Akranes - 01.10.1954, Síða 2

Akranes - 01.10.1954, Síða 2
Til fróðleiks og skemmtunar í Ijóðum og lausu máli Bréf. Vinur minn Þórarinn Stefánsson, bóksali á Húsavik, ritar mér svohljóðandi: 1 næst siðasta blaði Akraness, sé ég að ég er talinn heimildarmaður að ofurlitlu ljóði eftir Ólaf lækni Guðmundsson, og tildrögum þess. En þessi frásögn er ekki rétt höfð eftir mér, og þar að auki vantar í kviðlinginn eina ljóðlinu, sem er bagalegt. Sagan cr svona: Jón „nok“ bjó á Akranesi í tið Ólafs læknis. Hjá Jóni dó gamall þurfalingur, sem mun hafa heitið Guðmundur, en var kallaður Gvendur. Ein- hvemtima hafði hann átt heima á Melum í Mela- sveit, og þar fékk hann auknefnið Gaulur, af þvi að hann var ættaður eða upprunninn frá bænum Gaul á Snæfellsnesi, og mun það hafa fylgt honum til æviloka. Jón smíðaði kistuna, þótt hann væri ckki talinn smiður, og hélt svo sjálfur ræðu yfir kistunni, allt til þess að spara kostnað við útförina. Þessa ræðu setti Ólafur í ljóð, og er allt efni ræð- unnar og orðalag Jóns i þessu stutta erfiljóði. Ljóðið er svona: Hér hvilir þú Gaulur, greyið mitt nok, i þessum hvita tréstokk, sem áður varstu’ á Bakka og gerðir það nok gott, þótt ekki bærir þú mannvirðingarvott. Siðan fórstu’ að Melum, og miður það gekk, auknefnið greyið Gaulur þar fékk. Nú ertu’ i engla útvöldum flokk, syngdu nú hveitikorn þekktu þitt nok. Ekki er það heldur rétt, að Ásgeir heitinn frá Knarramesi sé heimildarmaður minn að þessari sögu, heldur var það Jóhann, bróðir Ásgeirs, en hann var lengi hér á Húsavík, og er nú látinn fyrir ir nokkrum árum. Jóhann var stálminnugur, greindur og gamansamur, og gamall lærlingur Hjaltalíns og Gröndals frá Möðruvallaskóla. Það væri æskilegt að þessi leiðrétting yrði birt i Akranesi. Nokkrar vísur eftir Halldór Benjamín Jónsson. (Sjá ennfremur um Merkigerði hér í blaðinu). VÍSA. Sljó eru vopnin andans öll og þvi hótar pinum, fyrir dyrum ferlegt tröll Fátækt stendur mínum. Af hildar velli halda má með hjálm og skjöldinn klofinn, brestur flest og brynjan á báðum hliðum rofin. Mín er orðin vömin veik veldur mundin lúna, ég úr hörðum hildarleik held svo Gjallarbrúna. Lifs með þróttinn, löngum griinm, leikur skjótt og tekur, Bjamar nóttin niðadimm nú mér ótta vekur. KVEÐIÐ UM LEIRBURÐ. Bragur um daginn birtist nýr, býsna lýtum plágað. Nú ei gjörast skáldin skýr, skratti er ljótt að sjá það. Það má sjá hver þegn, er vill, það er ekkert kýmið, þar i hendur haldast ill hneiging stuðla og rímið. Nú upp snapað fleina freyr, fyrst allt saman gerði, óttast þarf nú enginn meir að hann leirskáld verði. Heilræði ég hygg þér ljá, hugsa þá tillögu. Láttu aldrei ýta sjá oftar frá þér bögu. Úr sóknarlýsingu Höskulds- staðasóknar 1878, eftir síra Eggert Ó. Briem. (Sóknarl. I.). „Siðferði