Akranes - 01.07.1954, Side 25

Akranes - 01.07.1954, Side 25
= UM BÆKUR = BESTRICE H3RRADEN 09 — $kip sem mntnst n nóttu — Beatrice Harraden. EGAR ég sá í síðasta hefti Akraness minnst á þær fá- gætu viðtökur, sem saga þessi hefir hlotið hjá íslenzkum les- endum, eins og raunar nálega hvarvetna þar sem hún hefir knúið á dyr, kom mér til hugar, að eflaust mundi margur í huga sínum spyrja um það, hvaða reynsla það muni hafa verið, er liggur að baki sögunni. Ekki þarf um það að efast, að slík bók sé sprottin upp af djúpri reynslu, en ekki er mér um það lcunnugt að menn viti, hver reynslan var. Alveg er það augljóst, að Bernar- dina Holme er i rauninni Beat- fice Harraden, svo að ekki ein- ungis er það hennar hugsana- líf og skaplyndi, sem við finnum hjá Bernardinu heldur og líklega háttemi að miklu leyti. Og greinilega hefir höfundur sög- unnar gert það af ráðnum hug, að gefa söguhetjunni sitt eigið fa.cgamark, eins og til þess að gera hul- una þar með ennþá gagnsærri. Árið eftir að býðing mín á sögunni kom út, kom til viðtals við mig enskur ferðamaður, sem kafði með einhverjum hætti fengið að vita að ég hafði þýtt söguna, og haft lítils- háttar kynni af Beatrice, jafnvel heim- sótt hana í London. Sagði hann að ibúð hennar hefði verið næsta litið heimilis- feg eða snyrtileg, og iítt mun Beatrice hafa skeytt inn að fylgja tízku í klæða- burði. Hattur og stigvél Bernardínu mega vel hafa verið tekin beint úr lifinu. Um tilorðningu sögunnar vitum við það, að Beatrice Harraden ritaði hana á órfáum vikum þegar hún var nýkomin heim til Englands úr dvöl sinni á heilsu- hæli í Sviss. Dvaldi hún þá á heimili kunn- mgjafólks, hjóna, er nefndust Agnes og John Kendall, og þeim tileinkaði hún bók sína. Vitanlega er það augljóst, að efni sög- unnar hefir hún lifað meðan hún dvald- ts á heilsuhælinu, og næst liggur að ætla, &ð þarna sé með nokkrum hætti um henn- ar eigin reynslu að ræða, enda þótt svo þurfi ekki endilega að vera. Með hinni skörpu sjón skáldsins kann hún að hafa séð atburðina gerast í kringum sig (og akranes með atburðum er þá vitanlega ekki síður átt við atburði hins innra lífs). Sé hún þarna að segja s'na eigin ástasögu, er víst óhætt að gera ráð fyrir því, að það hafi verið Óviðfeldni maðurinn, sem kvaddi þetta líf á undan Bernardínu og að þessu sé þannig snúið við í sögunni. Hverjar sem þær persónur voru, er hlutu reynslu þá, er sagan lýsir, þá meg- um við örugglega treysta þvi, að af fyllstu samvizkusemi sé frá sagt. „Mig langar, að sá enga lygi þar finni, sem lokar síðustu bókinni minni“. Hér á landi eru skrifað- ar skáldsögur, sem afskræma sannleik- ann, gera af honum skrípamynd og virða hann vettugi. Vandaðir höfundar, sem finna til ábyrgðar sinnar, fara öðruvísi að. Það verður frægt um aldur hvílík ósköp Flaubert lagði á sig áður en hann skrifaði Salammbó, til þess að þar skyldi mega öllu treysta, og svipað var um Hardy áð- ur en hann skrifaði The Dynasts, þó að með öðrum hætti væri. Beatrice Harra- den var ákaflega samvizkusöm kona og ekkert mundi húa vilja láta finnast ósatt i sínum bókum. Sir William Craigie hefir sagt mér frá því, að eitt sinn er hún hafði á smíðum sögu, þar sem ein af aðalper- sónunum var orðabókarhöfundur, gerði hún sér ferð til Oxford til þess að fræðast af honum um starf orðabókarmanns, en Craigie var þá orðinn nafnfrægur fyrir orðabókagerð sina. Sagði hann að þetta hefði verið eina skiftið, er hann sá Beat- rice Harraden. Ég hafði ekkert samband við hana fyr en til þess kom, að prenta skyldi þýðingu mína. Þá skrifaði ég henni til þess að æskja leyfis, sem hún fúslega lét í té. Ég hefi litt haldið saman bréfum, heldur látið þau fara í eldinn, og ég ætla að glötuð séu þau fáu bréf, sem okkur fóru á milli, nema hvað prentunarleyfið er sennilega enn til í föggum mínum. Að þessu er lítill skaði, því lítið var á þeim bréfum að græða. Hún mun þá hafa verið að mestu leyti hætt að hugsa mikið um þenna heim og frægð hennar var þá orðin henni einskis- virði. En eins og Öviðfeldni maðurinn átti að halda áfram brúarsmið sinni, svo mun Beatrice (eða Bernardina) aldrei hafa hætt að smíða sína. Enginn maður veit tölu á þeim milljón- um eintaka, sem prentuð hafa verið af Skipunum, á íjölmörgum tungum. En ekki er ófróðlegt að geta þess, að maður fæddur og uppalinn á Akranesi, en nú i Reykja- vík, á eintak af sextándu ensku útgáfunni, og hún hefir verið prentuð i hæsta lagi einu ári eftir að fyrst var prentað. En þá voru þegar komnar nokkrar útgáfur i Ameríku og auk þess þýðingar á ýmsum tungum. Margt er ósennilegra en að enn eigi eftir að koma f jórða útgáfan á íslenzku, enda þótt það biði síns tima, og þá má vera að um hana fjalli einhver sá, er meira segi frá höfundinum en ég hefi gert. Það er ekki auðvelt að sjá, hvenær þessi listfagra og djúpúðga saga getur hætt að eiga erindi til hugsandi lesara, sem fegurð unna. Sn. J. Brot úr erfiljóði Á bls. 69 i síðasta blaðí er eftirfarandi visa prentuð, en þar sem þar eru í prentvillur, er hún prentuð hér að nýju: Hrynur lauf i haustskóg minninganna. Hálfur máni r.kín é blöðin auðu, blöðin visnu, Wöðin föllnu, rauðu, sem blóði eru skráð úr hjörtum manna. — Hvar er hlátur sumarsins og söngur, sóldagar, er hvíldu á brjóstum þínum, nætumar, er skýldu í skugga sinum skarlatrauðri vör og augum ljósum? — Laufin falla, dökknar draumaborgin. Dísir minar safna bleikum rósum. Minningin og systir hennar — Sorgin. Úr bókinni „Sfinxinn og hamingjan“ eftir Gunnar Dal. 97

x

Akranes

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.