Akranes - 01.10.1947, Síða 16

Akranes - 01.10.1947, Síða 16
Ölafur B. Björnsson: Þættir úr sögu Akraness V. 14. HVERSU AKRANES BYGGBISÍ 2. kafli. — Fjölgun býla og bæja til 1840. 33. BjarnabuÖ. Bjarnabúðar er fyrst getið 1829, og býr þar þá Magnús Jónsson, 54. ára, og Þuríð- ur Jónsdóttir k. h., 54. ára. Þeirra börn þá Magnús, 20 ára, og Helga, 15 ára. Þetta fólk er komið að Götuhúsum 1833. Nafnið bendir til að það hafi byggt einhver Bjarni. Gæti það hafa verið á árunum 1801— 1826, en þá vantar manntölin eins og áður er sagt, en ef svo væri hefur býlið verið í eyði frá 1826—29. Er það ekki óhugsandi, því svo lítur út fyrir að hafi verið líka 1833—35. Árið 1840 býr þarna Ólafur Ólafsson, 47 ára, og Helga Gissurardóttir, 41 árs. Þeirra börn eru þá talin þessi: Ólafur, 13 ára, og Magnús, 6 ára. Þau hafa verið i Melshúsum 1829. Þetta fólk virðist vera í Bjarnabúð fram yfir 1850. Árið 1855 virð- ist hún vera í eyði. Þá er Ólafur liklega dáinn, en Helga og Magnús sonur hennar er þá á Bræðraparti, og er svo fram yfir 1860. Árið 1865 er aftur til Helgubúð, og þar þá Helga Gissurardóttir, talin 66 ára, og Lýður Jónsson, 66 ára. Lýður þessi var vel skáldmæltur, enda gekk hann undir nafninu Lýður Skagaskáld. Nokkuð af skáldskap hans hefur verið prentað, svo sem löng ríma af Álaflekk, kveðin af hon- um 1854, prentuð á Bessastöðum 1908. Eitthvað fleira hefur verið prentað eftir hann, svo sem saknaðarljóð eftir I3órdisi Kristjánsdóttur 1857. Nokkuð af kveðskap hans mun og vera í handriti á Landsbóka- safninu, og verður síðar reynt að gera nánari grein fyrir því. Lýður Jónsson mun vera fæddur árið 1800 í Fróðársókn í Vesturamtinu. Hann mun hafa dáið hér á Akranesi 16. april 1876. Þetta er áreiðanlega sama býlið, öðru hvoru kennt við þessa Helgu, sem þar bjó svo lengi. 1867 er þetta enn kallað Bjarna- búð, og þar þá Helga og Lýður. Árið 1869 virðist býlið ekki til, eða fólkið finnanlegt. Aðeins eitt bendir til að kofarnir hafi lengi staðið, því listi er til eftir Hallgrím hrepp- stjóra yfir „boðleið,“ milli bæjar hér 1891, og tekur hann þar upp Býlið Bjamabúð, en þá og löngu fyrr er þar enginn búandi samkvæmt manntali. 34. Grund. Grund er fyrst byggð 1835 af Halldóri Halldórssyni hreppstjóra og stórbónda, föður Gunnhildar ljósmóður á Bakka. Hans hefur áður verið getið hér í sam- bandi Nýjabæ og Háteig. Halldór var mikill jarðræktarmaður. Fyrir 1839 var allt óræktarland Skagans óskipt eign allra jarðanna. Halldór vildi hins vegar nema og rækta þetta óræktar- land, og þegar hann gat ekki fengið þar til leyfi hinna aðilanna —- þó hann ætti all- mikinn hluta þests sjálfur — byrjaði hann í óþökk þeirra og banni að rækta land þar sem hann 1835 byggði Grund. tJt af þessu tiltæki Halldórs risu miklir úfár milli hans og annara jarðareigenda hér. Fyrir milli- göngu Hannesar prófasts Stephensen var sú deila til lykta leidd með skiptagjömingi alls óræktarlands Skagans samkvæmt bréfi dags. 17. og 18. júni 1839. Árið 1833 er Halldór í Nýjabæ, en þetta ár 1835 er hann talinn 44. ára gamall, en kona hans, Hallfríður Ölafsdóttir, hverrar áður hefur verið getið, þá 52. ára. Þau Halldór og Hallfriður áttu aðeins eina dóttur, Gunnhildi ljósmóður á Bakka, sem oft hefur verið sagt frá hér áður. Hall- dór hefur andast um miðjan nóv. 1854. Þegar hann féll frá átti hann þessar jarðir: Háteig, Grund, Nýjabæ, Heimaskaga hálf- an, Efra-Skarð í Leirársveit, Þórisstaði og Þyril i Hvalfjarðarstrandarhreppi. 