Akranes - 01.03.1943, Blaðsíða 5

Akranes - 01.03.1943, Blaðsíða 5
AKRANES 21 Útgejendur: Nokkrir Akurnesingar Ritnefnd: Arnljótur Guðmundsson, Ól.B.Björnsson, Ragnar Ásgeirsson Gjaldkeri: Óðinn Geirdal. Afgreiðslumaður: Jón Árnason. Prentverk Akraness h. f. Tvennir tímar Hinn 4. september 1820 dæmdi lands- yfirréttur Gunnar nokkurn Jónsson, bú- anda á Tanga á Akranesi til þess að kag- strýkjast og erfiða æfilangt í Kaupmanna- hafnarfestingu. Forsaga þessa máls er sem hér segir: Gunnar þessi var orðinn bjargþrota síð- ara hluta vetrar. Hann leitaði á náðir sveit- arinnar, en „svo að segja forgefis“, að því er landsyfirréttur segir frá. — Nótt nokkra laust fyrir páska skipaði Gunnar syni sínum, Guðmundi að nafni, að sækja hest upp fyrir túnið á Tanga. Drengurinn gerði þetta, en nauðugur þó, en þegar heim kom slátraði Gunnar hestinum, en síðan var átan matreidd og sameiginlega etin af hjónunum og börnum þeirra. Við þjófaleit, sem fram fór út af þessu máli, fundust hrossabein þar á heimilinu og við frumpróf „gekk Gunnar fúslega og kona hans tregðulítið til sannleikans viðurkenn- ingar“. Það var því sannað í máli þessu, að hesti hafði verið stolið og við því lögðu lögin ákveðna refsingu, án tillits til þess, hver orsök þjófnaðarins var. Dómurum landyfirréttarins hefur sýni- lega blöskrað refsingin. í forsendum dóms- ins telja þeir samvizkusamlega upp allt það, sem var Gunnari til málsbóta: „a. hann var bjargþrota með fjórða mann á heimili sínu, sem var sjálfur hann, kona hans, sonur þeirra 12 vetra og annað barn þeirra enn yngra; b. hann hafði áður Ieit- að sveitarstyrks hjá hlutaðeigandi hrepp- stjóra, en svo að segja forgefins; c. hefur hann eða kona hans aldrei áður verið að ófrómleika kynnt. Veruleg neyð, en engin þjófnaðartilhneiging, má því virðast hafa komið þeim ákærða til þessa óyndis úr- ræðis“. Óþarfi er að hafa langan eftirmála við dóm þennan. Hann sýnir betur en margt annað, hverjum breytingum til bóta refsi- Iöggjöf þjóðarinnar hefur tekið sfðastliðna öld. skollinn á, heldur líka hvern einstakan mann. Hvernig hagar þú seglum á lífs- fleyi þínu, ung; íaður eða unga stúlka? Lætur þú storm og straum ráða því, hvort þú hrekst, eða ber tilhögun segl- anna vott um snilli, áræði og viljaþrek? Ætlar þú að nota storminn til þess að komast farsællega áfram, eða ætlar þu að láta storminn stjórna þér? Hvernig þér og þjóð þinni reiðir af í stormin- um, fer allt eftir því, hvernig seglunufn er hagað. Er fúlkið að verða að risum? Við fornmenjagröft í Egyptalandi fundu fornfræðingar eitt sinn sniildarlega stancT mynd af karlmanni. Egypzku verkamönn- unum slóð hinn mesti stuggur af mynd þessari oð þorðu Varla að snerta á henni. „Þetta er enginn annar en hreppstjór- inn okkar!" sögðu þeir. „Og hvernig er mynd af honum komin djúpt niður í jörð- ina?“ Þeim þótti þetta ekki einleikið. Það reyndist og satt, sem þeir sögðu. Myndin var alveg eins og hreppstjórinn, og þó var hún æfagömul, líklega frá því 3—4 þúsund árum fyrir Kristsfæðingu. Svo óforgengilegt getur arfgengt sköpu- lag manna verið, og enn kvað alþýða í Egyptalandi vera nauðalík fornáldarmynd- unum. Þótt sköpulag eða gervi manna og dýra sé undirorpið sífelldum smábeyting- um, þá er það þó að miklu leyti fastara fyrir en flest annað, sem vér þekkjum. Annað þessa dæmi erum við íslending- arnir. Þegar ég mældi hæð tvítugra karl- manna (um 1920) og annað líkamsgervi þeirra, þá kom það í ljós, að málin voru nálega hin sömu og í Noregi, og hæðin sízt minni en í Noregi og Svíþjóð. Eftir þúsund ára sult og .seyru og allskonar hörmungasögu, stóðum við jafnfætis frændum okkar á Norðurlöndum og þó nokkru framar. Okkur kippti í kynið. Að svo miklu leyti sem þá Var kunnugt, var meðalhæð tvítugra karlmanna á Norður- löndum þessi: ísland (1920—23) 173.05 cm. Svíþjóð 1916—20) 171.70 cm. Noregur (1921) 171.60 cm. Danmörk (1924) 169.50 cm. Það er þó