Akranes - 01.03.1943, Blaðsíða 11

Akranes - 01.03.1943, Blaðsíða 11
AKRANES 27 ANNÁLL AKFANESS Aflabrög'S. I febrúar reru 18 bátar og fóru yfir- leitt 8—1 1 róðra nema einn, sem fór a<5- eins fjóra. Aflinn var alls 835 tonn, en lifrin 65969 lítrar. Aflahæsti báturinn í jan. og febr. fór 34 róðra og fiskaði 173 tonn af hausuðum og slægðum fiski, en 13041 lítra lifrar. Allur afli, sem komið hefur hér á land í jan.— febr. hefur verið 2380 tonn, en lifrin 190541 lítrar. Á sama tíma í fyrra var lifrar lítra fjöldinn 190485 lítrar eða aðeins 56 I. meiri nú. í marzmánuði voru bátarnir 20 og fóru 13—18 róðra (í fyrra mest 23 róðrar). Aflinn hefur verið bæði mikill og jafn yfir- leitt. Heildarafli bátanna yfir mánuðinn hefur verið 3080 tonn og tæpir 268 þús. lítrar lifrar. í marzmánuði í fyrra var lifr- in 237.484 lítrar. Mestur dagsafli bátanna (20) var 15. marz rösklega 259 tonn af hausuðum og slægðum fiski, sem gerir með núverandi verði rösklega 150 þúsund fyrir utan lif- ur og rask. Mestur dagsafli einstaka báts (Fylkis)., var 15. marz 16770 kg. af hausuðum og slægðum fiski. Heildarverðmæti aflans í marzmánuði er því sem næst 1.8 milljónir króna fyrir utan lifur. Og að magni til mun meiri en í jan. og febr. samanlagt. Gufubaðstofa. Á komandi vori verður Bjarnalaug byggð af mörgum höndum. í sambandi við laugina hefur Rauðakrossdeildin hér á- kveðið að byggja gufubaðstofu. Hefur orðið um þetta algert samkomulag við sundlaugarnefndina. Svo sem getið var um í síðasta blaði hefur baðstofan enn ekki nema aðeins 5000 krónum yfir að ráða til byggingarinnar. Deildin hefur því kjörið eftirfarandi menn til þess að hafa á hendi fjársöfnurt í þessu skyni, og veita móttöku því er bæjarbúar vildu láta af hendi til þess að koma þessu máli farsællega í höfn. Nefndina skipa þessir menn : véla. Þegar þetta var hafði Bjarni Þorkels- son bát í smíðum og 6 hesta Danvél í hann. Það þótti Jörgen heldur lítið í þenn- an bát, sem var heldur stærri en Valur, og vildi því fá í hann 8 hesta vél. Var hún því pöntuð og skyldi skipta um vél í bátn- um, þegar hin kæmi. En það fórst nú fyrir og var þessi 6 hesta vél látin duga, enda var vélin góð og gangviss og kraftgóð eft- ir stærð. Bátur þessi átti að vera opinn eins og þá var títt, en Jörgen taldi af reynslu sinni að það væri ekki hyggilegt til þeirra nota, sem hér væri um að ræða. Varð af þessu þjark mikið milli allra aðila, en varð þó úr að dekk var sett í bátinn í þóftuhæð. Framhald. Friðjón Runólfsson. Þorgeir Jósefsson. Óðinn Geirdal. Sigurður Guðmundsson lögregluþjónn. Hallbjörn Oddsson kennari. Með gufubaðstofu þessari í sambandi við sundlaugina er stigið stórt heilbrigðis- og menningarspor í lífi bæjarbúa, og væntir nefndin því að þeir bregðist vel við um fjárhagslegan stuðning. Að þeir geri það bæði fljótt og vel. Fyrirspurn til lesenda. Blaðinu þætti vænt um, ef lesendur þess vildu gera svo vel og svara eftirfarandi fjórum spurningum viðkomandi efni og framtíð þess og senda því sem fyrst: 1. Telur þú brot blaðsins heppilegt, eða réttara að gefa það út t. d. í tímarits- formi? Ætti það að koma oftar eða sjaldnarút? 2. Telur þú hlutleysi þess í stjórnmálum kost eða löst? 3. Telur þú efni þess um of bundið við Akranes? Ef svo er, hverrar breytingar æsktir þú helzt? 