Akranes - 01.07.1954, Page 9

Akranes - 01.07.1954, Page 9
öll þessi fræðsla og hið mikla starf, sem ’við þennan þátt Slysavarnafélagsins hefur verið bundin, má áreiðanlega fullyrða að bjargað hafi verið inörgum mannslífum og slysum verið forðað. Það er ekki síður árangursríkt að geta forðað slysunum, en það starf eða sú þjónusta, verður ekki alltatf talin i tölum eða er áþreifanleg, það eru eins konar ,,duldar“ greiðslur, sem ekki láta mikið yfir sér, og er því erfitt að nota sem sönnunargagn, en vér vitum að forðar slysum ii ótal tilfellum. XI. Sjúkraflug. Það er kunnara en frá þurfi að segja, hve flugtækninni hefur fleygt fram á síð- ustu árum. Því miður eru flugslysin tíð, þótt allt sé gert til að koma í veg fyrir þau, og með ári hverju verða þessi miklu far- artæki loftsins æ fullkomnari og fullkomn- ari. Og þótt við heyrum oft talað um tflug- slys, er talið að af þeirn orsökum farist nú orðið ekki fleiri menn hlutfallslega en í öðrum farartækjum eða við önnur störf. Fyrir nokkrum árum var tekin í notk- un ný gerð flugvéla, sem hægt var að nota án þess að fyrir hendi væru hinar miklu og dýru flugbrautir. Þær gátu einn- ig svo að segja staðið kyrrar li loftinu og fengist við bjarganir á hættulegum stöðum á sjó og landi, þar sem stundum var ó- mögulegt að komast að slysstaðnum á ann- an hátt. Þegar hingað fréttist um þetta undratæki, vaknaði almennur áhugi fyrir að eignast slika vél, til björgunar undir hinum erfiðustu skilyrðum, svo og til sjúkraflutninga i hinu strjálbýla landi. Mun Slysavarnadeildin Ingólfur í Reykja- vík ifyrst hafa bent á nauðsyn þess fyrir Slysavarnafélagið að eignast slika vél. Þetta kom til umræðu á Slysavama- þingi i 948, 0g voru konurnar þá ekki lengi a sér fremur en vant er, því að þær lýstu . því þegar yfir að kvennadeildin i Reykjs vík gæfi 25 þúsund kr. til kaupa á heli copter-vél, þegar er félagið festi kaup á slíkri vél, en síðar hækkaði kvennadeild- m þessa upphæð i 75 þúsund kr. Þá þegar lofaði og Ingólfur 23 þúsund króna fram- lagi í sama skyni. Eftir þetta bárust til ]>essa ýmsar fleiri stærri og smærri gjafir, °g var sjóður fljótlega orðinn 240 þúsund krónur, sem verja mátti til kaupa á flugvél til sjúkraflugs. Þar sem þessi nýja tegund véla var mjög dýr, en tók hins vegar með mánuði hverjum og ári miklum tæknilegum fram- förum, en einnig gert ráð fyrir að hún mundi lækka í verði, var horfið frá kaup- um á sllíkri vél í bili. Það hafði þegar sýnt sig, að mikil þörf var fyrir sjúkraflug hér á landi frá hin- um ólíkustu og afskekktustu stöðum lands- ms. Kunnur flugmaður í Reykjavík, Rjöm A K R A N E S Fyrsta bók fulltrúa S. V. F. 1. kom út áriS 1936 og er ófáanleg. Pálsson, átti litla flugvél, sem hann gat lent á viðsvegar um lr.nd. þar sem engin lendingarskilyrði voru fyrir hinar stærri vélar, sem þá voru hér i notkun. Björn tók þegar í nauðir rak upp flug ti) ýmissa staða eftir sjúku fólki cg flutti það á spítala, og var lí va:;andi mæli leitað til