Akranes - 01.10.1947, Blaðsíða 27

Akranes - 01.10.1947, Blaðsíða 27
fékk að vita í hvaða átt strætið væri, er verksmiðja hans lá í. Svo vissi ég að gengi ég beint eftir einhverju stræti, beint í suður, mundi ég fyrr eða síðar rekast á götuna, með því að allar götur liggja þráðbeint i austur og vestur, en stræti í suður og norður. Svo fann ég götuna og hélt svo að verksmiðjunni. Hún tók að vísu yfir eitthvað 10 húsanúmer. Ég komst svo upp i skrifstofu hans. Hann var þar viðstaddur og var mér vísað inn til hans. Hann tók mér mjög alúðlega. Þegar ég kvaddi hann, bað hann mig að vera heima á hótelinu kl. 6 um kvöldið; ætlaði hann þá að sækja mig og taka mig í miðdag. Hann kom á tilsettum tíma og ók með mig í bíl sínum til Shermanshótelsins og þar borðuð- um við tveir saman. Þetta var eitt stærsta og fínasta hótel borg- arinnar. Er við skildum bauð hann mér til hádegisverðar næsta dag. Þeirri venju hélt hann svo alla dagana, sem ég dvaldi í Chigago. Hjörtur var feykna fróður maður og skemmtilegur. Hann var talinn vellauðugur, en var yfirlætislaus og blátt áfram. Einn daginn fór hann með mig í „Klub“ verkfræðinga. Hann sagði mér að þeir borðuðu saman hádegismat einu sinni í viku, verkfræðingar „klubbsins,“ og væri á eftir haldinn fyrirlestur og ætti að þessu sinni mjög þektur læknir að tala um efnið „faith and fear“ (trú og ótti). Svo komum við til Shermans- hótelsins og komum þar inn í afarstóran sal. Þar var fjöldi manna, allt verkfræðingar. Hann kynnti mig ýmsum kunningj- um sínum á leiðinni inn í salinn, þar á meðal formanni „klúbbs- ins.“ Við Thordarson sátum saman við lítið borð og var úr öllum áttum að heyra mikill samræðukliður. Meðan við vorum að borða, kom formaðurinn og talaði við Hjört. Ég hlustaði auð- vitað ekki eftir þvi, en allt í einu fannst mér að formaðurinn líta til mín og segja eitthvað, sem fór auðvitað fram hjá mér. Ég heyrði að Hjörtur svaraði og sagði: „Yes I think it’s allright." Svo fór formaðurinn og við tókum aftur til snæðings. Svo segir Hjörtur: „Hann var að spyrja um, hvort hann myndi ekki mega „kalla á“ þig til að segja eitthvað við „klúbbinn.“ „Var það það, sem þú sagðist halda að væri „allright“?“ „Já,“ svaraði hann. „Já, það er á þinni ábyrgð, hvernig tekst, því að ég er mjög slæm- ur í ensku.“ — Svo get ég ekki neitað að það sem eftir var mál- tíðar hafði ég fremur slæma matarlyst. Eftir máltíð voru borð tekin upp og færð saman og stólum raðað fyrir framan ræðupall einn. Þá var þetta orðinn stór sam- komusalur. Hjörtur sagði mér að viðstaddir væru nálægt 500 manns. — Ég kveið fyrir af „kallað væri á mig.“ — Svo var samveran byrjuð. Formaður „klúbbsins" bauð velkomna og svo gaf hann tveimur eða þremur orðið. Ekki fylgdist ég með hvað þeir sögðu. Svo nefndi hann mig og bað mig að koma þar upp, °g kynnti mig samkomunni. Ég tók svo til máls og lét auðvitað 1 ljós þakklæti mitt fyrir heiður, sér í lagi þar sem ég vissi að þetta væri fremur gert í heiðursskyni við ættjörð mína en mig ókunnan, og þar að auki ætti ég persónulega ekkert tilkall til þess heiðurs þar sem ég væri prestur og ekki verkfræðingur, og fynndist mér ég vera hér eins og Sál á meðal spámannanna. Svo talaði ég nokkur orð um Island og dvaldi við öll þau stórkostlegu framtíðarmöguleika, sem fólgnir væru í fossafli og hverum og laugum, ef tæki væru fyrir hendi að virkja þessi öfl og sagði, að ef ég væri hæstráðandi á íslandi, mundi ég bjóða þessum 500 verkfræðingum að koma til Islands með auðmagn og þekkingu. Væri nóg fyrir þá að gjöra og væru þeir að minnsta kosti mér velkomnir. Það var dynjandi lófaklapp og er ég kom til Hjartar tók hann nteð mesta velvilja í hönd mina og kvað mér hafa tekizt vel. Hann sagði að ég hefði gjört sig hræddan með orðum mínum við S1g er hann nefndi þetta fyrst við mig. Ég sagði honum að ég hefði sagt rétt til um kunnáttu mína í ensku, en ég hefði beðið Cuð að hjálpa mér. Svo byrjaði ræða læknisins um „Faith and fear.