Akranes - 01.10.1954, Blaðsíða 17
ÓI. B. Björnsson:
III. KAFLI — Framhald
SMA BVGGHAR SiMl SMRBSHEIUR
Innri-Hólmur (framhald).
Ólafur stiptamtmaður
Stefánsson.
EKKI HEFI ég athugað með hvaða hætti
Innri Hólmur kemst í eigu Ólafs stipt-
amtmanns Stefánssonar, en þar byrjar
hann búskap 1780. Hann hóf búskap sinn
a Leirá 1761, bjó síðan á Bessastöðum frá
1766, að Elliðavatni frá 1770, i Sviðholti
frá 1771, á Innra-Hólmi frá 1780—1794,
er hann 'flutti til Viðeyjar, þar sem hann
bjó til dauðadags 11. nóvember 1812.
Ólafur Stefánsson var fæddur 3. maí
1731, að Höskuldsstöðum á Skagaströnd.
Faðir hans, Stefán prestur, var sonur
Ólafs Guðmundssonar prófasts á Hrafna-
gili og konu hans, önnu Stefánsdóttur
skálds Ólafssonar i Vallanesi. Móðir hans,
og fyrri kona Stefáns prests á Höskulds-
stöðum var Ragnheiður Magnúsdóttir
Björnssonar sýslumanns á Espihóli Páls-
sonar Guðbrandssonar biskups Þorláksson-
ar. En móðir Ragnheiðar og kona Magnús-
ar Björnssonar, var Sigríður eldri Jónsdótt-
ir biskups Vigfússonar og Guðriðar Þórð-
ardóttur Jónssonar prests í Hitardal Guð-
mundssonar. Voru þau Ragnheiður á Hösk-
uldsstöðum og Magnús Gíslason amtmaður
þvi systkinabörn. Þau Stefán og Ragn-
heiður eignuðust, auk Ólafs, fimm dætur,
þeirra á meðal Sigríður yngri, er fyrr átti
Þórarin Jónsson sýslumann í Eyjafjarðar-
sýslu, en synir þeirra voru Stéfán Þórar-
inssón amtmaður og Vigfús sýslumaður,
faðir Bjarna amtmanns Thorarensens.
Síðar giftist Sigríður Stefánsdóttir Jóni
Jakobssyni sýslumanni í Eyjafjarðarsýslu
og átti með honum Jón Espólín sagnarit-
ara. Ragnheiðar á Höskuldsstöðum naut
ekki lengi við. Hún andaðist snemma árs
1738 frá bömum sínum ungum. Skömmu
síðar gekk Stefán prestur að eiga Sigr.íði
Sigurðardóttur Einarssonar á Geitaskarði,
ekkju Odds sýslumanns Magnússonar frá
Grenjaðarstað, bróður Gísla Magnússonar,
siðar biskups á Hólum. Áttu þau tvo sonu,
Odd, siðar klausturhaldara á I’ingeyrum,
og Sigurð, er var síðastur biskup á Hólum.
Mjög miklar ættir eru komnar frá þeim
Höskuldsstaðahjómnn. (S. Isl. VII).
Stefán prestur, faðir Ólafs, drukknaði
vorið 1748, er sonur hans var tæpra 17
ára.Það blés þvi ekki byrlega um nám og
frama fyrir hinum unga manni, en úr því
öllu rættist vel. Hann lærði undir skóla
hjá síra Jóni Vídalín í Laufási, var tekinn
í Hólaskóla 1749. Varð stúdent þaðan 1751,
og fór sama ár utan til náms við Hafnar-
háskóla og útskrifaðist þaðan í lög'ftæði
29. marz 1754. Hann var um skeið bók-
haldari við Innréttingarnar, varalögmað-
ur norðan og vestan 1756, en sleppti því
1764, er hann varð aðstoðarmaður Magn-
úsar amtmanns Gíslasonar, en tók við
amtmannsembættinu að Magnúsi látnum
10. nóv. 1766.
Kona Ólafs Stefánssonar stiptamtmanns
var Sigríður, einkadóttir Magnúsar amt-
manns Gíslasonar og konu hans Þórunn-
ar Guðmundsdóttur á Álftanesi, Sigurðs-
sonar. Hún var þá talin beztur kvenkostur
hér á landi.. Stóð brúðkaup þeirra með
mikilli rausn á Leirá 1761. Um Ólaf
Stefánsson segir Jón Aðils svo í ópr. Is-
landssögu sinni Lbs. 2025: „Þó að Ólafur
hafi auðgast eitthvað af störfum sinum
við stofnanirnar (Innréttingarnar), þá var
hann enn bláfátækur maður i samanburði
við Magnús amtmann, því að hann var
þá talinn, og það með réttu, langríkasti
maður á íslandi. En Magnús amtmaður
mun hafa séð það í tengdasyninum til-
vonandi, sem var auði betra, en það var
dugnaður og liæfileikar og mannkostir
óvenjumiklir að ýmsu leyti. Og þegar rætt
var um ljárskilmála milli þeirra hjóna-
efnanna, lagði Magnús amtmaður það í
vald dóttur sinnar að ráða kaupmálanum
og kjöri hún þá helmingafélag. Magnús
taldi dóttur sinni að heiman 400 hundruð
i fasteign og 200 í lausafé, en það mundi
nema yfir 100 þúsund í voru fé. (Nú
1954, mundi þetta nema 2—3 millj. kr.).
