Akranes - 01.03.1943, Blaðsíða 3

Akranes - 01.03.1943, Blaðsíða 3
AKRANES 19 agnúa, sem slík framleiðsla myndi hér eiga við að etja. Um 1. lið, þar sem þeir tala um rann- sókn sína o. s. frv. koma rök ekki fram í álitinu að verulegu leyti, eins og hér hef- ur sagt verið. Um 2. liðinn að hlutar vélanna ciu vinnulaun verður að draga r.ij^g í c..., 03 er margs að gæta í því samban;i. 1 íyisca Iagi myndu margir hlut- ir í hér geroar vélar verða fengnir full- gerðir fru ööium lönclum og eru sumir þeirra dyrir. (Pecta er miklu venjulegra með fles'.ar utlendar verksmiðjur, og mynai j.á ckki síður heimfærast upp á hérlendar). 1 öðru lagi myndi allt annað efni — að þessu meðtöldu —, með tollum flutningskostnaði og öllu öðru, sem hér er hlaðið á allar vörur, verða mun meira að verðmæti en '/3 verðsins. A. m. k. ef miða á við það, sem vér eigum að venjast um innlenda framleiðslu annarsvegar og verð á samskonar hlutum erlendum hinsvegar. Ef slík verksmiðjuvinna ætti að sigra og geta keppt við erlenda, þyrfti ásamt ýmsu öðru að haga vinnubrögðum, afköstum og greiðslu fyrir þau eitthvað öðru vís: en hingað til; og þá hliðstætt því sem tíðkast með þeim, sem framarla standa í þessari framleiðslu, og mun sennilega vart af veita. Hvort nokkrir tugir fleiri eða færri manna starfa í þessari grein eða ekki, er ekkert aðalatriði heldur hitt, hvort þeir sömu menn gætu ekki unnið sjálfum sér og landinu meira gagn við aðra iðju, sem þegar á allt er litið væri hagkvæmari. 3. og 4. liðurinn er næsta almenn orð um æskilegan hlut ýef allt er fyrir hendi um ákjósanlega framleiðslu). En reynslan hefur fullkomlega sannað, að stærri og auðugri þjóðir, með alla aðstöðu marg- faldlega betri en vér, hefur gengið mjög misjafnjega um framleiðslu góðra véla. Það sætir því undrun, hve þessir góðu menn telja innlenda framleiðslu á þessu sviði öruggan og auðleysanlegan hlut,. — Það er þvert á móti svo erfitt, að þó það tækist í clla staði giftusamlega myndi það taka mörg ár, ef til vilf tugi og sennilega kosta meira í reynslu og fjármunum en svo, að vor litla safa og aðstaða öll gæti nokkurntíma leyst öll þau vandkvæði, er leysa þarf til þess að kippa erlendum vél- um úr umferð. Um niðurstöður þeirra í I. — 6. lið hefur nú verið nokkuð rætt, eru þar að sumu leyti samahteknir kostir þess og nauðsyn að fækka vélum og skapa mögu- leika fyrir nægum birgðum varahluta eins og hér hefur verið reynt að benda á. Því verður ekki neitað, að ef íslenzk mótor- framleiocla slæði í gégn, kæmi hún í veg fyrir mörg mein, sem hér hafa verið rak- in, og standa útveginum margvíslega fyrir þrifum. Ef slík framleiðsla ekki gæti skap- að nógu góðar vélar og öruggar, og væri í því heila samkeppnisfær, þannig að hún gæti tekið að mestu leyti hinn innlenda markað og að einhverju lévti meira, þá væri til einskis barizt. Af framansögðu held ég því, að inn- lendur verksmiðjurekstur í þessari grein eigi langt í land. Hinsvegar tel ég rétt og sjálfsagt og mikið unnið með því að Land- smiðjan smíðaði smátt og smátt og sem fyrst t. d. eina 50 hk. mótorvél. Af því mætti margt læra og vafalaust gæti einmitt slík tilraun að miklu leyti skorið úr um: I fyrsta lagi, hvort þetta væri nothæf vél, hvaða göllum eða kostum hún væri búin og hvort nokkur meðalvegur væri til um samkcppni í verði. Þessa tilraun tcl cg sjálfsagði. Landsmiðjan ætti að fá leyh til siíkra tilrauna af árlegum reks.raraf- gangi. Að slíkri reynslu væri mikilí ícng- ur. Æcti að nota slíka vél við kennslu í Fiskifélagshúsinu og láta hana ganga mik- ið. Það er sem sagt of langt farið — án slíkrar reynslu — að hafa mikinn viðbún- að um stóran verksmiðjurekstur, án þess að hafa áður hlaupið „reynsluskeiuið“, fyrst það er annars hægt. En ekki ætti ég vitanlega margar óskir heitari en takast mætti að smíða hér fullkomna vél í öllum greinum. Fyrir stríð kostaði hvert kg. í smíðuðum mótorvélum hingað komið sem hér segir: í 45 hk. vél röskar 3 kr. kg., 100 hk. vél rúmar 2 kr. kg. Þá kostuðu innsettar plötur og vinklar í skipsskrokka hér 2.50—3.00 kg. Þegar Laxfoss var keyptur á sínum tíma kostaði hann full- búinn miðað við þyngd skipsins að með- töldum