Akranes - 01.07.1954, Page 23

Akranes - 01.07.1954, Page 23
Guðmundssonar á Sigmundarstöðum í Hálsasveit, en Vigfús þessi var bróðir síra Gísla fyrrnefinda. Systkini Ragnhildar á Söndum voru þessi: Jón Eggertsson í Ausu. Gísli Eggertsson í Fellsaxlarkoti. Guðmundur á Eyri í Flókadal, faðir Vig- fúsar gestgjafa og þeirra systkina. Egg- rún, giftist og átti heima í Reykjavík. Magnús Eggertsson bóndi á Stálpastöðum, hans dóttir, Guðný í Há'ffelli i Skorradal, og Guðrún, kona Guðmundar refaskyttu. Hálfbróðir þessara systliina var Björn Egge/'lsson. er mun hafa búið uppi í Reyk- holtsdol. Hans sonur var Þorbjörn Þorska- bítur, skáld í Vesturheimi. Börn Gísla i Fellsaxlarkoti voru þessi: Elisabet, átti Magnús Gunnlaugsson, er lengi bjuggu á Iðunnarstöðum í Lunda reykjadal. (Meðal þeirra barna er Rann- veig Magnúsdóttir kona Árna Böðvarsson- ar). Eggert og Einar, er lengi bjuggu í Leirárgörðum og verður þar beggja getið síðar. eru og synir Gísla í Fellsaxlarkoti. Ragnhildur á Söndum mun hafa verið dugleg kona eins og öll þessi systkini. Börn Símomar og Ragnhildar á Sönd- um voru þess: 1. Guðrún, sem giftist Magnúsi Magn- ússyni á Söndum, og hefur verið get- ið í sambandi við Sand I. í 3—4 tbl. t949- 2. Eggert. sem hér verður nánar getið. 3- Margrét, sem giftist Guðjóni Valda- syni skipstjóra í Vestmannaeyjum. Guðjón er fæddur að Steinum undir Eyjafjöllum 4. okt. 1893. Foreldrar hans voru Valdi Jónsson frá Steinum og Ehn Pétursdóttir frá Vatnsskarðs- hólum í Mýrdal. Börn þeirra Margrét- ar og Guðjóns Valdasonar: 1. Bergur Elías f. 10. júní 1913, kvænt- ur Guðrúnu Ágústsdóttur frá Hróars- holti í Flóa. Þeirra börn: Ágúst, Mar- grát Kiara og Kirstín. 2. Ragnhildur Sigríður, f. 28. maí 1915, gift Einari Sverrissymi frá Kaldrana- nesi í Mýrdal. Þeirra börn: Kári, Guð- rún, Halldóra og Margrét Guðný. 3- Klara, f. 30. júlí 1916, andaðist í desember 1935. Guðjón Valdason hefur átt heima í Vestmannaeyjum frá 12 ára aldri og stundað þar sjó frá því harrn var 13 ára. Fyrst sem háseti, þá sem vélstjóri, en síðustu 27 árin sem skipstjóri. Hann á 11 hálfsystkini, og eru 6 af þeim á lífi. Eggert Símonar.son byggði árið 1908 hús það, sem enn stendur á Söndum. Það var 7/4 ahn, virt 7. janúar 1909 fyrir 1960 krónur. Lóðin er talin 72 fer- faðmar og virt á 144 krónur. Eggert kvæntist 21. okt. 1916, Guðnýju Kristínu Guðmundsdóttur frá Marbakka. Eggert andaðist 19. nóv. 1918, en stíðar ÁKRANE S Tórnás Tómásson frá Bjargi. V--------------------------------------2 giftist Kristín Birni Flallgrímssyni verzl- unarstjóra i Sandgerði. Björn var fæddur 2i. febr. 1876 í Görðum undir Eyjafjöll- um. Foreldrar hans voru'; Hallgrímur Eiriksscn bóndi þar og kona hans Guð- rún Björnsdóttir. Þegar Björn mun hafa verið um 10 ára gamall fluttu foreldrar hans að Flankastaðakoti ,í Miðnesi, þar sem faðir hans stundaði jöfnum höndum búskap og sjósókn. Björn gekk í Stýri- mannaskólanm og útskrifaðist þaðan 1900. Hann var mörg ár skipstjóri á skútum, m. a. á skipum Edinborgar. Síðar tók hann við verkstjórn við Ásgeirsverzlun á Isa- firði, þar sem hann mun hafa verið 5—6 ár. Siðan var hann um mörg ár verzl- umarstjóri fyrir Harald Böðvarsson í Sand- gerði, en átti mörg síðustu árin heima í Keflavík, þar sem hann tók mikinn þátt í félagslegu starfi, og hafði á hendi ýmis opinber störf, en allt slíkt rækti hann af hinni mestu kostgæfni og samvizkusemi. Hann var alla ævi traustur og góður bimd- indismaður. Björn Hallgrímsson var tvikvæntur. Fyrri kona hans var Stefanía Magnúsdótt- ir frá Klöpp á Miðnesi. Hálfsystir henn- ar var Karólína, kona Guðmundar prófess- ors Hannessonar. Börn Björns og Stefan- iu voru þessi: 1. Magnús, vélstjóri og sölumaður hjá H. Benediktsson & Co í Reykjavik. Þeirra hefur áður verið getið í 10.