Akranes - 01.10.1954, Side 14

Akranes - 01.10.1954, Side 14
EKKERT tímabil hefur notið eins lítilla vinsælda og miðaldir. Myrkar mið- aldir er orðið orðtæki í samanburði við hina glæstu fornöld afreksverka, lista og skáldskapar og nútímann, tíma vísinda, tækni og lýðræðis. Rétt er það, að myrk- viðir vanþekkingarinnar voru þéttir a mið- öldum og í skjóli þeirra blómgvaðist hjá- trú, djöfladýrkun og ótti við Helvíti, en eðlileg afleiðing alls þessa var harðýðgi og mannúðarskortur, skilgetin afkvæmi hræðslu og ótta. En þeim mun dimmri, sem nóttin er þeim mun skærara skina stjörnurnar. Miðaldir voru dimm nótt en stjömuhimininn var fagur. Á þessari öld voru gotnesku kirkjumar byggðar Notre Dame, Chartes Canterbury og Köln, feg- urstu verk, sem hugir og hendur manna hafa myndað. Á þessu myrka tímabili voru uppi menn, sem af heilum huga leit- uðust við að lifa lífi sínu eftir fyrirmynd Krists. Þessir menn lifðu í sannleika, misk- unnsemi og óeigingimi og þjónuðu á þann hátt hinum sanna tilgangi lífsins. Það var þess vegna engin hending, að bókin, sem næst gengur biblíunni að vinsældum „De Imitatione Kristi" var einmitt skráð á þessum timum. Miðaldir verða alltaf gáta í hugum þeirra manna, sem ekki þekkja dómkirkjumar, ekki hafa lært að bera virðingu fyrir helgum konum og mönnum, sem uppi vom á þessum timum og ekki hafa skilið hvaða dyggðir eru geymdar hjá Thomasi frá Kempis. I þessari grein mun ég minnast þess manns, sem þekkt- astur var og ástfólgnastur öllum, sem til hans þekktu af þeim, sem uppi voru á mið- öldum, hins heilaga Frans frá Assisi. Líf þessa manns var í nánari samhljómi við lif Krists en nokkurs annars manns, sem sögur fara af. Saga hans er öllu mann- kyninu helgur dómur og áhrifa hans gætir þann dag í dag, þau eru í senn hrein og göfug. Frans frá Assisi fæddist 1182 í fjalla- byggð einni á Italíu. Faðir hans var rikur fatakaupmaður, en mamma hans var frönsk, ættuð úr héraðinu Provence, heim- kynni skáldskapar og riddaramennsku. Enginn skilur Frans frá Assisi nema hann minnist þess, að hann var sonur Italiu, og Frakklands landa sólarinnar, vinsins og lífsgleðinnar og hann var alinn upp með frönsku sem móðurmál en ítölsku sem feðratungu og á þann hátt nátengdur tveimur fegurstu og andríkustu málum heimsins. Þegar Frans komst mest við í gleði eða sorg talaði hann frönsku. Þessi fallegi og viðfelldni unglingur óx upp í allsnægtum og skemmtanalífi. Hann var hrókur alls fagnaðar í öllum veizlum, spil- aði og söng af mikilli kunnáttu, gekk vel klæddur enda fyrirmannlegur að eðlisfari svo að vinir hans kölluðu hann fransmann- inn. Þetta var á krossferðatímum og eins EDVARD HARALDSEN, yfirkennari: Heilogur FRANS Iró Assisi og alla aðra unga menn lét Frans sig dreyma um að verða riddari, fara i kross- ferðir, komast í ævintýri og vinna þrek- virki, snúa síðan heim krýndur kórónu heiðurs og frægðar. Tvivegis fór hann í stríð. I fyrra skiptið var hann tekinn til fanga og haldið í fangelsi í eitt ár. 1 fang- elsinu vann hann hugi allra með kátínu sinni og kixrteisi, ifranska blóðið í æðum hans leyndi sér ekki. I seinna skiptið átti hann að berjast gegn Þjóðverjum, sem herjuðu á Italíu, en á leiðinni til vígstöðv- anna snéri hann við og olli því draumur, sem hann dreymdi. Á timum þeim, sem þá fóru i hönd virðist Frans hafa háð mikla .andlega baráttu. Hann veiktist hættulega bæði andlega og líkamlega og þegar hann komst á fætur eftir veikindin fannst hon- um hann vera haldinn vanlíðan sökrnn tómleika og tilgangsleysis lífsins. Allt, sem hann