Akranes - 01.07.1954, Síða 24

Akranes - 01.07.1954, Síða 24
um mikilvægum störfum í fjarveru sinni. Eftir tvö ár enn í Húnaþingi, réðist Guð- mundur svo vestur að Staðastað, sem far- kennari til síra Vilhjálms Briem og var þar þrjá vetur, en á hverju sumri verk- stjóri hjá sira Vilhjálmi. Árið 1909 giftist Guðmundur Sigríði Gísladóttur, alsystur Þorsteins próf. Gísla- sonar í Steinnesi, og fór að búa á Kongs- bakka i Helgafellssveit, en voru þar að- eins í 1 ár. Þaðan fóru þau að Ytra-Felli á Fellsströnd og voru þar líka í 1 ár. Ann- að ár voru þau á Harastöðum og þriðja árið í Ytri-Fagradal á Skarðsströnd. Þar undi Guðmundar vel og vildi ógjaman fara þaðan, en annars var ekki kostur, því að annar vildi og gat keypt jörðina, en það gat Guðmundur ekki Þaðan fór hann að Dagverðamesi í húsmennsku en á fyrsta ári, 8. febrúar 1915 brann bærinn •ofanaf 4 fjölskyldum, sem þar vom þá. Allt fólkið var sama sem nakið. þ. á. m. kona Guðmundar og 4 böm. Guðmundur kenndi þessa vetur á Skarðsströnd og missti kort og kennslutæki i brunanum. Konan var tekin út í Purkey og var þar það sem eftir var vetrarins. Næst voru þau hjón í Hvanfsdal á Skarðsströnd í 5 ár. Þá fóm þau að Efri-Drápuhlíð í Helga- fellssvcit og vom þar i tvö ár. Sumarið 1918 fékk Guðmundur af túninu 11 hesta, en áður 95 hesta. Af túninu á höfuðból- inu Skarði fengust þá einnig 5 hestar að 5Ögn, en 40 í Búðardal. Þá var brok sótt langt fram á fjöll og svo notuð síld til fóðurs. Eftir þetta keypti Guðmundur ný- býlið Steinsholt og bjó þar i 11 ár. Konan flutti til barna sinna 1939, en Guðmund- ur flutti hingað á Akranes 1941. Börn þeirra Guðmundar og Sigríðar eru þessi: 1. Sigurlaug, gi'ft Sigurði Stefánssyni á Brúnastöðum i Tungusveit á Skaga- firði. Þeirra böm: Sigurður og Stefán Oddgeir. 2. Vilhjálmur, umboðs- og heildsali í Beykjavík, kv. Ásgerði Pétursdóttur úr Stykkishólmi. Þeirra böm: Pétur, Sigriður, Jóhanna og Jóhann Sigur- finnur. 3. Gunnar, yfirk., kv. Björgu Tómásdóttur 'frá Hofsós. Þeirra sonur: Tómás. Þau hafa skilið samvistir, en hann býr nú með færeyskri konu, dóttir hans utan hjónabands: Gréta Sigrún. 4. Sigrún, gift Berg.steini Kristjónssyni kennara á Laugarvatni. Þeirra böm: Sigríður, Hörður, Kristín, Áslaug, Ari. 5. Anna, gift Einar Sigurjóni Magnús- syni bifreiðastjóra í Reykjavík. Þeirra böm: Magnús, Gylfi, Guðmundur og Sigrún. 6. Hulda, sjúklingur. 7. Gísli, kv. Jóhönnu Ólafsdóttur ættaðri af Vestfjörðum, (systur Þórarins Ól- afssonar kennara hér). Þeirra böm: Bragi Þór, Bryndís og Björk, sem eru tvíburar. 8. Þorsteinn Björn, kennari kv. Sigriði Jóhannsdóttur, ættaðri úr Árnessýslu. Þeirra börn: Heiður, Hlynur. g. Guðrún, gift Guðmundi Gestssyni, vél- stjóra. Dóttir þeirra Sigriður Helga. 10. Margrét Fjóla, gift Ingólfi Jónssyni frá Prestbakka, kennara á Laugarvatni. Þeirra böm: Ómar, Jón Guðni og Auður. n.Eysteinn, kv. Erlendu Erlendsdóttur Trá Hafnarfirði. Þeirra börn. Erlend- ur Grétar Þór og ívar. i2.Ingimar Hólm, úrsmiður, kv. Ásdísi Valdimarsdóttur. Börn þeirra: Valdi- mar, Þormar. 13. Bogi Þorbergur, kv. Nnu Björgu Krist- insdóttur, Reykjavík. Þeirra dóttir: Helga. 