Akranes - 01.11.1949, Side 12
Kveðja tíl Akurnesínga
Frá Ouðmundi Grímssyni og frú.
(Lauslega þýtt úr bréfi hans til forseta
bœjarstjórnar, Ölafs B Björnssonar).
„Hugsunin um góðvilja og vinarhug
leitar ekki sízt á um blessuð jólin. Og i
þessu tilfelli minnir hún okkur hjónin
alveg sérstaklega á ógleymanlega heim-
sókn til ykkar á Akranesi í sumar sem
leið. Einn aðal viðburðurinn í heimsókn-
inni heim var, þegar þú og bæjarstjórinn
tókuð svo fallega á móti okkur, hjugguð
okkur sannkallaðar veizlur og sýnduð
okkur ykkar fagra bæ.
Akranes minnti mig á foreldra mína
og skyldmenni, sem svo oft höfðu dvalið
þar, og var þeirra síðasti dvalarstaður á
undan Reykjavík, er þau fóru til Ameríku.
Ég heyrði þau oft tala um Akranes. Og
fyrsta endurminning min frá Islandi, er
einmitt bundin við leiðina frá Akranesi
til Reykjavíkur, er ég var með þeim á
opnu skipi, og varð svo hræddur við sjó-
inn. En sá ótti varð mér ekki hættulegur
og stóð ekki lengi.
Okkur fannst mikið til um framsýni
ykkar, dugnað og framfarir á Akranesi.
Til dæmis að því er snertir hin voldugu
steinker til hafnargerðarinnar, og að láta
hagnaðinn af rekstri kvikmyndahússins
byggja og reka sjúkrahúsið, sem mun vera
einstakt í sögu nokkurs bæjar. Þetta, og
margt fleira, lýsir vel framfarahug ykkar.
Ég og konan mín, sendum ykkur hjart-
anlegustu hamingjuóskir með allar þessar
framfarir, og beztu kveðjur til þin og konu
þinnar, með ósk um gleðileg jól.
Guðmundur Grímsson."
Ritstjórnargrein í The Bismark
Tribune, sept. 15. 1949.
(Lauslega þýtt.)
„Guðmundur Grímsson er amerískur
borgari í beztu merkingu orðsins. Það
hefur hann bezt sýnt með margþættum
störfum í þágu almennings og dómara-
störfum í fjölda ára, þar sem hann hefur
aflað sér hinnar staðgóðu lögfræðilegu
reynslu.
Það er mikill fengur fyrir Hæstarétt
rikisins að fá hann til starfa sem dómara.
Það mun ekki veikja álit almennings
á dómstólnum, heldur miklu fremur
styrkja og auka álit hans. Aandahl ríkis-
stjóri gat ekki valið betur í þetta ábyrgðar-
mikla embætti, því enginn hefði hlotið til
þess almennara samþykki í N.-Dakota.
Guðmundur dómari er fæddur erlend-
is svo sem margir Ameríkanar. fsland, —
en þar er hann fæddur — er elzta lýð-
veldi heimsins, og það varpar skýru ljósi
á framkomu hr. Grimssonar í öllu starfi
hans.
Til þess að fullkomna menntun sína og
taka lögfræðipróf, þurfti hinn ungi Gríms-
son að komast í gegn um háskóla Norður-
Dakota. Hann matreiddi þar sjálfur fyrir
sig í stöðvum skólans. Hann var þar dyra-
vörður, bar út póst, starfaði þar sem póst-
meistari háskólans og stjórnaði bókasölu
skólans. (Með honum var í skólanum
hinn merki stúdent Vilhj. Stefánsson).
Eigi aðeins i háskólanum heldur og í
starfinu, hefur hr. Grímsson hlotið mikið
lof og verðuga viðurkenningu, með því
að stjórna rannsókn sem leiddi til veru-
legra endurbóta á hegningarlöggjöf margra
rikja, einnig afnámi miðaldafangelsa í
Florida.“
The Indianapoles News, gat þá og Guð-
mundar með eftirfarandi orbum:
„Það hefur orðið mikilvægt hlutverk
hins ágæta dómara og hreinskilna lög-
skýranda, Guðmundar Grimssonar, að
koma fram stórkostlegum endurbótum í
löggjöf ýmsra ríkja, í hundrað mílna fjar-
lægð frá þeim stað er hann bjó. Amerí-
kanar mundu vilja — og þyrftu — að
eiga fleiri menn líka Guðmundi Grims-
syni.“ —o—
„Sem skólakennari, blaðamaður, lög-
fræðingur, öruggur umbótamaður og á-
kafur verjandi einstaklingsréttarins, mun
hann auka á ljóma hins örugga dómstóls,
sem þegar er mjög mikils metinn af öllum
almenningi.“
Þetta er kveðja Guðmundar Grims-
sonar dómara til Akurnesinga, ásamt út-
drætti úr umsögn tveggja Amerískra blaða
um þennan mæta mann og merka landa
okkar. Landi voru, -—- einni minnstu þjóð
heimsins, — er ekki lítill fengur og fremd
að eiga slík íturmenni meðal fjölmennustu
framfaraþjóða veraldarinnar. Manna, sem
slíkt tilfelli er tekið til, að þeir bylta til
batnaðar, löggjöf landsins, og ávinna sér
óskorað traust til æðstu metorða innan-
lands og að vera sendiherrar forsetans i
mikilvægum erindum til framandi þjóða.
