Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2004, Síða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2004, Síða 29
DV Fókus FIMMTUDAGUR 4. MARS 2004 29 Knattpyrnumaönrinn Stan frá er talið nýuppkomið kynlífs- hneyksli. Stundað bílakynlíf með ókunnugum í tvö ár Tveir blaðamenn frá The Sun villtu á sér heimildir fyrir skömmu og þóttust vera ungt par í leit að kyn- lífi með ókunnugum. Þau lögðu bíl sínum á þekktum mökunarstað rétt utan við heimili Collymore og biðu eftir að einhver kæmi að máli við þau. Þá birtist Range Rover bifreið og umræddur Stan gekk út og gaf sig á tal við þau. Eftir stutt samtal urn daginn og veginn kom hann sér að kjarna málsins og spurði „parið“ hvort þau væru í leit að kynlífi með ókunnugum. Þau sögðust vera að kynna sér málin af forvitni og Stan lét þá dæluna ganga. Hann sagði þeim að hann hefði stundað þetta í meira en tvö ár og að vinkona hans kæmi'stundum með honum. Síðan fræddi hann þau um að sumir vildu bara fá að horfa á meðan aðrir væru fyrir hópkynlíf. Þá gaf hann þeim nákvæmar leiðbeiningar um hvar réttu staðina væri að finna ef fólk væri í leit að kynlífi og tók símanúm- er „parsins" niður. Ég get glatt ykkur Næsta dag sendi hann „parinu“ sms-skilaboð þar sem hann sagðist gjaman vilja hitta þau um kvöldið. Þau mæltu sér mót og Collymore sýndi þeim þrjá staði sem hann stundaði í kynlífsleit sinni. Ekkert varð af bólförum það kvöldið en næsta dag sendi hann þeim fleiri skilaboð þar sem meðal annars stóð: „Lucy er mjög falleg stelpa og mig langar að gleðja hana í kvöld, en ef þið viljið bara að ég horfi á ykkur gera það þá er það líka í góðu lagi." Síðar um kvöldið hittu blaða- mennirnir á Stan sem gekk að bif- reið þeirra og spurði hvort þau ætluðu að leika sér í kvöld. Þau sögðust ekki vera tilbúin en þess í stað fræddi Stan þau um hversu frá- bært það hefði verið þegar hann hafði mök við ókunnugt fólk í bíln- um sínum í fyrsta skipti. Síðan kvöddust þau og Stan heyrði ekki meira frá þeim fyrr en þau hringdu í hann nokkrum dögum síðar til að segja honum að þau væru blaða- menn. Þau spurðu hvort hann vildi eitthvað tjá sig um málið og það gerði Stan. „Það sem ég gerði var ógeðslegt og ég skammast mín mik- ið. Ég er samt sem áður bara mann- legur og get ekkert gert nema beðið þá sem standa mér næst afsökunar. Ég vona að þau geti fyrirgefið mér.“ Eftir að þetta gerðist hefur Stan Collymore ákveðið að eigin frum- kvæði að leggjast inn á meðferðar- stofnun við þunglyndi. Hjónaband- ið mun vera í molum og í ofanálag var honum sagt upp sem gesta- stjórnanda í fótboltaþætti á breskri sjónvarpsstöð. Stan Collymore Er kominn I vandræöi eftir að hafa viður- kennt fyrir tveimur blaða- mönnum að hafa stundað kynlifmeð ókunnugu fólki I bil sinum i meiraen tvö ár. Stan er giftur fjöl- skyldumaður og því kem- urþetta sér mjög illa fyrir knattsppyrnukappann fyrr- verandi. Knattspyrnumaðurinn Stan Collymore hefur enn og aftur kom- ið sér í vandræði. Stan var á sínum tíma til mikilla vandræða bæði inn- an og utan knattspyrnuvallarins og vann sérþað meðal annars til frægð- ar að lemja sænsku fótbolta- grúppíuna Ulriku Jonsson sundur og saman. Hann gifti sig svo árið 2001 og síðan þá hefur hann haft hægt um sig - ef - Ulnka lonsson Seenska knattspyrnugrúppwn var a sinum tima með Collymore semtamdi hana eins og harðfisk. Collymore Kynln meö m í Ranne Rover Stan Collymore er ekki einn um að láta góma sig í miðjum klíðum: Gripnir með buxurnar á hælunum George Michael Það var árið 1998 sem söngvarinn táldró Marcelo Rodriguez á almenn- ingssalerni í Los Angeles. Ekki vildi betur til en svo fyrir Gogga að mynd- arlegi maðurinn sem hann ætlaði að negla var lögreglumaður í dular- gervi. Þetta reyndist ekki gott fyrir George sem á þeim tíma var ekki kominn út úr skápnum. Hann viður- kennir í dag að hafa stundað þetta at- hæfi grimmt á þessum tíma. Hann var dæmdur í 500 dollara sekt og þurfti að inna af hendi 160 tíma í samfélags- þjónustu. Hugh Grant Breski leikarinn var gripinn í aft- ursæti bíls síns í Los Angeles í ósið- legum athöfnum með 30 dollara mellunni Divine Brown. Þau voru bæði handtekin og Hugh þurfti lengi að svara fyrir