Akranes - 01.03.1943, Blaðsíða 4

Akranes - 01.03.1943, Blaðsíða 4
20 AKRANES Saga Akraness Tiihögun seglanna Það má með nokkrum sanni segja, að hér á Akranesi hafi orðið „bylting“ á tiltölulega skömmum tíma. Árið 1789 voru hér aðeins 10 jarðir og búsettir 67 manns, en nú er fólksfjöldinn um 2000. Nú er hér enginn torfbær lengur uppistandandi sem mannabústaður. Hér eru nú aðeins örfá hús óbreytt frá sinni upphaflegu byggingu um 1880. Það væri því ekki ófyrirsynju, að far- ið væri að líta um öxl og skrifa eitthvað niður um það Akranes, sem „nýsköp- un'in“ er að „þurrka út“. Mér er ekki kunnugt um, að þetta hafi verið gert, að undanteknum fyrirlestri erHallgrím- ur Jónsson flutti hér 1889, „Um lífið á Skaganum s. 1. 100 ár“. FVrir nokkrum árum var uppi um hérað allmikil hreyf- ing í þá átt? að rita. Héraðssögu Borgar- fjarðar, og hafa enda komið út 2 bindi af þeirri bók. Svo sem getið er um í for- máia fyrir bókinni, voru þættir Krist- leifs Þorsteinssonar æði mikill stofn til að byggja á þetta verk. Þegar „Héraðs- sagan“ kom út í þáttum, þótti sumum Akurnesingum sem réttara hefði verið að skrifa samfellda sögu héraðsins frá upphafi. Út frá þessu sjónarmiði vildu Akurnesingar freista þess að fá einn mann til að skrifa sögu Akraness sér- staklega, og var farið þess á leit við ákveðinn mann, en af því varð þó ekk- ert. Þar sem „byltingin“ heldur áfram, og þar sem þeim mönnum fer nú ört fækk- andi, sem verulegar upplýsingar geta gefið snertandi sögu staðarins frá miðri síðustu öld, þá hefi ég reynt — þrátt fyrir allmiklar annir —, að hripa niður ýmislegt það, sem ég hefi getað grafið upp, og haldið að þeim mætti að ein- hverju gagni koma, sem nú eða síðar hefði hæfileika og tækifæri til að gera sögu staðarins þau skil, sem nauðsyn- legt og verðugt væri. Þegar við svo fórum af stað með þetta litla blað, héldum við að það mundi verða vel þegið, að fá þetta „hrat“ í smáskömtum, því jafnvel þó á því væri ýmiskonar vansmíði, getur það þrátt fyrir gert nokkuð gagn, t. d. með því að leiða athygli manna að því hve van- ræksla vor hefur verið mikil á þessu sviði, og þannig þó seint væri breytt stefnunni gagnvart framtíðinni í þess um efnum. Með birtingy þessara þátta var líka annað unnið. Það getur orðið til þess að leiðrétta megi, eða upplýsa nánar ýms vafasöm atriði, sem verra væri að fást við síðar, og ef til vill auka við þá fróðleiksmola, sem hér verða á borð bornir. Þáttur hvers héraðs í lífi þjóðarinnar hlýtur að hafa nokkurt menningarsögu- legt gildi, og þá ekki síður, ef hann er á hverjum tíma nokkur þáttur í at- vinnusögu alls landsins. Enda þótt Akranes hafi átt næsta lít- inn þátt í því að skapa „Gullöld“ vora, One ships sails west and another sails east with the self same wind that blow. It is the set of the sail but not the gale, that show us the way to go. Fjöldi manna er nú að verða svo fær í „ástands“-ensku hér um þessar slóðir, að þessi litla vísa ætti að geta orðið ein- hverjum skemmtilegt viðfangsefni. Bæði væri gaman að fá hana vel þýdda og svo er hún líka ágætt ræðuefrii. Hún er fremur óþjál til þýðingar, en með því að breyta bragarhættinum get ég sagt efni hennar í íslenzkum hending- um, eitthvað á þessa leið: Til vesturs siglir annar, en austur stefnir hinn, og áttin er jafn hentug fyrir báða. En hvort þeir sigla ræður ekki sterki stormurinn, því stefnu þeirra segl og stýri ráða. Það er nú ekki gott að hafa stýri þarna í síðustu línunni, en mætti ef til vill. hafa seglabrögðin, eða eitthvað þessháttar í staðinn. Mér datt í hug, að heilsa upp á Akurnesinga með þessari hefur það þolað með þjóðinni „súrt og sætt“ allt frá landnámsöld frarp. á þenn- an dag. Það hefur fórnað ekki síður en aðrir landshlutar. Þar hefur fólkið unn- að frelsinu ekki síður en aðrir lands- menn, og