Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2004, Síða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2004, Síða 30
30 FIMMTUDAGUR 4. MARS 2004 Síðast en ekki síst DV Vor í lofti og vatn á götum í Kópavogi. Sögulegar sættir innan Kolkrabbans Ha? Gelding viðskipta- blokkarinnar sem kennd er við Kol- krabbann þykir vera með stærri tíðindum seinasta árs. En nú er komið á daginn að nokkrir armar hafa náð saman eftir að hafa um tíma verið aðskildir og sögulegar sættir hafa orðið. I aðdraganda þess að Skeljungi var kippt út úr þríhyrningi Kol- krabbans brustu ættarbönd og frændur fóru í hár saman. Benedikt Jóhannesson, framkvæmdastjóri Talnakönnunar, var þá krónprinsinn sem snúa.átti vörn viðskiptablokkar- innar í sókn. Hann var settur á mikilvæga pósta og sótti umboð sitt til frænda sinna Benedikts og Einars Sveinssona sem áttu í þá daga hálft ísland með því að stjórna Sjóvá, Eimskip og Skeljungi. I varn- arslagnum steig Benedikt krónprins ofan á frænda sinn Kristinn Björns- son, þáverandi forstjóra Skeljungs, þegar hann hrakti hann af forstjóra- stóli eftir að hafa áður staðið í vegi fyrir að hann yrði stjórnarformaður Eimskips. Benedikt krónprins gerði þetta með stuðningi frænda sinna. Kristinn lá eftir í blóði sínu en nú hafa vopnin snúist í höndum Benedikts yngra. Styrjöldinni sem Benedikt Jó- hannesson stýrði lauk með ósigri hans og krónprinsinn hef- ur verið tekinn af öll- um póstum. Aftur á móti hefur Krist- inn náð sáttum við Einar Sveinsson, verðandi bankaráðsformann ís- landsbanka, og keypt sig inn í fjár- festingabankann Straum með góð- fúslegu samþykki Einars. Slitin frændabönd hafa verið hnýtt saman að nýju en jafnframt hefur það kost- að krónprinsinn stallinn. Enn lifa nokkrir armar Kolkrabbans. • Sú hraklega meðferð sem Krist- ján Ragnarsson, fyrrum formaður LÍÚ, varð fyrir þegar honum var íleygt út úr ís- landsbanka eftir 12 ára setu á for- mannstóli hefur glatt marga þá sem töldu tíma- bært að Kristján fengi hvíld frá önnum í viðskiptalífmu. En þeir eru líka til sem vildu verja setu for- mannsins með flestum tiltækum ráðum. Þar hafa launþegar og at- vinnurekendur sameinast í vörn- Síðast en ekki síst inni eins og sjá má af þeirri ákvörðun stjórnarmanna lífeyris- sjóðsins Framsýnar að taka þátt í valdataflinu þótt það kostaði sjóð- félaga 250 millj- ónir króna. Verkalýðshetjan Sigurður T. Sig- urðsson í Hafnar- firði og Ari Ed- wald, fram- kvæmdastjóri at- vinnurekenda tóku höndum sam- an í þeim slag. Nú berast af því óstaðfestar fréttir að núverandi stjórnendur LIÚ hafi orðið æv- areiðir þegar Kristjáni var fórnað og þeir vilji nú selja eitt prósent hlut samtakanna í íslandsbanka í hefndarskyni. • Islenskt raunveruleikasjónvarp hefur ekki náð neinum hæðum hér á íslandi en Helgi Hermannsson fyrrum dagskrárstjóri Skjás eins boðaði fyrir margt löngu íslenska útgáfu af Bachelor-þáttunum. Þá hafði hann fengið til liðs við sig séx fallegar og vel gefnar ís- lenskar stúlkur (eins og hann orðaði það á sínum tíma) til liðs við sig og var ætlunin að senda þær ásamt myndatöku- mönnum til Las Vegas. Þar áttu þær að ná sér í skemmtilega, sjar- merandi og umfram allt ríka amer- íska menn til að giftast sér, helst í ferðinni. Mogginn greindi frá þessu 6.9.2003 og segir hann að ætlunin sé að hefja útsendingar 1. október næstkomandi. Ekki lýgur Mogginn nema stundum því ekk- ert bólar á þessu prógrammi og áhugasamir orðnir langeygir, ekki síður