Akranes - 01.07.1954, Qupperneq 17

Akranes - 01.07.1954, Qupperneq 17
■eru þarna myndarleg býli, þótt fólkinu fækki. Og landið er kjarngott og — „grösin vefa sinn vermandi feld — og vernda og fela lífsins eld undir klakanum kalin og felld með kjarna, sem aftur skal dafna“. Og enn búa þarna menn, sem eiga tröllatrú á gæði lands síns. Á þjóðhátíðar- daginn, nokkrum dögum seinna, átti ég tal við myndarbónda af Snæfjallaströnd- inni. „Byggðin okkar er afskekkt og harð- býl, það veit ég“, sagði hann. „Eai hún svíkur engan á því, sem hún lætur í té. Ég hefi farið um váðlendi Borgarfjarðar og Suðurlandsundirlendis, og orðið hrif- inn af landkostunum þar, en heldur kýs ég eitt srá hérna á Snæfjallaströndinni, þegar þau fara að koma undan snjónum, en tíu í þessum blómlegu byggðum“. Svipað er haft eftir séra Sigurði í Vigur um vestfirzku grösin. Þótt við komum ekki rétta boðleið þetta kvöld, er skammt að fara vfir eyna. Við komum á vítt og mikið tún, fagurt hvolf opnast og bærinn blasir við. Það er sérstaklega vinalegt að koma hina leiðina að eynni, inn í höfnina. Hún breið- ir allt í einu faðminn móti sæfaranum, lygn, skjólsæl og gestrisin. Stutta stein- bryggju er upp að ganga og beint inn í aðaldyr íbúðarhússins, sem er myndar- legt og svipfrítt. Til beggja handa eru mikil útihús á túninu, og ber þar auð- vitað mest á myndarlegu fjósi og penings- húsum, en hér er rekið stórbú, um 200 fjár og 15 kýr. Túnið er stórt og vel rækt- að, enda þurfa bændurnir ekki að sækja lengur úthey upp á Strönd, eins og áður varð að gera. Þó verður enn að leita heyja til meginlandsins í grasleysisárum. Æðey liggur norðarlega í Isafjarðar- djúpi, svo sem fyrr var sagt. Er skamrnt til Snæfjallastrandar um Hólmssund. Eyj- an er rúmlega 2 km á lengd og einn á breidd. Hún er hæðótt og fjölbreytt að landslagi, og eru hæðirnar kallaðar borgir, þar eru Kofuborg, Miðborg, Grunnborg og Stóraborg. Vestast á eynni stendur viti. Víða er ströndin lág og vogskorin, eink- um að vestan, annars staðar klettótt og lítt fýsileg til lendingar. Eru þar sums staðar fögur skörð og vik, og er svokölluð Konungsstandsgjóta fegurst og sérkenni- legust. Gangið þangað í góðu tómi, eyjar- gestir, og njótið einverustundar á þessum fagra stað. Síðdegissólin roðar tignarlega kletta og gyllir sléttan voginn. Þar vagga sér sællegir æðarblikar i öruggri værð. Hljóðlátt öldugjálfrið við fjörusteinana rýf- ur þögnina á þægilegan hátt. Uppi á grasi gróinni syllu situr lundinn, samkvæmis- klæddur að venju, fattur og virðulegur sem prófasti hlýðir og sæmir. Safamikill og ilmríkur gróður vex milli klettanna. Drag skó af fótum þér! Hér er hið allra helgasta í riki eyjarkóngsins, álfakóngsins. Þama er hásætið hans og þarna fjárhirzla hans, fágað og kostulegt skatthol. Á slíkri stund gætum við freistazt til þess að bíða — híða þess, að hans hátign stígi fram á hásætisskörina í öllum skrúða sínum, lítil til okkar í náð sinni, taki gull- inn lykil úr fellingum purpuraskikkjunn- ar, ljúki upp skattholinu fagra cg fái okk- ur gjafir, dýra fjársjóðu og kjörgripi, sem gera okkur að voldugum höfðingjum i mannheimum. Ég beið hans árangurslaust i Konungs- standsgjótunni, álfakóngsins góða. En ef til vill verður þú þolinmóðari og heppnari, lesandi minn, og