Akranes - 01.11.1949, Síða 9
SÖREN SÖRENSON:
Ævintýrið m kvikmyndirnar
i.
Maðurinn hefur frá upphafi vega átt
sér marga drauma og stóra. Þegar myrkrið
og kuldinn ógnuðu lífi hans, dreymdi hann
að geta kveikt eld og ljós eftir vild. Og
sjá, hann uppgötvaði eldinn í harðri tinn-
unni. Þetta var fyrsti stórsigur mannsins
yfir náttúruöflunum. Maðurinn hafði það
fram yfir önnur dýr, að vera gæddur allt
að því yfirnáttúrlegri athyglisgáfu. Þessi
sérstæði eiginleiki gerði manninum kleift
að ráða fram úr erfiðleikum lífsbarátt-
unnar — og láta drauma sína rætast.
Þegar frummaðurinn stóð fyrir utan hell-
isskúta sinn, hokinn í herðum, og horfði
brúnaþungur á dýr merkurinnar eigra
þrotlaust um grundir og skóga, veitti hann
hreyfingu þeirra athygli. Fyrir honum
var hreyfing líf. Og lif var hreyfing. Hann
rejmdi að búa til myndir af því, sem hann
sá. Hann teiknaði þá á hellisveggina. En
hann gerði sér ljóst, að myndirnar, sem
hann teiknaði, voru „dauðar“. Það vant-
aði í þær hreyfinguna. Hann þráði að
búa til mynd, sem sýndi hina kviku hreyf-
ingu. Og hann hófst handa. Hann teiknaði
mynd af hlaupandi villisvini á hellisvegg
einn i Altamira á Spáni.
Og svo liðu tuttugu og fimm þúsund
ár.
II.
Draumur mannsins um ,-,lifandi mynd-
ir“ dó ekki út með frummanninum. —
Draumur þessi geymdist i vitund manns-
ins kynslóð eftir kynslóð, árþúsundir eftir
árþúsundir. Hversu langt á undan timan-
um hefur þessi hugmynd um „lifandi
myndir“ verið! En svo var það í Paris
árið 1895 að draumurinn rættist. Bræðm’
tveir, Louis og Auguste Lumiére höfðu
fengið gildaskálann, Grand Café, á Baule-
vard de Capusines, á leigu eitt kvöld fyrir
okurleigu. Þeir ætluðu að sýna þar nýja
uppgötvun, er þeir höfðu gert. Þeir liöfðu
skýrt þessa uppgötvun sina kinamatograf.
Parísarbúar urðu ekkert uppnæmir við
þessa nýju uppgötvun. Það var slíkur urm-
ull af alls konar uppfundingsmönnum í
Parísarborg, að það gerði engan mismun
þótt tveir bættust við. Forráðamanni gilda-
skálans hafði tekist að narra nokkra tugi
manns inn i myrkvaðan salinn. Ljósin
voru slökkt og á hvítan léreftsdúk, sem
strengdur hafði verið á annan enda sals-
ins, komu lifandi myndir. Myndir þess-
ar voru í sjálfu sér ekkert stórbrotnar. —
Þetta voru svipmyndir af verkamönnum,
sem voru að flýta sér í mat, af gangandi
fólki á Rue de la Republique í Lyon, og
járnbrautarlest, sem kom brunandi inn á
brautarstöð. Og þegar lestin kom brun-
andi, eins og hún ætlaði beint í fangið á
áhorfendum, gat kvenfólkið ekki varisl
því, að reka upp óp, af hræðslu og hrifn-
ingu. Þessi nýstárlega sjón hafði ekki síð-
ur áhrif á karlmennina, þótt þeir létu
síður á því bera. Það var einkum einn
maður á meðal áhorfendanna, sem ósk-
aði eftir því, að sýningu lokinni, að fá að
kynnast uppfundingamanninum. Hann
kynnti sig: Georges Melliés, forstjóri
Théatre Robert-Houdin. Hann bauðst þá
þegar til að kaupa uppfinndinguna af
Lumiére. Meliés var sjálfur sjónhverfinga-
maður og honum duldist ekki þeir mögu-
leikar, sem fólust i þessari nýju uppgötv-
un — kvikmyndunum. Meliés bauð tíu
þúsund franka. Lumiére vildi ekki selja.