athugavert við mínar tölur, að ég mældi aðallega skólafólk, en það er venjulega nokkru hærra en allur almenn- ingur. Það eru í raun og veru mikil tíðindi, ef líkamsgervi manna breytist verulega og til langframa, en þessa hefur orðið vart á Norðurlöndum um langan tíma. Menn vita nú með fullri vissu, að fólkið hefur hækk- að stöðugt og stórfeldlega á síðustu 100 árunum. Þessi hækkun hefur numið jafn- aðarlega einum millimetra á ári. Upplýsingar um þetta hafa mælingar á nýliðum í herinn gefið. Svíar hófu þær 1840, Norðmenn um 1880, Danir um 1885 og Finnar um 1890. Við vitum ekki eins nákvæmlega um íslendinga, því við höf- um ekki haft neinn her eða hermannamæl- ingar. Hinsvegar má telja það víst, að svipuð breyting hafi orðið hér á landi. Nú má spyrja, hversu þessu hafi verið farið fyrr á öldum. Um það vita menn fátt með vissu. Eftir beinagrindum að dæma, sem fundizt hafa, voru Svíar lág- vaxnir á stein- og b'-onceöld (1Ö000— 400 f. Kr.), tæplega 165 cm. á hæð. Á járnöld (400 f. Kr. til 1050 e. Kr.) og miðöldum var hæðin nokkru meiri (um 167 cm.), en á víkingaöld mun hún hafa verið um 1 70 cm., eftir beinagrindum vík- inga að dæma, þótt stök^ menn væru hærri (1,85—2.00 m.). Meðalhæð alls al- mennings í Svíþjóð mun ekki hafa verið öllu meiri en 167 cm. fram undir 1840. Eftir þann tíma vex hún stöðugt og 1939 var hún orðin 1 75 cm. En af hverju stafar þessi mikii fjörkipp- ur í fóikinu? Menn vita það ekki með vissu. Nú er það víst, að hæðin er að miklu leyti arfgeng, og telja því sumir, að or- sökin sé aðallega kynblöndun, sem aftur stafi af auknum samgöngum bæði innan- lands og við útlönd. Þetta er þó ekki full skýring, því sérstakar rannsóknir hafa leitt það í ljós, að fólk, sem telja má að hafi verið laust við kynblöndun hefui hækkað engu síður en aðrir. — Aðrir hafa talið, að íþróttir eigi mikinn þátt í þessu, en þær gera menn frekar gilda en háa, og auk þess hafði fólkið hækkað áður en þær komu verulega til greina. Á íslandi hefur og Iítið að þeim kveðið' fyrr en á síðustu áratugum. — Flestir þakka þetta betra viðurværi, minua erfiði í uppvexti og yfirleitt betri lífskjörum. Þeir benda þá sérstaklega á, að hækkunin hafi verið mest í góðæri, en dregið hafi úr henni við ó- áran og erfiðan efnahag hjá almenningi. Þessi tilgáta sýnist mjög líkleg, en þó ó- víst að hún sé full ráðning á þessari gátu. — Annars eru það fáeinir kirtlar í líkam- anum, sem ráða mestu um vöxtinn og hann fer aðallega eftir þvf hvort þeir starfa meira eða minna. Enn má spyrja: „Er þetta framför eða afturför, að fólkið stækkar og stækkar?“ Það er ekki hlaupið að því að svara þessari spurningu, enda vitum við ekki hvern enda þessi mikla hækkun tekur. — Flestum mun þykja það ánægjulegt, og horfa til framfara, að fólkið sé vel úr grasi vaxið og ekkert athugavert, þótt karlmenn séu um 1.80 m. á hæð eða ná- lega þrjár álnir. Þó verður það tæpast sagt, að stórvaxna fólkið skari verulega fram úr öðrum við vinnubrögð, mannraun- ir eða íþróttir og hefur það þó af meiri kröftum að taka. Oftast mun það vera nokkuð þungt í vöfunum. Sagt er að há- um mönnum sé öllu hættara við að fá berklaveiki en öðrum, en reglulegur risa- vöxtur er beinlínis sjúkdómur. Ollu mun óhætt enn, þótt fólkið hækki til góðra muna, en svo míkill getur vöxt- urinn orðið að hætta stafi af honum. Þá má að lokum spyrja: Hve lengi held- ur þetta áfram? Er fólkið að verða að risum ? Or þessu getur enginn leyst, því að orsakir hækk'unarmnar eru ekki þekktar með vissu. Að vísu stendur í biblíunni (Mós. I, 6. kap.) að „um sama Ieyti (og mönnum fjölgaði) voru risar á jörðinni, sem í fornöld voru víðfrægar hetjur“, en hvergi hafa menn fundið neinar leifar af slíkum risum. Þvert á móti eru elztu leifar manna af smávöxnu fólki. Aftur eru þess dæmi, að risavöxtur hafi orðið sumura dýrum að falli. P. S. G. H.

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.