mat mikils áður virðist allt í einu hafa glatað gildi sinu þannig, að hann hlaut að skipta um stefnu. Hann býður þá vinum sínum til dýrðlegrar veizlu, þar sem fínustu krásir og vín eru á borðum, en hljómlistarmenn og söngvarar skemmta með list sinni. Að borðhaldi loknu fara Frans og vinir hans út að ganga í mildu kvöldloftinu, þá hverfur hann vinum sín- um og þegar þeir finna hann er hann við- utan, eins og hugur hans sé ekki lengur þessa heims. Vmirnir stríða honum og spyrja hvort hann sé í giftingarþönkum. Hann játar því og kveðst ætla að giftast skínandi .stúlku, svo unaðslegri, að þeir geti varla gert sér það í hugarlund. „Ég ætla að giftast fátæktinni. Þetta skilja vin- irnir ekki. Frans fer nú að gefa fátækl- ingum ríkulegar gjafir og til þess að reyna þyma betlibrautarinnar fer hann til Róm- ar og tekur sér stöðu við Péturskirkjuna og biðst ölmusu. Nokkrum dögum síðar þegar Frans er úti að riða mætir hann líkþráum manni, sem réttir fram hendina og biður inn ölmusu í Herrans nafni. Frans hafði alltaf haft viðbjóð á líkþráu ifólki sökum fýlu þeirrar, sem af því lagði, hon- um var því næst skapi að ríða á brott. En brátt vann hann bug á freistingunni, fór af baki hestinum, gaf holdsveika mann- inum alla þá peninga, sem hann hafði á sér og að skilnaði kyssti hann hendur hans, hendur hlaðnar sárum og kaunum. Ekki hafði Frans fyrr gert þetta góðverk en hann fann unaðslega gleði streyma inn í sál iSÍna. Þvilíka tilfinningu hafði hann aldrei þekkt áður. Hann 'fór aftur á bak hestinum, en þegar hann ætlaði að virða fyrir sér holdsveika aumingjann var hann allur á bak og burt. Upp frá þessu fór Frans oft einförum. Dag nokkurn lá leið hans fram hjá fátæklegri kirkju. Þá fannst honum hann heyra rödd, sem sagði „Frans, byggðu upp húsið mitt“. Hann hraðar sér heim, fer inn í búð föður síns, tekur dýr- indis klæðisstranga og selur á torginu, hest- inn líka. Peningana afhenti hann síðan presti fátæku kirkjunnar. Þolinmæði föð- ur hans var nú loksins þrotin, og hann refsaði syni sínum harðlega. Frans var læ.stur inni í dimmum kjallara og fékk aðeins vatn og brauð að borða. En réfs- ingin kom ekki að neinu haldi og skömmu siðar hittust faðir og sonur hjá biskupnum, en þar ákærði faðirinn son sinn og krafð- ist þess að fá þá peninga aftur, sem son- urinn hefði fengið fyrir vörurnar og síð- an gefið kirkjunni. En þá kom nokkuð fyrir, .sem málarinn frægi, Giotto, hefur málað á veggina i kirkju hins heilaga Frans frá Assisi. Frans klæðir sig úr hverri spjör og fær föðurnum hin dýru klæði sín um leið og hann segir: „Hingað til hef ég kallaði þig Bernardone pabbi, en upp frá þessari stundu á ég aðeins einn föður, Guð á himnum. Biskupinn sveipaði kápu sinni utan um unglinginn og gaf honum síðan föt úr grófu efni. Frans mál- aði kross með kalki á bak jakkanum og svo yfirgaf haxrn föður sinn og móður sína, heimili sitt og átthaga og hélt út í óvissuna. Syngjandi hélt hann til fjalla, þar réðust á hann ræningjar og spurðu hvers konar labbakútur hann væri. Ég er boðberi hins mikla guðs“, svaraði Frans. Ræningjarnir flettu hann klæðum og fleygðu honum síðan niður í gjá og sögðu: „Liggðu þarna, boðberi guðs“. Á þessu hefði mátt ætla að sagan um fyrirhyggjulausan og útsláttarsaman ungl- ing hefði endað. Að þessu hafði hann ekki sýnt færni í neinu nema eyða peningum og skemmta sér. Síðustu athafnir hans voru slikar, að allt skynugt fólk kallaðí hann apakött eða annað verra. Ætti þessi 122 AKRANES

x

Akranes

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.