Akranes - 01.04.1954, Side 31

Akranes - 01.04.1954, Side 31
lyndi og dönsk blöð hafa gert. Þetta er 1 ekki nema gott að við hugleiðum. Við eigum á allan hátt að sýna þeim góðu mönnum, sem okkar máli tala, þakklæti og viðurkenningu. Slíkt er blátt áfram skylda við sjálfa okkur, ef við viljum drengir heita og manndómsmenn. Ég sé ekki að jafnaði dönsk blöð, en frá íslenzkri merkiskonu i Danmörku fæ ég stundum blaðaúrklippur um handritamálið. Sú kona er í öllu ættjörð sinni trú, þótt hún elski líka Danmörku og hafi til þess marg- falda ástæðu, því að þar hefir hún fundið alla sína lífshamingju. Af nokkuð nýleg- uni úrklippum, sem ég hefi fyrir mér er ég rita þetta, er stutt snilldargrein úr Information, eftir dr. med. Fridtjof Bang, sem er þar að svara öðrum lækni, M. Erhardt, er ekki vill láta handritin. Hvergi hefi ég í blöðum okkar séð þess getið, að dr. Bang hafi flutt okkar mál. Mér er tjáð sð hann lesi íslenzku og eigi gott safn íslenzkra fombókmermta. Ég hefi hér tek- ið grein hans rétt sem dæmi, og ég vildi óska að blöðin okkar gættu framvegis bet- ur þeirrar skyldu, sem þau hafa í þessu efni. Það út af fyrir sig getur dregið okkur drjúgt. Meðan Danir skila ekki handritunum, verðum við að krefjast þess af þeim, að þeir gæti þeirra betur við öllum hættum en þeir gera nú, eða hafa gert. Það verður okkar eigin sök ef við vinn- um ekki að lokum fullan sigur í handrita- málinu. Og þá verður almennt spurt í Dan- mörku: Hversvegna var ekki þessum handritum skilað endur fyrir löngu? Ritað 15. maí 1954. ÖLDURÓT ÍSLENZKRAR MENNINGAR Framhald af síSu 49. það samt vegna þess, að kvæði hans séu ort af sama léttleikanum og kvæði Þor- steins. Gunnar Dal er fyrst og fremst skáld djúprar hugsunar og hins mikla mann- vits. Haxm hefur kannað fleiri stigu en flestir Islendingar og einn íslenzkra manna setið við fótskör indverskra meistara og lært af þeim mikil fræði, eins og bók hans „Rödd Indlands“ ber með sér. En ekki hafa indverskir spekingar kennt hon- um að yrkja á íslenzku og ekki treysti ég mér að benda á neitt íslenzkt skáld, sem greinilegt sé að Gunnar hafi orðið fyrir áhrifum af. Mannvitið minnir að vísu á Einar Benediktsson en samt eru tökin á viðfangsefnunum svo ólík, að ekki verð- ur Gunnar talinn sveinn úr þeirri smiðju. Vil ég eftirláta þeim, sem hafa það að at- vinnu að finna skyldleika skálda að ákveða ARRANES Tslands Skúlagötu 51, Reykjavik — Símar 4085 & 2063. FRAMLEIÐIR NEÐANTALDAN VARNING: GULAN OLÍUFATNAÐ, einnig svartar olíukápur fyrir börn og fullorðna. SJÓKLÆÐI ÚR GÚMMÍ- OG PLASTEFNUM, síðstakka, kápur og fleira. VINNUVETTLINGA ÚR STERKUM LOÐSTRIGA, einfalda og tvöfalda úr hvítum og brúnum loðstriga. ULLARBUXUR SJÓMANNA („TRAWLBUXUR“) og ýmsan kápuvarning, fyrir konur og karla úr ULLARGABERDINE- POPLÍN- OG RAYONEFNUM. V.

x

Akranes

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.