Akranes - 01.07.1954, Síða 26

Akranes - 01.07.1954, Síða 26
SÉRA FRIÐRIK FRIÐRIKSSON: STARFSÁRIN III. lnnskot og athugasemd inð ferðasögur mínar: Ég er nú farinn að sjá eftir, að ég tók mér fyrir hendur að þykjast ætla að skrifa ævisögu mína í þáttum (sjá Akranes jan. —febr. 1949). Því mér datt þá ekki i hug, að ferðalögin mundu taka svo mikinn tíma og rúm. En ég verð víst að halda áfrr.m með áætlunina. Nú, er ég er búinn að lýsa heimkomu minni, langar mig helzt til að segja frá vetrinum 1923—24, því margt mætti segja frá þeim vetri, bæði frá félagslííinu í K.F.U.M. og K i Reykjavík og Hafnarfirði, sömuleiðis frá því, sem heyrir til minu persónulega lífi, hvemig Adolf litli smám saman hreiðraði sig i hjarta mínu, hvemig mér varð sérleg ánægja að því að geta síðari hluta vetrar aðstoðað minn ógleymanlega vin og velunnara Jóhann dómkirkjuprest Þorkelsson við undirbúning fermingar- barna hans og ferming þeirra síðasta prestskaparár hans, hvern- ig þroskaðist áfram samstarf K.F.U.M. i Rvík og Hafnarfirði um fjáröflun sumarbúðanna í Kaldárseli o. s. frv. Þetta allt verð- ur að biða næsta þáttar um Sumarbúðirnar. En svo að ég haldi áfram ferðasögunum verð ég að hefja næsta ka:fla. Lundúnaferð mín. Um vorið 1924, eftir afstaðnar fermingar og félagsstarf vors- ins, kom til min einn dag seint í maí, virktarvinur minn og félagsbróðir Pétur Björnsson, skipstjóri á s/s Villemoes og spurði mig, hvort ég vildi ekki koma i ferðalag með sér til Lundúna og heim aftur. Hann kvaðst mundu verða í Lundúnum fimm eða sex daga, á að gizka 1.—6. júni. Varð þetta slik freisting fyrir mig að ég iðaði allur í skinninu af til'hlökkun sérstaklega til sjó- ferðarinnar og nautnaríkrar samveru við skipstjórann. Ég tal- aði um þetta við sér Bjarna Jónsson, formann K.F.U.M. og fékk leyfi hans og þar með stjómar K.F.U.M. En til þess þó að setja þessa skemmtiferð eitthvað í samband við íélagið, fékk ég umboð stjórnarinnar til að mæta sem fulltrúi K.F.U.M. á íslandi, á áttatíu ára afmæli K.F.U.M. í Lundúnum 6. júni. Hafði George Williams stofnað fyrsta K.F.U.M. þann dag árið 1844. Þetta féll nú allt í ljúfa löð. Var lagt af stað þann 27. eða 28. mai og áttum vér hvergi að koma við á leiðinni nema í Vestmannaeyj- um. Þótti mér mjög vænt um það, því þar heimsótti ég mág minn, Stein Sigurðsson, klæðskera, og Kristínu systur mína. Varð þá svo umtalað, að ég skyldi dvelja mn stund í Vestmanna- eyjum, er ég kæmi til baka. Svo var nú siglt frá landi, og feng- um vér gott veður að mig minnir. Það varð og hin ánægjulegasta ferð. Willemoes var ekki farþegaskip, og voru ekki aðrir utan skipshafnar nema frú Ellen, kona skipstjórans og ég. Ég svaf uppi i stýrishúsinu og hafði þaðan ágætt útsýni. Á daginn hafð- ist ég við niðri í bústað skipstjórans eða úti á þilfari og talaði við skipsmennina, sem voru mér mjög ljúfir. Sérstaklega þótti mér gaman að tala við stýrimanninn, Jón Ólafsson, sem seinna varð vildar vinur minn, greindur maður og fróður. Ekkert bar nú sögulegt við á ferðinni, og fannst mér ég vera í sjöunda himni, og liðu dagamir helzt of fljótt. Svo kom loks að því, að vér sigldum inn i hið fornfræga, söguríka fljót, Thames ána, og varð ég ekki lítið hrifinn að vera á þessum slóðum. Reyndi ég til að láta endurminningar sögunnar renna upp fyrir mér, allt frá þvi Cesar hóf fyrsta leiðangur sinn til Bretlands og lýsti fyrst hinu mikla fljóti, sem hann lét herdeildir sínar 98 vaða yfir á móti fjandmönnunum, en þeir stóðu vigbúnir á nyrðri fljótsbakkanum. En þrátt fyrir að Rómverjar yrðu að vaða upp í háls, svo höfuðið eitt stóð upp úr, þá stóðust Bretar ekki áhlaup þeirra, og vann Cesar þar mikinn sigur. Reyndi ég nú að láta hugann fylgja straumnum gegnum ald- irnar svo langt og greinilega sem