Akranes - 01.07.1954, Síða 19

Akranes - 01.07.1954, Síða 19
Öl. B. Björnsson: III. KAFIA — Framhald SAM nCCBU SHMN X. Innri-Hólmur, (framh.) 1 síðasta þætti var aðallega rætt um Gísla lögmann Þórðarson, nokkur börn hans og afkomendur þeirra. Nú verður aftur á móti sagt nokkuð gjör frá elzta syni Gisla lögmanns, Henrik sýslumanni og afkomendum hans, sem bjuggu hver eftir annan á Innra-Hólmi. Henrik Gíslason, sýslumaður. Henrik var sonur Gísla lögmanns Þórð- arsonar, og konu hans Ingibjargar Árna- dóttur, sýslumanns að Hlíðarenda Gísla- sonar. Hann var settur til mennta utan- lands og innan. Þá var enn ekki orðið mikið menntasamband við Kaupmanna- höfn, en höfðingjar og menntafrömuðir sendu syni sína til náms og frama til ýrn- issa beztu skóla álfunnar. Þannig var Henrik Gíslason sendur til háskólans i Rostock í Þýzkalandi, og skráður þar í stúdentatölu i október 1598. Það er talið að hans geti í dómum með föður sínum í6o3, en hann mun hafa fengið Þverár- þing um 1606 eftir föðurföður sinn, Þórð lögmann Guðmundsson, og hefur þá þeg- ar líklega farið að búa á Innra-Hólmi. Líklegt er að hann hafi svo haldið sýsl- unni til 1625 (eða 1624), er Ormur Vig- fússon í Eyjum fékk Þverárþing sunnan Hvítár. Aftur fékk Henrik Þverárþing 1636 og hélt til æviloka. Henrik hefur verið eitthvað skáldmælt- ur, og hefur varðveitzt eftir hann a. m. k. einn sálmur: „Ó, Jesú, lífsins keldan klár“. (Ekki byrjar nú upphafið samt skáldlega). Páll E. Ólason segir vun hann 1 M. M., að hann hafi verið mikilsmetinn maður, var t. d. einn fulltrúa landsins, er sendir voru á fund konungs 1619, til lag- feringar á einokurnartaxtanum. Hann er talinn mannkostamaður, sem þeir aðrir sjuiir Gísla lögmanns. Kona Henriks sýslumanns (20. sept- ember 1606) Guðrún Magnúsdóttir, sýslu- uianns hins prúða Jónssonar. Böm þeirra: Þórður, sýslumaður eftir föður sinn og húandi á Innra-Hólmi. Guðrún, (f. 1664) f. k. Jóns .íónssonar „skon“, frá Skáney. Þau bamlaus. Jórunn, átti Benedikt sýslumann Hall- dórsson á Seylu, lögmanns Ólafssonar. Dætur þeirra: A. Ingibjörg, miðkona Gísla biskups á Hólum. Hún dó 1673 bamlaus. R Guðrún, giftist síra Skúla á Grenjað- arstað Þorlákssyni. Þau barnlaus. AKRANES C. Þórunn, átti 1661, Guðbrand sýslu- mann Þorláksson í Húnaþingi. D. Ragnheiður, ógift og barnlaus. Launscnur Henriks ímeð Gróu Sæ- mundsdóttur járnsmiðs). Pálmi lögréttu- maður að Varmalæk. Fyrri kona hans var Guðlaug Snorradóttir á Varmalæk, Ás- geirssonar, þeirra börn: Marín, er átti Einar, son Galdra-Brands, í Stóra Skógi, Hinrik og Arndís. Síðari kona Pálma á Varmalæk var Ragnheiður, dóttir Eggerts i Snóksdal Hannessonar. Þeirra börn: Sigurður, lögréttumaður á Breiðabóls- stað í Sökkólfsdal, átti Margréti, dóttur Jóns Erlingssonar, (bróður Brynjólfs í Lóni). Sigurður andaðist 1729, og átti þessi böm: Þorstein, Pálma, lögréttumann á Breiðabólstað, Þorgils og Halldóru. Guðlaug Pálmadóttir og Ragnheiðar, átti Sigurð bónda í Hlíð á Hörðudal Þor- steinssonar. Henrik sýslumaður mun vera 'fæddur rétt fyrir 1580, en andaðist 2. júní 1638. Kona hans andaðist