Akranes - 01.04.1954, Side 27

Akranes - 01.04.1954, Side 27
minnst það, að bezti vinur minn í Danmörku, síra Olfert Ric- ard, var meðal ræðumanna á fundinum. Vakti hann, eins og vant var, aðdáun allra með mælsku sinni og framkomu. Eitt sinn stóðum við báðir saman fyrir utan dymar á skólanum, og án þess að við vissum þá af því, ber þar mann að, sem tók af okkur mynd. Það fengum við fyrst að vita um haustið, og var það ágæt mynd af okkur báðum. Hún birtist í mörgum kristilegum blöðum. Mér þykir mjög vænt um þessa mynd, sérstaklega siðan Ricard dó. Lika getur verið, að einhvers konar hégómaskapur hafi blandazt inn í gleði mína, að standa á mynd við hliðina á frægasta manni dönsku kirkjunnar, og mega telj- ast vinur hans. — Ég má nú víst ekki fjölyrða meira um Rör- kop og mótið þar, og hefði mig þó langað til að dvelja við þrjá miga pilta, sem komust til lifandi trúar á þessu móti og urðu við það mínir tryggðavinir upp frá því. Nú eru þeir orðnir kunn- ir kaupmenn, hver í sínum bæ, og eru heimili þeirra opin fyrir oiér, er ég hef komið í bæi þeirra. — Eitt má ég til að minn- ast á, sem varð mér til óvæntrar gleði á mótsdögunum. Á næst síðasta degi mótsins var farin skemmtiför til baðhótelsins á Munkebjerg. Þaðan er hið dýrðlegasta útsýni yfir Vejlefjörð- mn og víðar. Hótelið stendur mjög hátt, og þar uppi eru ein- kennileg jarðföll með stóru burknastóði. Fyrir framan hótelið er garður, og eru þar borð til veitinga. Þegar allur hópurinn kom í röðum inn í garðinn, heyrði ég allt í einu kallað nafn mitt á íslenzku. Mér varð litið í þá átt og kom auga á borð, þar sem nokkrir íslenzkir vinir sátu. Það var Jóhannes bæjarfógeti iReykjavík og Jósefína kona hans, dóttir Lárusar sýslumanns Blöndal. Með okkur Jóhannesi var góð vinátta, og frú Jósefína var mér kær sem systir, eins og þau öll Kornsár-systkinin voru; með þeim voru einhverjir tveir íslendingar, sem ég nú man ekki hverjir voru. Varð þarna mikill fagnaðarfundur, og settist ég hjá þeim og spjölluðum við fjörlega saman, þangað til ég var hátíðlega sóttur af mínum dönsku vinum að kaffiborðinu, sem sett hafði verið upp fyrir oss Börkopsmótsmenn. Þessi óvænti vina- fundur varð mér eins og svalur hressandi andblær frá Islandi, ættlandinu, inn í sumarhitann og vinasæluna í Danmörk; þess vegna er þetta atvik mér ógleymanlegt. Eftir Börkop-mótið ferðaðist ég víða um á Jótlandi og tal- aði bæði i trúboðshúsum og víða i K.F.U.M. og kom til margra bæja og kaupstaða; einna minnisstæðust er mér koma mín til Viborg, þar átti ég og á enn , mjög góðan og trúfastan vin, amtsfulltrúa Börge Helweg-Larsen. Ég hef áður sagt frá fyrstu viðkynningu minni við hann í Starfsárin II. bls. 26. Hann tók á móti mér á járnbrautarstöðinni og fór fyrst uieð mig heim til sín , en sagði mér að Götzsohe biskup hefði beðið um, að ég yrði hjá sér um nóttina, og fylgdi hann mér til biskupssetursins. Biskupinn, Jóhannes Götzsche, tók mér báð- um höndum, og fór með mér á samkomuna, þar sem ég átti að tala, og stjórnaði henni. Svo fór ég með honum heim til 'hans, og sátum við saman þar til löngu eftir miðnætti. Ég var í Viborg næsta dag og dvaldi þar hjá Börge Helweg-Larsen í góðu yfir- læti, og urðum við kona hans beztu mátar. Þá voru böm þeirra kornung, en þau hændust brátt að mér. Eftir þetta gisti ég allt- af á biskupssetrinu, svo lengi sem Götzsohe var biskup, og þar óftir hjá Börge. Viborg er mér mjög kær staður, og á ég þar nú marga vildarvini og margar góðar endurminningar. Biskupssetrið er mjög gamalt, það brann 1726, en var byggt aftur á sama stað. Undir húsinu eru leifar af gamla kathólska biskupssetrinu með gömlu fangelsisklefana. Bak við húsið er nijög fagur trjá- og blómagarður, var Götzsche biskup hinn niesti snillingur í blómarækt og vann mikið í garðinum sjálfur. Hann var hið mesta ljúfmenni og trúmaður mikill og eftirsótt- ur ræðumaður. Hann hélt vanalega ræðu á vefnaðarvönmem- endafundum, og hlökkuðu piltarnir mjög til komu hans. Eftir þetta fór nú að líða að burtför minni úr Danmörk. Ég