Akranes - 10.09.1943, Qupperneq 12

Akranes - 10.09.1943, Qupperneq 12
80 AKRANES Blaðið hefur ekki gert mikiS að því að auglýsa sig og útbreiða. Nokkrir menn, blöð og tímarit hafa hinsvegar getið þess mjög loísamlega. Sérstak- lega próf. Guðbr. Jónsson í Morgunblaðinu og mag. Sigurður Skúlason með leiðara í „Sam- tíðinni. Blaðið er mjög þakklátt fyrir þessar hlýju kveðjur, sem því er vitanlega mikill styrkur að í bráð og lengd. Slíkt er blaðinu hin mesta hvatning til að gera betur, og mun það reynt eftir mætti. Nýlega var allmörgum mönnum úti um land sent það sem komið var út af þessum árgangi, með vinsamlegri bón um að þeir gerðust kaup- endur, ef þeir sæu sér það fært. Annars að senda blaðið aftur eða gera orð um, hvort þeir væru kaupendur eða ekki. Ef marka má það, sem komið er, má segja að „innrásin“ hafi gengið eftir áætlun, því það eru ekki fleiri en búist var við, sem hafa „skirpt“ á blaðið og sent það til baka. Einn af þeim, sem blaðið var sent, var ritstjóri eins af elztu timaritum lands- ins. Hef ég keypt það tímarit um fjölda ára, geri enn og á það frá upphaíi. Hann endur- sendi blaðið um hæl, og lifir sýnilega ekki í þessu efni eftir kenningunni: „ÞaO, sem þér viljiO að mennirnir geri yOur, skuluO þér og þeim gera“. Hann hefur sjálfsagt nógu marga kaupendur fyrir sitt tímarit til þess að hann geti liíað, og þar með er hans hugsjón orðin að veruleika. í fyrra var blaðið nokkrum sinnum sent út- varpinu. Var án sérstakrar beiðni gert ráð fyr- ir að a. m. k. útkomu þess yrði getið, og ef til vill innihalds, eins og þar er oft og tíðum gert a. m. k. um sum blöð og tímarit. En það virð- ist sem þetta blað sé ekki fætt undir „útvarps- stjömu", því Ktt eða ekki hefur þess þar verið getið. Blaðið vonar því, að þeir kaupendur þess, sem líkar það sæmilega, geri sitt til að afla því fleiri kaupenda, því þess er vitanlega mikil þörí. Það hvétur þá, sem að þvi standa að gera betur, og flýtir vitanlega fyrir stækkun þess og aukinni fjölbreytni. Er með öðrum orðum hin mesta trygging fyrir að það verði betra blað. Ó. B. B. Alltaf í fararbroddi. Yfir 50 ár hefur Góðtemplarareglan á íslandi verið í fararbroddi um ýms framfara-, menn- ingar- og mannúðarmál. Aðeins eitt dæmi þess má finna í hinu mikla og markvissa starfi stúk- unnar Framtíðin á Siglufirði, með stofnun og starírækslu sjómanna- og gestaheimilis þar um nokkur undanfarin ár. Stofnun þess og starf- ræksla hefur verið með þeim myndarbrag, að stúkan hefur hlotið fyrir einróma loí og virð- ingu. Þökk allra þeirra sjómanna er notið hafa, sem og allra þeirra er skilja þörí sliks heimilis, og meta vilja, mannrækt og menningu í stað óhófs og ómenningar í hverri mynd sem er. Gjafir sjómanna og útgerðarmanna til heim- ilisins voru árið 1942 kr. 16151.60. Má af því nokkuð marka hug þeirra og álit á þvi. Verða þessar gjafir þó vonandi mun meiri á yfir- standandi ári. Sjómenn! Skoðið þetta og starfrækið sem heimili yðar í sönnustu merkingu þess orðs. Þá á það langt lif og veigamikið fyrir höndum. Það á að verða og getur orðið griðastaður og gróðrarreitur vaxandi þroska og menningar ís- lenzkra sjómanna, og þá fyrst er takmarkinu fyllilega náð. Ó. B. B. Vonandi vakna menn! Svo sem menn muna birtist hér i blaðinu fyr- ir nokkru löng grein um ástand og öngþveiti í vélkaupamálum voruin vogna fiskiflotans. Grein þessi virðist hafa vakið nokkra umhugsun og eftirtekt manna. Vísir, Tíminn og Morgunblað- ið hafa nýlega skrifað greinar um málið; þar sem á minnst grein er að meira eða minna leyti lögð til grundvallar þeim skriíum. Það er hin mesta nauðsyn, að mönnum skilj- ist, að hér sé um að ræða hið mesta öryggis- og fjárhagsmál fyrir þjóðarheildina. Þess held- ur, sem þarfimar hljóta að fara stórum vaxr andi hjá þjóð, sem i þessum efnum sem öðrum er að byrja að fylgjast með tímanum. Vegna langvarandi viðleitni Fiskifélagsins og síðar Vélstjóraskólans, hefur þekkingu manna á stærri vélum og meðferð þeirra aukist veru- lega. Hinsvegar hefur nú á síðustu árum auk- ist verulega notkun smávéla í svo nefndum trillubátum. í mjög mörgum tilfellum