söguþekking mín náði, en því miður heppnaðist þetta fremur illa, því að þekking mín var æði gloppótt. Siglt var nú upp eftir fljótinu, og var mikið um siglingar fram og aftur og komum vér svo þangað, sem Willemoes átti að leggjast og var þaðan alllangur vegur upp í borgina miðja. Eftir að öll nauðsynleg störf þar neðra voru af hendi leyst, fylgdu þau skipstjórahjónin mér upp í borgina, og komst ég þannig að leiðartakmarki mínu, upp í K.F.U.M. Margar eru K.F.U.M. byggingar á ýmsum stöðum í Lundúnum, og margar mjög glæsilegar, en þó ber ein bygging af þeim öllum, bæði að stærð og prýði. Þar hefur aðal-K.F.U.M., (Central Y.M.C.A.) aðsetur sitt. Byggingin stendur við Tottenham court road og er likari 'höll en húsi; gnæfir þar upp hár og mikill turn. Ég gekk nú með hólfgerðum kviða inn í hina voldugu miðstöð félags- starfs vors í hinu mikla heimsveldi, og var mér visuð leið að skrifstofum hinna mörgu framkvæmdarstjóra félagsins. Ég spurði fyrst um aðalframkvæmdarstjórann, Sir Arthur Yap, og sendi inn nafnspjald mitt. Meðan ég beið þar, þá kom fram úr ann- arri skrifstofu maður, sem ég þekkti frá Pörtschach, einn af fram- kvæmdarstjórunum, Mr. Heald, og er hann kom auga á mig kom hann og heilsaði mér mjög innilega og lét i ljós gleði sína að sjá mig í Lundúnum. Hann spurði, hvort ég hefði séð Sir Arthur, og er ég sagði, að ég hefði þegar sent nafnspjald mitt inn til hans, þá gekk hann rakleitt inn og kom út aftur og bað mig að biða örfáar minútur, því það væri maður á tali við aðal- framkvæmdarstjórann. I sama bili vatt sér maður að mér og heilsaði á dönsku næstum því með fagnaðarópi og varð ég ekki minna glaður við að sjá hann. Það var einn af aðalframkvæmd- arstjórum Landssambands K.F.U.M. í Danmörku, séra Harald Jessen og mikill vinur minn. Urðu þar fagnaðarfundir. Hann sagði mér, að þeir væru heilmargir vinir staddir í Lundúnum á einhverju móti. Allt saman kærir vinir mínir. Er við þrír höfðum svo talað saman stutta stund, var ég sóttir inn til Sir Arthurs, og fékk ég hjá honum hinar hlýjustu viðtökur. Ég sagði honum, að ég væri kominn með kveðjur frá K.F.U.M. í Reykjavík á 80 ára afmæli félagsins í Lundúnum. Bauð 'hann mig velkominn og bað mig að vera gest félagsins fram yfir hátíðina þann 6. júní. En hann afsakaði mjög, að i aðalhúsinu væri hvert her- bergi fullt, og yrði hann því að láta mig búa í gistihúsi félags- ins i Russel street, og minnir mig, að það gistihús lægi svo sem 10 mínútna gang frá aðalhúsinu; var gengið framhjá framhlið- inni á British Museum. — Ég fékk þar ljómandi herbergi, og þótti mér þar mjög skemmtilegt. Smátt og smátt hitti ég 'heil- marga af kunningjum frá Pörtschach frá þvi árið áður, þar á meðal Lloyd Williams höfuðsmann. Hann tók mér mjög alúð- lega og bauð mér til hádegisverðar á mjög góðu veitingahúsi. Þar borðuðum við saman ágætan dagverð. Hann var mjög blátt áfram og gamansamur. Þegar við höfðum snætt tók höfuðsmað urinn fram pípuna, án þess að bjóða mér tóbak, og er ég sá, að hann ætlaði ekki að sinna mér i þeim efnum, sagði ég: „Ég hef sjálfur pipu og tóbak en mér er forvitni á að reyna tóbak höfuðsmannsins, „Ö“, sagði hann og tók til að afsaka ógest- risni sina, eins og 'hann orðaði það, og svo bætti hann við: „Mér þykir svo vænt um að þér reykið; siunir klerkar fyrirdæma það, en mér dauðleiðist þessir allt of dyggðugu menn!“ Eftir það gekk samtalð fjörlega. Mér fannst, að hefði ég aldrei talað ensk- una liðugar. Hann var svo hispurslaus, að ég varð alveg ófeim- mn, og lét vaða á súðurn, og hef sjálfsagt sagt marga vitleysuna í enskunni, en hann var svo kurteis að láta ekki á því bera. Hann var vel menntaður maður og kristniboðsvinur. — AKRANES

x

Akranes

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.