4. Hvað vildir þú segja annað eða frekar um efni og framtíð blaðsins. Úr fjarlægð skrifar gamali Akurnesingur: „Eg get sagt með sanni, að þá bar góð- an gest að garði, er blaðið Akranes kom með póstinum, með fréttir að heiman. Eg efast ekki um, að Akurnesingum þyki vænt um þetta fyrsta blað sitt, og þá sér- staklega þeim, sem í fjarlægð búa. Það er ábyggilegt að burtfluttur Akurnesingur þráir alltaf Akranes, og þá er blað sem slíkt tilvalin tengiliður við æskustöðvarn- ar, sem eru dýrmætar í minningum hvers manns. Eg vil geta þess, að ég hef fengið blaðið með skilum og sannarlega óska ég eftir að fá það áfram, og að blaðið eigi langa lífdaga fyrir höndum“. Annar kaupandi skrifar: „Eg hef lesið blaðið ykkar Akranes og mér þykir það svo gott og myndarlegt, að ég dáist að því. Eg verð líka svo feginn að vera í einu blaði laus við þessa and- styggilegu pólitík. En í þess stað fræðir blaðið okkur lun nýta menn og konur og störf þeirra, um dygg og nýt hjú, sem voru og eru — ef til vill enn til — máttarstólp- ar heimilanna. Og ýmislegt annað er í blaðinu, sem vekur til umhugsunar og dáða“. Félagið Heyrnarhjálp í Reykjavík hefur nú starfað með miklbm áhuga og árangri í 5 ár. Það er landsfélag með stjórn og aðsetur í Reykjavík. Núverandi formaður þess er Pétur Þ. J. Gunnarsson stórkaupmaður, en gjaldkeri þess er Þór- steinn Bjarnason körfugerðarmaður. Báð- ir þessir menn eru miklir áhuga og atorku- menn um stuðning við blinda og heyrnar- daufa. Árgjaldið er aðeins 5 krónur, en getur þrátt fyrir það gert mikið gagn, ef nógu margir félagar greiða. Félagið hefur út- vegað mörgu heymardaufu fólki heyrnar- tæki, sem því er hin mesta hjálp og hugg- un að. Styðjum þetta mannúðarfélag með því að gerast félagar. Blaðið þakkar innilega skilning og velvilja gamallar konu, sem sendi því 30 krónur, en ekki vill láta nafns síns getið. Björn Hannesson á Litlateig varð 75 ára 10. f. m. Hann hefur legið á spítala undanfarið, en hefur fengið bata og er nú kominn heim. Sjötugsafmæli. Hinn 22. fyrra mánaðar átti 70 ára af- mæli Jónína Jónsdóttir í Lambhúsum, kona Jóns Halldórssonar. Eggert bóndi Gíslason í Leirárgörðum varð 70 ára 16. febrú- ar s. 1. Hann hefur unnað kveðskap alla tíð, og kann óhemju af kvæðum. Dánarfregn. Nýlega andaðist í Reykjavík Sigurlín Sigurðardóttir á Steinsstöðum, Jónssonar hómópta í Lambhúsum. Sigurlín var góð kona og geðug. Hafði góða söngrödd og söng hér í kirkjunni um mörg ár eftir síð- ustu aldamót. Þakkarávarp. Er Kvennadeild Slysavarnafélags Akra- ness hélt aðalfund sinn í janúar síðastl. á Hótel Akraness, var næturgestur á hótel- inu, sem ekki vildi láta nafns síns getið, en sagðist þó vera fæddur á Akranesi. Er sá góði maður heyrði hverskonar félag var þarna saman komið, sendi hann niður til okkar kr. 100.00 —- eitt hundrað krónur — sem gjöf, minnugur þess, að hanh væri gamall Akurnesingur. Fyrir þessa myndarlegu gjöf, og allar þær mörgu gjafir og áheit, sem deildinni hafa borizt fyr og síðar, viljum við færa ykkur öllum alúðar þakkir. Jafnframt viljum við vekja athygli á því, að gjafir og áheit til deildarinnar em ávallt með þökkum þegin. Akranesi í marz 1943. Stjórn Kvennad. ISysavarnafél. Akraness. Tilmæli. Þess er fullkomlega vænzt, að þeir sem hafa vaðið yfir tún mitt í allan vetur, gefi því frið í vor og sumar. (Að öðrum kosti verður vart hægt að nota það fyrir alfara- leið næsta vetur!! !). Þeir, sem ekki sjá sér fært að verða við þessum tilmælum mínum munu verða kærðir. Ól. B. Björnsson.

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.