Akranes - 01.10.1947, Qupperneq 28

Akranes - 01.10.1947, Qupperneq 28
ANNÁLL AKPANESS GJAFIR OG GREIÐSLUR TIL BLAÐSINS, SEM ÞAÐ ÞAKKAR INNILEGA. Guðmundur Einarsson, ishússtjóri, Stokkseyri, f. VI. árg., 30 kr. Halldór Ölafsson, Hvammstanga, f. IV.—VI. órg., 60 kr. Sumarliði Halldórsson, Grettisgötu 86, Reykjavík, f. IV. og V. árg., 40 kr. Valtýr Þorsteinsson útgerðarm., Akureyri, f. V.— VII. órg., 100 kr. Einar Thoroddsen, skipstjóri, Reykjavík, f. V. og VI. árg., 100 kr. Þorvarður Bjömsson, yfirhafnarvörður, Reykjavik, f. IV.— VII. árg., 100 kr. Jón Jónsson, Borgamesi, f. VI. árg., 30 kr. Jónas Tómasson, bóksali, Isafirði, f. 2 eint. 1947, 30 kr. Stefán Stefánsson, kaupmaður, Siglufirði, 50 kr. Lúðvík C. Magnússon, skrifstofu- stjóri, Reykjavík, f. 1945, 6., 7. og 8., 80 kr. Guðm. Jónsson, útgerðarm., Rafnkelsstöðum, 100 kr. — Arnór Guðmundsson, skrifstofustjóri, Reykjavik, f. 1947 og 48. 50 kr. Kristján Bjartmarz, oddviti, Stykkishólmi, f. I.—VI. árg., 150 kr. Jónas Sveins- son, Bændagerði, Akureyri, f. 1945, '46 og '47, 50 kr. Þorkell Sigurbjörnsson, fulltrúi, Reykjavik, 100 kr. Óskar Einarsson, læknir, Reykjavík, f. bl. frá upphafi, 300 kr. FORSETI ISLANDS sýnir blaSinu mikla vinsemd og sœmd. f boði að Bessastöðum, 25. nóv. s. 1., afhenti forseti fslarids, herra Sveinn Bjömsson, ritstjóra blaðsins 500 krónur, sem greiðslu fyrir „Akranes." Fyrir þessa einstæðu rausn og miklu sæmd, þakka ég innilega. Einnig, — og ekki síður — fyrir vinsamleg ummæli — þá og fyrr — í garð blaðsins. „Góðar eru gjafir yðar, en meira þykir mér verð vinátta yðar,“ segir í Njálu. Ól. B. Björnsson. HJÓNAEFNI. Ungfrú Guðríður Margrét Erlendsdóttir og Halldór Ámason, Melstað. SR. ÞORSTEINN BRIEM OG FRÍf. Þau hjón munu nú dvelja í Danmörku um þessi jól. Um næstum 1 y2 órs skeið hafa þau dvalist ó ýmsum stöðum ó Norðurlöndum. Var vist ætlun þeirra að koma heim í haust, en af þvi gat ekki orðið af heilsufars ástæðum. Blaðið óskar þeim gleðilegra jóla, batnandi heilsu og blessunar i bróð og lengd. ÁHEIT TIL BJARNALAUGAR. M. Á. 50 kr. Frá Ástu og Hannesi, 100 kr. Frá Hákoni Benediktssyni, 25 kr. Kærar þakkir, Axel Sveinbjörnsson. BLÓMASJÓÐUR AKRANESSKIRKJU. Athygli er hér með vakin á tækifæriskortum Blómasjóðs Akranesskirkju. Ennfremur minninga- spjöldum sama sjóðs. Valgerður Briem hefur teikn- að hvoru tveggja, kortin og spjöldin, og eru þau haglega gerð. Styrkið kirkju yðar um leið og þér gleðjið vini yðar. Sendið jólakveðjuna á kortum Blómasjóðs Akranesskirkju. Kortin eru seld í verzlun Haraldar Böðvarssonar og verzluninni Grimu, og minningarspjöldin í sömu verzlunum og á Kirkjuhvoli hjá frú Lilju Pálsdóttur. Stjárn sjóSsins. FULLVELDISFAGNAÐUR. Stúdentafélagið á Akranesi efndi til fullveldis- fagnaðar í Báruhúsinu að kvöldi 30. nóvember. Formaður Stúdentafélagsins, Ragnar Jóhannes- son, skólastjóri, stýrði samkvæminu. Atriði voru: Ragnar Jóhannesson flutti óvarp. Ræður héldu þeir: dr. Árni Árnason, héraðslæknir, og Lúðvik Guðmundsson, skólastjóri, forseti stúdentasam- bandsins. Ragnar Jóhannesson og sr. Jón M. Guð- jónsson lásu upp ljóð. Frú Sigríður Sigurðardóttir söng einsöng með undirleik Geirlaugs Árnasonar, og Kirkjukór Akranesskirkju söng nokkur lög. Dans var stiginn til kl. 3 um nóttina. Fjölmenni var. Fór skemmtunin vel fram og stúdentafélag- inu til sóma. ÉG ÞAKKA bréfið frá drengnum úr Barðastrandasýslu (15 ára). Af efni, anda og framsetningu mætti eins vel halda, að það væri fró háskólastúdent. Hjá honum fer ekki allt fyrir ofan garð og neðan. Hann veit hvað hann vill drengurinn sá. Er þjóð- legur og þjóðhollur og mun ó einhvern hátt verða liðtækur ef honum endist aldur til. Öl. B. Björnsson. GRÆNLAND Á KROSSGÖTUM heitir lítill bæklingur nýútkoininn. Á hann sjálf- sagt að vera áminning til Islendinga um að nota nú siðasta tækifærið sem gefst, til þess að standa á rétti