hlýtur hnossið úr hendi hans. Á einum stað eru klettar, sem heita Gulunef og þar rifjast upp skuggalegir atburðir úr sögu eyjarinnar og landsins. Þegar við lítum fram af klettunum niður í grængolandi sjóinn, minnumst við þess, að þarna skoluðust öldurnar eitt rosalegt haustkvöld um nokkur allsnakin lík. Þeim hafði verið varpað samanbundnum fram af Gulu nefjum. Hverjir voru þeir, þessir ógæfusömu menn, sem látið höfðu lífið svo hrapallega og grimmdarlega? Það voru synir suð- rænnar þjóðar, sem komið höfðu um lang- an veg yfir höfin við til að sækjast eftir gæðum íslenzkra fiskimiða. En þeir og Is- lendingar, a. m. k. islenzku yfirvöldin, báru ekki gæfu til samkomulags. Það var haustið 1615, að þessir rauna- legu atburðir gerðust. Spænskir hvalveiði- menn höfðu verið hér við strendur. Danska konungsvaldið leit alla útlenda siglingu hingað illu auga og ömuðust umboðsmenn mjög við öllum útlendingum, öðrum en Dönum. Þetta hefir, meðal annars, spillt samkomulaginu við Spánverjana, enda fóru þeir nokkuð óspaklega þar sem þeir komu að landi, Þó tókust nokkrir dáleikar með þeim og sumum Islendingum, þar á meðal var Jón gamli lærði, sá kynlegi kvistur og athyglisverður fulltrúi aldar sinnar. Svo illa tókst til fyrir Spánverjunum 1615, að þeir brutu skip sín við Strandir síðla sumars. Var nú úr vöndu að ráða: vetur fyrir dyrum, þeir skiplausir, hús- næðislausir og alls lausir og þar að auki réttdræpir samkvæmt konungs boði. Þeir komust þó á bátum um Vestfirði og lenti einn flokkurinn í Æðey. Foringi þeirra var Marteinn, sem virðist hafa verið full- hugi hinn mesti og mikill fyrir sér. Þá var Ari Magnússon sýslumaður í ögri, harðsnúinn maður og óbilgjam. Hon- um þótti illir gestir komnir í nágrennið, enda bar honum skylda til þess, sem kon- unglegum embætismanni, að reyna að klekkja á aðskotadýrumnn. Safnaði hann liði og sætti færis að ráða á Spánverjana. Bárust honum þá njósnir, að flestir þeirra væru að hvalskurði á Sandeyri, en aðeins 5 væru eftir i Æðey. Svo segir Jón lærði frá: „Hinn franski Pétur stýrimann fékk hinn bezta vitnisburð nú sem vant var, iðkaði liann lestra s.'na og psaltara, sem hans var ávallt siður. Sem þetta sendiskip var aftur til ögurs komið — þusti á stað allur herinn, sem þar var kominn — -—■. Vel 50 höfðu þeir verið, sem frá ögri íóru. Komu þeir til Æðeyjar á kvöldvöku, áð- ur heimafólk var háttað. Þá hafði Pétur pilote sent til sjávar nokkrum sinnum að sjá til skipa, þvi að honum var ugglaust, frá því skipið fór. Tók síðan til lestra sinna og hafði lengi lesið, lagði siðan bók- ina saman og undir höfuð sér og sofnaði út af; lá hann ó tröppum í baðstofunni í Æðey, og hafði utar höfuðið. Hans komp- án, mjög gildur maður, lá á gólfi á hatt- kópu sinni, er heitið hafði Lazarus. Strax sem nú herinn kom á land i Æðey hafði verið óp og ys, rifs og hrifs af þvi smálega, sem fyrir varð og þeirra kanni varð á. Þá þreif einn kylfuklepp úr skipi einu og hafði höggexi stóra i annarri hendi. Gengu svo til bæjar. Var kona send undan í baðstofuna með ljós og setti þar gagnvert og gekk svo fram aftur, en herinn þrengdist innar. Sá hinn Höfnin í Æðey. Bœjar- húsin. IbúSarhúsiS hœgra megin á myndinni. ÁKRANES «9

x

Akranes

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.