Akranes - 01.11.1949, Page 13
Þarf ekki lengur að gæta hófs?
ÖNNUR
1 9.—12. tbl. f. á. var lítillega drepið á
hin margvíslegu og gerbreyttu viðhorf
með þjóð vorri, svo að segja á öllum svið-
um. Ýmislegar framfarir, en einnig þær
veilur í hugsanarhætti þjóðarinnar og
ýmsum framkvæmdum, sem hin bætta
afkoma virðist hafa blásið að hin siðustu
ár.
Undir ofanritaðri fyrirsögn verður hér
í blaðinu við og við rætt um þessar veilur
og vandamál, og nú sérstaklega minnst á
hina vaxandi hættu, sem ungmennum
Reykjavíkur og enda alls landsins er búin
af hinni gengdarlausu vínnautn, sem rikið
veitir nú yfir þjóðina, eins og að i þeirri
elfi væri fyrst og fremst fólginn vegur
hennar og vísdómur, heiður hennar og
helgar venjur.
Ekki við góðu að búast.
Hin þjóðfélagslegu mein eru náttúru-
]ega margvisleg og ná rætur þeirra vítt.
En það er sorlegast og vitaverðast, þegar
ríkið sjálft ræktar og rekur af hinni mestu
atorku og „alúð“, þá gróðrastöðina, sem
bráðustum skaða og varanlegustu skömm-
inni veldur. Menn geta að sjálfsögðu deilt
um það, hvort það sé hægt að friða landið
fyrir þessari smán, með því að hafa bann
eða ekki. En þeir, sem með mögulegum
og ómögulegum ráðum hafa komið í veg
'fyrir hina einu réttu lausn á þessum
vanda, — sem er bann, — ættu þá með
ráðum og dáð að gera eitthvað til að koma
í veg fyrir alla þá óhamingju, sem þessi
erkifjandi sannrar menningar og mann-
dóms er að færa þjóðina í. Forráðamönn-
um þjóðarinnar, sem raunverulega standa
fyrir upptökum þessarar flóðöldu vínsins
yfir þjóðina, ætti sannarlega að verða
fengið eitthvert gagnlegra verk að vinna,
en að bera ábyrgð á þessari liöfuðsynd
og skömm. Sú bölvun, sem áfengið veld-
ur þjóðinni er vitanlega marþætt, m. a.:
1) Vínið rænir heiðri og sakleysi æsk-
unnar. Það héftir framför hennar og
heilbrigðan þroska andlega og líkam-
lega. Það dregur úr viðnámsþrótti
hennar, vinnulöngun og athafnaþrá.
2) Það er einnig grimmasti bölvaldur
manndómsáranna, þegar maðurinn er
í blóma lifsins. Þegar þjóðfélaginu rið-
ur mest á, að áform hans og athafnir
leggi grundvöll að framtíðarheill þess.
Það leggur tíðum i rúst heimilisfrið,
hollar- og heilsusamlegar venjur þess,
sem er undirstaða sannrar þjóðfélags-
legrar farsældar, bókstaflega á öllum
sviðum.
3) Þáð leiðir til ófarnaðar einstaklinga
GREIN.
í svo ríkum mæli, að heiðri þjóðarinn-
ar, hæfileikum hennar, manndómi og
menningu, er að verða af því verulega
hœtta búin.
Það er ekki við góðu að búast, meðan
ríkið telur sig þurfa að reka þessa verzlun.
sem einn aðalatvinnuveg þjóðarinnar og
„lifsnauðsyn“. Þar, sem að virðist gengið,
eins og með þeim rekstri, sé fyrst og
fremst séð fyrir megin þörf þjóðarinnar
i framleiðslu, mat og drykk og menningar-
legum viðhorfum.
Hvað er gert til hófs og viðnáms?
Ríkið selur sem mest það má af þessari
eitur-ólyfjan, á verði, sem það reisir
rammar skorður við að Þjóðfélagsþegnar
geti komið við að setja á hina nausyn-
legustu hluti, — og það fyrirbýður að sé
flutt til landsins. —■ Það gengur sjálft á
undan í svívirðilegu okri á ótal sviðum,
og verður ef til vill síðar getið nokkurra
tölulegra dæma. Það leiðir þá veiklund-
uðu í freistni, og hegnir þeim fyrir þá
óhamingju, sem það sjálft var raunveru-
lega upphafsmaður að. Ríkið ræktar með
þessu volæði og vesaldóm. Hefur takmark-
að hegningarhús fyrir þá, sem það hegnir,
en ekkert „betrunarhús" fyrir þá, sem
það hefur freistað. — Þ. e. til að taka við
þeim, þegar þeim er sleppt út. — Óharn-
aðir unglingar, sem orðið hefur á smá-
yfirsjón í fyrsla sinn, — vegna fyrsta
staupsins, — eru settir á bekk með marg-
dæmdum — jafnvel „rútineruðum“
glæpamönnum. — Á þennan hátt veitir
ríkið viðnám, og vakir yfir fegurð og frelsi
æskunnar í landinu! ! ! !
