Akranes - 01.04.1954, Side 25
= UM BÆKUR=
* Bragfræði og háttatal.
Eftir Sveinbjörn Benteinsson. — H.f. Leiftur.
— Reykjavík 1953. — 177 bls.
Islendmgar hafa orðið geymnastir á
skáldskaparháttu forngermannskra þjóða.
Um nokkurra alda skeið höfum vér einir
þjóða agað mál vort „við stuðlanna þrí-
skiptu grein“. Og þótt nokkuð kunni að
hafa slaknað á fornum rímreglum í seinni
tíð, þolir þjóðin enn ekki misþyrmingu
góðra braga, og því fer fjarri, að almenn-
ingur viðurkenni rimleysur sem kvæði,
né þá menn skáld, sem skortir hagmælsku
til að fella mál sitt í „stuðlanna skorður“.
Enn mn skeið eru því engar horfur á því,
að íslenzka þjóðin hverfi frá ævagömlum
erfðavenjum í kveðskaparformi. Hún held-
Ur því áfram að klæða nýjar hugsanir í
fornan viðhafnarbúning. „Stofninn er
gamall, þótt laufið sé annað en forðrnn.
Bragfræði er gömul vísindi með íslend-
ingum og þó um leið ný. Mörg íslenzk
skáld 'hafa spreytt sig á háttatölmn, og eru
Snorri Sturluson og Loftur Guttormsson
ekki einir um þá hitu. Eitt núlifandi þjóð-
skálda vorra, Jóhannes úr Kötlum, birti
háttalykil í fyrstu bók sinni, Bí bí og blaka.
Og enn ber ungt skáld fram háttatal, Svein-
björn Benteinsson.
Það vakir sýnilega fyrir Sveinbimi að
semja fræðslu- og kennslubók í bragfræði,
fremur en yrkja ljóðabók, sem lifi á frum-
sömdum kvæðum einum.
Fyrri hluti kversins er kennslubók í
bragfræði, og er öll sú fræðsla einkar skýr
og studd vel völdum dæmum úr kveðskap
annarra skálda að fornu og nýju, án þess
þó, að of langdregið verði. Er þetta vafa-
laust handhægasta kennslubók, sem völ er
á í þessum fræðum, að vísu of umfangs-
niikil fyrir unglinga- og gagnfræðaskóla,
en þar á bragfræðiágrip mag. Sveinbjam-
ar Sigurjónssonar að nægja.
Þótt óbundna málið í bragfræðiþættin-
ttm sé ekki fyrirferðarmikið og harla sam-
an þjappað, ber það höfundi sínum fagurt
vitni um vandvirkni og góða málsmeðferð.
Síðari hluti bókarixmar er skáldskapar-
skerfur höfundar sjálfs, um leið og hann
sýnir oss fagra háttu. Er það hin mesta
hagmælskuraun, sem skáldið stenzt vel.
Eru þar snjallar og vel gerðar vísur á
hverju strái, sem sýna hvort tveggja: skáld-
legt hugarflug og frábæra leikni í með-
ferð máls og hátta.
Hvarvetna í þessari bók skín í gegn ó-
blandin ást og virðing fyrir þjóðlegmn
kveðskap. 1 bragfræðiþættinum kemst
Sveinbjöm svo að orði: „Vísan er alls stað-
ar viðeigandi, í sorg og gleði, bliðu og
stríðu. Þar birtist ást og hatur, von og
kvíði. — Mörgum hefur vísan bjargað frá
hugstríði og víli.“
Og í mansöng tíundu rímu eru þessar
vísm-:
„fslands þjóð, sem átt að geyma
erfðagripi fagra málsins,
viltu þeirra gildi gleyma,
glata þeim á vegum prjálsins?
Sérðu ekki að sjóðir dýrir
sóast fyrir ónýtt glingur;
þannig blekkjast þroskarýrir,
þegar fagurgalinn syngur.
Máls og sagna meginþættir
margir sundur brostnir lágu.
Fræði þagna. Frónskar ættir
fánýtt stundargaman þágu.
Viltu þínmn ljóðalögum
lengur sýna enga kynning,
eða týna öldnum brögum
öll svo dvini þeirra minning?
Fest í minni, skráð á skinni
skatnar svinnir fræðin hafa.