er eigi sem lofsverðast. Allur hluti karlmanna er meir og minna drykkfelldur. Laus- ung virðist fara i vöxt, síðan hegningarlögin nýju komu. Timabilið 1849—58 var hér um bil 9. hvert bam óskilgetið, en 1859—68 nær 3. hvert (Eins hefur verið þetta ár, og í Hofs- og Spákonufells- sóknum hefur rúmlega 2. hvert verið óskilgetið). Hórdómur er eigi ótiður. Þó er frillulifis sambúð tiðari. Ósamlyndi er talsvert, og voru 30 mál fyrir sáttanefnd á tímabilinu 1858—67. Ösamlyndi og skilnaður hjóna á sér einatt stað. Tiundarsvik munu eigi sjaldgæf, og hafa eigi fáir sætt refsingu fyrir (3 í fyrra), en fleiri eru þó meira og minna grun- aðir um þjófnað og hnupl“. GAMAN CG ALVARA. —■ Var frændi þinn andlega heilbrigður frain á síðustu stund? — Ég er ekki alveg viss um það enn, svaraði erfinginn. Það á ekki að opna erfðaskrána hans fyrr en á morgun. Trúboðinn: Hvers vegna horfið þér svona á mig? Mannætan: Ég vinn hjá matvælaeftirlitinu. □-★-□ — Þessar stúlkur eru alveg eins. Eru þær tví- burar? — Nei, nei. Þær ganga bara til sama fegurðar- sérfræðingsins. □—★—□ — Þakklátur! Fyrir hvað ætti ég svo sem að vera þakklátur? Ég sem get ekki einu sinni borgað skuldir minar. — Já, en, góði maður, þá held ég, að þú megir vera þakklátur fyrir að vera ekki einn af lánar- drottnunum. — Er ein smálest af kolum mikið, pabbi? — Það fer allt eftir þvi, drengur minn, hvort j)ú jiarft að moka henni eða borga hana. — Ég skil ekki, hvemig ætlazt er til, að ég svari þessari spurningu. — Nú, hvemig hljóðar hún? — Það stendur: Hver var móðir yðar óður en hún gifti sig? En ég ótti enga móður óður en hún gifti sig. □—★—□ Lofið kvenfólki og melónum að þroskast vel, áður en þið takið að gæða ykkur ó þeim. □-★-□ — Hver var þessi laglega stúlka, sem ég sá þig með i gærkveldi? — Ef ég segi þér það, viltu þá lofa því að segja konunni minni ekki frá þvi? — Auðvitað lofa ég þvi. — Jæja, það var konan min. •□—★—□ Ameríska kivkmyndaleikkonan Tallulah Bank- head vann nýlega mál, er hún höfðaSi gegn ráSs- konu sinm, en sú hafSi sagt aS hún hefSi rnátt leggja fram fé til aS kaupa „eiturlyf, kokain, marijuana, brugg, brennivín, „sex“ og tiúSa", lianda kvikmyndastjörnunni! Forsíðumyndin: Ur listaverkasal Einars Jónssonar. — Maðurinn á myndinni er listamaðurinn sjálfur (Þessi mynd er ekki i hinni nýútkomnu listaverkabók Einars Jónssonar). — Myndina tók Vigfús Sigurgeirsson. Efni m. a.: MIKILL LISTAMAÐUR LÁTINN. ★ LEIKFANG DAUÐANS. ★ KIRKJAN ÓSIGRANDI. ★ HIN MIKLA FYRIRMYND. ★ LIEILAGUR FRANS FRÁ ASSISI. ★ HERMAN WILDENVEY. ■* FRAKKLAND VAKNAR VID VONDAN DRAUM. ★ SAGA BYGGÐAR SUNNAN SKARÐS- HEIÐAR. ★ HVERSU AKRANES BYGGÐIST. ★ UM BÆKUR. ★ STARFSÁRIN — FR. FR. o. fl. 110 A K R A N E S

x

Akranes

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.