gæta þeirra menn, sem litla eða enga fagþekkingu hafa til brunns að bera í þeim efnum. Það væri þess vegna hin mesta nauðsyn að fyrir þá menn verði líka haldin námsskeið. Þyrfti ef til vill ekki að gera eins miklar kröfur til manna í þeim efnum sem þeirra er meðhöndla stærri vélar. Mætti sjálfsagt finna einn mann heima í hverri veiðistöð, sem gæti geíið nægjanlegar leiðbeiningar í þessum efnum. Það þarf aðeins að hvetja menn til þessa eða gangast fyrir framkvæmd í þessa átt. Væri þarft og gott, ef Fiskifélagið vildi beita sér fyrir slíku. Þá væri það ef til vill vel þegið og til varanlegs gagns ef Fiskifélagið gæfi út gagnorðan leiðarvísir um meðferð þessara litlu véla. Auk þess, sem margir hafa litla þekkingu í þessum eínum, eins og áður er sagt, veldur vanhirða og trassa- skapur miklum skemmdum og tjóni á vélum þessuni. Allt þetta þarf að brýna fyrir mönn- um, og það rækilega. Væri gott að Fiskifélagið tæki sér fram um þetta sem margt annað gott frá byrjun sinnar tilveru. Ó. B. B. Vatnssalerni. í síðasta tölublaði Akraness skrifaði Árni Ámason héraðslæknir athyglisverða grein um nauðsyn þess að sem flestir leggi niður kamra og útvegi sér vatnssalemi. Til þessa hefur það verið erfiðleikum bundið að fá vatnssalemi keypt, og þótt þau hafi fengist, hefur oft reynst tafsamt að fá menn til þess að setja þau niður. Gísli Sigurðsson Hjarðarbóli, hefur eftir tilmæl- um bæjarstjóra tekið að sér að útvega vatns- salemi og setur hann þau einnig niður fyrir fólk, og er hér um mikinn hægðarauka að ræða. Nauðsyn ber til þess, að þeir sem ætla að notfæra sér tækifæri þetta, láti Gísla vita sem fyrst, því það er ekki auðvelt að útvega tæki þessi. Gísli mun jafnframt leiðbeina. fólki með það á hvem hátt helzt sé hægt að koma salemum fyrir í húsum, þar sem ekki er gert sérstaklega ráð fyrir þeim. Eins og Árni bendir a í grein sinni, er kostn- aður við salernahreinsun mjög mikill, sér í lagi þegar þess er gætt, að vinna verður að hreins- uninni að nóttu til. Vafalitið verður salema- hreinsunargjald nokkuð hátt, og ætti að vera hærra á þeim húsum, sem eiga aðgang að hol- ræsum en öðrum. Þótt vatnssalemi séu dýr nú á tímum, geta menn sparað sér árlegan skatt með því að setja vatnssalerni í hús sín í stað kamranna. Trjáreiturinn innan við bæinn. Fyrir tíu árum eða svo var sáð birkifræi í þennanr reit, sem er mýrlendi. Framan af fór þessu mjög lítið fram, en undanfarin fjögur ár hefur þetta breytzt til mikilla rauna. Nú eru hæstu hríslumar svo háar sem myndin sýnir. Síldveiðarnar. Svo sem venjulega fóru nokkrir bátar héðan norður til síldveiða í sumar. Þessir bátar eru komnir heim og hafa aflað sem hér segir: Lv. Ólafur Bjarnason 20293 mál. Hann varð þo vegna vélbilunar að fara hingað suður í sumar til viðgerða. Mb. Sigurfari 13800 máL Mb. Fylkir 11523 mál og tunnur. Hann tafðist líka nokkuð í sumar vegna vélbilunar. Mb. Sjöfn 7146 mál og tunnur. Mb. Aldan ca. 6000 mál og tunnur. Nokkrir bátar eru enn við veiðar fyrir norð- an og verður aíla þeirra getið í næsta blaði. Nokkrir bátar héðan hafa og stundað rek- netaveiðar hér í ílóanum í sumar. Hefur afli þeirra verið góður, og er nú sem hér segir: Mb. Ægir frá 2. 8. til 8. 9. 2215 tunnur. Mb. Höfmngur frá 1. 8. til 8. 9. 1664 tunnur. Mb. Haraldur frá 5. 8. til 8. 9. 1628 tunnur. Mb. Ver frá 3. 8. til 8. 9. 1591 tunna. Mb. Víkingur frá 2. 8. til 8. 9. 1482 tunnur. Mb. Ármann frá 6. 8. til 8. 9. 1271 tunna. Mb. Egill Skallgr. frá 12. 8. til 8. 9. 1039 tn. Aðkomubátar 187 tunnur. Samtals 11077 tunnur. Af þessu var saltað til útflutnings 4494 tunn- ur, en hitt hefur venð fryst til beitu. Sigurður Guðmundsson lögregluþjónn hefur nýlega sagt upp starfi sínu. Mim hann framvegis vinna að húsgagnsmíði. Sigurður hef- ur undanfarið gegnt lögregluþjónsstarfi með mestu prýði og aflað sér mikilla vinsælda. Skurðgrafan að verki. Eins og getið var um í síðasta blaði var fyrir nokkru gerð tilraun með að nota skurðgröfu við vegagerð. Mynd þessi sýnir tæki þetta í notkun við vegavinnu niðri í bænum.

x

Akranes

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.