Akranes - 01.11.1949, Qupperneq 5
var hann frá 1931 til 1946. 1 kirkjuráði
frá 1932. Formaður prestafélags Hall-
grímsdeildar frá stofnun þess og meðan
heilsa hans leyfði.
Auk alls Jiessa hafði hann á hendi ý mis
opinber störf í sóknum sinum.
Hans fjölþætta alhliða þekking á ýms-
um málum gat eigi dulizt samtíð hans,
svo og það, að hann var sannur vökumaður
sinna samborgara á öllum eða flestum
sviðum þjóðlífs vors, því enda þótt hann
væri ákaflega hlédrægur maður, þá gat
hann illa dulið hve vakandi hann var um
öll vandamál, er úr þurfti að leysa, og
ráða fram úr á hverjum tima.
Hann var svo ákaflega trúr sonur ætt-
jarðar sinnar að hann taldi sig ekki hafa
leyfi til að vera hlutlaus í neinu því máli,
er varðaði heill og hamingju lands og
þjóðar.
Þekking hans á flestum málum varð-
andi atvinnulíf þjóðarinnar
var undraverð, því enda þótt
að hann hefði eigi sjálfur séð
eða þekkt hlutina af eigin
raun, þá var minnið svo trútt
að geyma allt, er hann las
eða heyrði af frásögn annara,
að slíks þekktust fá dæmi.
Hitt duldist varla, að af tím-
anlegum eða verklegum mál-
um varðandi atvinnulif lands-
manna var honum einna ljúf-
ast að ræða um ræklun jarðar
og störf landbóndans, þar
hafði hann líka mesta eigin
reynslu. Honum var í blóð
borin ást og virðing á starfi
sáðmannsins, er erjar jörðina,
virðing fyrir starfi þess
manns, er vinnur án afláts i
samvinnu við sól og regn. og
felur sig forsjón þess, er skapað hefur alla
hluti. Hitt er víst, að Þorsteinn Briem
kunni jafnvel að meta hvert vel og trúlega
unnið starf, en ég held að hóndinn hafi
verið honum lnigstæðastur, hann skildi
hann bezt, og e. t. v. mat hann mest.
Ég hefi nú dvalið við minningu manns-
ins Þorsteins Briem, og vissulega her hann
þar hátt í hugum allra þeirra er kynntust
honum, en hæst mun hann þó gnæfa,
og lengst lifa í minnum okkar Akurnes-
inga sem prestur og kennimaður. Minning
mín um hann sem kirkjuhöfðingja og
höfuðklerk er mér dýrmæt, hún er eitt af
því sem verður mér ógleymanlegt. Ég veit
að þar tala ég fyrir munn fjölda annarra.
Þess ber eigi að dylja, að hæfileika
mikla hafði guð gefið honum, en hæfi-
leikar og snilligáfa mega sín lítils ef eigi
er að verki sterkur vilji og sjálfsagi. En
ásamt þessum fögru dyggðum bar hann
í brjósti heita guðstrú og traust, ásamt
fagurri lífsskoðun hins göfuglynda, gagn-
menntaða manns, er horfði og hugsaði
langt ofanvið allt það hversdagslega og
neikvæða í lífinu.
Samfara þvi var skapfesla og kraftur, er
knúði til dáðrikra átaka í ræðu og riti,
mál hans var afburða fagurt í daglegu
tali og þróttmikið ög meitiað, er hann rit-
aði eða flutti tungu feðranna, enda unni
hann móðurmáli sinu heitt og innilega,
eins og öllu því, sem þjóðlegt var.
Við, sem nutum andlegrar leiðsögu
hans í fjórðung aldar, höfum margs að
minnast, þegar okkar ástsæli sálusorgari
er kvaddur liinstu kveðju. Minningarnar
streyma fram hver annari hugþekkari.
Til dæmis, meðan presturinn tók manntal
og húsvitjaði.Það var unaðslegt að fá hann
sem gest, ef hann hafði tíma til að dvelja
stutta stund og ræða við heimilismenn.
Manni fannst, þegar hann var farinn, að
eitthvað alveg óvenju hugnæmt hefði
hlotnast húsi sínu.
Þá var það alkunnugt meðal vor, hve
mikil blessun var að fá heimsókn af hon-
um á sorgarstundum.
