Akranes - 01.11.1949, Síða 8

Akranes - 01.11.1949, Síða 8
Hugðarefni tónskáldanna eru alrnenn- ingi, ef til vill, auðsæjust og skiljanlegust í sambandi við ljóðin, (textana), er tón- skáldin velja til þess að semja lög sín við. Á þetta ekki sízt við um Islendinga, sem eiga þroskaðan skilning og smekk á skáld- skap, umfram flestar aðrar listir. —- Að- dáun alþjóðar á einu tónskáldi, er þvi m. a. háð því, hvernig tónskáldinu hefur tek- izt að fella saman ljóð og lag, að láta tón- ana, samhljómana, tala máli ljóðsins, er fær því fyllra líf, sem tónskáldinu tekst betur, að blása í orðin nýju lifi, með tón- um, er eiga svo vel við, að þeir dýpka skilning fólksins á ljóðinu, gefa því þá vængi, er hvert ljóð fær, sem eignast tóna, er hæfa því og túlka efni þess af skilningi og samúð. — Það er m. a. þetta, sem séra Bjarna Þorsteinssyni, prófessor, hefur tekizt svo meistaralega sem tónskáldi, og er þetta þeim mun merkilegra, sem hugðarefni tónskáldsins hafa verið svo mörg og svo ólik. — Hann elskar land og þjóð, og lög hans, er tjá þær tilfinningar hans, eru sungin af lífi og sál við öll tækifæri, þar sem á annað borð nokkurt lag er sungið. Hann kvetur til dáða, hann elskar kjark og karlmennsku og storminn, „sem geisar um grund,“ og tónarnir hrífa og drykkja oss þrótti, er vér syngjum þessi lög hans, svo að vér viljum „einhuga fram.“ Tónar hans laða út „í íslenzkt vornæturyndi,“ og vér syngjum heilhuga, að „það ætti að vera á annarri’ eins stund, að elskunnar minnar ég kæmist á fund, ef hana’ ég i heiminum fyndi.“ — Glöð í lund leyfum vér tónskáldinu að leiða oss inn á „draumalandið," þar sem „angar blómabreiða, við blíðan 'fuglasöng.“ — Vér hlustum hugfangin á tónana, er óma „Vor og haust“, „úr fögrum lundi,“ — vér látum þá „taka sorg“ vora og minn- umst þess, „að drengurinn litli, sem dó, leikur sér um himininn.“ Vér hlustum alvarleg og hljóðlát á hörpu tónskáldsins, er hann leikur á hana viðvörun (til vor) um að trufla ekki aftansöng álfanna í Kirkjuhvoli. — Vér sjáum tónskáldið slá hörpu sína, er „vagga sér bárur í vestan blæ, (og) að viði er sólin gengin.“ Vér heyrum hann seyða úr strengjunum unaðsóm, „svo hug- ljúfan vaggandi, harmana þaggandi, hann talar við hjörtun sem blær við blóm.“ — „Þey, þey“ —! „1 fjrska er hringt!“ — og vér fylgjum tónskáldinu í kirkju, til þess að hlýða á hina yndisfögru tóna, er tón- skáldið vill láta lyfta „hjörtum vorum til himins“ til þess að syngja „drottni nýjan söng, þvi dásamlega hluti hefur hann gjört.“ — Með þessum fáu orðum hef ég viljað Þingeyjingar urðu fyrstir til að gefa út safn héraðsljóða. Það var fyrir níu árum. Fyrir tveim árum fylgdu Borgfirðingar og Mýramenn í fótspor þeirra. Síðan hefur Akranes þráfaldlega hvatt önnur héruð til að gera hið sama. Og nú eru komin aust- firzk ljóð — mest, og í heild sinni liklega bezt, þessara ljóðasafna. Allt virðist fram- takið vera þarna einum manni að þakka, Helga Valtýssyni. Er enginn efi, að fyrir það munu fleiri en Austfirðingar hugsa hlýtt og þakklátlega til hans. Enga bók hefi ég aðra lesið, er svo hlýjaði hug minn til Austuriands sem þessi,og víst er íslenzkum bókmenntum fengur í henni. Þarna eru tugir manna, karla og kvenna, sem alveg óumdeilanlega eru skáld i ströngum skilningi orðsins, enda þótt nöfn þeirra hafi til þessa verið almenningi ókunn. 