Akranes - 01.03.1943, Blaðsíða 12

Akranes - 01.03.1943, Blaðsíða 12
28 AKRANES Leiðrétting. í 1. tölublaði þ. á. birtist grein eftir dr. med. Árna Árnason héraðslækni er nefndist „Fatnaður". Þessar villur slædd- ust inn í greinina: Um miðjan 2. dálk: „Ullardúkar hafa í sér mikið af raka og vatni, án þess að rennvökna". Á að vera: „Ullardúkar hafa í sér mikið af lofti, og þeir geta tekið í sig mikið af raka og vatni án þess að blotna eða rennvökna“. (Sjá undirstrikun bls. 2). Næsta setning: „Ull- arföt .......heppileg til innst fata“. Á að vera: „heppileg innst fata“. Heilbrigt líf. Þetta tímarit Rauða Kross íslands er tví- mælalaust vinsælasta, bezta og ódýrasta tímarit landsins. Ritstjói þess er hinn þjóðkunni ágætis- maður og læknir dr. med. Gunnlaugur Claessen. Þetta eitt út af fyrir sig eru næg meðmæli með tímaritinu. Auk þess rita í það margir hinna beztu og fær^stu lækna landsins. Tímarit þetta fjallar eingöngu um heil- brigðismál, skýrir frá nýungum læknavís- indanna, gefur hollar og góðar bendingar um lifnaðarhætti og heilbrigði manna og ýmiskonar annan fróðleik, sem hverjum, jafnt konum sem körlum, er nauðsynlegt að fræðast um og þekkja til hlítar. Allt er þetta ritað við alþýðu hæfi, svo hver og einn getur haft not af því. Það er því ekki að furða, þó eftirspurn að því sé orðin mikil, enda þarf það að komast inn á hvert einasta heimili lands- ins. Lítið er orðið eftir af tveim fyrstu ár- göngum þess. Verðið, 4 hefti á ári, er aðeins 12 kr. Nokkur eintök af nýútkomnum 3. árg. (1.—2. hefti) hef ég til sölu. í þeim heft- um er hver ritgerðin annarri betri. Akurnesingar! Þér er ekki hafið þegar gjörzt kaupendur, komið til mín og gjörizt kaupendur tímaritsins. Eg mun greiða götu ykkar og sjá um að ykkur verði sent það í pósti með póstkröfu. Minnist þses, að heilsuvernd og hollir iifnaðarhættir er dýrmætasta hnoss hvers manns. Með vinarkveðjum Ólafur Finsen. Húsið á Görðum elzta senmentssteypuhús hé á landi. í nýútkominni bók um húsagerð á fs- landi eftir próf. Guðmund Hannesson, en bók þessi er hluti iðnsögu íslands, segir m. a. svo: „-------Eigi að síður er hél allt í einu byggt kalksteypuhús á árunum 1876—81 í Görðum á Akranesi og stendur það til þessa dags, en er nú notað sem líkhús. Þetta var fyrsta steinsteypuhúsið hér á landi og Iíklega á Norðurlöndum, en svo litlar sögur fóru af byggingu þess, að þess mun hvergi hafa verið getið opinberlega nema í Héraðssögu Borgarfjarðar. Og hvaðan kom svo þessi kunnátta? Hún kom ekki frá Iærðu mönnunum, sem gátu lesið útlendu málin, og ekki heldur frá þeim, sem höfðu siglt og séð útlendar fyrirmyndir. Það verður ekki annað séð en að steinsmiður í Reykjavík, Sigurður Hansson, hafi fundið upp aðferðina af sínu hyggjuviti, og jafnframt hafði hann þá djörfung að reyna hana á heilu húsi. Þessum einkennilega manni er lýst þannig af mönnum, sem þekktu hann, að hann hafi verið lágvaxinn, þrekinn, lotinn í herðum, dökkhærður en bláeygður, með kúpt, hátt enni. Steinsmfði hafði hann lært hjá Sverri Runólfssyni og lokið sveinsprófi og hafði aldrei farið utan, en dugnaðar- maður hafði hann verið með afbrigðum. Þegar Sigurður tók að sér að byggja steinhús í Görðum, rak hann sig á það, að þar var ekki um annað grjót að gera en óvinnandi blágrýti, sand og sjávarmöl. Honum hefur þá hugkvæmst að úr því að kalklím, sem þá var hvarvetna notað, gæti límt stóra steina saman, gæti það einnig Iímt smásteina, sem færu vel í móti. Sig- urður hafði séð þetta við byggingu hegn- ingarhússins í Reykjavík, því þar voru steinar lagðir í kalkiím og sementsblanda aðeins notuð til þess að fylla steinamót að utan, en hann vann um tíma við bygging- una. Hvern veg sem þessu var varið, afréð Sigurður að steypa steina og hlaða vorjg- ina úr þeim. Þessu fylgdu þau vandkvæði að kalkið harðnaði seint og steinarnir urðu að liggja lengi í móti, svo hann lét að sögn smíða um 40—50 mót. Verkinu var hagað þannig, að sögn Bjarna