Akranes - 01.10.1954, Síða 13

Akranes - 01.10.1954, Síða 13
bólstraraverkstæði, skermagerð, gljnprenti og bókbandi. Járn- og trésmiðaverkstæði. Með hinum nýja, glæsilega vinnuskála hafa þeir þá heldur en ekki fært út kví- -arnar í iðnaðinum íarið inn á alveg ný svið, í sumum greinum algerlega ónumin hér á landi. Rafmagnsvír. Þannig fengu þeir í byrjun þessa árs fullkomnustu vélar til einangrunar á raf- magnsvír til hverskonar notkunar við raf- magnslagningu i hús. Þeir einagra vír frá 0,75 mm- uppí 25 mm-. Af grennsta virnum geta þeir ein- ongrað 2000—2500 m á klukkustund. í sambandi við framleiðsluna er prófunar- vél, sem vírinn gengur í gegnum og próf- ast hann þar með 4—5000 volta spennu og merkir hún sjálfkrafa vírinn og gefur til kynna með ljósi og hringingu, ef einhverra hluta vegna, minnsti galli er á einangrun- inni. Einangrunargalla merkir vélin á vir- inn með rauðu merki. Með þeim vélum, sem þeir hafa nú yfir að ráða til þessarar framleiðslu, geta þeir unnið allt sem við nú þurfum að nota á þessu sviði. Eru þess- ar vélar þær fullkomnustu, sem nú er völ á til þessara hluta, og einangrunin marg- reynd að vera hin fullkomnasta. Garðslöngur, rafmagnsrör og leikföng. 1 einni a!f hinum nýju plastvélum fram- leiða þeir nú á Reykjalundi, garðslöngur og rafmagnsrör, ermfremur vatnsrör. Raf- magnsvírinn er vel samkeppnisfær við er- lenda framleiðslu og sparar mikinn gjald- eyri. Garðslöngurnar, rafmagns- og vatns- rörin, munu verða hlutfallslega enn ódýr- ari. Þá hefur verið hafin rnikil framleiðsla á alls konar nýtízku leikföngum úr plasti, svo sem jólatrésseríur, fljúgandi diska, belt- istraktora, alls konar vagna, kerrur o. fl. o. fl. Einnig framleiða þeir úr plasti margs konar nauðsynjaáhöld, svo sem barnabað- ker og uppþvottabala, og einnig frystihúsa- bakka o. fl. Ýmislegt íleira en hér liefur verið nefnt, er hægt að framleiða i þess- um vélum, sem eru eins og áður er sagt, af fullkomnustu gerð. Forstöðumaður og frumkvöðlar að þessari iðju hér á landi. Meistari þessarar iðju á Reykjalundi ’neitir Jón Þórðarson frá Ólafsfirði, hinn mesti völundarsmiður, sem allt leikur í höndunum á. Árið 1946 stofnaði hann hið fyrsta fyrirta'ki hér á landi í þessari grein og kallaði það Plastic h.f., en meðeigend- ur í fyrirtækinu voru með honum eftir- taldir menn: Gunnar Skagfjörð, Gunnlaug- ur S. Jónsson, Axel Kristjánsson og Lárus Óskarsson. Síðar stofnuðu þeir bræður Árni og Marinó Jónssynir annað iiliðstætt fyrirtæki, en árið 1953 keypti S.t.B.S. bæði Cyrirtækin, réði Jón Þórðarson fyrir meist- ara og sendi hann ásamt Árna Einarssyni til útlanda til að velja og festa kaup á fyrsta flokks vélum til þessarar iðju. Má nú sjá árangur þeirrar farar á Reykja- lundi, eigi aðeins í margbrotnum vélum, heldur einnig í margvislegum framleiðslu- vörum, vel gerðum og smekklegum, sem hvort tveggja í senn auka fjölbreyttni iðn- aðarins í landinu, um leið og þannig spar- ast erlendur gjaldeyrir. Að þessu nýja verkefni vinna nú 20—25 manns. Hér er um einstætt afrek að ræða. Yfir öllu þessu starfi á Reykjalundi hvílir sérstök blessun, þar sem samhuga afburða- menn að hugsjónum, verkhyggni og vinnu- gleði ganga fullkomlega upp i starfinu og bæta hver annan upp. Sjálfsagt telur eng- inn þeirra, er þarna koma við sögu á sig hallað, þótt Oddi lækni sé gefin eitthvað meiri „dýrð“ en hinum, en ekki er það heldur gert til að rýra þeiira framlag eða köllun til þessa veigamikla starfs þeirra. Oddur er áreiðanlega einstakur hugsjóna- og skipulagningarmaður, hygginn og ráð- deildarsamur, en þá er þó ótalið honum til gildis hið óvenjulega vinnuþrek, sem m. a. m. sanna með þvi ef til vill einstæða a'f- reki, að vera eini læknirinn á svo stóru vistheimili sjúklinga, sem telur 80 manns. Má af þessu gera sér gleggsta grein fyrir starfi Odds læknis á þessum stað. Um stjórn slíks heimilis sem þessa hef- ur það þá ekki minnst að segja, að kunna að velja sér starfsfólk. Það hefur einnig verið hér með ágætum, og var nokkuð minnzt á það í fyrri greinum. En þar varð mér það á, fyrir óskiljanlega handvömm, að nafngreina ekki rétt matráðskonu heim- ilisins. Þar var hún talin heita Þorbjörg. Hið rétta er, að hún heitir Snjáfriður Jóns- dóttir, Sturlaugssonar frá Stokkseyri, dótt- ir þess mæta og mikilhæfa björgunar- manns og sjósóknara. Snjáfríður hefur verið matráðskona á Reykjalundi 'frá fyrstu tíð og er það enn. Hún er framúrskarandi stjómsöm og hagsýn. Eyðir ákaflega litlu, þ. e. gerir mikið úr litlu, og er ákaflega þrifin. Eins og kunnugt er koma orðið margir erlendir gestir að Reykja- lundi. í,júka þeir yfirleitt upp einum mmrni um það, að þama sé um ein- stæða fyrirmynd að ræða, hvort sem litið er til bygginganna, um allan að- búnað vistmanna, smekk\dsi, þrifn að og fyrirmyndar reksturs. Þar sem ég hefi til þessa sagt all rækilega sögu þessa einstæða vist- heimilis, mun ég meðan ástæður leyfa, lofa lesendum blaðsins að fylgj- ast með hverri nýrri hræringu þessa mikla þjóðþrifafyrirtækis, og erlþað tilefni þessa litla greinarkoms um Reykjalund, sem að þessu siirni hefur verið við bætt. Um leið óska ég Reykjalundi, öllu vistfólki þar, stjórn og starfsliði, gleðilegra jóla og farsældar í fram- tið. Raftaugaeinangrun í PlasticgerSinni. AKRANES 121

x

Akranes

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.