Akranes - 01.10.1947, Síða 14
Alþýðublaðið í eitt hverfi. En sá fljótt að
það var mér ofvaxið vegna erfiðleika af
að ganga svo mikið. Þá kom ég einn dag
að máli við dóttur mína og sagði henni að
ég ætlaði að gerast blaðasali. Hún taldi það
úr mér af ýmsum orsökum. Ég hélt mér
við minn keip og byrjaði þetta nýja starf.
Þarna hafði ég eitthvað til að hugsa mn.
Ég var ánægður og alltaf gekk þetta betur
og betur. Ég kynntist mörgu góðu fólki
og mér leið nú betur en áður. Snérist þetta
þá ekki við? Þannig að nú liði yfir þig af
kulda og erfiði, i stað aðgerðaleysisins
áður? Blessaður vertu. Mér var og er nægj-
anlega heitt af áhuganum fyrir starfinu.
Og svo er mitt anað heimili i blómabúðinni
hjá blessuninni henni Jóhönnu og engl-
unum hennar, sem velgja mér með sopa
og sígildu viðmóti.
Nokkrh’ 10-eyringar hrutu til gamla
mannsins meðan blöðin kostuðu 40 aura.
Þannig varð „yfir-,“ en ekki „undirball-
ans“ í pyngju hans eftir daginn. En þá tók
ekki betra við, því nú fór samvizkan að
kræla á sér. Hann var þegn í þjóðfélagi
þar sem lögin lögðu þeim þær skyldur á
herðar að telja rétt og samvizkusamlega
fram hvern áunninn eyrir. Samkvæmt því
laganna boði átti hann þetta ekki einn.
Hann gat ekki lengur hugsað sér að safna
10-eyringum án þess að telja þá fram.
Hann fór til skattstjórans og gerði hreint
fyrir sínum dyrum, svo samvizkan gæti
haft frið. Lögin verða að vera í gildi og
hafa tog. Hann þurfti að láta af hendi
marga tíeyringa, þrátt fyrir velvilja og
skilning þess ágæta manns, skattstjórans,
sem er mjög hátt skrifaður hjá Eyjólfi
gamla.
Ég varð alveg undrandi yfir allri sögu
þessa gamla manns. Það sem hér hefur
verið sagt er andi hennar, þó það sé ekki
orðrétt í öllum tilfellum. Manndómur og
myndarskapur, hollusta og hugsjónir, geta
komið fram i mörgum myndum. Lif fá-
tæks manns og fatlaðs, getur verið auðugt
og yndislegt þrátt fyrir skugga þess og
skúrir, allt eftir því hvað inni fyrir býr,
og hvernig með það er farið. Hvaða mæli-
snúru hann notar á eigin atorku og ann-
marka, eða viðhorf, um mat og skilning á
öðrum mönnum, sem honum eru sam-
ferða á lífsins löngu „reisu.“
Eyjólfur Pálsson er þrátt fyrir allt ekki
meira beygður eða brotinn eftir áföll og
erfiði lífsins, en að hann — 86 ára gamall
— vinnur langan vinnudag við kaldsamt
starf. Ljúfur en lamaður, þó stór og sterk-
ur, um áform og athafnir. Ákveðinn i því
að vinna meðan dagur er, gefandi Guði
og góðum mönnum dýrðina að loknu dags-
verki, sáttur við lífið á langri starfsamri
ævi. Þar sem þróttur og starf, mildi og
manndómur hefur verið í nokkurn veginn
samræmi tvinnað saman í þann þátt, sem
haldið hefur honum á „réttri línu,“ og
[». SMÁSAGA
Svona
Það var eiginlega furðulegt hvað mér
tókst vel að fá mér leigt í fyrra haust er
ég kom hingað suður. Það var þó búið að
segja mér margt og mikið um það, hvað
illt væri um húsnæði hér í Reykjavik. En
ég var aðeins búin að dvelja nokkra daga
hjá frænku minni, er ég rakst á litla aug-
lýsingu í einu dagblaðinu: Iitið herbergi
til leigu á Laugaveg o. s. frv.
Ég flýtti mér þangað, og hitti húseig-
andann. — Herbergið var á efstu hæð —
þakhæð i griðarstóru fjórlyftu húsi. Inn-
gangurinn var ekki neitt glæsilegur, bak-
dyrainngangur. Stigarnir undnir og slitn-
ir, og þegar upp á skörina kom, blasti við
sjónum þurkloft með gnægð þvottar. Litill
gangur var á hægri hönd, og þar sá ég
tvær hurðir hlið við hlið.
