaldnast vel fyrir þeim á hvíta
tjaldinu, svo að maður getur velt því fyrir sér
hvort það sé einhver dulin boðskapur þar á
ferð? Lítum aðeins á nokkrar myndir þar sem
samkynhneigðir koma við sögu:
ROCKY H0RR0R PICTURE SHOW (1975)
Klæðskiptingurinn Frank-N-Furter reynir að
búa til hinn fullkomna karlmann, en þegar á
hólminn er komið vill sköpunarverk hans ekki
þýðast hann. Hin ofurvenjulegu Brad og Janet
neyðast þó til að endurskoða kynhneigð sína í
mynd sem nær að grípa þá ánægju sem fólst í
frjálsunt ástum af ýmsu tagi áður en eyðni
kom til sögunnar.
CRUISING (1980)
Raðmorðingi veiðir
samkynhneigða karl-
menn og drepur þá.
A1 Pacino er lögga
sem þarf að fara inn í
undirheim homma-
baranna og þykjast
vera einn af þeim til
að finna morðingj-
ann. Heimur sam-
kynhneigðra er hér
skítug, leður-, sadó-
masóveröld.
THREESOME (1994)
Josh Charles býr með Stephen Baldwin, og
Lara Flynn Boyle flytur inn á þá. Hún er skot-
inn í Josh, en Josh hefur tilfmningar gagnvart
Stephen. Josh sefur hjá Löru en ákveður að
hann sé meira fyrir karlmenn gefinn, og endar
með því að finna ástina í örmum annars
manns í einni af fáum myndum þar sem fer vel
fyrir hinum samkynhneigða.
THE ADVENTURES 0F PRICILLA,
QUEEN 0F THE DESERT (1994)
Mynd sem getur fengið jafnvel rammgagnkyn-
hneigðasta karlmann til að vilja yfirgefa allt og
halda út á þjóðveginn á sendiferðabíl í dragi.
Hefur verið lýst sem bestu áströlsku drag-
mynd allra tíma, og eru það orð að sönnu.
MY OWN PRIVATEIDAHO (1991)
Byggð á leikriti Shakespeare, Hinriki IV. River
Phoenix leikur hinn samkynhneigða Mike sem
stundar vændi og er ástfanginn af starfsbróðir
sínum Scott. Scott, leikinn af Keanu Reeves, er
hins vegar af ríkum ættum og snýr á endanum
aftur til ríkisbubbalífernis og kvenmannsásta,
en River deyr.
BASICINSTINCT (1992)
Michael Douglas er
skotinn í hinni tvíkyn-
hneigðu og morðóðu
(eða er hún það?)
Sharon Stone. Kærasta
hennar verður afbrýð-
issöm út í hann og
reynir að drepa hann.
Samkynhneigðir
reiddust myndinni
mjög fyrir að sýna þá í
slæmu ljósi.
PHILADELPHIA (1993)
Fyrsta Hollywood stór-
myndin sem fjallar um
eyðni. Tom Hanks er
samkynhneigður maður
sem þarf að kljást ekki
bara við sjúkdóminn
heldur einnig ranglátt
kerfi og fordóma eigin
lögfræðings. Virðingar-
vert framtak, þó voru
ekki allir á einu máli um
hvemig úl tókst.
SPARTACUS(1960)
Laurence Olivier kaupir þrælinn Tony Curtis
og lætur hann baða sig. Á meðan heldur hann
ræðu um að sumir séu hrifnir af sniglum, aðr-
ir af ostrum og sumir af hvorutveggja. Róm-
verjar voru frjálslyndir á kynlífssviðinu, en það
þarf vart að taka fram að Olivier er hér í hlut-
verki illmennis. Spartacus nafnið hefur samt
sem áður verið notað sem nafn á tímarit sam-
kynhneigðra.
DIAMONDS ARE FOREVER (1971)
Mr. Wint og Mr. Kidd
em tveir bestu leigu-
morðingjar erkióvin-
ar Bonds, Mr.
Blofeld. Þeir virðast
einnig vera bullandi
samkynhneigðir, og
haldast yfirleitt í
hendur. Hinn
rammgagnkyn-
hneigði Bond kemur
þeim fyrir kattarnef
og gerir heiminn á ný ömggan fyrir gagnkyn-
hneigt fólk til að athafna sig í.
BRAVEHEART(1994)
Edward II. Englandskonungur var að öllum
líkindum samkynhneigður. Hér er honum þó
lýst sem illmenni og aumingja. Pabbi hans
hendir kærastanum út um glugga, og Mel tek-
ur sjálfur að sér það karlmannsverk að barna
konuna. Melurinn fékk Óskarinn fyrir, og er
þessa dagana að ráðast á gyðinga.
BOUND (1996)
Gina Gershon er nýkomin úr fangelsi og tælir
Jennifer Tilly til að svíkja kærasta sinn og hafa
af honum peninga. Mynd um lesbíur sem er
líklega fyrst og fremst ætluð gagnkynhneigð-
um karlmönnum.
AS G00D ASIT GETS (1997)
Greg Kinnear er
samkynhneigður
listamaður sem er
laminn, svo að hinn
fordómafulli Jack
Nicholson þarf að
hugsa um hundinn
hans. Jack lærir þó
að á endanum að
meta nágranna sinn.
Cuba Gooding leik-
ur kærasta Greg, en
við fáum aldrei að sjá
ast.
MULHOLLAND DRIVE (2001)
Coco er eigandi fjölbýlishúss sem tekur hina
óþekktu leikkonu Betfy (Naomi Watts) með
sér heim. Þar finnur hún Ritu, sem hefur lifað
af bflslys, og ástir takast með þeim. Hvað
nokkuð af þessu táknar er, eins og yfirleitt í
David Lynch myndum, ómögulegt að segja til
urn.
Charlize Theron
leikur vændiskonu
sem er fyrir löngu
búin að fá ógeð á líf-
inu. Hún finnur í
skamma stund ham-
ingjuna þegar hún
fellur fyrir hinni
samkynhneigðu
Christinu Ricci, en
allt fer á versta veg
og margir liggja í
valnurn.