Akranes - 01.03.1945, Page 14

Akranes - 01.03.1945, Page 14
38 AKRANES HEIMA OG HEIMAN GOÐUR VITNISBURÐUR Það er álitamál, hve langt ritstjórar blaða eiga að ganga í því, að geta lofsamlegra ummæla, er þeim berast frá lesendum þeirra. Heppilegast og bezt viðeigandi mun það vera, að ganga í því efni ekki langt. En vel finnst mér að Akranes mætti kynna lesendum sínum ummæli, er mér bárust um það í bréfi á síðastliðnu hausti. Eg hafði þá aldrei skrifað neitt í blaðið og ekki mun bréfritaranum hafa komið til hugar, að orð hans kynnu að berast blaðinu sjálfu frá mér. En fyrir tvennt þykir mér umsögn hans stórum mark- verð. f fyrsta lagi fyrir það, að hann er einn af þjóðkunnustu ágætismönnum Norðanlands og flestum mönnum hófsamari í orðum. í annan stað sökum þess, að mér þykir ekki ósennilegt 1 að hann haldi eða a. m. k. lesi, þorra þeirra blaða, er út koma hér á landi. en orð hans eru þessi, og vil ég hér með biðja hann afsökunar að ég birti þau heimildarlaust: „. . . Er margt góðra greina í því (þ. e. Akra- nesi) og tel ég það hiklaust bezta blaðið, sem ég kaupi, og prentun og pappír til fyrirmyndar. Þar . eru góðar myndir af merku fólki, skýrar per- sónulýsingar og sagt svo vel og greinilega frá athafnalífi manna og atvinnu að manni finnst að maður sjái þetta með eigin augum. Þetta blað vill auðsjáanlega gera gagn, bæði með því að varð- veita sögu staðarins og ræða ýms nauðsynjamál. Pólitísku „kálfarnir" hér norðanlands, bæði á Akureyri og Siglufirði, mega alvarlega fyrir- verða sig. Mér þykir lakast að ég hafði ekki vit á að gerast áskrifandi að Akranesi frá byrjun og vantar því nokkur tölublöð, sem ekki er nú hægt að fá hjá útgefanda." Svona lítur hann á þessi gagnmerki maður. Virðist mér að fleira megi af orðum hans læra en það eitt, að Akranes sé athyglisvert blað. En út í þá sálma ætla ég ekki að fara. Sn. J. Akranes þakkar báðum þeim mönnum, sem hér eiga hlut að máli, þann skilning og hlýju, sem hér kemur fram; og sem þegar hefur borið ávexti með útbreiðslu blaðsins frá beggja hálfu. HVAÐ GETUR ÞAÐ GENGIÐ LENGI? Margt er nú dýrt á íslandi, bæði aðkeypt og heimaunnið. Þó er hið aðkeypta unnið í stríðs- löndum með óvenjulegum flutningsgjöldum og alls konar kostnaði. Nýlega sá ég reikning 'yfir smávægilega viðgerð um borð í togara. Reikn- ingsupphæðin var kr. 1785,60. Slíkar upphæðir þykja nú ekki háar. Hitt hefði einhverntíma þótt fyrirsögn, að af þessari upphæð var efni til viðgerðarinnar aðeins kr. 160.40, en vinnu- launin kr. 1625.20. Efnið var sem sé aðeins 1/10 hlutinn af kostnaðinum. SÖGULEGAR SKÓFLUR Einu sinni meðan á Norður-Afríkustyrjöldinni stóð, var amerískur hermaður að opna birgða- kassa, og fann í honum 50 stunguskóflur. Með skóflunum var skoðunarlisti, sem sýndi að þær höfðu verið afhentar ameríska hernum 2. ágúst 1918, eða áður en hermaðurinn fæddist. Hann Bkrifaði bréf til félagsins, sem bjó til skóflurnar, og talaði þar um að eftirlitsmaðurinn, William Casey, sem skrifaði undir skoðunarlistann, hefði sennilega ekki dreymt um, að þær yrðu notaðar 20 árum síðar af öðrum amerískum her. Casey er núna verkstjóri í skófluverksmiðjunni, sem framleiðir nú endurbættar skóflur. Hann hugsar oft um, hvort sonur hans, sem var í Norður-Afríkustyrjöldinni, hafi notað eina af skóflunum, sem hann skoðaði aldarfjórðungi áð- ur. HYGGINDI, SEM í HAG KOMA Stúkan Frón í Reykjavík hefur nýlega lagt 25 þúsund krónur í Söfnunarsjóð íslands, með þeim skilmálum, að Vi vaxta leggist