Húseigandinn gekk að fremri hurðinni,
stakk lykli í skrána og opnaði hana. Við
mér blasti herbergið með sinum herleg-
heitum. Glugga móti norðri — útsýni til
Esjunnar. Gamalt veggfóður. Lágt undir
loft, en þrátt fyrir allt, ekki mjög óvin-
gjarnlegt.
Samningar tókust og ég var orðin leigj-
andi herbergisins. Þegar ég gekk út úr því,
varð mér litið til hliðardyranna og var, —
eiginlega áður en ég vissi af, — búin að
spyrja, hver leigði það, og svarið hljóðaði
stutt en laggott: „Það er hún Valgerður
gamla.“ Ég spurði svo einskis frekar.
Um kvöldið, er ég hafði lagað til í her-
berginu, sett inn í það það sem ég átti,
dívan, borð og hvítan útsaumaðan dúk á
það, og lítinn borðlampa, sem ég hafði
einu sinni fengið í jólagjöf og þótti alveg
sérstaklega vænt um, fékk ég mér bók og
fór að lesa í henni. Þetta var nýútkomin
skáldsaga og var ég orðin niðursokkin í
lestm- hennar, þá heyrði ég allt í einu
þrusk í herberginu við hliðina á mér. Nú,
þá er það Valgerður gamla, hvernig skyldi
„AKRANESS"
cr lífíð
hún líta út. Bókin tók hug minn allan og
ég gleymdi gömlu konunni og öllu um-
hverfi.
Morguninn eftir, þegar ég var að fara í
skólann, mætti ég henni á ganginum. Þetta
var eldri kona, góðleg en þreytuleg og út-
slitin, engin leið að gizka á aldur hennar
— einhvers staðar milli fimmtugs og sjö-
tugs.
Hún heilsaði mér vingjarnlega og bauð
mig velkomna í nábýlið. Seinna um dag-
inn hitti ég hana aftur, hún bauð mér þá
inn til sin, sagðist hafa alveg nýlagað kaffi
á könnunni. Ég þáði boðið og settist inn
til hennar, drakk hjá henni gott kaffi með
volgum snúðum. Herbergið var alveg eins
og mitt að stærð. Allt bar vott um þrifnað
en fátækt. Talið barst að veru minni í
Reykjavik. „Jú, ég ætla að stunda nám
við kennaraskólann.“ „Ég verð svo lifandi
ósköp fegin að hafa fengið góða manneskju
hérna við hliðina á mér. Mér lízt vel á þig
stúlka mín.“
Valgerður renndi í bollann minn í ann-
að sinn. „Hver leigði hér á undan mér?“
Spurningin var komin fram áður en ég
vissi af. „Hún Gunna Friðfinns, en hún
dó í sumar. Við höfðum verið sambýlis-
konur hér í 30 ár og aldrei orðið sundur-
orða. Við vorum nú heldur engin stór-
veldi.“ Það skrikti lítið eitt í gömlu kon-
unni. „Ó já, svo er nú það.“
Þetta var ekki í síðasta skipti sem ég
heimsótti gömlu konuna. Þegar hún var
komin heim frá stigaþvottum eða tau-
þvottum og ég sat ein inni i mínu her-
bergi, var það oft eins og eitthvað drægi
mig þangað inn. Ég veit að það var hin
hispurslausa hlýja sem gerði það.
Eitt kvöld, það var um mánaðarmót
nóvember og desember, kom ég inn til
hennar. Ég sá strax að það lá alveg sér-
staklega vel á henni. Hún dró upp bréf
hann getur sleppt höndum af hvenær sem
vera skal; sáttur við allt og alla.
Slíkir menn geta ekki aðeins fagnað
jólinn, heldur hverjum degi, hvað sem
hann ber í skauti sínu honum til handa.
Það er mannsins mikla lán, og öruggasta
haldreipi þjóðfélaginu i heild. Á þvi bygg-
ist sæld þess og sigrar fyrst og fremst.
Vill nú ekki bæjarfélag Reykjavíkur
reyna að finna, og gefa Evjólfi blaðasala
í jólagjcf, eiltuvert annað starf, sem hon-
um hentaði enn betur en sitja á „kjafta-
stól“ úti í kalsaveðri til þess að smala
tíeyringum handa ríkinu, sem hann er
búinn að vinna með óvenjulegri atorku í
um 80 ár?
Hlýjan, sem andar frá þjóðfélaginu til
Eyjólfs gamla nú, eftir allt sem á undan
er farið, að hann fái ekki ellistyrk vegna
„ríkidœmis og tekjuhœ8ar.“ Sannleikur-
inn er nú víst sá, að setuliðsmenn réttu
Eyjólfi gamla aur og aur, meðan þeir
dvöldu hér. En er þetta ekki allt saman
ríkinu til skammar?
122
A K R A N E S