Akranes - 01.04.1954, Blaðsíða 14
SKÁLHOLT í SKINIALDANHA
ÓLAFUK B. BJÖRNSSON:
KRISTNISAGA Islands 'hefst undir
himni nóttlausrar dýrðar á helgum
stað, með teiknum og stórmerkjum Guðs.
Þingvöllur var þannig helgaður af him-
insins náð. Síðan hefur þessi staður ver-
ið þjóðinni hugleikinn og helgur, þótt enn
sjáist þar of litil merki varanlegrar þjóð-
helgi. Sennilega gæti það hvergi átt sér
stað nema á Islandi, að þar stæði svo aumt
kirkjuhús, sem kristni var fyrst lögtekin,
fyrst hún er enn vernduð í stjórnarskrá
landsins.
Annar er sá staður, eigi langt frá Þing-
völlum, sem átti fyrir sér að verða heil-
agt vé og æfinleg varðstöð þeirra heita
um kristna trú, sem unnin voru á Þing-
völlum árið eitt þúsund. Sá staður heitir.
Skálholt.
Það eru fyrst og fremst þrír staðir í
landi voru, sem eru öllum stöðum æðri
og dýrðlegri: Þingvellir, Skálholt og Hól-
ar. Mörg bæjamöfn í landinu eru ekki
síðri en þessi hvað táknræna fegurð snertir,
né mátt og mýkt hins ylhýra máls. Þrátt
fyrir þetta, era þessi þrjú nöfn, hátt yfir
þau hafin í vitund hverrar kynslóðar. I
samfelldri og sundurlausri sögu þjóðar-
innar gnæfa þau hátt við himin. Þetta er
svo satt og samtengt, að ef þjóðin hættir
að líta á þessi þrjú nöfn sem vörður og
vegmerki, hefur hún raunverulega misst
fótfestu, og er ckki á sama hátt og áður
fær um að ráða sinni eigin framtíð. Þeg-
ar þessir þrír staðir hætta að vera „heil-
ög jörð“ í augum hverrar kynslóðar, hef-
ur þjóðin týnt fortíð sinni, og á engan
grunn undir framtíðarhöll.
Það er sjálfsagt engin tilviljun, sem
ræður um val þessara staða til þess að
halda vörð um mátt og möguleika dverg-
þjóðar er bjóða skyldi byrginn hamför-
mn náttúrunnar á mörkum hins byggi-
lega heims, og hatrammri, erlendri kúg-
un, en auk þess halda uppi hárri mennt,
sem sígild má kallast, enda talin hlutgeng
á alþjóðavísu.
Skálholt fyrir siðaskipti.
Skálholt kemur snemma við sögu þjóð-
arinnar, kirkju og kristni landsins. Þar
hjó Gizur hviti, merkur maður og vitur,
sem glögglega sá nauðsyn þjóðar sinnar
á að hverfa frá heiðni til helgunar. Þessi
maður er fyrsti íslendingurinn, sem send-
ir son sinn til lærdóms í fræg mennta-
setur. Þessi fyrsti hálærði maður á Is-
Eg þakka innilega hin mörgu bréf og kueSjur,
sem mér hafa borist víSsvegar aS, síSan ég flutti
í útvarpinu erindi þaS er hér er nú birt eftir
beiSni margra. Ö.B.B.
landi, verður svo fyrsti biskup landsins,
ísleifur Gizurarson.
Áður en Isleifur varð biskup, hefur hann
að líkindum sett á fót skóla í Skálholti.
þótt það sé einnig miðað við vígsluár hans.
En efalaust hefur þessi skóli eflst og auk-
ist í biskupstíð Isleifs. Þarna er fyrsti
skóli landsins talinn stofnsettur, og úr hon-
um útskrifast margir ágætustu menn þjóð-
arinnar, sem orpið hafa ljóma á söguspjöld
hennar. Má þar fyrstan tilnefna hinn
heilaga Jón biskup ögmundarson á Hól-
um, en hann stofnsetti þar fyrsta söng-
skóla á íslandi, og ef til vill má þangað
rekja, að sú mennt er með nokkra lífs-
marki með þjóðinni.
Um mennt og mannkosti Isleifs bisk-
ups, hefur löngum verið vitnað til orða
Jóns biskups helga, er rætt var um góða
menn, búna miklum hæfileikum, en þá
átti hann að hafa sagt: „Svo var Isleifur
fóstri minn; hann var manna vænstur,
manna hagastur, allra manna beztur“. Og
segði einhver viðstaddur: „Hver gat hans
nú? Þá svaraði biskup: „Hann kemur mér
æ í hug, er ég heyri góðs marnis getið;
hann reyndi ég svo að öllum hlutxnn“.
