Akranes - 01.10.1954, Qupperneq 4
týr og undrasögur, sem gáfu honum vængi
til að kanna hinar víðu lendur, og alla
þeirra miklu dudúð, sem ekki er á færi
nema tiltölulega fárra manna að skilja.
sætta sig við og dvelja í öllum stundum.
Hann var á unga aldri, alveg fullviss þess,
að hann ætti eftir að skapa margt af þvi,
sem þanna bar fyrir innri augu, að sjá
og reyna það í vöku og draumi.
Elrfð Einars og uppeldi er honum næsta
hagstætt til þess að verða honum drjúgur
fengur og vegvísir á langri og gæfuríkri
ævi. Hann fer ungur út i hinn stóra heim,
heim, þar sem allir straumar mætast. Þar
sem á honum belja öldur efans, samlandar
hans og aðrir félagar eru á hraðri leið til
efnishyggju, án tillits til sjónarmiða,
manna og málefna. Þar sem rökin voru
kaldar, hagrænar formúlur, en ekki leitað
til hins háleita og hugræna, til að láta
það ljós falla á þetta dauða, kalda, vélræna
„likneski" mannsins, sem frá sjónarmiði
efnishyggjunnar leysti allar gátur tilver-
unnar. Eða þokaði slíkum heilabrotum til
hliðar, og gerði allar vangaveltur i þeim
efnum óþarfar.
Má greinilega sjá í æviminningum Ein-
ars, að þetta er ekki alveg úr lausu lofti
gripið. Um þetta segir hann svo á bls.
25 í fyrra bindi: „Mínir hálærðu vinir
og aðrir, er ég lét lesa mér ýmsar lexíur
visindanna, ásamt bókum þeim, sem ég
sjálfur las — allt, er fyrir min augu og
eyru bar í þeim efnum, — gat loks veikt
trú rhína. Svo sameinaðist frá öllum hlið-
um allt um þetta eina: Það er ekkert and-
legt framhaldslíf til, en allt er eingöngu
likamlegt. Margir héldu meira að segja,
að allt væri til orðið fyrir tilviljun eina!!!
Þetta voru nú visindi fyrir suma menn þá,
fyrir ekki fleiri árum en þetta. Lengi vel
þybbaðist ég við, en hvað dugði það? Ég
var ungur, og andinn, sem sagði mér þetta,
var heimsins lærði andi, með kórónu vits-
ins á höfði og veldissprota vísindanna i
hendi- En eitt virtist hann þó hafa gleymt
að geta um: Það, sem hann vissi ekki“.
Stundir liðu, segir Einar, „og mér
fannst ég vera orðinn fátækari en nokkru
sinni áður. Mér fannst ég vera kominn út
á tæpa fjallsbrún, þar sem ginandi gap
og auðn var fyrir neðan. En einhver f jand-
inn hóaði að baki og rak á eftir án allrar
miskunnar“.......
Það er auðséð að honum hefur liðið illa
á þessum árum, þar sem efasemdir og efn-
ishyggja og vinir hans og kunningjar
leystu allar gátur á „raunhæfan hátt“,
en skeyttu lítt um, þótt menn liðu skip-
brot á sál sinni, eða fengju ekki fullnægj-
andi svör eða rök fyrir öllu því niðurrifi,
sem átt hafði sér stað í sálum hinna ýmsu
manna, sem urðu efnishyggjunni að bráð.
Eitthvað hafði brostið í sál hans. „Ég von-
aðist til að fá hjálp einhvers staðar frá,
þvi ég vissi, að ég myndi ekki þola að
missa trúna á hið andlega lifið. Því þeg-
ar svo væri komið, gat ég ekki komið auga
á endanlega meiningu í neinu. En úr þvi
að efinn var kominn, varð ég að berjast
við hann. Ég lá ekkl á liði mínu og gjörði
allt, sem í minu valdi stóð, til að bjarga
lífsvon minni. Nú vildi ég ekki láta segja
mér neitt léngur. Ég vildi sjálfur hugsa,
sjálfur finna svörin, helzt geta komist
fyrir allar svokallaðar vísindalegar sann-
anir, helzt geta spurt Alföður um mein-
ingu laans m'eð tilveruna. En allt þetta var
hægra sagt en gjört“. Enn heldur Einar
áfram að segja frá þessum ægilegu vand-
ræðum sínum, sem efnishyggjan og aðdá-
endur henriar komu honum í með for-
tölum sinum og „brauði“, sem þeir vildu
metta hann með á þessum árum. Svo
segir han.n: „Nýja testamentið var alltaf
sama unxmin að lesa. Þar fann ég lítdð
sem ekkert, sem gat hneykslað mig, a. m-
k. ekkert á móti þeim friði og ljósi, er
þetta gaf mér“.
Þó lætur Einar um stund skina i það,
að jafnvel þetta hafi ekki nægt sér til
fulls. Seinna í þessari indadu bók heyr-
um við, svo af munni Einars sjálfs, að
ekkert dugði honum sem hið heilaga orð
Krists sjálfs, sem hann tilbað af öllu bjarta
og öllu hugskoti sinu. Kristur var hans
æðsta fyrirmynd og hjálparhella og hin
algildasta fyrirmynd að lifa eftir, tigna
og tilbiðja.