en Sindri Kjartansson sem ætlaði að stýra upptökum... • Óvenjumargir landsmenn féngu höfúðverk í fyrradag en þá gekk mjög djúp lægð yfir landið. Munu veðurfræð- ingar og læknar nú í sameiningu spá hvort tengja megi þetta tvennt með óyggjandi hætti. Sérstaklega fundu mígreni- sjúklingar fyrir lægðinni sem lagði marga þeirra hreinlega í rúmið á meðan lægðin sýndi sitt versta... & A N N A Ð ^ ERTU ALVE& &ENSIN AF ^ 6ÖFLUNUM BJÖSSI?! HVERNIS . HELDURDU AÐ ALMENNINGUR \ _ TAKIÞESSU? z'' HEVRDU V/ENI! ENSA STÆLA EÖA E6 SfNÖI S5* v. STRAKANA MINA A ÞIS! ^ SERDU! \ ÞESSAR FÉKK É6 Á AÖEINS v 1 MILLJARÐ, HVORA! > 'r ES VIL VOPNOG VÖLÖ. > STRÍÐSTÓL OG DRÁPSVÉLAR. V. LALALALAL!! _________<■' ^ DISUS! ^ HANN ER ALVE6 <STROPAÐUR!s Bæjarstjóri í Vesturbyggð Ásgerður Jóna og sonur Jóns Baldvins sækja nm Fyrrum formaður Mæðrastyrks- nefndar, sonur Jóns Baldvins og rútukóngur úr Keflavík, nú sveitar- stjóri á Kópaskeri, eru meðal ellefu umsækjenda um bæjarstjórastarf í Vesturbyggð. Miklar sviptingar eru í stjórn bæjarfélagsins og hefur Árni Johnsen, fyrrum alþingismaður, til að mynda verið ráðinn til að sinna atvinnu-og ferðamálum á svæðinu í nánu samstarfi við nýjan bæjar- stjóra: „Ég þekki til á Patreksfirði og er mjög hrifin af Vestfjörðum," segir Ásgerður Jóna Flosadóttir, sem mætir til leiks með meðmælabréf frá fyrrum samstarfskonum í Mæðrastyrksnefnd. Þar segir meðal annars: „Það var ákaflega ljúft að starfa með Ásgerði Jónu í alla staði. Heiðarleiki var hennar aðalsmerki...Ás- gerður Jóna er hugmynda- rík, framtakssöm og kraft- mikil kona sem hefur mikla orku til að gefa frá sér til þeirra sem með henni star- fa...“. Annar umsækjandi er Glúmur Baldvinsson, sonur Jóns Baldvins Hannibalsson- ar sendiherra og Bryndísar sækirumfráKópasl<eri. Schram. Glúmur hefur verið búsettur erlendis undanfarin ár, nú síðast í Dubai og Lfberíu. Meðal umsækjenda er einnig að finna Steindór Sigurðsson fyrrum rútukóng og hótelhaldara í Reykja- nesbæ. Hann starfar nú sem sveit- arstjóri á Kópaskeri. Aðrir umsækj- endur um bæjarstjórastarfið, eru: Björn Elísson á Hvammstanga, Gísli Karlsson í Reykjavík, Guðmundur Rúnar Svavarsson í Grímsnesi, Guðmundur Björnsson í Svíþjóð, ÁsgerðurJóna Umsækjandi með meðmælabréffrá Mæðrastyrks- nefnd. Steindór Sigurðsson Rútukóngur frá Keflavík Guðmundur Guðlaugsson á Siglu- firði, Guðmundur Óskar Her- mannsson á Patreksfirði, Haraldur A. Haraldsson á Patreksfirði og Ragnar Jörundarson í Hrísey. Hefð er fyrir því að bæjarstjóri Vesturbyggðar búi á Patreksfirði. Ás- gerður Jóna segir það eiga eftir að koma á daginn hvers hún eigi eftir að sakna mest úr höfuðborginni hreppi hún bæjarstjórastarfið fyrir vestan: „En það eru góðar samgöng- ur á milli og ég get flogið og keyrt vilji ég fara suður,“ segir hún. Krossgátan 3Lárétt: 1 vond, 4 rök, 7 spákona, 8 skaði, 10 auk- ist, 12 fiður, 13 störfuðu, 14 ágæti, 15 trjágreinar, 16 þrjóska, 18 barns,21 fönn, 22 fljótfærni, 23 gort. Lóðrétt:! óbreytt,2 ald- ur, 3 ásinn, 4 tággrannur, 5 kostur,6 þreyta,9 karl- mannsnafn, 11 friðurinn, 16 karp, 17 spil, 19 ímyndun, 20 kúst. Lausn á krossgátu 'dos oz 'ejo 6 L 'ese l L 'jocj 91 'gigæu 11 'jeujg 6 '!0I 9 '|ea s 'jofujBuaAcj t? 'uunnpuouj £ '|Aæ z 'ujos l :}íajeon •dnej íz 'uey zz 'J9Íus IZ 'sgof 81 '|bjc) 9L 'uji| st '|go6 yt 'nuun £t 'unp jl '!U|a 0L 'u|auj q 'baiqa l '|QAcj p 'uiæ|s i ijajen Veðrið +5 é 4 Nokkur vindur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.