Akranes - 01.10.1947, Síða 3
JúlímámiSur
(Eftir Odd Hilt)
Þar sem áin Nið fellur með hógværum
þunga til sjávar, stendur borgin Trond-
lieim, er áður nefndist Niðarós. Skammt
utan við hann er Sverrisborgin, rústirnar
af vígi Sverris konungs. 1 nágrenni hennar
eru Hlaðir, sem eitt sinn var aðsetur
Hlaðajarla. Þar er nú merkur skóli. Úti á
firðinum blasir við Munkhólmurinn, þar
sem einu sinni var klaustur, og lengra
inn frá eru Stiklastaðir, þar sem Ólafur
helgi féll. En þangað eygði auga mitt ekki.
Sá, sem fyrstur lagði drög að staðar-
byggingu við Niðarósa, var Ólafur kon-
ungur Tryggvason, og er talið að það hafi
verið gert eftir brezkri fyrirmynd, að
grundvalla kaupstað við árósa.
Perla Þrándheims er dómkirkjan fagra,
aðalhelgidómur hinnar norsku þjóðar, svo
orjúfanlega tengdur við hana, að saga
hennar verður aldrei sögð, án þess að
dómkirkjan í Niðarósi sé einn af sterkustu
dráttum þeirrar myndar. Af öllum þeim
kirkjum, er ég enn hefi átt kost á að sjá,
hygg ég, að hún hafi haft mest áhrif á
tnig. „Kirkjan mikla messar sjálf,“ segir
Jakob Thorarensen skáld í kvæði sinu um
hana. Mér er í minni sá dagur, er ungur
norskur prestur sýndi mér hana, svo að
segja hátt og lágt. Við fórum upp háa stiga,
smokruðum okkur gegnum göng og ganga,
sem liggja eftir endilöngum veggjunum,
þar sem þeir eru holir, eða við stikluðum
eftir sillumun innan á, þangað til mig í
einlægni talað brast kjarkinn. Niðri í
kirkjunni var orgelið þá orðið harla smátt
AKRANES
„Guð skapar mánann“
(Eftir Odd Hilt)
að sjá, og er það þó á hæð við þriggja til
fjögurra hæða hús. Þegar svo hátt var
komið upp í hvelfingarnar, leizt mér ekki
á að príla eftir mjórri hillu með engu
handriði. Leiðsögumaður minn lét sér aft-
ur á móti ekkert fyrir brjósti brenna. Járn-
taugar hans virtiust ekkert hafa bilað við
fangelsanir eða jafnvel pintingar á stríðs-
árunum. Á þessu ferðalagi fékk ég að sjá
bæði myndglugga og höggið skraut kirkj-
unnar nær mér en kostur var á neðan af
gólfi, en við það fékk ég enn betra tæki-
færi til að dázt að þeirri sérstöku vand-
virkni, sem lýsir hugsunarhætti smiðanna.
Grein þessi er rituS af síra Jakob Jóns-
syni, en hann ferSaSist töluvert um
Noreg i fyrra, og dvaldi í NiSarósi á
aSra viku. Förin var aSallega farin i
þfíim tilgangi aS kynnast norskum
kirkjumálum, og sögu norsku kirkjunn-
ar á stríSsárunum.
Hvert laufblað og hver dráttur, sem
höggvinn er í steininn er gerður af sömu
nákvæmni, hvort sem hann er fyrir allra
augum i kór, efst uppi í rjáfri eða yzt í
útskotum. Hér er ekki verið að þjóna
augum mannanna, heldur auga guðs.
Ekki unnið fyrir augu fjöldans, heldur
guði til dýrðar, eins og raunar öll list, sem
kemur frá hjartanu. Niðarósdómkirkja er
eins og bænvers eftir Hallgrím, og saga
sögð af Snorra, hvort tveggja í senn.
AKRANES
VI. árg. — okt.—des. 1947 —— 10.—12. tbl.
Útgefandi, ritstjóri og ábyrgSarmaSur:
ÓLAFUR B. BJÖRNSSON
AfgreiSsla: MiSteig 2, Akranesi.
PRENTAÐ 1 PRENTVERKI AKRANESS H. F
Það þarf ekki að segja þeim, sem reynt
hafa, hvílíkum tökum það tekur aðkomu-
mann að koma inn i slikar kirkjur sem
þessa. Þar sameinast tími og eilífð. I’ú
sérð sums staðar i veggjunum förin eftir
bjálkana, sem báru vinnupalla smiðanna
fyrir mörgum öldum og fyrir eyrum þér
bergmála hamarshöggin, sem löngu eru
dáin út. 1 sumum fornum kirkjum má sjá
allavega merki höggvin á steinana, hin
svokölluðu steinsmiðamerki. Af þeim er
mikið i Niðarósdómkirkju, og var mér
sagt, að presturinn, sem sýndi mér kirkj-
una, stundaði athugun þeirra sem sér-
grein. Hver steinsmiður hafði sitt merki,
stjörnu, kross, rúnamynd eða annað þess
háttar. Sjáist sama auðkenni á fleirum en
einum steini, hefir sami maður lagt þar
hönd að. Þeir steinar eru hans skerfur til
helgidómsins. All víða, aðallega þar sem
lítið ber á, ýmist inni í kirkjunni eða utan
á, eru stuttar áletranir, aðallega með rúna-
letri. Sumar eru aðeins nöfn, eins og t. d.
Ámundi, Sigurðr, eða þá fyrirbænir og
fagrar óskir. Sem dæmi þess má nefna:
„Guð taki sál Ketils,“ „Guð og hinn helgi
Ólafur konungur hjálpi þeim manni, er
þessar rúnar reist, meður sínu heilögu
árnaðarorði.“ — Fornar grafskriftir eru
nokkrar til á steinum í Niðarósdómkirkju,
en langur vegur er frá því að þær séu allar
á sínum stað. Á niðurlægingartímum
kirkjunnar, er mikill hluti hennar lá í
rústum, voru steinar úr hinum fornu
hleðslum teknir og notaðir að nýju, til við-
gerðar þeim hluta kirkjunnar, er uppi
stóð. 'í'msir steinar, er geyma fornar graf-
skriftir, hafa einnig fundizt annars staðar,
og eru nú varðveittir á söfnum. Flestar
grafskriftir eru höggnar á stóru latínu-
letri (Upphafsstöfum.) Einhver hefir vilj-
að kveðja barnið sitt með þessum orðum,
og er sá steinn enn i kirkjunni: „Jesús
Kristur blessi sál Ásbjarnar litla, er hér
hvílir, og gefi honum eilífan fagnað með
sér i sinni himnaríkisdýrð.“ Á þeim steini
eru tvær myndir, hin neðri af manni, er
krýpur á bæn, hin efri af Kristi, er heldur
uppi blessandi hendi.
Enginn má halda, að Niðarósdómkirkju
beri fyrst og fremst að skoða sem eins
konar kirkjulegt minjasafn. Við vestur-
vegg kirkjunnar er all stórt afgirt svæði,
FRÁ NI0ARÓSDÓMKIRKJU
111