Enn skal sinna orðakynni,
aldrei linni þessi krafa.“
Vera má, að íslenzk skáld hverfi ekki
framar að rímnakveðskap. En ferskeytlan
er í fullu fjöri, eigi að síður. Og meðan
þjóðleg kveðskaparlist á slíka liðsmenn sem
Sveinbjöm Benteinsson, er hún ekki heill-
um horfin.
R. Jóh.
★ Ævintýri úr Eyjum.
Eftir Jón Sveinsson. 1 þýSingu Freysteins
.Gunnarssonar. — Otg. IsafoldarprentsmiÖja.
Þetta er VI. bindi ritverka Jóns Sveins-
sonar, hinna frægu Nonna-bóka, sem farið
hafa sigurför um allan heim. Hvernig
mætti annað ske, þar sem um eintómt
gull er að ræða. Fyrirmynd, sem aldrei
mun fymast, vegna sinnar miklu góðvild-
ar og speki.
★ Hvað viltu verða?
Eftir Ölaf Gunnarsson sálfrœÖing. — Otg.
1safoldarprentsmiöja.
Nýlega er komin út lítil bók sem heitir:
„Hvað viltu verða“, er Ólafur Gunnars-
son sálfræðingur hefur samið, en Isafold-
arprentsmiðja hefur gefið út. Bókin er 99
síður í litlu broti. I henni eru margar
mjög góðar myndir snertandi efnið, með
ágætum skýringum, oftast sláandi setning-
um ágætis ljóða.
Bókin er rnn stöðuval, eins og titillinn
bendir til, stuttorðar leiðbeiningar um
stöðuval almennt (ævistarf). Einnig um
hinn mesta fjölda starfsgreina, svo sem:
Landbúnað, sjómennsku. Iðnað, en rrndir
hann eru taldar hvorki meira né minna
en 43 iðngreinar. Svo kemur opinber þjón-
usta, verzlun og viðskipti og ýms önnur
störf.
Þetta mun vera fyrsta bókin sem gefin
er út hér á landi um þetta efni, sem er orð-
ið næsta mikilvægt í þjóðlífinu, bæði fyrir
einstaklinga og þjóðarheild. Það er auð-
vitað mikilvægt þjóðhagslegt atriði 'hversu
til tekst um stöðuval, auk þess sem það
er hverjum manni persónulega mikil nauð-
syn að komast á „rétta hillu“ í lífinu.
Bókin er snotur, og næsta athyglisverð
um hagnýt og hugræn efni, sem nútím-
inn með öllum sínum hraða, tækni og
mikla tilgangi, getur ekki komist hjá að
tileinka sér og taka afstöðu til, en það er
engan veginn sama hvernig til tekst um
það vaxandi vandamál á vorri öld.
★ Árbók Reykjavíkurbæjar.
Eftir dr. Björn Björnsson. — Otg. Reykja-
víkurbœr.
Árið 1940 hóf Reykjavíkurbær útgáfu
árbókar. Síðan var slík bók gefin út 1945,
og nú síðast 1953, og er hún fyrir árin
1950 og 1951. Hagfræðingur bæjarins, dr.
Björn Bjömsson hefur samið allar árbæk-
umar.
I þessum árbókum er ákaflega mikinn
fróðleik að finna um allt smátt og stórt,
er snertir Reykjavík, og ennfremur um
ýmislegt er varðar allt landið, svo sem
mannfjölda á ýmsum tlmum o. fl. Það er
áberandi hve bókin er fjölbreytt og ræki-
leg um hvað eina, vel sundurliðuð og ná-
kvæm. Auk þess sem þetta er hin mesta
nauðsyn gagnvart yfirstandandi tíma, mun
ekki siður verða leitað til þessara bóka
um ýmislegt er stundir líða, og þá ekki
síður koma að gagni um samanburð og
mikilsverðar upplýsingar. Þama er sem
sagt um ótæmandi fróðleik að ræða um
hag og ástand bæjarins. Snilldarfrágang-
ur er á bókinni að öllu leyti.
★ Úr Vesturvegi.
Eftir Þórodd GuÖmundsson. Otg. — Isafoldar-
prentsmiÖja.
Þetta eu frerðaminningar höf., sem að
mestu fjalla um hið forna menningarriki
írland. Þær fjalla um skapgerð og þjóðar-
einkenni Ira, menningu þeirra og stjóm-
mál, fegurð landsins, frelsi þess og fram-
farir. Hér kennir margra grasa, og menn
verða að lestri loknum miklu fróðari um
þetta merkilega land og þjóð.
Ö. B. B.
AKRANES
6i