Akranes - 01.10.1947, Page 22

Akranes - 01.10.1947, Page 22
JOLIN A KAUPMANNSHEIMIL- INU FYRIR FIMMTIU ARUM Haustskipið, hún „Laura“ gamla renndi sér út á milli eyjanna, ofurhægt og rólega, þangað til hún kom út að Elliðaey, yztu eyj- unni á firðinum og var búin að skila þar af sér hafnsögumanninum, en þá var sett „full steam“ og strunsað á leið út í hinn stóra heim með allar haustvörurnar úr Stykkishólmi. — Á hverjum degi undanfarnar vikur höfðu bætzt kjöttunnur í raðirnar kring- um vörugeymsluhúsin, þangað til svo þröngt var orðið á „plássinu,“ að aðeins voru örmjóir gangar milli tunnanna, þar sem fólkinu var ætlað að ganga. — Við strákarnir stykluðum auðvitað á tunnu- bumbunum, þó að okkur væri harðlega bannað þetta. — Gamli maðurinn, sem hafði, allt haustið, verið að blanda salt- pækil, var hættur að hræra í tunnunni og nú fleigði hann ekki lengur kartöflunni ofan í vatnið, til þess að vita hvort hún flyti, sem tákn þess að nú væri það orðið nógu salt til að verða góður pækill á kjötið. Það var eitthvað eyðilegt í kaupstöðun- um vestra þegar síðasta skip haustsins var farið. — Það þótti öllum svo langt að bíða næsta skips, — frá vetumóttum til sumar- mála. — Það var líka langt, heill vetur, og margt getur breytzt á heilum vetri. — Haustskipið hafði lika komið færandi hendi til okkar í Hólminn. Það hafði komið með sælgætið til jólanna. Sérstaklega var það ein tunna, — falleg ómáluð tunna, sem athygli okkar strákanna snérist mn. Það var eplatunna, sem kom til okkar. — Við vorum svo hrifnir af þessari tunnu og okkur þótti hún svo falleg, og síðan þykir mér allar eplatunnur og eplakassar fallegir. — Það stóð málað á gaflinn á henni „Ægte Gravenstener“, en þetta þýddi það, að í henni voru bestu eplin, sem þroskuðust á trjánum í Danmörku, en þaðan kom á þeim árum allt, gott og illt. — Það var farið varlega með þessa epla- tunnu þegar henni var skipað upp, og hún var tafarlaust látin upp á búðarloftið og geymd þar til næsta dags, en um kvöldið var saminn listi yfir þá, sem áttu að verða aðnjótandi innihalds hennar. Eplunum var skipt milli viðskiptamanna verzlunarinn- ar þannig, að sem flestir í kauptúninu fengju eitthvað af þessum 100 kg, sem í tunnunni voru. — Þá voru aðeins 200 íbúar i kauptúninu og tvær verzlanir, og fékk hinn kaupmaðurinn aðra tunnu af eplum. — Þegar skiptingin á eplunum fór fram, pössuðum við strákarnir okkur að vera ekki langt undan; — við vissum að til okkar myndi hrjóta eitt epli, — en ekki nema eitt, — næsta eplið fengum við á jólunum. Það var föst venja hjá foreldrum mín- Eftir OSCAR CLAUSEN um, að taka frá epli og geyma til jólanna. — Þau voru talin og áætlað eftir því hve munnarnir voru margir. — Það var nú ekki vegna þess, að foreldrar mínir hefðu ekki efni á því að láta okkur háma í okkur epli í alla mata á hverjum degi til jóla að þessu var hagað svona. — Þau höfðu næg efni til þess, en slíkt var ekki venja þá, og við börnin vorum víst ekkert snauð- ari af A, B, og C-bætiefnum, en böm eru í dag, en við öðluðumst þau með því að borða súran blöðmör í mjólk, og okkur hefur auðsjáanlega orðið nokkuð gott af þeim vitamínum. Þegar búið var að telja eplin og taka þau frá til jólanna, var hvert epli vafið prentpappír úr vikublöðum, og svo var þeim raðað í blikkkassa undan matarkexi. Kassinn var svo látinn upp í geymslu- kompuna á hæstaloftinu og geymdur þar þangað til á aðfangadaginn. — Á fram- loftinu fengum við að leika okkur þegar vont var veður, og er mér minnisstæður ilmurinn, sem lagði af eplunum fram á loftið alla jólaföstuna. Hann var svo kitl- andi fyrir nasirnar, en þá áttum við í vændum eitt yndislegt grænt epli, — má- ske