ávallt við höfuð- stólinn. % hluta vaxtanna má árlega nota til venjulegra þarfa stúkunnar á hverjum tíma. — Með sjóðsstofnun þessari hefur St. Frón nr. 227 í eitt skipti fyrir öll tryggt fjárhagslega framtíð sína. Hér er um fagurt og heillaríkt fordæmi að ræða fyrir alla þá, sem tryggja vilja góðu mál- efni sigur eða vera viss um, að fjárhagserfið- leikar verði þeim ekki að fjörtjóni í framtíðinni. Allir þeir, sem stofna þessu líka sjóði, ættu að muna, að leyfa aldrei að borga út meira en hálfa vexti, helzt ekki nema Vi, en leggja helming og helzt % við höfuðstólinn. Jafnvel !4 hluti vaxta verður tiltölulega fljótt hærri upphæð til ár- legrar útborgunar heldur en %, ef aðeins !4 hluti leggst við höfuðstólinn. RAFMAGN Á ÖLL HEIMILI Ef öllum, sem sífellt tala um að klæða landið skógi, er nokkur alvara með stanzlausu rausi um það, þá vil ég, að þeim sé bent á mikilvirkustu leiðina til þess, sem sé: „rafmagn á öll licimili". Þá þarf ekki lög, sem banna að höggva skóg til eldsneytis. Þá brennir enginn sauðataði í stað þess að nota það til áburðar á túnið. Þá verður ekki rifinn mosi í sama tilgangi. Þá væri landið ekki tætt í sundur £ mógrafir, torfristur o. fl. Öll sú vinna, sem fer í það að stinga mó eða að kurla kjarr eða þurrka mó, mætti nota til ann- ars, sem þarfara er. Hafa menn annars athugað, að ef landið yrði aftur alklætt skógi, hvar yrðu þá beitilönd fyrir kýr, kindur og hesta? Ekkert af þessum dýrum lifir á skógargróðri, þó fríður sé. Enda þótt blessaðar rollurnar (sauðir finnast nú ei og ekki bíta ófædd lömb nýgræðinginn) bragðibæti sér eitthvað á brumi, eru það aðeins neðstu sprotarn- ir, er vaxa út, er verða fyrir ágangi kindanna. Svo má, því miður, líklega álykta, að mæði- veikin leggist á sömu sveif. Þótt skógurinn sé fallegur, er þó ekki alltaf það hagnýtara betra? Hvar var töðuvöllurinn hjá Hrafna-Flóka frum- býlingsárið í Vatnsfirði? Hvar engjar? Var ekki landið einmitt viði vaxið, láglendi sem fjalls- hlíðar? Það væri í meira lagi undarlegt, ef svo hefði ekki verið, þar sem enginn kvistur var höggvinn eða fjárbitinn. Hefur ekki blessuðum Hrafna-Flóka verið gert rangt til og notaður sem grýla á sjósókn allra íslendinga og til ó- verðugs framdráttar fyrir landbúnaði (bænda- menninguna)? Flóki (annar). Greinarkorn þetta var sent úr Reykjavík und- ir ofanskráðu dulnefni. I því sambandi skal þess getið, að yfirleitt verða slíkar greinar ekki teknar í blaðið, án þess að vita um nafn höfund- arins. Með því er ekki verið að amast við dul- nefnum, (þó bezt sé og eðlilegast að skrifa und- ir nafni eða fangamarki), heldur fyrst og fremst að vita um höfundinn. Ritstj. VÍDA ER FOTTUR BROTINN! I blaðinu „Islendingur" á Akureyri, var nýlega ófögur lýsing á ýmsu því, sem þar fer aflaga í bæjarlífinu. Svo sem við mátti búast, er flest, sem þar er nefnt, afleiðing af þeirri himinhróp- andi siðleysiselfu, sem á upptök sín hjá ríkinu sjálfu. Allt í þessu sambandi er nú orðið með algerum endemum. Það lítur út fyrir, að það sé orðið eitt höfuðmarkmið líðandi tíma hér, að öryggja svo sem verða má „úrkomusvæði" þess- arar elfu, svo að hún megi verða sem lengst sem straumhörðust. Þangað eiga víst hinir ungu og öldnu þegnar hins unga lýðveldis að sækjamanndóminn, þrótt- inn, viljafestuna og þá traustu skapgerð, sem þjóðin þarfnast nú mest af öllu. Hvenær eigum vér að stræka? Vér skulum ekki mæla með neinum plástrum eða mála- mynda aðgerðum til viðnáms þessum ósóma. — Vér skulum skera