1 Þjóðólfi 6. jan. 1855 stendur þetta: „Um miðbik næstl. nóvembermánaðar andaðist merkismaðurinn Halldór Hall- dórsson á Grund á Akranesi. Hinar stór- kostlegu jarðabætur á Nýjabæ og Grund eftir sjálfan hann, og þær, er að hans hvötum og fyrir ríkulega umbun hans hafa gjörst á Þyrli, síðan hann eignaðist þá jörð, eru veglegur minnisvarði um dugnað hans, og verulega framkvæmd, og vottur þess, hvað miklu góðir bændur vorir geta komið til leiðar með eindreginni reglusemi, ráðdeild og iðjusemi.“ Halldórs verður síðar getið nánar í sam- bandi við þættina um landbúnað og hreppsstjórnarmál. Árið 1855 er t>orsteinn Sveinsson, á Grund og kona hans, Guðrún Sigurðar- dóttir. Þau eru þar enn 1862. Þeirra hefur áður verið getið í sambandi við Bræðra- part. Þetta sama ár, 1862, eru líka á Grund foreldrar Ásbjarnar snikkara, en þau byggja fyrst bai í Litlubrekku 1865. Árið 1867 býr á Grund Magnús Jörg- ensson og fyrri kona hans, Alríður Eiríks- dóttir. Hjá þeim eru þá: Eiríkur son þeirra, 2. ára. Eiríkur Jónsson, faðir konunnar og Auðbjörg Jónsdóttir vinnukona þá 16 ára að aldri. Því er hér minnst á Auðbjörgu þessa, að það varð siðar nafnkunn kona. „Herkerl- ing“ eins og stundum er sagt. Frá henni verður nánar sagt þegar getið verður um Hlið. Magnús Jörgensson fór frá Grund árið 1868, en þá byggði hann bæ, þar sem siðar heitir Sandur. 1 janúar 1869 er Halldór Einarsson kominn að Grund, og býr þar með konu sinni Bagnheiði Þorgrímsdóttur. Þau voru bæði afburðaglæsileg hjón. Halldór var vel greindur, fallegur maður og hið mesta karlmenni. Hann var mikill iþróttamaður, glíminn og ágæt skytta. Ágætur formaður og til þess tekið hve veðurglöggur hann var. Það var talið að Halldór byggi yfir mikilli dulrænni reynzlu, og vissi fyrir marga óorðna hluti. Verður einhvern tíman sagt eitthvað af þessari dularfullu reynzlu hans. Frá Bagnheiði og Halldóri er allmikið sagt í 10. tbl. 1944. Þau eignuðust 6 börn, en aðeins tvær dætur þeirra komust af barnsaldri. Gunnhildur, sem andaðist 23. ára að aldri, gáfuð og gjörvuleg. Og Petrea, sem enn er á lifi, nú búsett hjá hálfsystur sinni, Emilíu á Grund. Petrea er ekkja eftir Júlíus Jörgensen, veitingamann á Hótel ísland i Reykjavik. Halldór Einarsson drukknaði í hinu mikla mannskaðaveðri 7.—8. jan. 1884. Hinn 17. október 1885 giftist Ragnheið- ur í annað sinn Þorsteini R. Jónssyni, sem flestir núlifandi Akurnesingar kannast við. Þorsteinn hafði ávallt með höndum nokk- urn búskap, en stundaði þó nokkuð sjó framan af. Hann fékkst og óvenjulega mikið við opinber störf i þágu sýslu- og sveitarfélags. Um fjölda ára var hann og kennari. 1 sambandi við öll þessi marg- þásttu störf verður Þorsteins getið í síðari þáttum. Séstaklega hin seinni ár fékkst I3orsteinn og mikið við að yrkja, og liggur mikið eftir hann í bundnu máli. Hann var og áhugasamur um stjórnmál og ritaði mikið í blöðin. Þorsteinn var greindur maður, orðheppinn og málsnjall á fundum. Áður hefur verið getið um hinn einstaka þrifnað Ragnheiðar og reglusemi. Á sama hátt munu þeir sem þekktu, lengi minnast þrifnaðar I>orsteins og reglusemi í allri umhirðu heys og húsa. Reipi, beisli, rár og reizla, allt þurfti að vera nákvæmlega á sínum stað, snyrtilega og vel frá gengið. Heystálið lóðrétt og fallegt. Gólfið sópað svo að ekki sæist kusk eða strá. Skepnur vel þrifnar, og húsum vel við haldið utan og innan. Þorsteinn var óvenjulegur þrifa- og snyrtimaður. Ragnheiður á Grund andaðist 16. maí i933> rúmlega 89 ára að aldri, en Þor- steinn andaðist 2. febrúar 1941. Þau áttu eina dóttur bama, Emilíu, konu Þórðar heitins Ásmundssonar. Hús þeirra stend- ur við Vesturgötu á efri liluta Grundar- lands. Uppsátur og vergögn átti Grund í sandinum, næst Nýjabæjarklettum, rétt hjá Litlugrund, sem síðar var byggð. 124 A K R A N E S

x

Akranes

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.