Akranes - 01.11.1949, Blaðsíða 19

Akranes - 01.11.1949, Blaðsíða 19
Lærisveinn Wesleys frá Akranesi FRAMHALD IV. Skipulag kirkjunnar og starf. Metodistar hai’a nlheims-kirtjuþing kjörinna fulltrúa, er það færanlegt og haldið fjórða hvert ár, en ávallt í sama mánuði og stendur í 3—4 vikur. Þar er kirkjunni i heild sett lög og i'eglur. Heima í hverju landi er því skipt niður í fylki. I Randaríkjunum eru þau t. d. fimm. Á fylkisþingunum mæta prestarnir og leikmaður úr hverri sókn, en sá leikmaður er kosinn heima í sókn- unum til að mæta á þessum þingum ásamt prestinum. Fylki- þingið kýs biskup fyrir fylkið. Á þennan hátt kjósa leikmenn líka biskupa kirkjunnar. Áður voru biskupar kosnir og vígðir á hin- um almennu kirkjuþingum, en þessu var breytt 1936, þar sem fylkisþingiix kjósa nú biskup og sjá um víglsu þeirra. Metodistar vígja presta sína, og hafa ekki aðrir full réttindi til kirkjuiegra athafna, t. d. veitingu salaa- mennta. Þar sem þörf er kirkju- legs starfs, en ekki hægt, vegna fámennis eða fjárskorts, að hafa vigðan prest, exn leikmenn út- nefndir til prédikunarstarfs, en þá jafnan liaft nákvæmt eftirlit með prédikun þeirra og allri hegðun. Skólamál Metodistar leggja mikla áherzlu á skóla- og menntamál, og er það gamall og rótgróinn arfur frá John Wesley. I Bandarikjunum er enginn kristindómsfræðsla kennd i barnaskólum landsins. — Hin almenna barnafi-æðsla er sem sagt alveg á vegum ríkisins. Hins veg- ar rekur Metodistakii-kjan æðri skóla prestaskóla og háskóla, og þar ei-u kennd kristinfræði. Kristindómsfræðsla barnanna er rækt í sunnudagaskólxmx kirkjunnar. Þar eru trúaðir leikmenn kennarar, undir eftirliti og forstöðu prestsins. Kirkju-f jármál Hið kii-kjulega stai-f metodista byggist eins og annars staðar á samanlögðum fjár- framlögum safnaðarfólksins. Hjá þeim eru engin sóknargjöld ákveðin. Þar er hverjum einum í sjálfsvald sett, hve mikið eða lítið hann greiðir til kirkju sinnar, en tekjur sínar fær kirkjan á þennan hátt: Hver safnaðarmaður lofar einu sinni á ári og skuldbindur sig til að gefa eða ÁKRANES gjalda kirkju sinni ákveðna upphæð, sem haxm sjálfur til tekur. Hann má greiða þessa upphæð í einu lagi eða oftar eftir vild. Flestir gei-a það vikulega og eru af- hent 52 umslög, þegar loforðið er gefið. Eitt fyrir liverja viku. Er þá ætlast til þjónustur safnaðaiins tekur kirkjugestur- imx umslagið úr vasa sínum og afhendir það í kirkjunni þeim, er saman safnar, og hefur þá áður en hann fór að heiman látið i það þá fjárhæð, er hann vill láta af hendi i það og það skipti. Heldur kii-kjan bókhald fyrir þessar gjafir eða framlög og gefur viðkomandi reikning yfir innlög hans á loforðareikninginn á þriggja mánaða fresti. Fé því, sem kirkjxmni áskotnast, er svo fyrst og fremst varið á þennan hátt: Til að launa presti, byggja og halda við bústað hans. Til að byggja kirkjur og halda þeim við. Til að greiða organista og söngstjóra eða sólista (einsöngvara). Armað söngfólk við kii-kjusöng fær enga greiðslu fyrir söng sinn. Til suxmudagaskólahalds, svo sem upphitun o. fl. (Þar leggja bömin og fram til starfsins sína gjöf á hverjum sunnudegi, t. d. nokkur cent, eins og söfn- uðurinn gerir við messugei'ðir.) Af þessu samansafnaða fé lætur söfnuðurinn svo af hendi einhverja ákveðna upphæð ár- lega til höfuðstöðva kii-kjunnar, (og er venjulega greitt mánaðarlega). Það fer til að kosta kirkjuþing, til heimatrúboðs svo og til trúboðs í heiðingjalóndunum. Einning til að borga biskupum og pró- föstxmx. Auk þess, sem nú var greint, helgar kii-kjan ákveðna sunnudaga ýnxissi starf- semi, sem kirkjaii styður, og er þá safn- að fé í messunni fyi-ir það starf þá daga, sem þeir em sérstaklega helgaðir. Þannig er t. d. einn sxmnudagur helgaður mál- efnum negranna, og þá jafnframt leit- að samskotma þein-a vegna. Einn dagur er helgaður stúdentxmi, sem ekki hafa efni á að ganga skólaveginn, en eru líklegir á þeirri braut. Það fé sem þexm er lagt, tels lán, sem þeir eiga að endurgreiða, þegar þeir erxx færir um það. Þá er og sérstaklega lagt fi-am til gamalmennahæla, spítala og hæiri skóla innan kirkjunnar. Allar eignir kii'kjudeilda í Am- eríku ei-u skattfi'jálsai', enda séu þær ekki á sérstakan hátt notaðar til að græða á peninga kirkjunn- ar vegna. Hvað er þá starf prestsins? Það er mikið og mai'gþætt, eins og nú skal vikið að: Hann messar hvern helgan dag. Hann tekur meira og minna vii'kan þátt í sunnudagaskólastai-fi bamanna og stjórnar því. Auk sunnudaga- skólans er í hverjum söfnuði ungmennastarf í þrem deildum. Það starf leiðir presturinn líka og hefur umsjóxx með því. Hann hef- ur á sama hátt umsjón með kven- félagastarfi safnaðarins og leiðir það. Það er talin skylda hans að heimsækja, a. m. k. einu sinni á ári, hverja fjölskyldu safnaðarins. Ef þetta er vanrækt, er talið, að það sjái fljótt á og margvíslega. Enda leggrn- fjöld- inn allur af safnaðarfólkinu mjög ríka áherzlu á, að þessi þjónusta prestsins sé ekki vanrækt. Leggja mai-gir meira upp úr þessu en hvort presturinn er afburða- maður í kirkjunni sjálfri, t. d. hvað ræður snertir. Þá er það og skylda prestsins að heimsækja þá, sem verið hafa sjúkir, eða lent á einhvern hátt í soi-g eða raun- um, eða hafa afvegaleiðzt á einhvern veg. Gamalt fólk, sem ekki getur sótt kirkju, er svo heimsótt miklu oftar. Þá eru og ýmisleg önnur störf, svo sem innheimta og bókhald, eins og að hefur vei'ið vikið áður. Bókhaldið er vitanlega mikið, fyrir utan ýmiss konar bréfa- og skýrslugerðir. 1 söfnuði sr. Sveinbjarnar Ólafssonar John Wesley 139

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.