Akranes - 01.10.1947, Side 11
AHRIF JOLANNA
Eftir
PÁL ODDGEIRSSON
T. d. er ein Maríumynd í Miinchen,
kölluð Madonna Tempi, svo lík Dona-
tello, að enginn mundi efast um að hún
væri eftir hann, ef ekki væri áritun
Raffaels á henni. En þó var Raffael
mjög sjálfstæður, því ef að vel er að
gáð finnast einkenni hans sjálfs líka í
þessum myndum, hin einkenilega skipting
myndanna með ljósi og skuggum og eins
sá ljósskilveggur, sem að jafnaði greinir
aðalefni mynda hans frá aukaatriðum, og
loks er hin einkennilega skæra litarmeð-
ferð. Stundum t. d. í stönzunum hefur
hann greinilegan svip af Lionardo, er var
samtíðarmaður hans, þó eldri væri. Auð-
vitað tengdu lærisveinar hans milli hans
og síðari tíma, en ýmsir sem engin bein
tengsli höfðu við hann, eins og Domenicho,
sem uppi var i byrjun 17. aldar, eru undir
áhrifum frá honum. Sama er að segja um
franska málarann Poussin, sem var nokk-
uð yngri. Á 19. öldinni heldur hinn frægi
franski málari Ingres áfram háttum Raffa-
els. Hér á Norðurlöndum varð áhrifa hans
og vart sérstaklega hjá danska 18. aldar
málaranum Abildgaard og þótt undarlegt
megi virðast hjá Thorvaldsen, en til eru
eftir hann nokkrar teikningar, sem ekki
leyna áhrifum frá Raffael. Jafnvel hingað
hafa þessi áhrif borist. Það er enginn efi
á því, að litameðferð Freymóðs Jóhanns-
sonar er undir áhrifum Raffaels, og er ég
þar með ekki að segja, að það hafi alltaf
tekist sérlega vel, en áhrifin eru greinileg.
Það er á tækninni sem allt fyrst og
fremst veltur; að vísu á tæknin ekkert skilt
við list, en án hennar verður listinni
trauðla komið á framfæri. Manni, sem
málar, en kann enga eða mjög litla tækni,
væri helst að likja við mann, sem frá hendi
náttúrunnar væri hvorttveggja í senn
glæsilegur ræðumaður og daufdumbur,
eða ef vel léti stamaði. Ef svo væri yrði
að hafa aðferð Demosthenesar, sem lét
steinvölu á tungu sér og talaði við brimið
unz hann gat talað skýrt. Það hlýtur að
vera aðalhlutverk fél. frístundamálara, að
afla meðlimum sínum nægrar tæknilegrar
kunnáttu, því þá mun hvort tveggja verða,
að einhverjir úr hópnum verði listamenn,
en aðrir að minnsta kosti samborgurum
sínum til ánægju.
GuSbrandur Jónsson
Listamenn allra alda.
Allir sannir listamenn eiga um lengri
eða skemmri tíma örðugt uppdráttar, og
eru misskildir, því þeir eru svo langt á
undan sinni samtíð. Þá fyrst er mennirnir
ná þeim, verða þeir viðurkenndir, og verða
þa tiðum samtíðarmenn allra alda.
akranes
Sunnudagur í Hollandi.
Snemma morguns er barið hægt að dyr-
um. — Það var fyrsti morgun í Hollandi.
Vinur minn, sem ég gisti hjá — sagði mér
að nú væri morgunte framreitt — og lagði
til að ég risi úr rekkju og við gengjum
morgungóngu. Ég leit út um gluggann,
sem var Iiálfhulinn krónum trjánna, ekki
bærðist blað á grein — fuglarnir sungu
sína fögru morgunsöngva. Mér flaug í
hug, eru þeir ekki betur innrættir en við
mennirnir. Þeir eru að lofa sinn guð fyrir
frið og dýrð dagsins. Brátt vorum við
komnir út í kyrrð og fegurð. Glampandi
sól, himininn heiður og blár, hafið skín-
andi bjart. — Leið okkar lá eftir einni
aðalgötu borgarinnar, við hvert hús var
trjá- og ilmandi blómagarður, svo fagur-
lega búið að unaður var að hvíla þar aug-
að. Fegurðarsmekkur og hreinlæti hafði
hér sýnilega völdin. Við erum komnir út
úr borginni — og nú liggur leið okkar
eftir steinlögðum vegi, en himin gnæfandi
tré eru beggja vegna við hinn undursam-
lega veg — en krónur trjánna, sem virðast
falla í faðmlög — mynda hvelfingu yfir
veginn. Aðeins á stöku stað gægist sólin
inn milli trjánna og myndar gullið geisla-
band á hinn húmi hulda sumarveg. Við
erum komnir út í „Parkinn.11 Hér birtist
nýr undursamlegur heimur fegurðar. Alls
konar trjátegundir gnæfa hér til himins
upp úr grænum grundum, alsettar feg-
ursta blómskrúði — en inn í þessari para-
dis er stórt vatn með syngjandi svönum
og margs konar fuglum, sem una hag
sínum vel að synda kringum bæinn sinn
blómum skrýddan hólma í miðju vatn-
inu Við þessa fögru sýn varð ég hrifinn
og þögull — mér hvarflar hugur heim
til hamraborgarinnar okkar. Því eigum
við sem byggjum hina undurfögru eyju,
enga hríslu — ekkert blóm, sem sé og verði
sameign íbúanna — og of lítið af fegurð
af mannahönd gjört. Hvað ertu að hugsa
um, segir hinn ljúfi samferðamaður minn.