Eftir brúðkaupið sat Ólafur varalögmað-
ur á Leirá hjá tengdaföður sínum, og
var árið 1764 skipaður honum til aðstoðar
í amtmannsembættinu, en tók við þvi að
fullu og öllu 1766 er Magnús andaðist.
Ólafur haifði flutzt með honum að Bessa-
stöðum það ár.....
Ólafur Stephensen var orðinn stiptamt-
maður (1790) fyrstur ísl. maður í æðstu
stjórnarstöðu landsins síðan á siðaskipta-
tímanum, og það ekki ófyrirsynju, þvi að
hann fékk það orð hjá stjórnarherrunum
utanlands, að hann þætti duglegastur amt-
maður og stiptamtmaður í ríkjum Dana-
konunga, annar en Friðrik Moltke, sem
verið ha'fði sta. i Noregi, áður en hann tók
forsæti í stjórnarráðinu og þótti skörung-
ur mikill. Það var nú samt sem áður ekki
Ól. sta. eða aðrir þeir, sem fóru með æðstu
stjórnarvöld landsins um þessar mundir,
er mest létu til sín taka á síðustu áratug-
um aldarinnar, og þar eftir, heldur sonur
Ólafs, Magnús Stephensen“.
Ólafur Stefánsson var hinn merkasti
maður á marga lund. Um hann segir
svo í S. Isl. VII, 56: „Sem embættismað-
ur var hann tillögugóður og hygginn, þýð-
ur í viðmóti og brjóstgóður við bágstadda,
en hins vegar var hann enginn bardaga-
maður, skorti harðfylgi og snerpu, ef í
odda skarst, kaus að hliðra sér hjá harð-
ræðum, en leita heldur lags. Komst hann
og jafnan býsna langt áfram með þeim
hætti“.
„Fékk 28. marz 1786 hinn mikla heið-
urspening úr gulli „pro meritis" frá kon-
ungi, fyrir hjálpsemi hans við fátæklinga
í harðindunum......Hann var maður vel
að .sér, hagsýnn og ráðdeildarsamur, dug-
legur embættismaður og þó varkár, um-
bótamaður með gætni, gerðist stórauðug-
ur, enda fékk hann mikinn arf með konu
sinni, var þó rausnarsamur og gaf fæðing-
arhreppi sinum stórfé í jörðum“. (Isl. æv.)
Eftir hann liggja nokkur ritverk, bæði
prentuð og í handritum. Bæði um reikn-
ingslistina, svo og búnað til lands og sjáv-
ar o.fl.
Ólafur stiptamtmaður býr stórbúi á
Innra-Hólmi, jörðin er ásett fénaði svo
sem framast má, en auk þess hefur hann
mikinn útveg, bæði heima og heiman, um
allt nesið og hér niður í Skaga. Hafði hann
sérstakan bústjóra til að sjá um hinn mikla
útveg. Á árunum 1794—1803 gerði það
t. d. Bjöm Gottskálksson. Til er svofelld
umsögn Hallgi’íms hreppstjóra um Ólaf
stiptamtmann og búskap hans: „Þá var
Ólafur stiptamtmaður á Innra-Hólmi, (þ.
e. fyrir og eftir 1800), rikur maður, átti
allan Skagann og mikið annað jarðagóz
og lausafé. Hann hafði á búi 16 kýr og
16 naut og kálfa, 60 ær, 130 sauði og 35
manns að jafnaði í heimili“.
Eins og áður er sagt, var Ólafur Stéfáns-
son hinn mesti búhöldur, og var þar í
mörgu til fyrirmjmdar og á undan símun
tima, enda var tengdafaðir hans það
einmg.
Við Innra-Hólm er litill hólmi örstutt
frá landi, bendir ýmislegt til, að hann hafi
einhvern tíman verið landfastm:, verið
mun stærri en hann er nú, a. m. k. bilið
milli lands og hólma mun minna, hafi
liann ekki verið landfastur. I þessum hólma
efldi Olafur stiptamtmaður æðarvarp
verulega í sinni tíð. Hefi ég ekki heyrt
sagnir um það, eða séð það skjalfest, að
þar hafi fyrr verið æðarvarp, a. m. k.
AKRANES
125