Akranes - 01.03.1943, Blaðsíða 6
22
AKRANES
Heima og
Mannfjölgun og hafnarbætur
Árið 1890 var Akranes þriðja stærsta
þorp'ið á landinu. í Heykjavík voru þá
3886 íbúar, ísafirði 839 og á Akranesi
622. Allir aðrir bæir voru þá fámennari
en Akranes. Árið 1938 er Akranes sjö-
unda í röðinni. í Reykjavík voru þá
37366 íbúar, Akureyri 4940, Hafnarfirði
3652, Vestmannaeyjum 3506, Siglufirði
2828, ísafirði 2666 og á Akranesi 1800.
Aðalorsök þess að allir þessir bæir
hafa vaxið Akranesi yfir höfuð er vafa-
laust sú, að atvinnuskilyrði þar hafa
verið betri en hér. Orsök þess að atvinnu
skilyrði á Akranesi hafa verið verri en
víða annarsstaðar er án efa sú, að hafn-
arskilyrðin hér voru til skamms tíma
mjög slæm, og eins og sakir standa er
þess ekki að vænta að bátafloti Akur-
nesinga vaxi til muna frá því sem nú
er að óbreyttum aðstæðum. Stærri fiski-
skip verður að mestu að afgreiða í
Reykjavík vegna hafnarskilyrða hér.
Akranes er að mörgul eyti vel í sveit
sett, og það sem okkur er ekki gefið af
náttúrunnar hendi verðum við afla okk-
ur sjálfir. Akurnesingar verða að stefna
að því að koma upp fullkominni höfn,
bæði fyrir báta og stærri skip. Til þess
að þetta sé framkvæmanlegt verða þeir
fáú menn, sem bæinn byggja, að vinna
hyggilega að hafnarmálum sínum. —
Reynslan hefur sýnt, að hafnarmann-
virki eru svo dýr hér að þau geta ekki
sjálf borið byggingarkostnaðinn. Bæjar*
stjórnin þarf að búa svo í haginn, að
hægt sé'að leggja í stórar og dýrar fram-
kvæmdir og bæjarbúar sjálfir þurfa að
standa saman um þetta mál.
Bílferja yfir Akranes?
Ekki alls fyrir löngu skoruðu nokkrir
tugir háttvirtra alþingismanna á ríkis-
stjórnina að gangskör yrði gerð að því
að koma á fót bílferju yfir Hvalfjörð.
Bííferja þessi átti að vera svo stór að
hún gæti ferjað einn bíl yfir fjörðinn í
hverri ferð. Til þess að hægt sé að reka
bílferju á Hvalfirði, þarf auk ferjunnar
hafnarmannvirki beggja megin fjarðar-
ins, m. a. vegna þess að þar gæti mjög
flóðs og fjöru. Allt þetta hlýtur að kosta
mikið fé.
Kunnugir menn fullyrða, að þessi úrr
lausn sé vafasöm í sjálfu sér og hag-
kvæmara sé að bílferja þessi gangi frá
Reykjavík til Akraness. Væri ekki eðli-
legt, að ríkisstjórnin gerði gangskör að
því að láta rannsaka hvort svo sé eða
ekki.
Ef svo er, að réttara reyndist að láta
bílferjuna fara yfir Akranes, væri því
fé, sem verja átti í hafnargerð inni í
Hvalfirði, ekki ver varið í hafnargerð
heiman
á Akranesi. Jafnframt því, sem hægt
væri með því móti að fá lausn á bíl-
ferjumálinu, gæti ríkið stuðlað að því
að hér á Akranesi risi upp blóm-
legur kaupstaðúr með góðum hafnar-
skilyrðum.
Flokkshagsmunir eða heilbrigð
skynsemi.
Hvar sem tveir menn ræðast við eru
þeir sammála um það, að dýrtíðarmál-
in verði að taka föstum tökum, o'g vilja
allir, nær undantekningarlaust, leggja
nokkuð í sölurnar til þess að lausn fáist
á þeim. Þetta á við einstaka alþingis-
menn ekki síður- en aðra. En á Alþingi
tók það þjóðfulltrúana hálft ár að bræða
sig saman um þetta eina mál. Þegar ein-
staka alþingismenn eru spurðir hverju
þetta sæti, svara þeir, sem hreinskiln-
astir eru, því til að flokkshagsmunir
banni að annað sé gert en það sem gert
er. Þjóðin ræður engu í þessu máli. Ein-
staka alþingismenn engu, flokkshags-
munir eru það, sem á veltur.