upp herör og þurrka landið á ný. Vér skulum gera herútboð. I»að er ekki svo oft, sem íslendingar fara í hcilagt stríð. Þeir hugsa hátt, sem varna landsfólkinu að fá innlenda og erlenda vitamínauðuga fæðu, í fyrsta sinn, sem almenningur hefur haft efni á að kaupa hana. En brugga henni þess í stað ólyfjan, sem ófáir láta aleiguna fyrir, og alla þá orku sín og sinna, sem átti að verða íslandi afl- og orkugjafi. TAUMLAUS EYÐSLA ER IIÆTTULEG VEIKI í flestum efnum mega jafnvel ungir menn hér á landi „muna tvenna tímana". Fram um 1910 var vart hægt að segja að börn eða unglingar hefðu eyrir handa á milli til eigin ráðstafana. Ef það kom fyrir að þeir ynnu sér inn skilding eða áskotnaðist slík verðmæti, var enginn hlut- ur sjálfsagðari en nota hann til heimilisþarfa eða „leggja fyrir“. Það var þá hrein undantekn- ing ef unglingar væru „eyðsluklær", enda ekki miklu að eyða. í þessum efnum er öldin önnur og verulega breytt. Nú hafa jafnvel börn og unglingar marg- falda árshýru fjölskyldumanns í laun, miðað við þá. Og því miður í ofmörgum tilfellum farið illa með. Sem betur fer er fátt án undantekninga, því ekki verður því neitað að t. d. hér á Akra- nesi má finna allmargt ungt fólk, „sem fer vel með fé“, án þess að vera sjálfum sér eða öðrum til skammar og skaða fyrir nirfilshátt. Ungu menn og konur, sem ekki þekkið skort á neinu nema af afspurn, farið vel og skynsam- lega með fjármuni ykkar. Notið þá fyrst og fremst fyrir skyldulið ykkar, að gömlum og góð- um sið. Notið þá til að mennta yður fyrir á æskudögunum, því þér lifið æsku ykkar ekki nema einu sinni. Það, sem eftir er, ’ hollum og hóflegum skemmtunum, skuluð þér svo geyma til „mögru áranna", sem þér ef til vill enn trú- ið ekki að komi. Þau geta því miður komið of fljótc. Nútíma æska, sem átt alls kostar við lífið ef heilsan er — mundu, að þú ert fædd til á- byrgðar og hefur skyldum að gegna frá fyrstu æsku. Skyldur, sem skapa þér sigur og sæmd, ef þú skýtur þér ekki undan þeim. Ohófseyðsla cr uppliaf skorts og örbirgðar. HID RÉTTA INNRÆTI FER EKKI í MANNGREINARÁLIT Saga sú, er hér fer á eftir, gerðist í Kaup- mannahöfn löngu áður en bílarnir komu til sög- unnar. Járnbrautin var nýkomin á stöðina og xólkið streymdi þaðan út á götuna. Þar á meðal var gamall maður, sem var að burðast með stórt koffort, er virtist honum allerfitt. Hann mætir þar tveimur stórum strákum, kallar til þeirra, hvort þeir geti ekki útvegað sér vagn til að keyra farangur sinn á tiltekinn stað í borginni. Stærri pilturinn og sá eldri, telur þetta mögu- legt og segir þegar við hinn drenginn: „Taktu undir hinn endann, Karl. Við skulum hjálpa gamla manninum með þetta.“ Lögðu þeir svo allir af stað, og skiluðu koffortinu og karlinum þangað, sem hann sagði fyrir um. Þegar þangað kom, þakkar karlinn þeim vilja þeirra og vel- vild og gefur þeim 25 aura að launum. Sá, sem tók á móti karli, segir að hann velji sér ekki vikapilta af verri endanum. Hvort hann viti það að þessir piltar hafi engir aðrir verið en synir krónprinsins. Þetta voru þeir, núverandi Kristján konungur X. og Hákon VII. Noregskonungur. Sagan er talin sannsöguleg, og bendir því til að þeir hafi snemma tamið sér manndóm og mannkærleika. Getur það ekki skeð, að þeir hafi byggt upp allt sitt líf af þeim anda og innræti, sem hér kemur fram? Líf þeirra og starf á hinum ör- lagaþrungnu tímum þjóða þeirra virðist benda til þess að svo sé.

x

Akranes

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.