Akranes - 01.10.1954, Síða 10

Akranes - 01.10.1954, Síða 10
Eftir tveggja vikna stranga ferð komust þeir loks til átthaganna. Valdesum veitti betur í stríðinu um dal- ina, þar til er franskur her kom óvinunum til hjálpar og hrakti Valdesa til fjalla. Bjuggust þeir til vamar í rammgeru fjalla- vígi, Balziglia, en neyddust til að yfirgefa það eftir frækilega vörn, er óvinimir höfðu molað það með ífallbyssum .sínum. Kom- ust þá leifar liðsins, eða nánar til tekið 367 Valdesar, í skjóli dimmrar þoku enn hærra upp í fjöllin. Nú virtist ifokið í öll skjól fyrir Valdesum og alger ósigur fram- undan — nema þeim hærist undursam- leg hjálp. Og sú hjálp barst þeim líka. Sendimenn frá hertoganum komu í veg fyrh' Valdesana og fluttu þeim þau skila- boð, að hertoginn vildi friðmælast við þá og njóta liðstyrks þeirra i baráttunni við Frakka, sem gengið höfðu á samninga sína við hann. Valdesar tóku tilboði her- togans og börðust gegn Frökkum undir merkjum hans. Þá fengu Valdesar fljótlega leyfi til að sækja konur sínar og börn, föngum var sleppt og útlagar fengu að koma heim. Valdesar nutu nú trúfrelsis um sinn, og evangelisk prédikun hljómaði að nýju um dalina páfatrúarmönnum til mikillar raunar. Árið 1696 samdi hertog- inn í Savoy frið við Frakka, en þeir frið- arsamningar voru Valdesum mjög óhag- stæðir. Valdesum var bannað að hafa nokkurt samneyti við þegna Frakkakon- ungs. Enn fremur var svo um samið, að allir Valdesar, sem af frönsku bergi voru brotnir, yrðu gerðir útlægir úr löndum hertogans, og evangelisk guðsþjónusta var með öllu börrnuð í þeim tveim dölum, sem Frakkar létu af hendi við hertogann. Þetta hvort tveggja var mikið áfall fyrir Valdesa. Mjög margir Valdesar urðu nú að hverfa á brott og áttu langflestir aldrei afturkvæmt til heimkynna sinna. 1 þess- um hópi voru sjö prestar af þrettán, sem störfuðu meðal Valdesa um þetta leyti, þar á meðal var Henri Amaud. Þessir brottreknu prestar voru annað hvort franskir að uppruna eða fæddir í þeim tveim dölum, sem að framan getur. Am- aud kaus að tfylgja þeim trúbræðrum sin- um, sem settust að í Wiirtemberg í Þýzka- landi, og gerðist hann prestur þeirra. Þar lézt hann árið 1721 og var grafinn í fá- tæklegri kirkju í Schönenberg hjá Muhl- acker í Þýzkalandi. Enn í dag má sjá leg- stað þessa fræga forystumanns Valdesa. Amaud .skrifaði sögu heimfararinnar 1689, sem nefndist „Historie de la glorieuse ren- trée“ og kom út árið 1710. Þessi frækilega för þótti Napóleon Frakkakeisara, mikið afrek og dáðist hann mjög að hinum hraustu fjallabúum og frá- bærum leiðtogahæfileikum Amauds, enda nutu Valdesar vemdar Napóleons á valda- dögum hans á ftalu í byrjun 19. aldar. Framhald á síSu 137. Íl8 KJARVAl sýnir listaverh Kjarval talar viS vin sinn, FriSrik GuSjónsson. 1 októbermánuði s. 1. sýndi Kjarval hvorki meira né minna en 74 málverk og myndir, sem allar eru gerðar á þessu ári, eða hinum allra síðustu. Mörg þeirra eru mjög stór, og flest þeirra eru undursamlega falleg listaverk, bæði að hugkvæmni og handbragði. Mörg þeirra eru innblásin, skáldleg listaverk, ósambærileg við allt, sem maður á að venjast og þekkir. Kjarval fer ekki aftur, hann stendur ekki í stað, því svo sannarlega fer honum fram. Það sýnir þessi merkilega sýn- ing hans óumdeilanlega. Því miður hafði ég ekki nægan tíma til að dvelja á hinni heillandi sýningu eins lengi og ég hefði viljað, því að þar er margt, sem seiðmagnar hugann. Ég vil aðeins minnast hér á nokkrar myndir, enda þótt ástæða væri til að láta í ljós undr- un sína yfir svo að segja hverri mynd, sem þarna var. Nr. 5 „Leysing“, er dásamlega falleg myxid. — 6 „Úr Borgarfirdi eystra, og 8 „Reyk]ahyrna“, eru mjög fallegar. — 9 „Bláberjahrísla“, er undursamlegt listaverk. Þeir litir eru óvið- jafnanlegir. — 11 og 12 „ViS Bú8aós“, og við „Hraunjd8ar“, eru og mjög fallegar. — 16 „/ hraunja8ri“, er ein fegursta myndin á sýningunni. — 21 „Frá Brei8uvík“ er einkennileg mynd og falleg. — Einnig nr. 22, „Vi8 Selfljót“, sem er yndislega falleg. — Þá kemur nr. 23. „Hei8alandslag“. Þar er nú farið fallega með liti, að sjá t. d. hve uppblástur landsins verður þarna ljóslifandi á myndinni. — 24 „Melgrasskúfurinn har8i“. Þar er fimlega farið með fagra liti. — 39 heitir: „Fyrir Fjallrœ8una“. Þar er beinlinis um skáldverk að ræða, þar sem myndin er gerð undursamlega hugðnæm með mýkt þeirri og fullkomnu samræmi í litum, sem meistarinn virðist eiga svo auðvelt með að byggja upp myndir sínar með, svo að hvergi skeikar. — 68 „Brim“, er einkennileg mynd og óvenjuleg, sem mikið er í, enda skáldleg. -— Þá kemur nr. 73 „Skagaströnd“, mjög falleg mynd, sem sýnir tvo drengi í forgrunni. Margar fleiri myndir mætti nefna, svo sem: „Flugþrá", þar sem andi skáldsins hefur sig til flugs, en við undrumst gjörsamlega hugkvæmni hans og tök á pensli og litum, sam- ræmi og tiginbornum töfrum. Ó. B. B. AKRANES

x

Akranes

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.