14. Jóhann Sigurfinnur. Alli; frá því Guðmundur man eftir sér var h'uin bókhneigður, þótt lærdómurinn væri ekki mikill og ekki mikið um bækur þar sem hann var lengst af. Hann var ein- hvernl'man hjá ljósmóður, og þar var auðvitað til ljósmóðurfræði, sem hann var öðru hverju að hnýsast í, en það var yfir- leitt tvennt, sem barðist um í huga hans og harm langaði sérstaklega til, lækningar og skáldskapur. Fyrir það vildi hann hafa lifað. Þrátt fyrir erfiðar kringumstæður (sem nokkuð má marka af þvá sem hér hefur verið sagt) hefur þessi hneigð ekki dáið út með öllu, því að hvort tveggja hefur hann all mikið fengist við, sérstaklega þó lækniogarnar. Þótt Guðmundur sé ekki eldri maður en raun ber vitni, var ekki mikið um lækna í sveitum landsins t. d. um s ). aldamót, en einnig erfiðar sam- göngu’-. miðað við það sem nú gerist. Með- fædd löngun og þörf varð því til þess að Guðmundur fór að kynna sér þessi mál af kappi. Honum virtist og t. d. að Jónas læknir Kristjánsso'n, væri þessu ekki mót- fallina og gerði ekkert til að hindra Guð- mund í þessum efnum. Hann hafði mikið að gera fyrir norðan um Skagafjörð og telur sig hafa haft oft marga sjúklinga. Hann hefur nú stundað lækningar sínar meira og minna í 31 ár. Hann segist aldr- ei haf-i tekið fyrir ómak sitt og selt meðul ódýr. Það var einhverntíman er Guðmundi leið iP t á heimili eins sjúklings síns útaf veikindum hans, að hann orti alllangt kvæði, en eftirfarandi vísa er upphafið að því: Leyf mér Guð að friða og fræða fölan vin, er þjáir sótt, það er svo ljúft að likna og græða og leiða styrk um veikan þrótt. Eins og áður er sagt, hafði Guðmundur mikla löngun til skáldskapar í bundnu máli. Hefur hann gert allmikið að þvi að yrkja kvæði, þótt ekki telji hann sig skáld, né haldi því mikið á lofti. Hann gaf þó út litla lj'iðabók 1925, er hann kallaði „Veik- ir strengir". Eins og áður er sagt, komst hann í nokkur kynni við bækur og mennt- un þegar hann var á Flögu í Vatnsdal. Var þar þá bróðir Magnúsar, Jón Ölafur Ste- fánsson (síðar bóndi í Vatnsholti), sem eitthvað var á Latínuskólanum. Hjá hon- um lærði Guðmundur dálítið, m. a. nokk- uð í dönsku, þótt ekki væri námstíminn langur. Hefur hann sennilega eitthvað bætt bar við með sjálfsnámi, þvi að nokk- uð helur hann fengist við að þýða ljóð úr dönsku. Hér ter á eftir örlítið sýnishorn af skáld- skap Guðmundar: MÖÐIR OG BARN. Ei kærleikshimin skæran skýjar, þótt skúrir döggvi gróðrar svið. Sem blóm er sólin bjarta hlýjar er harnið móðurfaðminn við. Það \ermir lífsins vorið bjarta því vikja dimmir skuggar fjær. Við kærleikssól frá heitu hjarta það heilbrigði og þroska nær. Það verður bezti varasjóður, er valizt getur barnahjörð, af kröfulausum kærleik móður ég kynnist ríki Guðs á jörð. — Forseti Islands — HERRA SVEINN BJÖRNSSON Fœddur 27. febrúar 1881, dáinn 25. janúar 1952. Lag: Þann signaða dag. Það dimmir í lofti þvi drungaský sér dreifa und hveli hreinu. Svo virðist sem æðandi ógnin ný oss ýti frá striki beinu. Við klettsins hrun þann hljótum grun að hrynji allt fjallið i einu. Nú harmar þú elskaða ættarstorð, er ástmög þinn litur dáinn, er færði þér sæmd og frelsisorð, en fallinn nú prýðir náinn. Að leiða’ oss á traustan trúargrunn var talandi innsta þráin. Þú sómi vors lands. Vor sorg er djúp, vér sjéum þitt rúmið auða. Oss geymist þín mynd í helgihjúp, þú heimtir vort frelsi’ án nauða. Þín ævi var sann-nefnd sigurbraut. Vér syrgjum þig allt að dauða. Nú ljómar þér frelsis fagra sól, er flytur þú landa milli. Þú varst oss sem faðir, frelsi, skjól og færðir oss þjóða hylli. Því vegsömum þann, sem veg þér fann og veitti þér andans snilli. Bústaðaskipti Guðmundar segja í raun- inni langa raunasögu einyrkja bónda með Framhald á síSu 105. ■96 AKRANES

x

Akranes

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.