Andbanningar orðnir bannmenn.
Fjöldi manna, sem eitt sinn voru
drykkjumenn, hófsmenn eða andbanning-
ar, hafa nii skift um skoðun á þessum
málum. Af hverju? Vegna þess, að þeir
hafa séð í sínu eigin lifi þann sorglega
sannleika rætast, — stundum í sinni voða-
legustu mynd, — að syndir feðranna
koma niður á börnunum. Þeir sáu það of
seint, að synir þeirra eða dætur hafa
verið um of tíðir gestir í höll Bakkusar.
Ýmsir ágætir menn telja sig nú fúsari til
að greiða atkvæði með aðflutningsbanni
á áfengi, en þeir áður greiddu atkvæði á
móti því. Ekki er sennilegt, að þessu
fjandafári linni í bráð. Fyrst og fremst
vegna þess, að þeir sem vilja hafa frjáls-
ræði til að drekka — í hófi eins og þeir
segja sjálfir, — láta sig engu varða voða
þann, sem það veldur tfjölda einstaklinga
og þjóðarheild. Þeir skilja ef til vill síð-
ar en þá um seinan, — að taumleysi þeirra
og sjálfselska í ímynduðu frjálsræði var
beint og óbeint blekking ein.
Hvað er þá til ráðs?
Að kjósa ekki nema bindindismenn í
trúnaðarstöður. Að líða ekki drykkjumenn
í embættum úti í héruðunum. Að krefj-
ast þess, að kirkja og kennarastétt taki
upp skelegga baráttu fyrir bindindi, sér-
staklega meðal æskunnar. Að líða ekki
vínútsölur úti í héruðunum og vinna öt-
ullega að því, að fyrirbyggja óleyfilega
vínsölu. Að koma í veg fyrir að vínveit-
ingar séu viðhafðar í opinberum veizlum,
hvort sem er á vegum ríkis, bæja eða hér-
aða. Að góðtemplarareglan leggi alúð við
að finna form fyrir auknu samstarfi — og
til frambúðar — við allt bindindissinnað
fólk í landinu. Svo segja megi að í þessari
mikilvægu baráttu í þágu alþjóðar séu
allir sameinaðir. Alveg eins þótt allir
telji sig ekki geta í einu og öllu aðhyllst
form reglunnar í innra starfi sínu. Ef
reglan gerir ekki sitt til að þetta megi
verða, og ef þeir sem annars vilja ljá
lienni lið — um aðal-atriðið — geta ekki
mætzt á miðri leið, búa hvorugir yfir
þeim innra eldi, sem til þess þarf, og get-
ur gefið vonir um verulegan eðan varan-
legan árangur.
Þeir, sem skeleggastir hafa verið í þess-
ari baráttu hefur orðið mikið ágengt í
ýmsum þorpum og bæjum úti á landi, og
aðrir hafa með henni hamlað verulega á
móti. Þetta drykkjufargan getur orðið
þjóðinni dýrt spaug, ef ekki er þegar og
alvarlega stungið fótum við.
Þarfir ríkissjóðs.
Ein algengasta afsökunin fyrir áfram-
haldandi víninnflutningi telja menn nú
þarfir ríkissjóðs. Þetta er í rauninni hin
argasta blekking, og skal hér aðeins rakin
í örfáum dráttum:
1. Hvernig fór ríkissjóður að, meðan
hann hafði engar tekjur af áfengis-
sölu?
2. Eru það nettótekjur fyrir ríkissjóð,
sem talið er að komi inn árlega fyrir selt
áfengi?
3. Hvað ætli ríkissjóður láti margar
krónur af hendi, til að bera í stærstu
brestina sem af áfenginu leiða. Fyrir ut-
an óbeina tjónið í minni vinnu, lélegrí
afköstum og beinu lieilsuleysi og beinlín-
is í minni framleiðslu á sjó og landi. 1
óþörfum embættum, sem aðeins eru til
vegna ofdrykkjunnar?
Þannig fullyrði ég t. d., að hér á Akra-
nesi þyrfti alls enga lögreglu — eða a.m.k.
ekki nema einn mann — ef ekki væri
víninu til að dreifa. Þó er víst viða miklu
meira drukkið en hér. Líka sögu munu
fleiri geta sagt.
Eins og áður er að vikið, er því haldið
AKRANES
133