á Innra-Hólmi 22. september 1652. Þórður Henriksson, sýslumaður. Hann var sonur nýnefnds Henriks sýslumanns Gíslasonar, lögmanns Þórð- arsonar og konu hans Guðrúnar Magnús- dóttur. Sama árið og faðir hans deyr (1638) mun hann hafa verið útnefndur lögréttu- maður í Þverárþingi sunnan Hvítár, en þetta sama ár hefur honum svo verið veitt Borgarfjarðarsýsla eftir föður sinn. Telur Einar Bjarnason á lögréttumanna- tali sínu, að líklegt sé, að hann hafi því aldrei svarið lögréttumannseið sinn, sem nefndarmaður. Þórður mun vera fæddur skömmu eftir eftir 1600. Hann er innritaður í Hafnar- háskóla 13. nóvember 1626, en hefur auð- vitað áður menntast hér innanlands. Eftir að hann kemur frá námi, mun hann eitt- hvað hafa verið starfsmaður hjá föður sín- um. Einnig eitthvað hjá valdsmönnum á Bessastöðum. Árin 1635 og 36 virðist hann hafa verið í þjónustu Áma lögmanns Odds- sonar á Leirá, en 1638 fær hann veitingu fyrir Borgarf jarðarsýslu eins og áður segir, og hélt hann sýslunni til dauðadags. Þórð- ur var einnig landsþingsskrifari 1645, eft- ir Hákon Ormsson, og hélt þvá starfi einn- ig til dauðadags 6. febrúar 1652. „Vitur maður og fylginn sér í verzlunarmálum landsins“ (Isl. æv.). Kona Þórðar Henrikssonar var Anna Pétursdóttir, dönsk að ætt, (hún andaðist að Innra-Hólmi 10. júlí 1647. Þeirra börn: A. Pétur bóndi á Innra Hólmi eftir föð- ur sinn. B. Guðrún, átti launbam, var gerði arf- laus, giftist seinna Jóni eldra Ólafs- syni prests í Saurbæ Böðvarssonar. Þeirra börn: a. Jón, átti Guðnýju Grímsdóttur, þeirra dóttir Guðrún. Guðný er 1703 ekkja á Prjámstöðum. Nefnt svo i manntalinu, en í jarðabókinni öðru nafni Bakkakot. Er hjáleiga frá Bakka, talið fyrst byggt litlu fyrir 30 árum. b. Elán, átti Guðmund Gíslason. C. Hinrik D. Björn. E. Hans. Síðari kona Þórðar Henrikssonar (er hann kvæntist 1648), var Þorlaug Einars- dóttir Nikulássonar á Héðinshöfða, og Kristinar, dóttur síra Jóns Loptssonar, Pét- urssonar Loptssonar Ormssonar, Lopts- sonar ríka. Þau áttu ekki börn saman. Þorlaug býr sem ekkja i Gerði. Til henn- ar eru mörg bréf frá Brynjólfi Sveinssyni biskupi, sjá bréfabók hans. Launsonur Þórðar var Jón lögréttumað - ur á Bakka í Leirársveit (dó 1719), átti Helgu Sigurðardóttur í Leirárgörðum Árnasonar lögmamis Oddssonar. Þau barnlaus. Ýmislegt bendir til að Þórður sýslumað- ur hafi haft stórbú á Innra-Hólmi og samhliða rekið þaðan eða annars staðar frá útgerð allmikla. Til þess benda m. a. þessi ummæli í Fitjaannál, Ann II. bls. 151 = „Þann 9. sama mánaðar (júní 1646) urðu tveir skiptapar í flóanum suður, með skreiðarfarmi, áttæringur og teinæring- ur, og 5 menn á hvoru; átti Þórður Hin- riksson á Innra-Hólmi annað, og var sjálf- ur á ferð i sama veðri á öðru skipi þar nærri, en komst þó með heilu og höldnu heim, en annað átti ísleifur Eyjólfsson í Saurbæ, og var formaður á því sonur hans. Árni (gott mannsefni)“. Pétur Þórðarson, bóndi á Innra-Hólmi. Hann var sonur nýnefnds Þórðar sýslu- manns Henrikssonar, og konu hans önnu 9i

x

Akranes

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.