Meliés hækkað tilboð sitt upp i tuttugu
þúsund franka, fimmtíu þúsund franka.
Luimére vildi ekki selja. Luimére þótti
mikið til um áhuga Meliés, er vildi leggja
allt í sölurnar til að eignazt þetta undra-
verða tæki. Lumiére stóð hér andspænis
manni, sem tók uppgötvun hans alvarleg-
ar en nokkur annar maður, máske alvar-
legar en hann sjálfur.
— Monsieur Meliés, mælti hann, ég er
yður mjög þakklátur fyrir áhuga jiann,
er þér hafið á þessari uppgötvun minni, en
mér þykir fyrir að segja, að hún er ekki
til sölu. Það má vel vera, að það megi
hagnast á uppgvötun þessari fyrst framan
af, en ég held, að hún geti ekki orðið stór
gróðrafyrirtæki, og ég kæri mig ekki um
að eiga sök á þvi, að þér yrðuð gjaldþrota.
Meliés kvaddi og fór. Honum fannst
sem hann hefði verið vottur að undursam-
legri opinberun. Leikhússtarfið veitti hon-
um ekki lengur sömu ánægju og áður.
Hann var þekktur um gervalla Parísar-
borg fyrir „galdraverk“ sín á leiksviðinu
í Théatre Robert-Houdin. En Meliés taldi
sig vera búinn að þurausa kunnáttu sina
á töfrabrögðum, en í kvikmyndum sá hann
hylla undir nýjan og undraverðan sagna-
heim, er biði aðeins eftir manninum með
„töfrasprotann," er gæti blásið lífi í
draumsjónirnar og gert sér mat úr þeim.
Meliés var enginn draumóramaður. —
Hann hafði fengist við margt um dagana,
þótt hann væri ekki nema 34 ára að aldri.
Hann var hagur og verklæginn með af-
brigðum. Það leið því ekki á löngu, unz
honum hafði tekist að búa sér til kvik-
myndatökuvél. Lumiére bræðurnir voni
vissulega ekki þeir einu, sem gerðu til-
raun með „lifandi myndir“. Meliés fékk
nauðsynlegar leiðbeiningar frá London
og það efni, er hann þurfti með. Og svo
tók hann að taka lifandi myndir af því
nær öllu, sem fyrir augu hans bar. Hann
var óþreytandi. Hann vildi skapa eitthvað
nýtt. Og svo kom tilviljunin honum til
hjálpar. Dag nokkurn var hann á „mynda-
veiðum“. Hann var að taka lifandi mynd-
ir af götuumferð, en þá bilaði vélin allt
í einu. Filman stóð föst í lienni. Það tók
hann talsverðan tíma að koma vélinni í
gang aftur. En þegar hann renndi film-
unni i gegn um sýningarvél nokkru sið-
ar, tók hann eftir atriði i myndinni, sem
hreif imyndunarafl hans meira en nokk-
ur töfrabrögð, er liann hafði áður séð. —
Strætisvagn, sem hann hafði kvikmyndað
á götunni, breyttist allt í einu í líkvagn.
Þegar Meliés var að baksa við að koma
kvikmyndatökuvélinni í gang, hafði hann
eklci veitt þvi athygli, að í stað sti’ætis-
vagnsins var komið annað farartæki, og
Það vildi svo einkennilega til, að líkvagn-
inn „myndaðist" ofan í strætisvagninn á
filmunni. Melies var ekki seinn að sjá
Kvikmynd
Meliés,
„Svaðilförin“
var ein hin
djarfasta mynd,
sem hann gerði.
AKRANES
129