1 sumum tilfellum er bersýnilega um skáldaættir að ræða. Þarna er t. d. átt- ræð kona sem kemur með gullsjóðinn sinn, þar á meðal rimu, sem Ölína hefði verið fullsæmd af, en í spor gömlu konunnar fylgja bæði dóttir hennar, sonur og dóttur- sonur, öll með miklum sóma. Þá er og ekki skömm að framlagi systkinanna frá Múlahúsum, og augljóslega er gáfan þar ættarfylgja, því að móðurbróðir þeirra er með i leiðangrinum. Sennilega er svona víðar, þó að ókunnugir greini ekki. Meðal þeirra, sem þarna eru á ferð, er ung kona, sem ekki lifði að sjá bókina. Hún er af mesta skáldakyni landsins, enda yrkir hún minna á örfá hugðarefni tónskáldsins, ör- fáar perlur úr tónafesti séra Bjarna. — Er þó enn ótalið hið mikla verk hans „Is- lenzk ])jóðlög,“ er hann safnaði og gaf út. Ég get því ekki hugsað til tónskálds- ins Bjarna Þorsteinssonar, án þess að votta honum alúðarþakkir fyrir alla unaðsóm- ana, er hann hefur gefið þjóðinni — og öðrum þjóðum — þvi að tónarnir eru al- heimsmál; — þakka honum allt, sem hann vann í þágu islenzkrar sönglistar með þeim ágætum, sem æ munu rómuð. Hann hefur sungið inn í þjóðina, að „þar sem söngur dvín, er dauðans ríki,“ — en að „Söngurinn göfgar, hann lyftir i ljóma lýðanna kvíðandi þraut. Söngurinn verm- ir og vorhug og blóma vekur á köldustu braut. Söngurinn yngir, við ódáins hljóma aldir hann bindur og stund, hisminu breyt- ir í heilaga dóma, hrjóstrinu í skínandi lund.“ — Mætti hinn undurfagri og áhrifaríki Hátiðasöngur tónskáldsins séra Bjarna Þorsteinssonar orka að breyta „hisminu í heilaga dóma“ í hugum sem allra flestra íslendinga. FriSrik Hjartar. sjálf af snilld, en það er sérstakt við hennar kvæði, að hún yrkir fyrir okkur þessa lakari, sem teljast verðum til vondra manna. Hvað það er hressandi að finna slíkt innan um eilífan helgidóminn. Þvílík hersing af ljóðasmiðum, sem þarna eru á ferðinni, sjötíu, eða þar yfir. Hér er það, guði sé lof, ótvírætt sannað, að Yzt á nesjum, inn með vog, út á þorpsins mölum, syngur fólkið ennþá, og innst í fjalla dölum. Þetta hefði Einari Benediktssyni líkað að sjá, því þarna er einmitt að ganga i uppfyllingu spádómur hans í hinum ó- dauðlega formála fyrir Hrönnum. Fyrir eitt verður ekki hjá þvi komizt, að víta Helga Valtýsson, en það er sá til- gerðarlegi, óheppilegi og ekkert-segjandi titill, er hann hefur valið bókinni. Hvern- ig gat maðurinn álpast á þetta? En „vitið kom aftur að morgni til mín“ og í formál- anum eru þetta blátt áfram „austfirzk ljóð.“ Nú má Akranes halda áfram brýning- unni til þeirra héraða, sem enn hafa ekki gert skil. Héðanaf er það engu héraði skammlaust að sitja hjá. Þau sem það gera, sanna ömurlegt forustuleysi, þvi alls staðar er skáldin að finna. Ef þessi héruð eru svo vesöl, að þau eigi ekki for- Framhald á bls. 134. Áfram með héraðaljóðin Hugsað til tónskáldsins sr. Bjarna Þorsteins- sonar, prófessors Sr. Bjarni Þorsteinsson tónskáld. 128 AKRANES

x

Akranes

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.