Akranes - 01.10.1947, Síða 8
Við vitum það og, að það hefur reynzt
hægt að skapa list, þó tæknikunnátta væri
af skornum skammti eða jafnvel svo til
engin, og það er það sem réttlætir tilveru
frístundamálara. Adolf Menzel hafði lítið
lært og van Gogh ekki mikið, Carl Spitz-
weg bókstaflega hreint ekki neitt, en
samt urðu þeir nafntogaðir listamenn, og
mun nafntogaðri en meginið af spreng-
lærðum listamönnum í fremstu röð. Ég
sagði, að það væri almennt álit, að listin
skapaðist spontant — ósjálfrátt, en ég tek
það auðvitað fram, að þó þetta megi kalla
rétt í bili, þá er það í eðli sínu rangt. Það
gerist ekkert ósjálfrátt eða af tilviljun. Sí-
aukin þekking manna sýnir þetta glögg-
lega. Það er alltaf verið að finna lögmálin
fyrir einu og öðru, sem menn áður vissu
ekki hvernig gjörðist og kölluðu þess
vegna gerast af tilviljun eða ósjálfrátt, og
það er á þennan hátt búið að greiða úr
svo mörgu, sem áður var óskilið, að maður
hlýtur af því að álykta, að allt gerist eftir
órjúfandi lögmálum, og sýnast aðeins til-
viljun, meðan þessi lögmál eru ekki þekkt.
Lögmál listarinnar er enn óþekkt, en
hver veit, nema það finnist einhvern tíma,
og að eftir það verði hægt að skapa list af
kunnáttu.
Þá er næsta spurningin: Hver var af-
staða listarinnar til þjóðfélagsins og hver
er hún nú, eða ef menn vilja heldur, hver
var og er afstaða þjóðfélagsins til listar-
innar, sem kemur í sama stað niður. Nú á
dögum er listamaður nánast talinn standa
jafnfætis fræði- og vísindamönnum, eða
skáldum en svo var ekki í fyrri daga og
alveg fram undir miðja öldina, sem leið.
Hann var þar áður talinn iðnaðarmaður,
beinlínis handverksmaður, og starf hans
talið iðn, kunnáttumannsverk, en ekki
starf andagiftar. öll heiti á listinni sýna
að hún var talin íþrótt, en ekki meira. Ars
á latinu, arte á ítölsku, art á frönsku, art
á ensku, kunst á germönskum málum og
list á íslenzku, eru allt upprunaleg heiti
á kunnáttumennsku og íþrótt, en anda-
giftarmerkingin hefur fyrst komist í þau
síðar. Og í fyrri daga var það einmitt ein-
asta krafan, sem gerð var til listamanns-
ins, málarans og myndhöggvarans, að
hann kynni handbragð iðnar sinnar.
Það var um tæknina sem spurt var og
ekkert annað, enda stóð það fyllilega
rétt af sér við þær borgaralegu kröfur,
sem þá voru gerðar til listarinnar, því það
var fyrst og fremst tilgangur hennar að
fullnægja borgaralegri þörf. Það var þörf-
in til þess að geyma ásjónur manna og
festa atburði, sem minnisverðir þóttu,
annað hvort vegna þess, hve þeir voru
mikilvægii eða vegna þess hve þeir voru
skemmtilegir. Til hins fyrra eiga helgi-
og sögumálverkin rót sína að rekja, en
til hins síðara, hin svo nefndu genremál-
verk, myndir úr hversdagslífinu. Lands-
lagsmálverk í skilningi vorra daga, það
er að segja, að gerðar væru mýndir af
landslagi landslagsins vegna, var þá ekki
til; landslögin voru alltaf aukaatriði og
umgjörð utan um eitthvað annað. Orsökin
til þess að lítil ástæða þótti til að gera
landslagsmyndir, var sú, að landslagið
var ekki hverfult eins og svipm: manna og
atvikin, landslagið sat um alla eilífð kyrrt
á sínum stað, en allt hitt var á hverfandi
hveli, og því þurfti að handsama það. Kem-
ur þetta mjög greinilega fram á landslags-
myndum fyrri tíma, og mun ég aðeins
víkja að því seinna. Tilgangur málara-
listarinnar var í þá daga það eitt að varð-
veita hið hverfula og svifta af þvi eðli
forgengilegleikans. Tæknin til að geta
þetta, var það sem allt vallt á, og þvi hlaut
þessi tækni að vera aðalskilyrðið fyrir
því, að menn gætu fengizt við myndasmíð-
ar, en fyrir bragðið hlutu þær að vera
reknar sem iðn. Meistararnir liöfðu vinnu-
stofur — verkstæði — með sveinum og
iðnnemum — lærlingum, — og málarar
mynduðu með sér gildi eins og snikkarar,
klæðskerar og aðrir iðnaðarmenn. Og það
voru þessar verkstofur, sem gerðu mynd-
irnar, og meistararnir og verkstofurnar
renna svo fullkomlega saman, að þeir eru
oft ekki þekktar með nafni, en myndir
þeirra eru kenndar við verkstofurnar. Ef
einhver vildi vera málari þurfti hann að
gerast lærlingur í verkstofu, og þar var
honum kennd tækni eftir þörfum. Því voru
verkstofurnar og nefndar skólar, en mynd-
ir, sem ekki er hægt að kenna við neinn
meistara, eru eins og ég gat um oft kennd-
ar við verkstofurnar, skólana. Það er oft
talað um mynd úr skóla Raffaels, og með
því er átt við, að myndin sé ekki eftir
meistarann sjálfann, en tæknin sýni þó,
að einhver af sveinum hans eða lær-
lingum hans hafi verið að verki. Vegna
samgangna fyrri daga varð allt staðbundn-
ara en nú er. Alþjóðasambönd voru því
nánast óhugsandi, og var aðeins eitt al-
þjóðasamband til á þeim tímum, og enn er
við liði, það er kaþólska kirkjan. Tækni
málaranna var því ærið staðbundin eins
og annað. Ef málarar frá fyrri dögum eru
ókenndir, eru verk þeirra oft kennd til
lands eða héraðs eftir tækninni og hand-
bragðinu, og maður talar t. d. um flæmsk-
an skóla eða Kolnarskóla. Þessum síðar
nefnda skóla geta menn kynnst eilítið með
því að ganga í þjóðminjasafn vort, því
þar er á altaristöflu frá ögri fjórar dýr-
legar myndir úr honum. Handverksblær-
inn á málverkum fortíðarinnar lýsir sér
hvað best á því, að stundum er ein mynd
eftir tvo menn, og að stundum unnu tveir
menn í samfélagi að myndum sínum.