Manna, sem gera með rannsóknum sín-
um og ritum, að engu, fyrri kenningar
um lönd, lýði og lifnaðarháttu manna.
Sem umturna skoðunum manna um ferða-
lög og framtíðarfyrirætlanir í þeim lilut-
um heimsins sem hingað til hafa verið
mönnum torsóttir til yfirferðar og athug-
ana, hvað þá að nýta þau eða nytja.
Hvort tveggja þetta hafa þeir gert, þeir
mætu landar okkar sem heimsóttu bæ
okkar og land á síðastliðnu sumri, og getið
hefur verið í þessu og síðasta blaði.
Ég óska þeim og fjölskyldum þeirra
heilla og blessunar og áframhaldandi
frama, sem um leið er frami okkar fá-
mennu þjóðar.
Ól. B. Björnsson.
Jólin og
Þorsteinn Erlingsson
Jólin 1911 heimsóttu foreldrar mínir
Þorstein Erlingsson og var ég i för með
þeim.
Var okkur tekið tveim höndum og setið
við skemmtilegar samræður og góðar veit-
ingar til miðnættis.
Meðal annars barst talið einu sinni að
jólunum. Þetta virtist Þorsteini eitthvað
sérstaklega viðkvæmt mál. Hann stóð upp
úr sæti sínu og gekk um gólfið. Þorsteinri
var rétt meðal maður á hæð og fallegur á
velli. Hann hafði dökkleitt skegg, grátt af
hærum og einnig var hann mjög hærður
á höfði. Ennið var hátt og hvelft og auga-
brýrnar hvassar og framstandandi. Augun
voru dökkblá og var að horfa i þau eins og
eitthvei't hyldjúp.
Þorsteini var auðsjáanlega mikið í hug.
Það gneistaði út frá augunum, eins og
ég hafði einu sinni áður séð, þegar hann
varð fyrir miklum skapbrigðum. Þorsteinn
sagði þá: „Já, fólkið heldur jól en það er
nú aðallega í mat og drykk. En sannarlega
her oss að halda jólin hátíðleg í anda, og
í djúpri virðingu, vegna fæðingardags
meistarans frá Nazaret. Hann, sem sagðist
vera kominn til að vitna um sannleikann.
þ. e. vilja föðurins himneska, er hann
nefndi svo, um bættan og betri heim,
mannúðar og bróðurkærleika, miskunn-
semi við munaðarleysingja og bágstadda.
Hann gefur hin fögru fyrirheit um eilífa
sæluvist í ríki föðurins himneska, einmitt
þeim, sem vitjuðu sjúkra og þeirra, sem
sátu í fangelsi, sem gáfu þyrstum að
drekka og hungruðum að eta, og allt, sem
þið gerðuð mínum minnsta hróður, það
gerðuð þér sjálfum mér. Þorsteinn bætti
við og sagði: „Lengra verður ekki komizt,“
og fyrir þessa kenningu er hann sá mesti,
sem nokkurn tíma hefur fram komið.
Og hann sagði líka hinni spilltu sam-
tið sinni óspart til syndanna. „Vei yður,
þér hræsnarar! Þér líkist kölkuðum gröf-
um, sem að utan líta fagurlega út, en eru
að innan fullar af dauðra manna beinum
og hvers konar óhreinindum. Þannig sýn-
ist þér og hið ytra réttlátir fyrir mönnum,
en að innan eruð þér fullir af hræsni og
lögmálsbrotum." Hvenær hefur samtíðinni
verið sagt betur til syndanna en þetta?
Við eigum aUtaf að taka skó af fótum
vorum, þegar við komum í nálægð við
meistarann frá Nazaret.
Á þessa leið f’órust Þorsteini Erlirigs-
syni orð, en því miður er ég eigi fær um
að segja þetta eins fallega og hann sagði.
Erlingur Pálsson.
132
AKRANES