landsins til Grænlands. Sérstaklega að „glopra" nú ekki niður að fullu og öllu þeim rétti, eða semja hann af sér við samningaborðið við Dani. Bæklingurinn hefst á kvæði Einars Bene- diktssonar, „Jöklajörð." Þá eru í kverinu ýmsar greinar og tilvitnanir merkra manna innlendra og erlendra um rétt vom til Grænlands. Þar er og eins konar Grænlenzkur annáll, um ýmislegt það sem gerst hefur hér og þar í þessu máli. Ýmis- legt er þar tilfært úr ritum dr. Jóns Dúasonar, sem manna mest hefur haldið uppi rétti vorum í þessu móli, kannað það og kunngert. Einnig eru þarna nokkrar myndir og uppdrættir til skýringar og stuðnings sögulegum rétti íslendinga. Um það ætti að geta orðið gott samkomulag, að fá nú alveg, og i eitt skipti fyrir öl) úr því skorið ó alþjóða vettvangi, hvort réttur vor til Grænlands sé ekki óumdeilanlegur. Það er bezt að gera alveg upp við Dani, þar sem yfirgangur og gamlar erjur eru lagðar á hilluna fyrir fullt og allt. Heldur samið endanlega, þar sem báðir viðurkenna hvern annan sem jafn réttháan samingsaðila, virðandi rétt og skyldur hvers aðilans fyrir sig. THE ANGLO-AMERICAN OCCUPATION OF ICELAND, (Herseta Breta og Amerikumanna á íslandi) nefn- ist smárit, er Snæbjöm Jónsson hefur gefið út á ensku. Eru það andmæli gegn nafnlausri niðrunar- grein, er héðan hafði borizt blaði einu ensku, (minniháttar þó) og það birt, um brezka setuliðið hér. Það er alkunna, að hið hrezka lið kynnti sig vel meðan það dvaldi hér á landi, enda hefur því verið marg sinnis yfirlýst af forystumönnum þjóð- arinnar. Er þvi vel, að álas á það sé borið til baka, Góðar bækur: Hallgrímur Pétursson. eftir Magnús Jónsson, Leiftur h.f. ★ BessastaSir. Þættir úr sögu höfuðbóls, eftir Vil- hjálm Þ. Gíslason. Bókaútgáfan Norðri gefur út. ★ Sögur og œvintýri, eftir Sigurjón Jónsson. Bókaverzlun Guðm. Gamalíelssonar gefur út. ★ Ævintýri Jóh. M. Bjarnasonar, skálds í Vesturheimi. Fjallkonuút- gáfan gefur út. ★ Sögur Ásu á SvalbarÖi, eftir Oscar Clausen. -— Akranessút- gáfan gefur út. ★ íslenzkir athafnamenn /., eftir Gils Guðmundsson. Akraness- útgáfan gaf út. ★ Bára blá, Sjómannabókin 1947. — Safn af Ijóðum, sögum, sögnum og ritgerð- um. Gils Guðmundsson valdi efni bókarinnar. Farmanna- og fiski- mannasamband íslands gefur út. ★ Aloha, ferðasaga frá Suðurhafseyjum, eftir Aage Krarup Nielsen. Skjaldarút- gáfan gaf út. og því neitað, að islenzka þjóðin í heild sinni taki undir það. Slúðursögur um setuliðið gera ekki annað en að vekja gremju og kala í okkar garð hjá mætri grannþjóð og voldugri, sem ávallt hefur verið okkur vel, við metum mikils og viljum eiga vinsamleg samskipti við í hvivetna. Og það er óhöfðingleg framkoma að fela sig í skugga nafn- leysisins og dreifa þaðan út óhróðri — jafnvel þótt eigi ætti i hlut erlend þjóð — og leitt að finnast skuli þeir menn, er ljá sig til sliks. GLEÐILEG JÓL! Enn eru komin jól og eitt ár á enda runnið. Á því hefur blaðið því miður ekki komið til yðar eins oft og það eða þið flest vilduð. Siðari hluta ársins hefur hins vegar verið gerð tilraun til að bæta það upp, með fjölbreyttara efni og betra út- liti en áður. Ef pappírsskortur hamlar nú ekki til viðbótar, má því vona að blaðið komi reglulega út. Sennilega þó tvö blöð saman. Vmsir hafa látið í ljós það álit sitt, að þeim liki blaðið enn betur í „hinum nýju fötum.“ Ekki vantar áhuga til að reyna að ná enn hærra marki, en það er ekki einhlýtt. En ef þér kæru lesendur lyftið lika undir, t. d. með því að senda því gott efni, og útvega því enn fleiri kaupendur, þarf ekki að efast um enn stærri sigra í þessu efni. Með innilegu þakklæti fyrir það, sem þér ó einn eða annan hátt hafið unnið blaðinu gagn ó yfirstandandi ári, óskar það yður öllum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Vinsamlegast, Ól. B. Björnsson. 136 AKRANES

x

Akranes

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.