skrokk, vélum og öllu, sem í því fannst utan borðs og innan, segjum og skrifum 1.00 — eina krónu — kg. Af þessu og því, sem margir vita um innlend- án iðnrekstur — þó allra þakka sé verð- ur — má glögglega sjá hversu erfitt það mun reynast að keppa við aðrar þjóðir á ýmsum sviðum og þá ekki sízt þeim, sem hér hefur verið rætt um. Fyrir nokkrum árum var það t. d. svo um rekstur Skandia-verksmiðjunnar, að hún framleiddi fyrir 4—5 milljónir og smíðaði ca. 1000 vélar á ári og af hverri gerð 20 stk. í einu. • Með hliðsjón af því, sem hér hefur sagt verið, virðist því liggja í augum uppi að fækka beri vélum í notkun annarsvegar. Og hinsvegar skapa möguleika fyrir því að sífellt séu hér í landi nægar birgðir vara- hluta þeirra véla, sem í notkun eru. En þá kemur spurningin, sem allt veltur á, hvern veg þessu takmarki verði bezt náð. Svo sem þessar bollaleggingar benda til, hef ég allmikið hugsað þetta mál frá ýms- um hliðum, og finnst vera þörf á aðgerð- um. Mætti þá Iáta sér detta ýms ráð í hug, sem þó margir hafa sjálfsagt eitthvað út á að setja með réttu eða röngu. í því sam- bandi mætti nefna: 1. Að Iáta þetta vera svo sem það er, og hvernig sem það veltur. Það kann sum- um að þykja gott, en þar er ég á öðru máli. 2. Einkasala. Sú leið hefur marga ókosti en fáa kosti. Það mun valda miklum deilum, og er það ekki kostur. Einka- salan á bílum mun heldur ekki, ef mið- að er við hana, lofa miklu um fækkun tegunda. 3. Innlend mótorverksmiðja. Um það má draga ályktanir af því sem að framan er ritað. 4. Að Fiskifélagið, sem hefur vélfræðing í sinni þjónustu 03 er leiðbcinanci á þessu sviði, hefði umboð á t. d. tveim góðum vélum. 5. Að útvegsmenn (Lancsamband útvegs- mcnna) aflaði sér slíks unr.boðs. 6. Að reynt væn að semja við góða er- lenca verksmioju um að sm.ða hir vél- ar ef ir því sem frekast þætti fæ’:, cri 03 cð hafa hér næga varrhlu i. 7. Að hér væru ákveðnir menn íö;ril ir vélasalar (sbr. fastei^nasabr). Fr i ;á sú löggilding eftir því m. a. hvo t hann hefði viðurkennt merki að sel’r. ílvot hann hefðinokkra þekkin^u á þecru sviði. Hvaða grein hann gæíi gert f /rir því að varahlutar viðkomandi vélar væ:u hér til staðar. Tvær síðustu leiðirnar teldi ég að vænta mætti mests árangurs af. En .ef einhverjir •við þennan lestur og eigin athugun gætu bent á cðrar 07 betri leiðir til lausnar þessu vandamáli, þá væri mikið unnið. Ó. B. B. FRÁ BÆJARSTJÓRNINNI Bæjarstjórnarfundur 10. mkrz 1943. Fjárhagsáætlun 1943. Svohljóðandi til- laga frá bæjarráði var samþ. með samhlj. atkvæðum: „Bæjarstjórn telur ekki rétt, að gengið verði frá fjárhagsáætluninni tyrir 1943 fyrr Alþingi hefur ákveðið löggjöf um þessi efni.“ I sambandi við þetta mál gaf bæjar- stjóri yfirlit yfir uppkasti að fjárhagsá- ætlun, sem bæjarráð hafði gert, en ekki talið tímabært að ganga frá að svo komnu máli, auk þess sem hann lýsti afkomu s.l. árs. Ef gert er ráð fyrir því, að staðið verði að öllu leyti við fjárhagsáætlun s. 1. árs og fé það, sem átti að ganga til elli- heimilis, fangahússbyggingar, gufubað- stofu o. fl. lagt í sérstakan sjóð, verður tekjuafgangur kringum 70.000 auk stríðs- gróðaskatts kr. 100.000. Samtals kr. I 70.000 kr. — Vegna kauphækkunar og dýrtíðar hækka allir útgjaldaliðir mjög verulega á þessu ári. Byggingarfélag verkamanna. Samþ. var svohljóðandi till.: „Með tilliti til samþ. bæjarstjórnarinnar 7. okt. s.l. telur bæjar- stjórn nauðsynlegt að stofnað verði bygg- ingarfélag verkamanna á Akranesi. Þó telur bæjarstjórn ekki rétt að leggja fram fé til byggingarsjóðs fyrr en fyrirsjáanlegt er að byggingar hefjist og fyrir liggja upp- lýsingar um það, hve margar íbúðir verða byggðar. Sumardvöl harna. Svohlj. till. Sveinbj. Oddsonar var samþ.: „Vegna þess að bæjarstjórn lítur svo á, að rekstur sumar- dvalarheimils barna megi ekki leggjast niður og nægrar fyrirhyggju þurfi til und- irbúnings fyrir þá starfsemi á komandi sumri þá felur bæjarstjórn bæjarráði að grennslast fyrir um það hvaða félög, sem undanfarandi hafa stutt þessa starfsemi vilji enn á ný leggja fram krafta í sama augnamiði og á hvefn hátt“.

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.