Akranes - 01.10.1947, Page 15
úr efstu kommóðuskúffunni, og fékk mér.
„Þetta er nú frá syni mínum.“
„Nei, áttu son Valgerður, það vissi ég
ekki.
„Já, og það meira að segja kaupfélags-
stjóri.“
„Nú, þú ert þá ekki alveg einstæðingur.“
Ég las bréfið. Það var ágætt, sonarlegt
og hlýlegt í alla staði. Hann var að bjóða
henni til sín, um jólin eða lengur. Nú
vasri komnar svo ágætar flugferðir á milli.
Ekkert að óttast — hvorki sjóveiki eða
bílveiki. Nokkrir klukkutímar í hægu sæti
og svo allt búið — komin á áfangastaðinn.
Konan og litlu telpurnar báðu að heilsa.
„Þú ert líka amma og átt tengdadóttir."
Þetta var nú raunar hálfbjánaleg athuga-
semd hjá mér.
Nokkrum dögum seinna, settist Val-
gerður gamla upp í eina af stærri flugvél-
um Loftleiða. Ég fylgdi henni út að
flugvélinni. Hún settist vinstra megin
aftan við flugvélarvænginn. Einhvern
veginn fannst mér þá, að h ún væri ein-
mana og umkomulítil, þar sem hún sökk
niður í djúpan leðurstólinn.
Ég kvaddi hana og árnaði henni góðrar
ferðar.
Það leið að jólum, ég hafði fengið fríið,
og var í huganum að ráðgera ferðalag til
vinkonu minnar, sem heima átti uppi á
Kjalarnesi, og hafði boðið mér að dvelja
hjá sér um hátíðina.
Mér varð hálf hverft við, er ég heyrði
allt í einu eitthvert þrusk inni í herbergi
Valgerðar gömlu. Mér flugu í hug þjófar
eða draugar. Ég var alein á loftinu. Samt
herti ég upp hugann og opnaði herbergið
tneð hálfum huga. Og hvað sé ég? Gömlu
konuna komna aftur.
Hún var háttuð og breiddi jdir sig sæng-
ma. Einhver dulin óró eða geigur greip
mig. Var hún kannski veik? Ég gekk til
hennar og bauð henni gott kvöld. Það var
sýnilegt, að eitthvað hafði komið fyrir.
Hýran í svipnum var horfin en í staðinn
fyrir gat að líta hyldýpi sorgar og um-
komuleysis. Mér virtist hún ennþá þreytu-
legri og eldri en áður en hún fór.
„Er nokkuð að þér Valgerður mín?
Varstu kannske veik í flugvélinni?“
Hún hrissti höfuðið. „Nei, mér leið bet-
Ur i flugvélinni, en mig hefði nokkurn
tíma órað fyrir.“
Ég settist á stól við rúmið hennar og
við fórum að spjalla saman. Nokkur orð
°g setningar, hálf sundurlausar fyrst, svo
kom það allt.
„Mér þótt alltaf svo vænt um hann
Valda minn, ég átti nú heldur ekki ann-
að- — Ég var sífellt að reyna að hafa hann
vel klæddan. — Mér fannst ekkert vera
°f gott handa honum og fátt nógu gott .—
Ég gleymdi víst sjálfri mér og mínu útliti.
Hendurnar urðu harðar og skorpnar, hárið
úfið og oft illa greitt. En hann gekk þveg-
akranes
inn og nýstrokinn. Honum gekk líka vel
að læra. Hann var ástundunarsamur og
kom sér alls staðar vel, enda fékk hann
fljótlega þessa stöðu þarna austur frá,
þegar hann hafði lokið námi í Samvinnu-
skólanum. En sjálfri mér gleymdi ég.
Hann vildi svo sem fá mig til sín, en
maður er svo einkennilega vanafastur.
Svo gifti hann sig.
Nú varð þögn. — Endurminningarnar
leituðu fram í huga hennar. Ég gat greint
orðaskil —- hann var góður sonur, — hann
var góður sonur. —
„Kom ekki sonur þinn til að taka ó móti
þér?“ sagði ég.
„Jú, sussu jú, það gerði hann og litla
telpan með honum, sú eldri; hún minnir
mig svo mikið á Valda þegar hann var
lítill.
„Hvernig leizt þér svo á tengdadóttur-
ina?“
„Nógu er hún falleg, eða fínheitin! Það
er mikið sem Valdi minn, þorvaldur vildi
ég sagt hafa, hefur þurft að kaupa. Alhr
þær mublur, að ég ekki tali um öll „skili-
ríin.“ Hún hefur viljað hafa það svona.
