Akranes - 01.07.1954, Side 10

Akranes - 01.07.1954, Side 10
J XIII. íi. 29. des. 1940 strandaði togarinn Barra- Head á Meðallandsfjörum og var 34 mönnum bjargað. 12. Hinn 21. febrúar 1941 var 15 mönn- 'Um bjargað af belgiskum togara í Öl- afsifirði. 13. Hinn 28. febrúar þetta sama ár var 43 mönnu mbjargað af „Qurem“ og „Sonja Mærsk“ fram undan Sjávar- borg á ytri höfninni í Reykjavík. 14. Hinn 1. marz 1941 var 44 mönnum bjargað af skipinu „Persier“. er strand- aði á Mýrdalssandi. 15. 8. marz 1944 strönduðu 3 brezkir tog- arar á Fossfjöru og var þar 40 mönn um bjargað. 16. 13. febrúar 1946 var 29 mönnum bjarg- að af brezku skipi „Charles H. Salter“, er strandaði undir Eyjafjöllum. 17. 6. marz var 18. mönnum bjargað af pólsku skipi, er strandað hafði vestan við Ingólfshöfða. 18. 23. apríl 1946 var 15 mönnum bjarg- að af brezka togaranum „Grimsby Town“ nálægt Portlandi. 19. 21. nóv. 1946 var 8 mönnum bjargað af skipinu „Rosita‘ frá Eistlandi, er strandað hafði á Keflavík. 20. 27. okt. 1947. „Mildred Halleinht“ olíu- skip undir Járnbarða við Dritvík, var 12 mönnum bjargað, þar af einum íslending, Snæbirni Stefánssyni. 21.6. janúar 1947 var 15 mönnum bjarg- að af togaranum „Lois“ frá Fleetwood, er strandað hafði um 15 sjómíur norð- vestur af Selvogi. 22. 12.—15. desember 1947 var fram- kvæmt stórkostlegt björgunarafrek, er 12 mönnum var bjargað af togaranum „Dhoon“, er strandað hafði við Látra- bjarg. 23. 14. marz 1948 var 5 mönnum bjargað af togaranum „Epine“ frá Grimsby, sem strandaði við Dritvíkurflögur á Snæfellsnesi. 24. Hinn 1. des. 1948 var 26 mönnum 82 Togarinn „Cap Vagnet“, fyrsta skip- iS, þar sem skips- höfninni var bjargaS meS fluglínutœkjum Slysavarnafélags Is- lands. bjargað af togaranum ,,Júní“ frá Hafn- arfirði, við Sauðanes í önundarfirði. Togarinn Ingólfur Arnarson bjargaði 24, en 2 var bjargað úr landi af björg- unarsveitinni í Súgandafirði. 25. Hinn 2. des. 1948 var 6 mönnum bjarg- að af togaranum „Sargon“, er strandaði undir Hafnarmúla i Patreksfirði. 26. 1. mai 1949 strandaði skipið „Barmen“ við Eldvatnsós og var 15 mörmum bjargað. 27. 16. október 1949 var 18 mönnum bjargað af færeyska skipinu „Haffrug- in“ við Almenningsnöf. 28. 28. febrúar 1950 strandaði olíuskipið „Clam“ við Reykjanes og var þar bjarg- að 23 mönnum. 29. 14. marz 1950 strandaði m/b „Ingólf- ur Arnarson“ austan við Knarrarós- vita, og var þar 10 mönnum bjargað. 30. 15. apríl 1950 strandaði brezki togar- inn „Preston North End á Geirfugla- skerjum ogvar 20 mönnum bjargao. 31. 15. nóvember 1950 strandaði norska' flutningaskipið „Einvika", við Raufar- höfn, en 15 mönnum var bjargað. 32. 26. nóvember 1950 strandaði m/s „Þor- móður Rammi“ á Sauðanesi, og var 4 mönnum bjargað, en þetta mun vera talin næst frægasta björgun hér við land. 33. 10. desember 1950 strandaði togarinn „Northen Spray“, i svonefndri Prestabugt í Skut- ulsfirði, þar var 20 mönnum bjargað. 34. 5. marz strandaði m/b „Ás- björn frá Skagaströnd við Eyj- arey, en 7 mönnum var bjarg- að. 35. 19. janúar 1951 strandaði m/b „Ægir“ frá Eyrarbakka við innsiglinguna þar og var 8 mönnum bjargað. Þeir, sem falin hefur verið forystan. Til starís og stjórnar i Slysavarnafélagi Islands hefur iafnan valist hið mætasta fólk með eldlegan áhuga á hinu þjóðnýta starfi og tilgarigi félagsins. Stjórnendur félagsins hafa frá upphafi unnið kauplaust hið mikla starf, og látið sér nægja sem borgun ánægjuaukann af því og vitund- inni um blessunarríkan árangur i björgun- arstarfinu og til mannheilla yfirleitt. En það má nærri geta, hve þetta fólk hefur eytt mörgum stundum til þessa frá virku starfi eða tómstundum. Það liggur i augum uppi, að allt frá upphafi hefur félagið orðið að launa þeim manni, sem veitt hefur því aðal forstöðu, þar sem ií mörgum tilfellum dagurinn nægði ekki til þess að sinna hinum um- fangsmiklu, vaxandi störfum. Fyrst var þessi maður þó aðeins eirm, en þeim hefur auðvitað fjölgað eftir því sem starfið varð umfangsmeira og félagið færði út kvíarn- ar á hinum ýmsu sviðum, sem aðeins hef- ur verið drepið hér á áður. Þykir mér rétt að geta hér stuttlega stjórnar og starfsliðs félagsins í þau rúm 26 ár sem það hefur starfað. Fyrsti forseti félagsins var Guðmundur Björnsson, landlæknir, hinn mikilhæfi, gáf- aði maður, sem á svo mörgum sviðum var vakandi í mannbótastörfum með þjóð- inni, i bindindismálum og berklavama- málum, svo og slysavarnamálum. Það var einmitt Guðmundur Björnsson, sem flutti 1912 merkilegt erindi um mann- skaða á Islandi, sem liklegt er að hafi haft bein eða óbein áhrif á það sem verða vildi síðar lí framkvæmdaátt á þessu sviði. Annar forseti félagsins varð Þorsteinn Þorsteinsson, skipstjóri í Þórshamri, sem þegar í upphafi var kjörinn varaforseti þess. Hann var mikill þátttakandi í stofn- un félagsins, og þessi starfsemi átti til dauðadags, hug hans allan. Því hann — og einnig kona hans, frú Guðrún Brynjólfs- dóttir —báru vakandi og sofandi heill fé- lagsins fyrir brjósi, og spöruðu hvorki fyr- irhöfn né fjármuni til þess að efla gengi þess og tryggja hag þess. Strand Skúla fógeta viS Grindavík. AKRANES

x

Akranes

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.