“ — Það var hákristilegt erindi og var efni þess að sýna fram á, hvernig trúin AKRANES yfirbugar óttann. Það ætti heima að nokkru leyti um alla trú. Föst trú á lækningum ræki út ótta og kviða sjúklingsins fyrir gangi sjúkdómsins. En það væri þó fyrst hin kristna lifandi trúa á föðurgæzku Guðs i Jesú Kristi og frelsinu í honum, sem megn- aði yfir höfuð að reka óttann út. Hann skýrði þetta með dæmum. Á eftir spurði ég Hjört um þennan læknir og kvað hann vera einn af þekktustu læknum Chigago-borgar. Hjörtur vildi allt gjöra mér til yndis meðan ég dvaldi í Chigago. Eitt kvöld var ég heima hjá honum. Húsið var eitthvað sjö enskar mílur frá verksmiðjunni. Þar kynntist ég konu hans og tveim sonum. Þar var eitt það allra stærsta bókasafn, sem ég hef séð i einkasafni, og hið fegursta með. Hjörtur átti stóran fjölda af ís- lenzkum bókum, og sumar mjög fáséðar. Og þar að auki i þús- undum af enskum bókrnn. Kvöldið þar heima var lúð skemmti- legasta. Þegar ég nú var í Chigago, langaði mig mjög til að sjá eitthvað af menjum eftir D. L. Moody og starfsemi hans. Ég spurðist fyrir og heimsótti Moody-stofnunina og þar var mér vísað á „tjaldbúð Moodys,“ sem lá langt út í borginni. Ég komst svo þangað og vissi ég að þar átti að vera kristileg samkoma. Tjaldbúðin hefur sal, sem mér var sagt að tæki um 5000 manns í sæti. Fólk var þar að safnast saman og var það gífurlega stór samkoma. Ég gjörði mig heimakominn og settist á innstu bekkina. Þar var haldin ræða um „Friðþæginguna“ og var það sköruleg ræða, en stutt, þvi að hún var inngangur að umræðunum. Þar töluðu ýmsir, en ekki líkaði mér allt jafnvel. Sumir, sem til máls tóku, voru nokkuð „nýguðfræðingslegir.“ Mig dauðlangaði til að kveðja mér hljóðs. Ég var orðinn djarfari við ævintýrið á verkfræðinga- mótinu, og spurði þvi loks, hvort ég mætti segja fáein orð. Ég fékk það og skýrði frá því, hve mikla blessun ég hefði haft af að lesa um Moody og hefði mig því langað til að gefa ofurstuttan vitnisburð á þessum stað, þar sem Moody hefði svo oft talað. Ég vildi því vitna um þá trú mína, að Jesús Kritsur með friðþæg- ingu sinni væri sá einasti sem gæti að fullu frelsað oss synduga menn frá glötuninni. — Svo að lokum talaði aðal innleiðandinn aftur og endaði. Það gladdi mig að hann vitnaði i það, sem „the dear brother“ frá Islandi hefði sagt. — Að samkomunni endaðri komst ég í tal við nokkra, sem heilsuðu mér. Nú var eftir að komast heim. Ég vissi í hvaða átt ég átti að halda og væri mér borgið, ef ég kæmist inn á ákveðið stræti, sem ég hef nú gleymt nafninu á, því ég vissi að það lá alveg upp að pósthúsinu. En ég gat ekki fundið það. Svo sá ég á götunni lítinn dreng og ávarpaði hann og spurði hvort hann vissi hvar ég gæti komizt inn á þetta tilnefnda stræti. „Já,“ sagði hann afar elsku- lega, og bauðst til að fylgja mér þangað. Ég þáði það. Hann var mjög ræðinn. Hann var 12 ára, skýr og skemmtilegur. Hann var rómversk-kaþólskur. Svo fórum við yfir nokkrar götur og kom- um svo inn á rétta strætið. Ég tók upp hjá mér einn dollar og vildi gefa honum. Það var ekki við það komandi. „No, dear father!“ sagði hann og kvaddi mig mestu virktum. Ég skildi að hann af prestafrakka minum hefði dregið þá ályktun að ég væri kaþólskur prestur. Það tók mig nærri því tvo tíma að komast hehn og gekk ég þó rösklega. Mér leið ákaflega vel í þessari stóru heimsborg, þar sem um- ferðin var svo feikna mikil. Þegar ég gekk um höfuðgöturnar, fannst mér að ég bærist með feiknalegum straumi, sem brunaði fram með stórfelldum flaumi, og ég var eins og dropi í þessu mannflóði, barst með því og var eitt með því að nokkru leyti og þó einn út af fyrir mig. Að sumu leyti fami ég að ég var meira einmana, en þótt ég hefði verið einn á ferð á eyðifjöllum. Mér var það unun a steypa mér út í þennan straum og láta berast með honum. Enginn þekkti mig og ég engan einstakan, og þó fannst mér ég þekkja alla. Mig langaði til að eiga heima í þessari stóru borg og mega vera þar alla ævi. Þessi unun hvíldi yfir mér alla daga, sem ég dvaldi þar. Framhald. 135

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.