Jóhannes- sonar, sem vann við húsið: Blágrýti var brotið í mulning og honum blandað á fleka við kalklím, lítið eit af sementi og dálítið af sandi, og síðan mokað í mótin. Nánara er ekki kunnugt um blöndunarhlutföllin. Hús þeta er 12x15 álnir að utanmáli og var upprunalega íbúðarhús með 3 stofum og eldhúsi á neðri hæð og forstofuskúta úr timbri við norðurhlið, en nú hafa öll skilrúm verið tekin burtu, gluggum verið breytt (stækkaðir) o gmúrhúðun endur- nýjuð að utan og innan á stofuhæðinni. Veggjaþykkt er 1 al. í kjallara en 12” of- an hans. Efst í veggjum er steypan hvít kalksteypa, en nokkru móleitari neðar, líkt og sementi hafi verið blandað við kalk- límið. í kjallaranum má sjá, að allstórir steinar hafa verið lagðir í steinsteypustein- ana, en að sögn voru þeir ein alin á lengd og breidd og /2 alin á hæð. Styrkleiki hvítu kalksteypunnar er fremur lítill og vatn sýgur hún ákaft í sig,' svo tæpast verður hún talin gott byggingarefni. Húsið var lengi í smíðum og var fyrst búið í kjallaranum. Að öllum líkindum hefur það reynst fremur kalt og ekki laust við raka, og dýrt hefur það orðið, því eigandi þess, sr. Jón Benediktsson varð öreigi við bygg- ingu þess og naut þó nokkurn styrk til hennar.----------------Þá varð og önnur nýung í húsi þessu, að veggir ofan kjall- ara voru gerðir hálfu þynnri en venja var til eða um 12” þykkir. Við þetta sparað- ist efni, og sólar naut betur í húsinu, er gluggakistur urðu ekki mjög djúpar. Það má vel vera að þetta hafi komið Sigurði til að steypa steinana, en mestu hefur það þó líklega ráðið, að ekki var um annað grjót að ræða en óvinnandi blágrýti. Loftið í húsi þessu var reyrlagt og sléttað með múrhúðun“. Til ritnefndar blaðsins ,Akranes‘ Akranesi Eftirfarandi kvæði sá ég fyrir nokkru hjá kunningja mínum, sem er fæddur og uppalinn hér á Akranesi, en er nú búsettur í Reykjavík. Kvaðst hann hafa orkt þetta kvæði, þegar Akranes fékk bæjarréttindi. Þegar ég hafði lesið kvæðið, spurði ég þennan kunningja minn, hvort hann vildi ekki birta það opinberlega, þar eð ég taldi kvæðið lýsa miklum innileik í garð Akraness. Sagðist hann vera óvanur að fást við skáldskap, og af þeim ástæðum vildi hann ekki vera að hampa því, þó það kæmi einstaka sinnum fyrir, að hann reyndi sér til dægrastyttíngar að gera vís- ur. Hinsvegar sagði hann, að ef ritnefnd blaðsins „Akraness" teldi kvæðið birting- arhæft, mættu þeir gjarnan láta það í blað sitt. Ég hef því skrifað kvæðið upp og sendi yður það. Guðmundur Kristinn Ólafsson. Um byggðina á Skaga eitt ljóð vil ég laga þar lék ég sem bamungi mér með hugljúfum svörum og ástúðarörum að umvefja hana mér ber. Oft vakna þau kynni í minningu minni, sem markverðast þaðan ég bar og hugfanginn lengi ég hlusta á þá strengi, sem hljóma frá ströndinni þar. Sem blómið í móó, fékk þyggðin að gróa og bar ekki toppinn sinn hátt, með sóleyjaryndi í svellandi vindi hún sveigðist að jörðinni lágt, en svo þegar aftur hver óveðurskraftur í andvarans þýðleika dó, þá hækkaði ’ún toppinn úr háskanum með hóglátri stillingu og ró. [sloppinn Ég sá hana stækka og hag hennar hækka og hljóta svo öfluga vörn, auðgast að skipum og allskonar gripum og eignast svo glæsileg börn. Kynslóða iðja var staðinn að styðja og styrkja í brýnustu. þörf. Hugirnir brunnu og hendurnar unnu sín hljóðlátu framtíðarstörf. Ég hylli nú þorpið, sem óveðrum orpið nam ávallt að réta sinn hag. Hamingjan bar það er bágstaddast var það og bær er það orðið í dag. Hljóti það gengi og lifi það lengi við lánið svo unaðarmilt, hlífi því trúin, en flýi það fúinn og flest, sem er rotið og spillt. * Verði hver dagur því farsæll og fagur og flytji því ljúfari kjör. Báran hin mjúka skal ljúflega strjúka um bátinn, sem leggur úr vör, endalaus græðir skal kveða því kvæði og hverjum, sem gaf því sitt líf, hver af þess sonum, að verma það vonum og vera því skjöldur og hlíf. Akurnesmgur.

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.