tvö ef vel hefði tekizt um geymsluna, eða þá máske ekki nema hálft, ef illa hafði til tekizt og eplin höfðu skemmst mikið, — en þetta kom fyrir, og þá urðum við að láta okkur nægja litið, til þess að allir fengju eitthvað. — Eplalyktin yndislega á framloftinu vek- ur hjá mér aðra gagnstæða endurminn- ingu um óþægilegan þef á framloftinu. — Það var svitalyktin af þófaranum, sem þarna var á hverju vori að þæfa vaðmálin, sem unnin voru hjá okkur á vetrunum. Hann stóð þar kófsveittur og nærri alls- nakinn og trampaði voðina þangað til að hún var orðin svellþykk, en þá lagði af honum þessa megnu svitalykt, sem aldrei líður mér úr minni. Þegar hátíð ljósanna, jólahátíðin sjálf, nálgaðist, fór eðlilegur undirbúningur hennar fram á heimili foreldra minna eins og annars staðar, og var ekki frábrugð- inn því að neinu leyti. — Það voru saum- uð á okkur ný föt og okkur voru gjörðir nýir skór. — f þetta fórum við á aðfanga- dagskvöldið og nægði þetta til þess, að við komumst í hátíðarskap. — Það þykir vist ótrúlegt, að það skuli hafa verið gjörðir íslenzkir skór, fyrir jólin, á okkur kaup- mannsbörnin í Hólminum fyrir 50 árum, en þetta var nú svona. — Við gengum þá öll á sauðskinsskóm. Útlenda skó, „danska skó“ eða „blankskó,“ eignaðist ég fyrst á fæðingardaginn minn þegar ég varð 10 ára. Þá var það ein stúlkan okkar, fóstra mín, sem gaf mér þá. — Bensi skóari, sem þá var í Hólminum og fór skömmu síðar til Ameríku, smíðaði þá fyrir hana og þótti mér þeir Völundar- smíði. — Gömul kona, sem átti heima í einrnn bænum suður á Melum, gerði alla skóna á okkur strákana. Verst þótti mér þegar hún gerði þá of litla og þeir meiddu mig í hælnum svo að eg fékk hælsæri. — Gamla konan hét Margrét, og var kölluð „Manga mæða,“ — hún var svo „armæðu- full“ í tali. — Hún var Þorvaldsdóttir, ættuð norðan úr Skagafirði og hefi ég fyrir satt, að hún hafi verið þremenningur að frændsemi við Bertel Thorvaldsen mynd- höggvarann mikla. — Hún var líka lík honum í sjón. Hreinlát var hún og snyrti- leg til fara, en alltaf stynjandi og vansæl, kvartandi og mædd yfir því hvað lifið væri erfitt og þungt. — Skórnir hennar „Möngu mæðu“ voru samt listaverk ekki siður en höggmyndirnar hans frænda hennar. — Þeir fóru svo vel á fæti og því hafði móðir okkar fengið hana til þess að sjá um, að við værum ekki heimilinu til skammar, til fótanna. Jólahelgin byrjaði alltaf með kirkju- göngu. Aftansöngur var alltaf í kirkjunni á aðfangadagskvöldið og var sérstaklega vandað til þeirrar guðsþjónustu, bæði til söngsins og annars. — Söngurinn var æfður alla jólaföstuna, og er mér enn i minni hvað var sungið hátt. — Sérstak- lega man ég eftir hávaðanum þegar sungið var „Guð hæst í hæð.“ — Það var eins og allir kepptust við að gala sem hæst og láta heyra sem mest til sín. — Þetta þótti fínt þá, og þykir víst fínt enn, sums staðar. — Þá var lika tónuð bæn fyrir kórdyrum og gjörðu það leikmenn. Einu sinni man ég, að Benedikt Þ. Gröndal tónaði, í annað sinn Brynjólfur Kúld og svo Ágúst Þórar- insson, kaupmaður sem hafði fallega rödd og fór vel með bænina og af mikilli smekk- vísi. — Yfir kirkjudyrnar var sett pappa- spjald, með útskornum mislitum stöfum, rauðum, grænum og bláum, þar sem stóð á „Gleðileg jól,“ og var ljós bak við staf- ina, svo að þeir sáust langar leiðir að í myrkrinu. Þetta þótti fínt þá, en þykir það máske ekki nú. — En það var tví- mælalaust tákn hlýs hugar og velvildar þeirra, sem lögðu vinnu sína fram og höfðu fyrirhöfn við að útbúa þetta. Þegar komið var heim úr kirkjunni byrjaði máltíðin með sameiginlegri mál- 130 A K R A N E S

x

Akranes

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.