þetta, sérstaklega þar sem ferill hans byggðist á því að vera prúði Englendingurinn. Auk þess beið kærastan Liz Hurley heima í öngum sínum. Þau skildu á endan- um og Grant var lengi að ná ferlinum aftur 4 eitt- hvað flug. Bill Clinton Fyrrum forsetinn Clinton þurfti þegar að glíma við ásakanir um þrenn framhjáhöld þegar hann skemmti sér með lærlingnum Mon- icu Lewinsky í Hvíta húsinu 1995. Clinton átti í miklum vandræðum með að halda embættinu þó hann hafi tórað út kjörtímabil sitt. Hann mun þó aldrei losna við Clinton-brand- arana frá köpp- urn eins og Jay Leno og fleir- um. Heiðar snyrtir Um miðjan síðasta áratug lenti Heiðar Jónsson snyrtir í hremming- um á Akureyri þegar heimamaður tók af honum vafasamar ljósmyndir og dreifði þeim á Netinu. Má full- yrða að þetta hafi verið í eitt af fyrstu skiptunum sem máttur Internetsins varð Islendingum ljós því næstum hvert einasta mannsbarn sá meira af Heiðari en það vildi.. Heiðar ræddi málið í ítar- legu viðtali í einu blaðanna en hef- ur síðan látið afar lítið fyrir sér fara. Stjörnuspá Árni Snævarr fréttamaður er 42 ára í dag. „Maður- inn býr yfir óbilandi krafti, hugsjónum og góðmennsku og hann er vissulega fær um að setja mark sitt á heim- inn," segir í stjörnuspá hans. Árni Snævarr W Mnsbemn (20. jan.-18.febr.) w ---------------------------------- Hér birtist olga þegar stjarna vatnsberans birtist fjórða mars. Mundu að bræði er ekki bara útrás á reiði - hún er sjálfið, ráðvillt og leitandi. Fiskatm (19. febr.-20.mars) Á langri leið til jafnvægis elsk- ar þú svo sannarlega af alhug. Gleymdu ekki að þú getur lært af ráðleggingum annarra kæri fiskur og á það vel við hérna í byrjun marsmánaðar. Hrúturinn (2lmm-19.april) Þú ættir að viðurkenna að árekstrar eru oft á tíðum óhjákvæmileg- ir þegar tilfinningar þínar eru annars vegar. Áttaðu þig á því að þú ræður við tilfinningar þínar ef þú tjáir þær sam- stundis þegar þær koma upp. M T b NaUtíð (20.apríl-20.maí) Þú kannt án efa að meta fal- lega hluti og ekki síður góðar mann- eskjur. Náttúran skipar stóran sess hjá þér um þessar mundir. Þú vilt ekki að neinn eigi þig og ættir því ekki að reyna að eiga aðra, hafðu það hugfast. n W\bmm (21.mai-21.júni) I undirmeðvitund þinni elur þú jafnvel af þér sjálfvirkt viðbragða- mynstur til að að forðast vissa hluti og verða viðbrögðin þá jafnvel að vana hjá þér. Hugaðu vel að viðbrögðum þínum næstu misseri. faMm(22.júni-22.júli) --------------------------------- Ef þú tilheyrir stjörnu krabbans ert þú sérstaklega minnt/ur á að þeir sem leita stöðugt að öryggi halda áfram að leita alla ævi án þess að finna það sem leitað er að. Ljonið (23.júli- 22. ígúst) ---------------------------------- Ljónið er sjálfstætt og þolir illa þegar það er ávítt fyrir gjörðir sínar í mars. Metnaður og velgengni eru ein- kunnarorð Ijónsins hér. Meyjan (23. ágúst-22.sept.) Hér birtast tækifæri sem tengjast framtíð meyju. Þú hefur ekki náð endanlega að klára verkefni sem tengist þér persónulega á einhvern hátt og þú hefur í hyggju að Ijúka sem fyrst. Allt fer vel. Vogin (23.sept.-23.okt.) Allt verður auðvelt hjá stjörnu vogar þegar fólk fætt undir henni ákveður hvert stefnir og einsetur sér að það eigi skilið að upplifa sanna ham- ingju. Þú ert minnt/ur á þessa stað- reynd núna og ekki síður að þú aðstoðir samferðamenn þína eftir bestu getu. Tll Sporðdrekinn (Kokt.-21.niv) Dagarnir framundan verða áhugaverðir og eflaust koma ýmis mál þér í opna skjöldu sem tengjast fjöl- skyldu þinni eða félögum. Þú ættir að forðast það að gera öðrum greiða til þess eins að halda friðinn. / Bogmaðurinn (22.nm.-21.iesj Þú nærð skyndilega hátt því framtíðin birtist hér björt en mundu að samhliða velgengni birtist álag oftar en ella og þú ert án efa meðvitaður/með- vituð um það og tilbúin/n að takast á við framtíðina með réttu hugarfari. Steingeitinr22.fe-?9.jfl/ij Gerðu þér sér í lagi þessa dag- ana grein fyrir þeirri staðreynd að eng- inn er fullkominn. Einnig er þér ráðlagt að reyna eftir fremsta megni að draga úr gagnrýni þinni þegar náunginn er annars vegar og vertu reiðubúin/n að fyrirgefa og gleyma. z SPÁMAÐUR.IS ^ r

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.