Þegar menn leituðu ráða Isleifs bisk-
ups um eftirmann hans í embættið, —
en þá lá hann á banasænginni, — sagði
hann m. a.: Að „Þeim mundi seint auðið
biskups á Islandi, ef þeir hétu eigi því,
að vera við hani: sæmilegar, er siðar kæmi
til, en þeir hefðu við hann verið“.
Eftir Isleif Gizurarson, var Gizur kjör-
inn biskup, en hann sló ekki síður ljóma
á stað og starf en faðir hans. Þrátt fyrir
þá fullkomnu menntun, sem Gizuri gat
hlotnast í föðurgarði, var hann sendur til
mennta í Þýzkalandi. Hann gerðist far-
og ferðamaður hinn mesti. Fór til Rómar,
og var við hirð Haralds konungs Sigurðs-
sonar í Noregi, en hann var talinn vitur
maður. Álit konungs má hezt marka af
eftirfarandi ummælum: Honum sýndist,
að hann, þ. e. Gizur, „mundi bezt til fall-
inn að bera hvert tignarheiti, er hann
hlyti, hann væri jafn-vel fallinn til að
vera hershöfðingi, konungur og biskup“.
Enda er honum lýst svo, að hann hafi
verið, „mikill maður vexti og tignarlegur,
alger að sér um alla hluti, þá er karlmað-
ur átti að sér að 'hafa, og allra manna
góðgjarnastur og forvitur“.
Forystumenn íslenzkrar kristni voru
því engir meðalmenn að mennt eða mynd-
ugleik, enda gerðu þeir garðinn frægan
og grundvölluða traustlega trú í landi, að
hætti spakra manna á öllum öldvun. Við
störf Gizurar lækkaði því ekki vegur Skál-
holts, enda segir sagan svo um hann:
„Hann tók tign og virðing svo mikla
snemmindis biskupsdóms síns, að hver
maður vildi sitja og standa sem hann bauð,
og var rétt að segja, að hann væri bæði
biskup og konungur yfir landinu, meðan
hann lifði“.
Svo mikið verður víst ekki sagt urn
nokkum annan Islending, allan þann tima,
sem landið hefur byggt verið. Það var
einmitt þessi mikli maður, sem rótfesti
kristnina í landinu og kirkjuleg lög, sem
svo vora vel úr garði ger, — svo sígild, —
að í ýrnsum efnum eru þau enn í gildi.
Gizur gaf kirkju landsins Skálholt til
ævinlegrar eignar, og margt annað fleira.
Lengi er þessarar dýrmætu gjafar Gizur-
ar biskups vel gætt og sómi sýndur í sam-
ræmi við óskir gefandans, en að misbresti
siðari tíma um þetta, mun ég víkja síðar.
Svo mikil er saga af þessum „höfuðstað“
þjóðarinnar, að ekki verður hún sögð í
lítilli tímaritsgrein. En í þessu örstutta
máli, vildi ég freista þess að leiða rök að
þessu tvennu: Annars vegar, hve ljóm-
inn um Skálholt er skýr. Hins vegar, hve
þjóðina skortir hæfilegt stolt, að hafa svo
lengi, sem rami ber vitni, séð þennan stað
svo grátt leikinn, sem hann sjálfur sannar.
Að sjálfsögðu hefur snemma verið byggð
myndarleg kirkja í Skálholti. En þegar
Klængur biskup Þorsteinsson kom til stóls-
ins, lét hann rífa þá kirkju, sem fyrir var
og gera nýja, sem að byggingu og öllum
búnaði tók langt fram öllu því, sem áð-
ur hafði þekkzt. Hann lét höggva hina
nýju kirkju í Noregi, og vigja með svo
mikilli viðhöfn, að söguritaranum ofbýð-
ur bókstaflega. Hann fékk Bjöm Gilsson,
biskup á Hólum, til að vigja með sér kirkj-
una. Var svo mikilli veizlu slegið upp í
Skálholti: Að þar höfðu þá dagverð eigi
færri en sjö húndruð, sennilega tólfræð,
þ. e. 840 manns.
Næsti biskup, Þorlákur Þórhallsson,
helgi, slær þá ekki minni ljóma á stað-
inn. Hann var snemma óvenjulegur mað-
ur að lærdóm:, og einn nafnkenndasti
biskup í kaþólskum sið. Hann var stór-
lærður maður sem ýmsir fyrirrennarar
hans, því að hann var langdvölum við
nám, bæði í Frakklandi og í Englandi.
Yfir moldum hans lét Gizur Hallsson orð
falla á þá leið, um traust hans til verð-
leika Þorláks biskups: „að fáir mundu
vonarmenn vera, ef hann er ei fullsæll,
svo sem vér vitum hann ólíkastan verið
50
AKRANES