Akranes - 01.07.1954, Blaðsíða 33

Akranes - 01.07.1954, Blaðsíða 33
Mér þótti mjög vænt um þessa heim- sókn hins vísa manns, og ég vona að allir Akurnesingar — ungir og gamlir — legg- ist nú á eitt um að flýta fyrir vexti og viðgangi þessara fögru bletta í nágrenni hæjarins, sem Einar sagði að almenningur mundi dæma dýrmætasta land á Akra- nesi eftir nokkur ár. VORDAGAR í VARPLANDI Framhald af síSu 90. 298 pund, bætti sig aftur og komst í 414 pund 1928. En síðan hefir hún farið minnkandi, hvað sem veldur, því að ekki er hirðingarleysi um að kenna. Fyrir allmörgum árum kom Guðmund- ur skáld Friðjónsson vestur og heimsótti þá hæði Æðey og Vigur. Hið þingeyska skáld leit Æðey hýru auga: 1 fegurðarlendu og friðsælu stöð mig farkostur loksins ber til eyjar, sem mig hefir ávallt dreymt og æðurinn helgar sér. stóran barnahóp, þar sem ýmiss konar erf- iðleikar og óáran grípa oft inn í. Hann og þau hjón hafa því vaf'alaust oft staðið i erfiðum sporum, en auk þess eða samhliða lét heilsan mikið ásjá. Hefur hann oft fengið slæma lungnabólgu og má nú ekk- ert á sig reyna. Nafnið Kaldbak hefur eiginlega lengi loðað við Guðmund, en það er svo tilkom- ið, að þegar hann lét frá sér fara stökur auðkenndi hann þær með nafninu Kald- bak, hefur það síðan loðað svo við hann að margir mmiu halda að hann hafi tek- ið sér þetta ættarnafn, en svo er þó ekki. Eins og áður er sagt fluttist Guðmund- ur hingað á Akranes 1941. Var fyrst eitt- hvað i Sjóbúð, en eitt ár á Kirkjuvöllum. Feypti siðan Melbæ 1943, og átti þar heima til 1952, er hann keypti húsið á Söndum af Guðrúnu ljósmóður. Hann mun vera hinn mesti hirðumaður, því áð þegar hann hafði fest kaup á húsinu, lét hann múrhúða það og mála. Um nokkur ár hef- ur hann haft hér ráðskonu, Þuríði Guð- jónsdóttur, ættaða af Skagaströnd. Hún er systir Guðbjargar í Hlíð. Lengi bjuggu á Miðsandi hjónin Magn- ús Ásbjörnsson og Guðrún Bjarnadóttir. Magnús, f. 15/3—1839, en Guðrún f 5/8—1842. dóttir Bjarna Ölafssonar í Akrakoti og Ragnheiðar Sveinsdóttur. Þau Magnús og Guðrún eignuðust 4 börn. Munu tvö þeirra hafa dáið í æsku, en tvær dætur þeirra komust upp. Nú kem ég til þin á fagnafund og færi þér hjarta mitt, er úar bliki sin ástúðar ljóð um átthaga veldi sitt. En skrúðatignina bezt hann ber, er blasir við hreiðurgjörð og lognalda vaggar sjálfri sér i svefnró um stafaðan fjörð. Er eggtiðin birtist og umhyggja vex og alúð við hækkandi sól, er Æðey gersemi allra mest og unaðar höfuðból. Hjá arðsælu metfé að eiga dvöl er árbót og lyfting sönn. Ef elli getur ei yngt sig hér, er innræti komið í fönn. Er sigldi ég frá þér um sólardagsbil og sá yfir rikidóm þinn, ]>á fann ég hvemig þitt aðdráttarafl fór eldi um huga minn. Á Æðey sjást ekki ellimörk, hún yngist i raun og sjón. Með eftirsjá lit ég um öxl til þin, er andi minn kveður Frón. 1. Ragnheiður, sem giftist Tómási Hall- dórssyni skósmið úr Reykjavik. Hann átti hér heima lítinn tíma og mun þá hafa verið á Háteig. Mun hans síðar verða getið í sambandi við þátt af Iðn- aðarmönnum hér. Börn Tómásar og Ragnheiðar munu vera þrjú: a. Bjarni, kafari í Reykjavík, kv. Guð- rúnu Árnadóttur skáldkonu frá Odds- stöðum, þau eru barnlaus. b. Halldór, búsettur í Danmörku, en veit annars ekkert um hann frekar. c. Ingileif, gift sænskum manni og eru þau búsett í Sviþjóð. Þau munu eiga tvær dætur. Heitir önnur þeirra Sonja Carlsson og vera gift Axel Helgasyni lögreglumanni, og munu þau eiga tvær dætur: Björg, dáin og Erla Björk. 2. Málfríður. Hún eignaðist þrjár dætur: a. Ásta Magnúsdóttir giftist Kristni Kristjánssyni frá Breiðinni, netagerð- armanni í Hafnarfirði. Þau eignuðust tvær dætur: Ragnheiður, sem giftist fJIfari Kristjánssyni, og eiga tvær dæt- ur: Ástu og Þórunni. Hin hét Arndis og giftist Sverri Georgssyni á Akur- eyri, og munu þau eiga tvö börn: Ástu og Kristinn. b. Magnea Jensdóttir, gift Hirti Þor- kelssyni netagerðarmanni frá Akranesi, en þau hafa um nokkur ár verið bú- sett i Keflavík. Þeirra börn: Jóhann, húsgagnasmiður í Keflavík, kvæntur Sigríði Jónsdóttur og eiga tvö börn: þoð er ótryggt nð bflffl ekki vÁtrgggt! Bfóðum yður cftirfar- andi tryggingar mcð bczíu (áanlcgum kyórum Sjóvátryggingar Farangurstryggingar Rekstursstöðvunar- tryggingar Skipatryggingar Ábyrgðartryggingar Flugvélatryggingar Stríðstryggingar Brunatryggingar Jarðskjálftatryggingar Ferðatryggingar Bifreiðatryggingar Vinnuvélatryggingar Vátryggingar- tclagið h.f■ Klapparstíg 26 Símar: 1730 og 5872 ---------------------------- HVERSU AKRANES BYGGÐIST Framhald af síðu 96. A kranes 105

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.