Akranes - 01.07.1954, Page 12

Akranes - 01.07.1954, Page 12
Séra Jón M. GuSjónsson. Hann hef- ur stofnaS fleiri deildir í S. V. F. í. en nokkur annar maSur. Til þessa hcfur því enginn verið leng- ur starfsmaður félagsins. Það mæddi þvi mikið á Jóni, hann mótaði starfið fyrst og fremst, og átti sjálfsagt mestan þátt i því að leiða það inn á hina frjálsu braut, með því að sldrskota til almennings og treysta honum til fórna, bæði um fé til starfsins og framtak til björgunarstarfsins beint. Hann stofnaði deildir og hélt uppi sam- bandinu við þær, — 'hvort sem hann eða aðrir áttu frumkvæðið að stofnun þeirra. — Hann var svo til einn við starfið, og allur í þvii af lífi og sál, cg hætti því ekki fyrr en hann var orðinn útslitinn maður, enn lifir hann auðvitað og hrærist í um- hugsuninni um bjargráð manna, hag og heill féiagsins. Kona Jóns, frú Ástriður Eggertsdóttir á hér og óskilið mál um starfsvilja og áhuga fyrir þessu starfi. Árið 1936 færði félagið verulega út starfssvið sitt, er það réði Jón Oddgeir i þjónustu sina sem erindreka slysavama á landi. Því starfi hefur hann gegnt sið- an með miklum dugnaði og einlægni, og er þvii annar elzti stafsmaður félagsins. Árið 1944 hafði starfið aukizt mjög mik- ið, orðið fjölþætt og deildirnar og björgun- arstöðvar og tæki þess viða. Því var það ráð tekið að létta á Jóni, og ráðinn nýr framkvæmdarstjóri, Henry Hálfdánarson, loftskeytamaður. Hefur hann gegnt því starfi síðan. Síðan hefur vöxturinn verið ör, björgunartækjum og skýlum hefur fjölgað mikið og starfið orðið miklu um- fangsmeira en nokkru sinni áður. Hefur Henry sinnt þessu starfi af miklum áhuga og dugnaði. Vegna þessa mikla, aukna starfs, var svo enn ráðinn maður i þjónustu félagsins 1947, Guðmundur Pétursson, en þegar Jón Bergsveinsson hætti störfum 1949, tók hann einnig að sér eftirlit það með skýlum og björgunarstöðvum, sem Jón hafði þá. Eftirfarandi tölur, svo og það, sem að framan er sagt, sýna glögglega að tilgang- ur og starf Slysvarnafélagsins hefur verið t'mabært. Á fyrstu 25 árum þessarar ald- nr höfðu 377 skip ýmissa þjóða strand- að hér við land. ígGo menn fórust af á- höfnum þessara skipa. Á 25 ára starfsferli Slysavarnafélagsins, frá 1928—1952 hef- ur verið bjargað frá drukknun og yfirvof- andi hættu hem hér segir: Úr strönduðum skipum .... 2697 menn Af skipum sem farist hafa 648 — Úr brennandi skipum .... 146 — Frá hernaðarvoða ........... 1442 — Frá drukknun við land .... 119 — Aðrar bjarganir............... 28 — Bjargað við árekstur...... 187 — Samtals 5266 menn Jíeinlinis með tækjum S.V.F.I og fyrir at- beina björgimarsveita félagsins 796 menn. XIV. Htn rétta þjónusta er þýðingar- mikil. Framtarirnar eru miklar, sérstaklega á 20. öldinni. Á þessari öld hefur hin ís- lenzka þjóð tekið risaskref á sviði fram- leiðslu og tækni til lands og sjávar. Á sviði mennta- og menningarmála, svo að hið helzta sé nefnt. Þetta var auðvitað hin mesta nauðsyn fyrir litla þjóð, sem á flezt- um sviðum — sérstaklega hinum tækni- legu — hafði staðið svo að segja 'í sömu sporum frá fyrstu byggð landsins. Allt þetta eru þjóðinni auðsæjar fram- farir, sem hún verður vel að notfæra sér til enn meiri hagsældar og þroska, — sem þó miðar ekki allt við hagsældina eina, — heldur þá, sem er frjógvuð þeirri himin- bornu kennd, að þar sem annars staðar sé allt ónýtt, án þess að hjartað sé með sem undir slær. Vér verðum þvi að hafa hæfilega gát á hinni matríalisku sérhyggjuöld sem i of mörgum tilfellum metur fátt meira en fjár- muni eina og hóflausar skemmtanir. Þessu líkir skuggar hvíla eins og mara á þjóðunum, svo að viða eru mannslífin enn metin líkt og flugur væru, þar sem tillitsleysi við menn og málefni er sett öllu oifar. Mót þessari hættu þurfum jafn- vel vér að brynja oss eigi síður en hinar stærri þjóðir, þótt í ýmsum efnum sé ólíku saman að jafna. Þvi miður er hið litla þjóðfélag vort eng- anveginn laust við ýmsa megin galla hinna stærri þjóða. Og eins og sagt er, að illt sé íi ætt gjarnast, nemum vér eigi síður hið lakara af ýmsum þjóðum en það sem væri oss meiri ávinningur. I litlu þjóðfélagi ekki síður en hinu stærra, hefur það, auðvitað megin þýðingu fyrir þroska einstaklinganna og þegnskap þjóðarheildarinnar, að efla tillitssemi við skoðanir manna og málefni, og göfgikennd manna. Að skapa, styðja og efla með þjóð- inni sérstaklega þann félagsskap og félags- legu dyggðir, sem leiða til aukins þroska manna, skilnings og samkenndar með öll- um æðri sjónarmiðum. öllu því sem lief- ur oss upp yfir dýrin og hið dýrslega eðli í manninum. Sem m. a. knýr oss til að gefa a. m. k. samhliða því sem vér þiggjum án afláts og heimtum allt af öðrum með sjálfskyldu. I3að er svo ótal margt til að gefa, sem er margfalt dýrmætara en hið mynntaða gull. Hið dýrmætasta af mann- gildis-gullinu býr hið innra með mannin- um, og þarf ekkert að eiga skylt við auð og allsnægtir, heldur auð hjartans, sem gefur af rikidæmi áinu hinar dýrmætustu gjafir, sem verða svo oft undirstaða að margra manndcmi og metnaði, sem ekki mun láta sig án vitnisburðar á viðara sviði mannlegs lífs með ótal mönnum. Hin lif- andi vera þráir þetta í innsta eðli sinu alltaf og óaflátanlega. Það þarf aðeins að opna þessar harðlæstu dyr hins harðsvir- aðasta manns. Hina lokuðu sál þarf að opna fyrir hjartslætti þess lí.fs sem sér yfir tómleika tækninnar, og neitar alger- lega hinni köldu menntun heilans, án þess að vera yljuð af réttum slætti heilbrigðs hjarta. Án slikrar uppsprettu skilnings og göfgustu kennda sem fleztra félaga sinna, verður starf félagsins ekki fullkomlega 1 ÞJÓNUSTU LlFSINS, en það var aðal- fyrirsögn þessarar greinar um hið merka þjóðnýta starf. Formenn nokkurra kvennadeilda S. V. F. 1. Frá vinstri: Frk. Sesselja Eldjárn, Akureyri, frú GuS rún Jónasson, Rvk. frú Rannveig Vig- fúsdóttir, Hafnar- firSi, frú Vilborg ÞjóSbjörnsdóttir, Akranesi og frú Katrín SigurSar- dóttir, Húsavík. 84 AKRANES

x

Akranes

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.