það er von mín og trú, að það sem hér kann að verða dregið í dagsins ljós, af — lífinu, sem lifað hefur verið — hér, sanni að þát'tur Akraness í at- vinnu- og menningarsögu þjóðarinnar sé í r.okkru hlutfalli við eðli og ástæður allar. Það skal tekið fram, gagnvart þess- um ófullkomnu þáttaskrifum, að lagt verður sérstaklega til grundvallar hið forna Akranes, en - vegna eðlilegra tengsla sveitanna utan Skarðsheiðar við Akranes fyrr og síðar, verður ekki geng- ið að öllu fram hjá þeim í þessu tilfelli. Þessir þættir eru meira og minna skrif- ir: 1. Um sjávarútveginn frá fyrstu tíð. 2. Um landbúnað (garðrækt). 3. Hversu Akranes byggðist. 4. Um Garða og Garða- presta. 5. Sorgarsagan mikla. (011 sjóslys frá ! 800). 6. Saga barnaskólans og kenn- ara hans. 7. Félagsmál (saga hvers fé- lags). 8. Sönglíf. 9. Verzlunin. 10. Sveit- arstjórn og sýslu (alþingismenn). 10. saumakonur. 12. Iðnaður (smiðir). 13. Samgöngur á sjó og landi.. 14. Læknar og heilbrigðismál. Þetta er sundurliðað hér til þess að biðja alla góða menn og konur í eitt skipti fyrir öll, að gefa mér sem fyrst allar upplýsingar, er þeir kunna að búa yf- ir snertandi þessar greinar. sögunnar eða aðrar. Þar með að lána myndir, sérstak- lega gamlar myndir. Ól. B. Bjömsson. ágæu vísu af því, að þeir eru sjósókn- arar miklir. Þegar ég var ungur maður og sótti sjóinn, þá hafði véla- og olíuæðið enn ékki lagt undir sig allan heiminn og voru seglin því hið skemmtilega við- fangsefni sjómannsins. Það var meira gaman að svífa þöndum seglum úm sjó allan, en að stýra vélbát. En stundum gat verið mest gaman að hafa bæði vél og segl. Ég man enn kvöld eitt síðla veturs. Við sigldum upp í gegnum nokk- uð þéttan halís. Tunglið óð í skýjum í léttum austanvindi, sjór var auðvitað sléttur og við höfðum uppi öll, segl, en vél var þá komin í skipið og hún gekk einnig. Gnoðin skreið liðugt og gaman var að krækja meðfram bugðóttum ströndum ísbreiðanna. Það voru ungir menn á dekki og ungur maður við stýr- ið. Skipstjórinn kom upp, þótti glanna- lega siglt og bað okkur að taka seglin niður. Á þessum árum var lognið oft mesti farartálmi sjómannanna. En lognmoll- an er þægileg. Þá gerast menn væru- kærir og latir, og þá geta skipin hrak- ist fyrir straumi í öfuga átt við það, sejn óskað er. Stormurinn þandi seglin og greiddi för sjómannsins og gat hann þá jafnvel sótt gegn stormi og sjó með því að haga seglunum. Þar með kom ákvörðunarréttur mannsins til sögunn- ar. Það var ekki stormurinn, sem réði stefnunni, heldur tilhögun seglanna og stýrið. Víst er þetta dásamlegt. í sama stormi má sigla í allar áttir, allt eftir því, hvernig seglunum er hagað. Það má sigla til háfs og sigla til lands í sömu átt. Það má sigla í höfn og sigla á „drottins fund“ í sömu átt með hinni viðeigandi seglatilhögun. En stormur- inn vekur upp af værð og kæruleysi og knýr áfram, en þá farast stundum sum- ir. Þannig er stormurinn. íslendingar hafa fengið orð fyrir að vera miklir og góðir sjómenn, og góð- ir bílstjórar. Guð gefi þjóð okkar jafn snjalla og markvissa stjórnendur. Nú er skollinn á mikill stormur um heim all- an. Hvert siglum vér þjóðarskútu okk- ar? Hvernig þögum við seglunum? Hvernig er haldið um stýristaumana? Það er ekki stormurinn, sem ræður stefnu vorri, eða því, hvar við höfnum að lokum, en það er tilhögunAeglanna. Ber þessi stormur okkur upp á sker eð út í hrakninga og halvillur, eða ilýtir hann för okkar á fengsæl mið og til meiri frama? Það er illt að vera staddur í hafvill- um á stormvöktu hafi, á skipi, sem illa er stjórnað eða ekki stjórnað, og þar, sem skipshöfnin er ósammála um allt og berst um stefnu og yfirráð. En það er ekki aðeins vandratað fyrir heilar þjóðir í slíkum stormi, sem nú er

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.