Akranes - 10.09.1943, Page 9

Akranes - 10.09.1943, Page 9
AKRÁNES 77 Ármann Halldórsson, Hofteig. Hann er fæddur hér í Götuhúsum 31. des. 1892. Halldór faðir hans var for- maður, og druknaði við 5. mann 28. eða 29. júlí 1898. Ármann fór ungur að stunda sjóinn. Eftir að mótorbátarnir koma til sögunnar, varð hann fljótt formaður á þeim, fiskinn og kappsamur. Svo sem sjá má í þessum þætti hér að framan, hefur hann verið meðeigandi í mörgum bátum og á nú hálfan m.b. „Ár- mann“. Þegar m.b. „Fagranes11 kom til Akraness, tók Ármann við skipstjórn þar og var það svo að segja óslitið þang- að til það var selt á burt. Skafti og Einar Jónssynir. Þeir voru synir Jóns Halldórssonar (Þess er oft hefur verið nefndur hér að framan) og konu hans Jónínu Jónsdótt- ur, en þau eru bæði borin hér og barn- fædd. Skafti var fæddur 25. júlí 1895 en Ein- ar 20. júlí 1901. Þeir byrjuðu þegar á unga aldri að stunda sjó heima og heiman. Báðir voru þeir vel greindir og höfðu ríka löngun til að menntast, þó ekki gengju þeir langskólaveginn. Heima öfluðu þeir sér þeirrar menntunar, sem þá var fáanleg, og lásu þegar frá barnæsku allt er þeir komust yfir. Skafti gekk á Stýrimanna- skólann og lauk þar prófi árið 1921. Hann var lengi á togurum og stundaði meira sjó að heiman en heima á þeim árum. Árið 1927 kaupa þeir bræður m.b. Kveldúlf frá ísafirði, 24 smál. að stærð. Hefja þeir þar með útgerð sína hér, sem þeir síðan ráku með miklum dugnaði og fyrirhyggju, meðan þeim entist ald- ur til. Fljótlega eftir þetta keyptu þeir jörð- ina Neðri-Lambhús, sem foreldrar þeirra höfðu átt um skeið, löngu áður. Þar byggðu þeir stórt fiskaðgerðarhús úr steini, (sem enn stendur, og er nú hluti af Hraðfrystihúsi Sigurðar Hall- bjarnarsonar). Sjóvarnargarð mikinn byggðu þeir til varnar landbroti. Þrílyft íbúðarhús á Vesturgötu 19. Ennfremur byrjuðu þeir á fiskreitagerð. Árið 1932 keyptu þeir annan bát, „Svalan“, 16 smálestir. Skafti Jónsson. Línuveiðarinn Ólafur Bjarnason (eldri). Þannig voru þeir á góðum vegi með að verða hinir athafnasömustu fram- kvæmdamenn þessa byggðarlags, og höfðu mikinn áhuga fyrir viðgangi þorpsins. Þeir tóku sjálfir mikinn og virkan þátt í þessu starfi og fram- kvæmdum öllum, þar sem Skafti var formaður á bátnum og Einar fylgdi hon- um líka. Ævi þeirra lauk með sviplegum og sorglegum hætti, svo sem margra félaga þeirra fyrr og síðar, því Kveldúlfur fórst með allri áhöfn 19. janúar 1933. Þeirra félaga allra verður nánar getið í þættinum „Sorgarsagan mikla“. Þetta var mikið áfall fyrir hina full- orðnu foreldra. En Jón lét ekki bugast, því hann reynir að halda í horfinu með því að gera út þann bátinn sem eftir var, en honum hélst ekki lengi á honum, því Svalan strandaði á Suðurflös 1935. Haustið 1934 kaupir Jón m.b. Rjúp- an, 23 smál. Hann rak upp í ofviðri á sundinu 1937. Seinast á því sama ári kaupir hann enn m.b. Aldan, af Brynj- ólfi Nikulássyni, en selur hana aftur 1940, Halldóri og Jónmundi Guðmunds- sonum, en þeir aftur 1942 Ellert Ás- mundssyni, sem á hana nú. Það sama ár selur Jón og Sigurði Hallbjarnarsyni fiskhús og það land jarðarinnar, sem liggur vestan Vesturgötu. Þá selur hann og Hannesi Ólafssyni íveruhúsið. Að vonum hættir Jón þar með að fást við þennan rekstur. Eiga þau hjón eftir nokkurn hluta jarðarinnar og búa í hinu gamla Lambhúsahúsi, sem Guð- mundur Guðmundsson byggði árið 1878. Þrátt fyrir aldur og eldraunir, eru þau hress og bera sig vel. Sigurður Hallbjarnarson. Hann flytur hingað 1927 og kemur frá Súgandafirði, þar sem hann var fæddur og uppalinn. Kaupir þá þegar húsið Tungu af Eiríki Guðmundssyni frá Bóndhól. Þegar hann kemur hingað, á hann m.b. Hermóð (eldri), 38 smál. og er formaður á bátnum sjálfur, þar til hann selur hann 1931. 1930 kaupir hann í félagi við Þorkel Halldórsson m.b. Har- ald, 30 smál., eiga þeir hann enn, og hefur Þorkell verið formaður á honum alla tíð. Árið 1929 byggir Sigurður stórt fiskhús við Lambhússund. 1931 gerir hann fiskreit á innanverðum Presthúsa- kampi og byggir þar nokkru seinna fiskhús. 1931 kaupir hann m.b. „Aldan“ ásamt þeim Ellert Jósefssyni og Brynj- ólfi Nikulássyni, sem var formaður á bátnum. En fljótlega seldi Sigurður þeim félögum sinn part í bátnum. Árin 1931—’32 leigir Sigurður tvo fiskibáta, m.b. „Svalan“ frá Vestmannaeyjum og m.b. „Bára“ frá Akureyri. Árið 1934 kaupir hann mb. „Björgvin“, 19 smál. og gefur honum nafnið „Bára“. Árið 1937 kaupir hann að vestan m.b. „Sval- an“ og skírir hann „Hermóð“, er hann enn í eigu Sigurðar. Árin 1941 og ’42 byggir Sigurður Hraðfrystihús, en stækkar það um helming 1942. Afköst hússins eru nú 10 tonn af flökum á sólarhring og hefur geymslupláss fyrir 500 tonn. Á árinu 1940 kaupir Sigurður af Jóni Halldórssyni þann hluta af Neðri-Lamb- húsaeigninni sem liggur vestan Vestur- götu. Þetta sama ár, 1940, í janúar kaup- ir hann línuveiðagufuskipið „Sigrún“, en selur það til Norðfjarðar í nóv. sama Einar Jónsson.

x

Akranes

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.