O, jæja — o, jæja. — Já hún er svo hrein-
skilin og opinská litla hnjótan, svona eru
börnin. Ég dró mig úr finheitunum, upp
á herbergið mitt og sat þar við prjónana
mína. Þangað var hún að skokka upp og
spjalla við mig.“
„Talaði sonur þinn ekki við þig?“
„Jú og sussu jú, en hann hafði nú alltaf
svo mikið að gera. En sú litla kom oft til
mín. Einu sinni var hún búin að standa
lengi þögul fyrir framan mig, allt í einu
sagði hún: „Amma, ætlar þú að vera hérna
um jólin?“ „Því spyrðu að því, barnið
gott.“ „Af því amma, að hún mamma
sagði í gær við hann pabba, að það yrðu
engin jól, ef að þú yrðir.“ „Fannst pabba
þínum það líka,“ segi ég. „Nei, hann
sagði, að þú kæmir svo sjaldan, að þú yrðir
að finna að þú værir velkomin. En
mamma varð bara reið, og sagði að hún
gæti ekki boðið heldra fólkinu hérna að
sitja til borðs með þvottakerlingu sunnan
úr Reykjavik.“ Sagði hún þetta?“ spurði
ég barnið. „Já, en þá varð pabbi svo reiður
að hann hljóp út.“
„Fannst þér svo ég geta verið þarna
lengur? Ég fór daginn eftir, og svo er ég
hér aftur, — en svona er lífið.“
Ég þagði, ég gat ekkert sagt sem hér átti
við. Ég sá hendur gömlu konunnar fitla
í ákafa við bládropótta sængurverið, mér
fannst þær aldrei hafa verið jafn beina-
berar, sinarnar jafn strengdar og æðarnar
á handarbökunum jafn þrútnar og bláar.
Nei, þetta voru ekki „selskabshendur.“
Mér fannst ég eygja háa hlaða af ný-
þvegnum þvotti og óendanlega stiga, sem
aldrei vildu þrjóta, stiga, sem voru hvít-
skúraðir. En höndin í rúminu hélt áfram
að fitla við sængurverið.
Þegar ég gekk út úr herberginu og leit
við í dyrunum, fannst mér þessi beinaberi
líkami undir þunnu sængurverinu vera
svo einmana og ég sá krampakennda
drætti fara um hann allan.
Daginn eftir, sem var Þorláksdagur, var
ég ráðin í að fara með áætlunarbílnum kl.
2 upp á Kjalarnes til vinkonu minnar. Ég
fór snemma á fætur, ég þurfti ýmislegt
að útrétta. Til allrar hamingju var ég ekki
alveg „blönk“, hafði nýlega fengið dálitla
peningasendingu að heiman. Ég keypti
snotra jólagjöf, sem ég bjó um i jólapappír
og skrifaði utan á til gömlu konunnar.
Ég sá að hún var farin út, líklega í
vinnu, einhverstaðar að gera hreint fyrir
jólin. Ég smeygði jólapakkanum inn til
hennar: svona er lífið.
Sigríður Björnsdóttir
Þjóðkunnir menn I.
MAGNÚS SIGURÐSSON,
bankastjóri.
Magnús var fæddur í Reykjavik 14. júní 1880.
eldrar, Sigurður kaupm. í Bráðræði, Magnússon
kaupm. þar Jónssonar. Móðir hans var Bergljót
Árnadóttir bónda á Bakka í Hólmi, Gislasonar.
Magnús varð stúdent 1901. Cand. juris 1906.
Yfirdómslögmaður um sinn. Settur sýslumaður í
Gullbringu- og Kjósarsýslu, og bæjarfógeti i Hafn-
arfirði. Jafnframt fyrsti bæjarstjóri í Hafnarfirði.
Settur bankastjóri Landsbankans 19. janúar 1917
og skipaður 31. desember 1917. Formaður fyrstu
Landsspitalanefndar 30. október 1917. 1 stjóm
S. 1. F. frá byrjun til dauðadags og jafnan for-
maður. 1 orðunefnd í mörg ár. Hann var sæmdur
mörgum heiðursmerkjum erlendum og innlendum.
Hann tók mikinn þátt i starfi Fiskifélags Islands,
og sat á mörgum Fiskiþingum. Einnig tók hann
mikinn þátt í Slysavamastarfseminni allt frá byrj-
un þess félagsskapar, og studdi hann með ráðum
og dáð.
Magnús Sigurðsson kvæntist 18. febrúar 1909,
Ástriði Magnúsdóttur landshöfðingja Stephensen.
Þau áttu mörg böm. Hana missti hann árið 1933.
Kvæntist í annað sinn 1935, Margréti Stefánsd.
Magnús bankastjóri var um langa tíð sendi-
maður rikisstjórnarinnar til samninga erlendis.
Bæði á sviði fjármála og um afurðasölumál. Hann
andaðist í Genua á Italiu, þar sem hann var á ferð
sem sendimaður ríkisins.
Magnús var afburða greindur maður, stilltur,
dulur og óframfærinn. Þungur á bárunni og þéttur
fyrir ef að honum var kastað. Hann var hvorki
þá né endranær ofsafenginn, en hefur sjálfsagt
alllengi munað mótgerðir. Hann var ekki mælsku-
maður og sparaði mörg orð. En orð hans og setn-
ingar gátu verið bitur og hittin, og ekki ósjaldan
farið nálægt snöggum blettum á mönnum og mál-
efnum. Hafa ýmsir haldið að þetta mótaðist af
rætni eða illgirni. Það mun þó ekki hafa verið,
þvi Magnús var undir niðri heitur maður, við-
kvæmur og drenglundaður. Yfirborðskuldinn og
biturleiki orðanna hefur hins vegar komið mönn-
um til að halda hitt. Líka má rekja þetta til þess
að Magnúsi var ógeðfelldur yfirborðsháttur, eða
það sem halda mætti að ekkert stæði að baki. Þar
sem vinátta tókst með Magnúsi var hann Tröll-
tryggur. 1 fari hans mun hafa verið all rík til-
hneiging til að stiga ekki á litilmagnann, en hann
óð ekki út í þann straum, til að upphefja sjálfan sig.
123