Það er t.. d. kunnugt, að hinn frægi spánski
málari Velasquez vann um nokkurt skeið
að staðaldri með öðrum málara, á þann
veg, að Valaques málaði sjálft efni mynd-
anna, en hinn málaði umgjörðina, það er
að segja landslag eða annað slíkt, sem
fylgja þurfti. 1 stönzum Raffaels, vegg-
málverkunum í hinum forna parti Vatí-
kansins, er oft greinilegt hvað í mynd
er eftir málarann sjálfan, stundum er
ómögulegt að átta sig á hvað er eftir
hann eða ekki, en stundum er greini-
legt hvað er eftir sveina hans og
lærlinga. Af þessu leiðir auðvitað, að
sveinarnir og lærlingarnir hljóta að hafa
haft all mikil áhrif á útlit myndanna.
Þetta er meira en getgáta, því að til eru
tvö uppköst Raffaels að einni af stönz-
unum, þeirri, sem kölluð er la disputa.
Það einkennir þessi uppköst hvað mikið
er í þeim af lóðrétt stígandi línum, hvað
efnisumgjörðin, húsabyggingarnar, eru
veigalitlar, en þetta allt hverfur í sjálfri
myndinni, húsgerðin verður þar sterkari,,
en hins vegar gætir lóðréttu línanna
minna, og er vafalaust vinningur að hinu
fyrra, en hið siðra veikir sjálfa myndina.
Hefur því með réttu verið ályktað, að í
þessu gæti sveina Raffaels og lærlinga.
Hinar nærri óteljandi myndir í súlna-
göngum þeim í Vatikanhöllinni sem
kennd eru við Raffael — Loggia di Raffa-
ele — eru alveg vafalaust gerðar eftir upp-
köstum Raffaels; hins vegar er talið víst
að sveinar hans og lærlingar hafi gert
myndirnar, en auðvitað vann þetta fólk
alltaf undir eftirliti meistarans. Þetta hélst
lengi fram eftir öldum og alveg fram á
öldina sem leið. Svo hafði til dæmis Thor-
valdsen mjög stórt verkstæði í Róm með
mörgum sveinum, og það er aðeins
fáeinar af höggmyndum hans, sem full-
víst er, að hann hafi höggvið sjálfur, en
auðvitað hefur hann lagt síðustu hönd
á flest Öll verk, er komu úr verkstæði hans,
og jafnframt kennt sveinunum handbrögð
og tækni sína. Úr því, að allt vallt á því
að sýna eitthvað eða einhverja glögglega,
liggur í augum uppi, að allir málarar fyrri
tíðar voru realistar — raunsæismálarar.
Þeir máluðu hlutina eins og þeir raun-
verulega voru, og það var beinlínis skil-
yrði fyrir því, að verkin féllu í geð; allt
varð að líkjast, allt varð að vera eðlilegt.
Allt gekk því og út á það, að fullkomna
tæknina til slíkra afkasta. Þetta má marka
af riti um málaratækni, sem til er eftir
hinn fræga þýska málara Albreht Dúrer,
því hann bendir þar á ýmsar aðferðir,
er auðveldi málaranum að gjöra myndir
sínar líkar. Ég nefni þar aðeins málara-
grindina, sem stóð milli málarans og fyrir-
myndarinnar; í hana var spennt láréttum
böndum þvert og lóðréttum endilangt,
svo að myndaðist eins og net. Með þessu
skiptist myndin niður í reiti, og á þann
hátt reyndist málaramnn auðveldara að
teikna smásviðin rétt en alla myndina í
einu. - Þegar málararnir í fyrri daga voru
bundnir svona í báða skó, annars vegar af