kvaddi Olfert Ricard og aðra vini og ekki sizt mitt góða fasta akranes heimili i Kaupmannahöfn með eftirsjá eins og vant var. Morg- uninn 11. september lagði ég af stað með „Gullfossi“ heim á leið. Þegar vér sigldum út Eyrarsund, fannst mér ég vera kom- inn á heimili mitt, þá heimatilfinningu fann ég alltaf, er ég var kominn út á „Gullfoss“. Skipstjórinn, Sigurður Pétursson, ól mikið á þessari tilfinningu með vinsemd sinni og háttprýði. Reykingasalurinn og svefnklefinn á þilfarinu voru mínir kær- ustu staðir á skipinu, og öll skipshöfnin frá stjórnpalli niður í vélarúm var mér sem prýðilget heimilisfólk. Ferðin til íslands var að þessu sinni hin bezta og skemmti- legasta, þar til komið var á Djúpavog. En þar var fyrsti viðkomu- staðurinn á landinu, því þaðan átti skipið að fara norður um land i strandferð. Kom þá þar og síðan á Austfjörðum þvílíkur sægur af farþegum, að öll ró og heimilisunaður hvarf, og samt þótti mér þar gott að vera. Vér komum á hafnir, og alls staðar hitti ég góða vini. Á Eskifirði minn kæra vin Magnús sýslumann Gíslason (sjá Starfs- árin I., bls. 252), og þótti mér full skammvinn dvölin með svo kærum vini, en „Gullfoss“ hlaut að ráða förinni. Á Seyðisfirði hitti ég marga vini, ég heimsótti frænda minn Sigurð Baldvins- son frá Stakkahlíð, og var mér þar tekið tveim höndum. Þar sá ég í svip lítinn frænda minn, systurson Sigurðar, og leizt mér vel á hann. Hann hét Adolf, en ekki grunaði mig þá, 'hví- líkan þátt sá drengur átti seinna að eiga í ævisögu minni. Við heilsuðumst rétt í svip, þvi að hann var að leggja af stað suður sunnan lands, en ég hélt áfram norður fyrir eftir áætlun. Á öllum höfnum óx farþegaskarinn. Fyrsta farrýmið varð yfirfullt, menn sváfu á bekkjum í reykingasalnum; annað far- rými var einnig svo fullt, að þar var varla auður blettur. öll lestarrúm, þar sem ekki voru vörur, voru full af þilfarsfarþeg- um. Á Isafirði gekk ég úr rúmi fyrir veikinn manni og svaf uppi í Reykingasal. Ég naut samt ferðarinnar í ríkum mæli, og að koma á land á höfmnn á Vesturlandi, jók enn á gleðina. En eins og allar ferðir, nálgaðist þessi langa ferð lokamark sitt. Tíminn leið, skipið brunaði áfram, og eitt fagurt septemberkvöld var lent í Reykjavík. Mikill var fögnuðurinn að sjá aftur vinina og finna gleði þeirra og kærleika. Yndislegt var að vera kom- inn heim eftir hina löngu og innihaldsríku ferð, að safnast með góðum vinum á lestrarstofunni i K.F.U.M. og sjá aftur gömlu húsakynnin og verða var við feginleika gömlu mömmu minnar við heimkomu mína, enda þótt 'hún væri aldrei einmana í fjar- veru minni, því að félagar mínir í K.F.U.M og félagssystur í K.F.U.K. voru henni sem synir og dætur, og gjörðu henni lífið ríkara en ég nokkurn tíman gat gjört það. Um kvöldið sem ég kom heim sagði hún mór, að hjá henni væru tveir gestir, sem hún hefði lofað að vera nokkrar nætur, það væri frænka okkar Soffía Baldvinsdóttir og sonur hennar Adolf, sem fyrir fáum dögum hefði komið frá Austfjörðum, og ætlaði hún að leita sér atvinnu hér í bænum. Nú voru þau komin i ró. Ég hlakkaði til að sjá aftur litla frænda minn, sem ég aðeins hafði séð í svip á Seyðisfirði. Næsta morgun sá ég hann, og vildi hann þá strax vera með mér, og gengum við árdegis niður i bæ saman. Það var mér nautn að hafa litlu höndina hans í minni, og farrn ég brátt að hann var vel gefinn og skemmtilegur drengur, þótt grannur væri og helzt til lítill vexti eftir aldri. Hann var lið- lega 6 ára. Mér þótti hann heldur fiðrildislegur, og varð ég að hafa mig allan við að missa hann ekki út í buskann, er hann sá eitthvað nýstárlegt. Mig minnir, að ég yrði 'hálffeginn að skila honum í hendur mömmu hans, er heim var komið. En mig ór- aði ekki fyrir því, að þessi snáði ætti eftir að verða frambúðar Guðs gjöf mér til handa. Þannig endaði eiginlega ein af mínum eftrminnilegustu ferðum, því nú byrjaði heimveran með önnum hennar, komandi vetrarstarfi og starfsgleði. Framhald í næsta blaði. 63

x

Akranes

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.