Það tjáði mér öldruð ekkja, er hann
heimsótti í hennar sárustu sorg, svo sárri
sorg, að hún sagðist hafa verið búin að
gefa frá sér alla von, lífsþrótt og þrek. Full
hugarvíls og kvíða lá hún í hvilu sinni og
reisti tæpast höfuðið frá koddanum. Þá
kom hann inn til hennar og skynjaði strax
hvað henni leið. Hann tók sér sæti á stól
við rekkju hennar, fól andlit í höndum
sér í heitri bæn til drottins. Hún sagðist
fljótlega hafa fundið kraft streyma frá
honum, og þegar hann kvaddi þetta sorg-
arhús, var þar öllu breytt í himneska ró
og frið, svo djúpan og innilegan, að engu
var að kvíða, allt var nýtt, heiðríkt og
bjart framundan.
Þá mun það hafa borið til, er hann lagði
hlessandi hendur yfir veik ungbörn, að
þau öðluðust aftur heilsu, við kraft fyrir-
bænar hans.
Þegar við, sóknarbörn hans, lítum yfir
liðin ár, kemur okkur í hug frásagan hjá
Lúkasi um Emmausgöngu lærisveinanna,
því nokkrir af oss hafa vissulega átt sina
Emmausgöngu í lifinu, er ástvinamissir og
andstreymi hefur sótt oss heim, þá var
oss hollt að hafa samfylgd Þorsteins Briem.
Sjálfur hafði hann kynnst sorgum og mót-
læti og gat því svo vel sett sig í spor sorgar-
barnsins og miðlað því af sinni reynslu
með spaklegum, hjartnæmum orðum, er
hann með nærfærnum samræðum og með-
fæddri hjartahlýju dreyfði dapurleik og
áhyggjum, en kveikti eilifðarvissu bak
við torskilda atburði og dulda rás hins
jarðneska lífs.
Sannarlega getum við tekið undir með
lærisveinunum, þegar hann var horfinn
sjónum vorum. „Brann ekki hjartað í
okkur meðan hann talaði við okkur á
veginum og lauk upp fyrir okkur ritn-
ingunum.“
Um messuflutning séra
Þorsteins get ég raunverulega
verið stuttorður. Það var al-
kunna og álit allra, sem til
þekktu, að i kirkju hafi
1 hann verið afburðamaður.
Öll persóna hans naut sin þar
svo, að unun var að vera
kirkjugestur hjá lionum.
Altarisþjónustan var ákaf-
lega vel af hendi leyst, söng-
rödd hafði hann fagra, og
beitti henni mjög vel, svo að
flutningur tónbæna varð á-
kaflega lífrænn og fagur,
hreyfingar hans allar fagrar
og virðulegar. Fáa kirkjunn-
ar þjóna hef ég séð hera bet-
ur messuskrúða en hann. —
Ræður sínar vandaði liann
ákaflega mikið og lagði mikla
vinnu i að b}rggja þær sem bezt upp. Lét
hann allt annað víkja fyrir þvi stai'fi,
enda varð líka árangurinn mikill sem að
líkum lætur, því maðurinn var djúpvitur,
mjög vel lærður og jók stöðugt við þekk-
ingu sína. Samfara þvi var hann lífs-
reyndur maður og hafði öðlast mikla og
óbifandi trúarvissu og vítt sjónarsvið í
andlegum málum, enda var hann ávallt
umhurðarlyndur gagnvart skoðunum ann-
ara, einkum þeirra yngri.
Eitt sinn heyði ég hann halda snjalla
varnarrn'ðu fyrir ungan stéttarbróður
sinn, er borinn var þeim þungu sökum að
flytja ranga og hættulega kenningu.
Um ræðuflutning séra Þorsteins er það
að segja, að hann var með miklum ágæt-
um, rödd hafði hann viðfelldna, raddblær-
inn var mjúkur, áherzlur ræðunnar hnit-
miðaður. Hann lagði allan sinn mikla
persónuleika og andlega þrótt í flutning
orðsins, og engum gat dulist hin djúpa
alvara er lá að baki hinnar meitluðu og
magni þrungnu ræðu hans, enda eins og
A K R A N E S
125