Björns und- ir slíkum kringumstæðum. Það gefur auga leið, að ýmsir eríiðleikar hafi verið á þvi fyrir einstakling að halda uppi slíku flugi styrklaust og vera alltaf. til taks ef á þyrfti að halda. Til þess að fyrirbyggja að þessi nauðsynjastarfsemi legðist. niður, bauðst Slysavamafélagið til að hlaupa hér undir bagga. Leiddi þetta til þess, að árið 1951 tókust um það samningar milli félagsins og Björns Pálssonar, að félagið keypti 60% i flugvél hans, með það fyrir augum, að flugvélin gæti að staðaldri sinnt flutning- um á sjúku og slösuðu fóki. Flugvél- in var rekin af þessum aðiljum i sameiningu og hefur unnið mjög mik- ið gagn. I fyrra keypti Björn svo stærri og fullkomnari vél til þess nauðsyn- lega flugs, og hafa tekist samningar um sams konar tilhögun á eign henn- ar og rekstri, sem áður i:m getur. Bjöm Pálsson hefur gengið upp í þessu starfi sínu og hlotið fyrir einróma lof fyrir dugnað og drengskap. XII. Björgunarafrek félagsins. Eins og hér mátti sjá áður, var hugsjón félagsins í slysavarnamálum víðfeðm og vakandi, þar sem segja mátti að hún léti sér ekkert óviðkom- andi. Það hafði þvi mikinn áhuga fyrir radiómiðunarstöðvum, ekki sízt er þær urðu með hverju ári fullkomn- ari. Nú em slíkar stöðvar komnar upp á eftirfarandi stöðum: Á Kirkju- bæjarklaustri, Vestmannaeyjum, Garð- skaga, Akranesi og Svalvogum 1 Dýrafirði. Hér verða nú talin hin helztu björg- unarafrek félagsins á starfsferli þess: í.Fyrsta stórhjörgunin var 24. marz ig3i, er Slysavarnadeildin ,,Þorbjörn“ í Grindavik bjargaði 38 mönnum af frönskum togara Cap Fagnet við erf- iðar aðstæður. 2. 21. nóv. 1931 strandaði togarinn Leikn- ir frá Patreksfirði við Kúðaós í byl og brimi, en þar var 19 mönnum bjargað. 3. 21. des. 1932, var \i mönnum bjarg- r.ð af þýzka togaranum Alexander Raber, er strandaði á Fljótafjörum. 4. 10. apnll 1933 var önnur stjórbjörgun í Grindavik, þegar 24 mönnum var bjargað af togaranum Skúla fógeta. 5. 24. fcbrúar i934 var 13 mönnum bjarg- að af tcgaranum Kingstcn Peridot frá Hull, cr strandaði á Eyrarvirki innan Ilamarbergs. 6. G.ceptcmber 1936 var 14 mönnum bjargað aí linuveiðaranum „Trocadero" frá Grimsby utan við Grindavík, og var ]>að í þriðja sinn á 6 árum, er Slysavarnadeildinni í Grindavík hafði tekist að bjarga stórri skipshöfn. 7. G. marz 1937 var 9 mönnum bjargað af enska togaranum „Favorita“ frá Grimsby, er strandaði á Garðskaga- flös. 8. Á jcladagsmorgun IQ37 var 13 mönn- um bjargað af togaranum „Regal frá Grimsby, er strandaði á grynningum út af Gerðhólma innan við Garðskaga. 9. Árið 1939 bjargaði m/s Sæbjörg 18 manns af togaranum Hannesi ráð- herra, er strandaði á Kjalamestöng- um, (var það hennar fyrsta björgun). 10. 1. marz 1940 var 5 mönnum bjargað af m/b „Kristján“ frá Sandgerði. Kennsla i urnferfiareglum. Þetta er nýjasta kennslubók Slysavarnafélagsins, gefin út 1932, og er notuS í öllum barnaskólum landsins. 8l

x

Akranes

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.