— 12. tbl. 1952. 2. Hallgrímur, praktiserandi læknir á Akramesi, og asðtoðarsjúkrahússlæknir þar, kvæntur Helgu Haraldsdóttur Böðvarssonar. 3. Ragnar, skipstjóri og útgerðarmaður í Kóflavík, kv. Jensínu .Tónsdóttur, (syst- ur Karls Jónssonar og Stefáns Framk- lin). Þeirra dætur: Stefanía og Kol- brún. 4. Björn, skrifstofustjóri hjá Vélsmiðj- unni Héðinn í Reykjavík. Kv. Guð- rúnu Pétursdóttur úr Reykjaviik (syst- ur Sigurjóns heitims Péturssonar fram- kvæmdarstjóra fyrir Ræsir h.f.). Þeirra börn: Sigríður, Dagný, Pétur Hafsteinn og Helga. Síðari koma Björns var eins og áð- ur segir Kristín, ekkja Eggerts Símonar- sonar. Þau áttu ekki börn saman, en ólu hins vegar upp tvær kjördætur (mæðgur). Kristín er mikil mymdar- og mannkostakona. Eggert stundaði hér sjó, eins og fleztir ungir menn gerðu þá. Hann var ákaflega stilltur maður, prúður og vandaður, eins og þau systkini öll. Simon á Söndum amdaðist 10. okt 1923, en Ragnheiður 26. apnil 1923. Árið 1919 flytur Guðrún Gísladóttir ljósmóðir að Söndum til þeirra Símonar og Ragnhildar, en líklega er það 1921, sem hún kaupir húsið, þvi að i mamntalinu það ár er hún talin þar 'fyrst, eða fyrir. Hún býr þar síðam alla tið til 1952, er hún selur húsið og flytur þá í skjól Björns J. Björnssonar verksmiðjustjóra og konu hans Guðbjargar Halldórsdóttur á Vitateig 1, er jafnan reyndust henni sammir og einlægir vinir. Guðrúrn var framúrskar- andi manneskja að gerð og gæðum, sem ekkert mátti aumt sjá, án þess að reyna að likna. Henmar mun verða rækilegar get- ið í þættinum um lækna og ljósmæður. Guðriin Gisladóttir andaðist hinm 8. okt. 1953. Hún var kjörin heiðursborgari Akra- neskaupstaðar 9. okt. 1948 og var fyrsta konan, sem hlotnaðist sá heiður. Árið 1952 kaupir Guðmundur Gísla- son (Kaldbak) húsið af Guðrúnu og flyt- ur þangað frá Melbæ. Guðmundur er fæddur á Geirmundar- stöðum d Sæmundarhlíð í Skagafirði 8. desember 1880. Foreldrar hams voru: Gísli Arason, ættaður af Reykjaströnd, og kona hans Sigurlaug Jónsdóttir eyfirzk að ætt. Börnin voru alls 14, en 8 þeirra dóu ung. Nú eru aðeins tvö þeirra á lífi, Guðmumd- ur og Steinunn, búsett í Ameríku. Maður hennar er Eiríkur Bjarmason húnvetnsk- ur að ætt. bróðir Jóns Bjarnasonar í Garð- bæ. Þau fóru vestur um haf 1920, búa ú Norður-Dakota og eiga a.m.k. 7 börn. Guðmundur missti móður sína þegar hann var 7 ára gamall, og var eftir það á hálfgerðum hrakningi í Reynistaða- hreppi.Fór hann þaðan 20 ára að aldri að Flögu i Vatmsdal til Magnúsar Ste- fánssnnar kaupmanns og bónda þar og var í þjónustu hans í 4 ár. Guðmundi líkaði vel við Magnús, segir að hann hafi verið duglegur maður sjálfur og heimtað mikið af öðrum. Þar menntaðist Guð- mundur nokkuð og bjó raunverulega að þvú. Magnús trúði homum oft fyrir ýms- 95

x

Akranes

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.