Akranes - 01.07.1954, Síða 11

Akranes - 01.07.1954, Síða 11
Þriðji forseti félagsins var Friðrik V. ■Ölafsson, skólastjóri Stýrimannaskólans, og gengdi því um tveggja ára skeið, en baðst þá undan endurkjöri. Hann var einnig góður og grandvar maður, sem bar hag og heill félagsins fyrir brjósti. Fjórði — og núverandi — forseti félags- ins er svo Guðbjartur Ólafsson, skipstjóri og hafnsögumaður. Hann hefur nú gengt þessu starfi um 15 ár, og fetað dyggilega í spor fyrirrennara sinna um jákvætt á- byrgt starf fyrir heill og framgang félags- ins. Löngu áður en félagið var stofnað, eða 1916, átti Guðbjarur því láni að fagna, að bjarga — ásamt skipshöfn sinni á kútter Esther — 38 mönnum úr sjávarháska — fjórum skipshöfnum. — Árið 1921 var hann skipstjóri á togaranum ,,Ingólfi Arn- arsyni“, er hann bjargaði enskum togara með allri áhöfn, en togarinn var stjórnlaus á reki við Vestmannaeyjar. Guðbjartur hefur því öll sín manndómsár verið virkur þátttakandi í hinum mikilvæga björgunar- starfi, og því vel að þvi kominn að vera svo lengi forystumaður þess félags, sem hefur það aðalmarkmið að bjarga manns- h'fum. Fyrsti ritari félagsins var Geir skipstjóri Sigurðsson, sem einnig var áhugasamur stuðningsmaður slysavarnanna og við stofnun félagsins. Aðrir ritarar félagsins hafa verið þeir Hafsteinn Bergþórsson, skipstjóri, Friðrik Halldórsson, loftskeyta- maður, Friðrik V. Ólafsson, fyrrnefndur, og Henry Hálfdánarson, loftskeytamaður, eftir að hann var ráðinn skrifstofustjóri fé- lagsins. Gjaldkerar félagsins hafa eftirtaldir tnenn verið: Magnús Sigurðsson banka- stjóri, var það frá upphafi, til 1940, er hann baðst eindregið undan endurkosn- ingu. Þessi starfsemi átti hug Magnúsar allan, og var þegar ötull stuðningamað- ur við stofnun félagsins. Var stuðningur hans mikill og ekki endasleppur, því að hann hefur áreiðanlega átt mestan þátt í þvi að Landsbankinn gaf til starfsemi fé- lagsins tvisvar sinnum 50 þúsund krónur. 1940 og 1941 var Kristján Schram, skip- stjóri, gjaldkeri félagsins, síðan og til þessa dags, Árni Árnason, kaupmaður, sem hef- ur mikinn hug á að efla gengi þess. Aðrir stjórnendur félagsins hafa verið: Sigurjón A. Ólafsson, skipstjóri, sem sat í stjórn þess frá upphafi til dauðadags 1954 og var lengi varaforseti félagsins. Guð- mundur Kristjánsson, skipamiðlari, Sig- urjón Jónsson, læknir, Frúmár Guðrún Jónasson og Rannveig Vigfúsdóttir, sem átt haifa sæti í stjóminni frá 1942. Þær hafa ekki látið sitt eftir liggja, og sjálfsagt oft magnað karlana — þótt góðir séu — til dáðríkra starfa í þágu félagsins. Ólaf- ur Þórðarson, skipstjóri í Hafnarfirði, hef- ur og verið i stjórn félagsins frá 1944, og af lífi og sál. Eftir skipulagsbreytingu, sem gerð var á félaginu 1942, til þess að tengja stanfið í deildunum úti á landsbyggðinni og tryggja sem bezl til lifandi starfs og þátt- töku í heildarstarfinu, var svo ákveðið, að stjórnin skyldi jafnan skipuð einum full- trúa frá hverjum landsfjárðungi. Fjuár Vestfirðingafjórðung hafa verið þessir aðalmenn: Finnur Jónsson, alþingis- maður og Þórður Jónsson, bóndi á Látr- um. Fyrir Sunnlendingafjórðung: Gísli Sveinsson, fyrrverandi sendiherra, og síra Gisli Brynjólfsson á Kirkjubæjarklaustri. Fyrir Austfirðingafjórðung: Óskar Hólm, kaupmaður Seyðisfirði, og Árni Stefánsson, útgerðarmaður á Fáskrúðsfirði. Fyrir Norðlendingafjórðng: Þorvaldur Friðfinnsson, útgm. Ólafsfirði og Ji'díus Havsteen, sýslumaður Húsavík. Núverandi stjórn Slysavamafélagsins skipa: Guðbjartur Ólafsson, skipstjóri for- seti, frú Guðrún Jónasson, varaforseti. Meðstjórnendur: Frú Rannveig Vigfúsdótt- ir, Ólafur Þórðarson, skipstjóri, Friðrik V. Ólafsson, skólastjóri, Ársæll Jónasson, kaf- ari, Ólafur B. Björnsson, ritstjóri, Akra- nesi, fyrir Sunnlendingafjórðung. Þórður Jónsson, bóndi Látrum, fyrir Vestfirðinga- fjórðung. Júlíus Havsteen, sýslumaður, fyrir Norðlendingafjórðung og Árni Ste- fánsson, útgerðarmaður, fyrir Austfirð- ingafjórðung. Þá koma hinir föstu starfsmenn félags- ins á þessu 26 ára tímabili. Jón E. Berg- sveinsson var ráðinn erindreki og skrif- stofustjóri félagsins, er það var stofnað, eins og fyrr segir, og gengdi þvi hvom- tveggja til árisins 1944, en erindrekstrin- um áfram til 1949. Árið 1922—24, er Jón var forseti Fiskifélagsins, hafði það eins og áður og eftir bein og óbein afskipti af björgunar- og öryggismálum sjómanna. Og eins og fyrr segir, var Jón ráðinn hjá fé- laginu sem sérstakur erindreki í björgun- armálum, og hóf þegar margvíslegan und- irbúning að því, sem verða vildi um starf og stefnu í þessum málum og hér hefur örlitið verið drepið á. akranes 83

x

Akranes

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.