Fyrir mörgum árum lýsti Jón Sig-
urðsson því hvern veg hann teldi þjóð-
fulltrúa eiga að vera. Þar segir m. a.:
„Hann sé ráðvandur og fölskvalaus, for-
sjáll án undirferlis, einarður og hug-
rakkur án frekju, staðfastur án þrálynd-
is og sérvizku, og að öllu óvilhallur
mönnum, stéttum og héruðum. Sann-
leikann á hann að meta umfram allt og
láta sig af hans röddu leiða, hann verður
því jafnan að yfirvega mótmœli annara
og meiningar sjálfs sín, og því grand-
gæfilegar, sem hann vantar meira til
þekkingarinnar, en hann verður að var-
ast að taka hverja meiningu sem góða
og gilda vöru, hvort sem hún kenaur fra
æðri eða lægri, meðan hann hefur ekki
aðra ástæðu fyrir henni en nafn þess,
sem sagði eða vilja hans“.
Hvern veg skyldi fyrirmyndarfulltrúi
forsetans kunna núverandi flokksræði á
Alþingi, þessu óskabarni Jóns Sigurðs-
sonar?
Breyting á nöfnum gatna.
Benedikt Elíasson skrifar blaðinu
bréf um breýtingu á nöfnum gatna hér
í bænum. Þar segir svo:
„Það hafa áreiðanlega allir Akumes-
ingar mikla ánægju af efni blaðs yðar,
og ekki sízt þáttunum úr sögu Akra-
ness, sem allir lesa og bíða eftir með
mikilli eftirvæntingu. Þeir* munu síðar
meir verða einu heimildirnar á einum
stað um margt það, er þeir fjalla um,
og eru þess vegna verk, sem aldrei verð-
ur fullþakkað, en mikils metið af kyn-
slóðum framtíðarinnar.
Þegar blað yðar hóf göngu sína, var
þess getið, að eitt af markmiðum þess
væri að safna tjrögum að sögu byggðar-
lagsins, vernda og halda á lofti söguleg-
um verðmætum þess.
Þess vegna langar mig til þess að
minnast á nöfnin á götum bæjarins, ef
þér vilduð bera tillögur mínar undir les-
endur blaðs yðar. Nöfnin eru flest feng-
in úr fornritum þjóðarinnar, með því að
nota þau er minnzt þekktra fornmanna
og átrúnaðar þeirra.
Þetta er í sjálfu sér lofsvert, og væri
ekki nema sjálfsagt, ef ekki stæði þann-
ig á, að saga þjóðarinnar eða fornsög-
umar eru kenndar í skólum landsins og
því lítil hætta á að þau nöfn gleymist,
en þar að auki eru þau notuð í næsta
bæ, Reykjavík, og má því líta svo á, að
verið væri að stæla aðra að nauðsynja-
lausu.
Það má kannske segja að þetta sé
smáatriði, sem ekki skipti miklu máli og
að flestu athuguðu er það rétt, en frá
sjónarhóli þeirra, sem vilja halda sögu
Akraness á lofti, finnst mér það ekki
vera. Nöfnin á götunum ættu að vera
tengd sögu byggðarlagsins. Gömul nöfn
á troðningum, eins og t. d. Traðarbakka-
gata eiga að haldast. Þau ættu að vera
nöfn elztu húsa við hverja götu eða þá
tengd nafni fyrsta mannsins, sem bjó
þar sem gatan er byggð o. s. frv. Þannig
yrðu götunöfnin dagleg upprifjim á sögu
staðarins, og ef þetta væri þannig nú í
dag, þá væru þau fyrirsagnirnar á ó-
skráðum kapítulum „sögu Akraness“.
Ef blað kæpiist að raun um að fleiri
eða meirihluti bæjarbúa væru sama
sinnis, þá vil ég mælast til þess, að mál-
inu væri snúið til réttra aðila og götu-
nöfnunum breytt í samræmi við ofan-
greinda hugmynd“.
Ef farið yrði eftir till. Benedikts mætti
finná mörg góð nöfn á götur bæjarins.
Bárugötu mætti kalla Hvalveg, (enda
hét hún það áður, en það kom til af því,
að gatan var upphaflega byggð fyrir
andvirði hvals, sem Ellefsen hvalveiða-
maður gaf í því augnamiði), Unnarstíg
Teigagötu, (við hina fyrri götu stóðu
Miðteigur, Háteigur og Litliteigur);
Njarðargotu Bakkastíg (jörðin Bakki);
Fáfnisveg Grundarstíg (Grund); Skírn-
isgötu Kirkjustræti; Bragagötu Traðar-
stíg (Traðarbakki); Baldursgötu Merkja-
veg (þar hafa frá upphafi verið landa-
merki Garða og Skagans); Freyjugötu
Bjargsstíg eða Bjargstún (Bjarg);
Baugastíg Bogastíg (Bogi á Kringlu);
Óðinsgötu Vegamótastíg (Vegamót) eða
Smiðjustíg (nálægt þeirri götu var
fyrsta smiðjan á Akranosi); Sleypnisveg
Garðaveg (Garðar) o. s. frv. Z.
Júlíanh Jónsdóttir á Völlum
átti 75 ára afmæli hinn 5. apríl.
Davíð Sigwrðsson á Hnausum
verður 70 ára 26. apríl.