Ég var að óska mér þess að við ættum
svona fallegan og gróðurríkan lund heima.
Nú varð þögnin rofin, við skulum ganga
aðra leið til baka heim í borgina. Sama
fegurð blasti einnig við á hinni nýju
göngu. Við verðum að vera komnir heim
fyrir kl. 1 o. — Við skulum fara til kirkju
Þegar við komum inn í borgina voru
öll stræti þéttskipuð sumarklæddu fólki
— ungum og öldruðum. — Straumurinn
lá sitt í liverja átt — allt var fólkið á leið
til kirkju. — Þetta var fögur sjón og talaði
sínu fagra máli, sem ég síðar kynntist
betur. Ég spurði samferðamann minn,
hvað heldurðu að margir af hundraði af
íbúum borgarinnar gangi til kirkju í dag?
Ekki færri en 60 af hundraði í morgun-
messu, en svo fer margt til kirkju í kvöld,
sagði Mr. V.
Aftur var mér hvarflað heim, já víðar
en heim í mína byggð — einnig til höfuð-
staðarins. Hvað ganga margir af hundraði
til kirkju í 50 þúsund íbúabænum. Ég
áætla 2500 — eða 5 af hverju hundraði.
Nei„ liklega er ég of stórhuga. (Vík að
þessu efni síðar). Klukkuna vantar 5 mín-
útur í 10. Við göngum inn i kirkjuna —
vinur minn býður mér sæti við hlið sér.
Það er bogamynduð stúka framan við pre-
dikunarstólinn, en þar er kirkjuráðsmönn-
um ætlað sæti (en Mr. V. var einn af þeim
í þessari kirkju, auk þess, sem hann var
kirkjuráðsmaður í tveim öðrum). Klukkan
er io — hvert sæti er nú skipað í kirkj-
unni. Meðhjálparinn, eða stjórnandi guðs-
þjónustunnar, styður á rafmagnshnapp —
rautt ljós skín út við kirkjudyrnar — dyra-
vörður lokar kirkjudyrum, presturinn
stígur i stólinn (tekur sér sæti svo hann
sést ekki). Nú hljóma yndisfagrir tónar;
forspil frá hinu risastóra orgeli. — Guðs-
þjónustan er hafin. — Að loknu forspilinu,
sem byrjaði sem hljómþrunginn niður —
dó nú út í helgan frið. Presturinn sem var
mjög virðulegur eldri maður, flytur nú
af mikilli andagift bæn. — Allir karlmenn
standa upp, hneigja höfuð sín og loka aug-
um, en konur sitja, drjúpandi höfði -—
einnig með lokuð augu. — Það heyrðist
ekki andadráttur — hér fór fram hljóð og
einlæg bænarstund. Ég sá mér fært að
litast um í kirkjunni. — Það leit út, sem
söfnuðurinn væri ein sál og einn andi.
Þjóð, sem er svo samtaka og samstilt í
trúnni, hlýtur að vera sem ein hjörð undir
leiðsögn hins eina hirðis. Presturinn lýk-
ur bæn sinni — sálmur er sunginn, allur
söfnuðurinn syngur með. Altari var ekki í
kirkjunni — og ekki var tón viðhaft. —
Að loknum tveim sálmum flutti prestur
langa ræðu, veittist mér erfitt að skilja
hana, en með því að hollenzk tunga er
skild þýzku, fylgdist ég með meginþræði
ræðunnar. Meðan útgöngusálmur var
sunginn gengu 4 ungir menn fyrir kirkju-
gesti og veittu gjöfum móttöku. Engin
skarst hér úr leik — enda eru gjöld til
kirkju í Hollandi látin af hendi á þennan
hátt. Eftirspil er lokið, presturinn gengur
niður úr stólnum — hinni fögru og mér
ógleymanlegu guðsþjónustu er lokið. Ég
hefi komið í kirkjur margra þjóða en
hvergi séð einlægari merki trúrækni en
með hollendingum. Land þeirra með Rín,
Maas og hinum óteljandi skipgengu skurð-
um, allt vafið gróðri, er í sannleika sagt —
land yndi og fegurðar. En fólkið — þjóðin
ti9