Tapað — fundið.
Hér hefur aðeins verið minnzt á bar-
áttu Einars við efasemdir og það andrúms-
loft, sem lék um unga menn 5 Kaupmanna-
höfn af völdum hinnar uppsiglandi efnis-
hyggju, og nærri hafði hrakið hann af
réttri braut innfjálgrar trúartilfinningar
hins sæla, saklausa barns.
Það er auðséð, að þessi þáttur í trúar-
lífi Einars hefur verið sterkur og aldrei
verið kominn að þvi að slitna, þótt hann
sjálfur geri allmikið úr. Þar sem annars
staðar var hann svo heilsteyptur hreinn
og saklaus, þar sem hann hvorki vildi
blekkja sjálfan sig eða aðra.
I næstu tveim köflum ræðir hann þessa
baráttu enn frekar, svo og þá sælukennd,
sem um hann fer, þegar hann kemst yfir
efann, og hann snýr aftur til heiðríkjunn-
ar og efalauss trausts og tilbeiðslu á Kristi,
og hann hefur í ölhun megin atríðum eign -
ast aftur traust og hald í sinni réttu barns-
trú. Annan kaflann nefnir hann „Aftur-
elding“, og segir m. a. svo „Kvöld eitt,
er ég var genginn til rekkju tók ég til
lestrar bók nokkra, er ég háfði fyrir löngu
fengið lánaða, en ekki nennt að lesa í fyrr.
Það var einhver samtíningur eftir Swed-
enborg. Nafn þetta stóð ií sambandi við
eitt eða annað, sem ég hafði heyrt í æsku.
.... Ekki man ég, hvað var liðið á nóttu,
er ég hætti. En í mörg ár hafði ég ekki
lagt mig til slíkrar hvíldar sem þessa nótt,
með nýrri ódáinsvon. Ef til vill væri
einhverja lífsmeiningu að finna- Ef til
vill var það þessi litla næturvaka, er
varð til þess, meðal ýmissa annarra or-
saka, að straunihvörf urðu í lífi mínu. —
Hjá mér vaknaði vonarneisti um það, að
ég væri kominn á slóð þess, sem ég hafði
glatað og svo lengi leitað og innilega þráð
að finna. Samband við eitthvað mér óum-
ræðilega kært og elskulegt, mér kærara en
allt annað, er ég hafði þekkt og vissi af,
hófst að nýju“......
1 næsta kafla „Lifið að baki bókstafn-
um“ segir Einar m. a. svo: „Ég hafði víst
alveg gleymt honurn, sem ég kvaddi sið-
astan alls, er ég fyrir mörgum árum fór
næturför mína út á öldur myrkurs og
vonleysis. Nú fann ég aftureldingu í að-
sigi, og „ástvinur alls sem lifir“, nálg-
aðist sjóndeildarhring minn með nýjan
dag. Hann rann upp með alla þá geisla,
sem til eru fyrir allt í veröld allri, kom
eins og sendiboði og æðsti vitnisburður Al-
föður til alls, sem móti honum gæti tek-
ið. Og allt tók á móti honum, bæði i vöku
og draumi þess eigin tilveru, því að hann
var sjálfur dagggeislinn, sem skein yfir
öllu í gegnum allt. Nú var kominn dagur,
og ég gat lesið á bókina, sem ég áður gat
ekki. Nú elskaði ég bókstafinn, sem ég
hafði ekki áður getað elskað vegna dimm-
unnar, sem dró yfir hann, en nú var
hann orðinn mér kær vegna ljóss þess.
sem hann gjörði mér fært að geta lesið
betur. Nú var hann gagnsæjari og skyggði
ekki lengur á lífið, sem lá bak við hann.
Ég hafði svo oft áður heyrt talað um
Krist, og skildi ég það á mina visu. Þessi
mikla vera hafði fyrir mér verið um of
vafin viðjum bókstafsins. Hafði ég þess
vegna ekki haft kraft til að sjá hann. Óaf-
vitandi hafði ég leitað hans og þráð að
finna hann.......
.... Svörin, sem gefin voru forvitnum
mönnum, hafa mér þó síðar meir virzt
merkilega rétt, svo langt sem þau náðu.
Því ef allir þeir, er trúir hafa verið sin-
um óbreytta og einfalda barnalærdómi og
breytt þar eftir, vissu, hvað þeir voru á
réttum vegi, myndi öðruvísi lita út i þess-
um nafnkristna heimi“-
Allt er þetta tiginborin tjáning sálar til
að finna frið í hinu fullkomna. Og sann-
leikurinn er sá, að enginn aimar en sá,
sem svo er bundinn hinu fullkomna, skap-
ar ódauðlegt listaverk. Því til sönnunar
mætti draga fram mörg dæmi og sigild
úr safni sögunnar.
Lífið og listin.
Lifs- og manngildishugsjónina setur Ein-
ar öllu ofar og tengir það allt eða setur í
órofasamband við lifsuppsprettuna sjálfa.
112
AKRANES