Akranes - 01.10.1954, Blaðsíða 19
komust þeir loks að Irmra-Hólmi, en gátu
ekki lent þar fyrir ís, og urðu að stikla
á jökum til lands.
Með Magnúsi og foreldrum hans varð
auðvitað fagnaðarfundur, en það dró mjög
úr, að hvar sem til fréttist í landinu var
gróðurleysi, horfellir og manndauði.
„Blöskraði Magnúsi, er hann kom að
Innra-Hólmi, að sjá þar húsfylli dag eftir
dag af dauðvona aumingjiun, konum börn-
um og gamalmennum, er flosnað höfðu
upp og flúið að norðan, austan og vestan
til að leita sér líknar og saðnings, margir
þó um seinan, því að þeir dóu þar og
alls staðar hrönnum saman af hungri og
hungursóttum, enda var þá ekki annað
til viðurlífis hjá fátæklingum en hræ af
hordauðum og pestardauðmn skepnum, og
þótti dýrmætisfengur. Á Jónsmessu tók
fyrst syðra að grænka lítið eitt í hlað-
vörpum, en það visnaði og gulnaði jafn-
harðan fram eftir öllu sumri“.
Þá ræðir Jón Aðils um hina miklu
menntun Magnúsar og margvislega yfir-
burði, sem urðu til þess að honum var
boðið að ílendast ytra. En faðir hans ha'fði
hugað honum annað. Þ. e. að vinna íslandi,
enda bar æfiferill Magnúsar þess ljósan
vott, að 'honum hefur verið það kærast
sjálfum. Svo segir Jón Aðils: „Magnúsi
féll þungt að rífa sig frá Höfn, ekki sízt
er stjórnarforsetinn sjálfur herti að honum
að ílendast, og hét honum forstöðu Islands-
mála í Rentukamerinu. En Magnús varð
að af.sala boðinu, og var það mjög þýðing-
armikið fyrir ísland, að hann tók þessa
stefnu, því að ekki er ólíklegt, að margt
hefði öðruvísi skipast á Islandi um alda-
mótin 1800, ef hans he*fði eigi notið þar
við, og mundi líklega sumum löndum hans
um þær mundir ekki hafa verið það á
móti skapi, þó að við séum ekki í vafa
um, hve mikinn þátt starfsemi hans átti
í því, að undirbúa þjóðina undir nýja
framtíð og nýtt menningarsnið“.
Hér verður enn tekið orðrétt upp úr
handriti Jóns Aðils:
Embættisstörf og búskapur
á Leirá.
„Haustið eftir að Magnús kom út, stóð
brúðkaup þeirra Guðrúnar á Möðruvöll-
um, og var þar margt göfugra manna. Var
hann veturinn eftir á Innra-Hólmi hjá
föður sínum og reisti bú á hálfri Leirá
1789, og gaf faðir hans honum jörðina,
en hafði bú.á henni hálfri. Sá hét Brynj-
ólfur, er bjó á móti M. St. fyrsta árið,
sem ráðsmaður fyrir búi stiptamtmanns,
og samdi þeim lítt, þvi að Brynjólfur var
stórlyndur, en Magnús vildi einn öllu ráða,
og sagði honum fyrir í fleztu. Ekki hafði
Magnús mikið álit á sér sem búmaður
fyrsta kastið, en umsýslumaður var hann
mikill og þóttist .sjálfur hafa gott vit á
búskap. Tók hann vel á móti gestum, eink-
um heldri mönnum og var þvi útdráttar-
samt hjá honum. Árið 1791 tók hann við
ábúð á allri Leirá, og hafði þá margt vinnu-
fólk, en heldur lélegt, hafði faðir hans
gefið honum allt búið, sem Brynjólfur
veitti forstöðu, og var það allmikið. Egg-
ert Guðmundsson, sem seinna var prestur
og prófastur í Reykholti, var um þetta leyti
í þjónustu Magnúsar, gekk hann til allra
verka með vinnumönnunum, nema þeim,
.sem óhreinlegust voru, enda var hann
hamhleypa til vinnu. M. lögmaður var
sjálfur oft í verki með honum, og var hann
að jafnaði svo klæddur, að hann var í tví-
hneptri peysu, silfurhneptri með rauðum
bryddingum, grænum klæðis-brjóstadúk
og bláum prjónabuxum, sem náðu ofan
fyrir hné, með lituðum sokkaböndum og
bláum sokkiun, en rauða oturskinnshúfu
á höfðinu. Hann hafði fléttað hárið og
vafið með silkihandi, er náði í mittisstað.
Hann var ávallt á gangi og hljóp oftast við
fót og leit i allar áttir. Þýður var hann
í viðmóti við aðkomumenn og .spurði mjög
frétta, bauð þeim að þéra sig og leiðrétti
þá, ef þeim fórst það mjög klaufalega;
einnig skipaði hann þeim að taka ofan
meðan þeir töluðu við hann, en færu þeir
nokkuð að malda í móinn með það, eða
sæi hann á þeim ólundarsvip, varð hann
herralegri og sagði, að hárið væri til að
skýla höfðinu, og síðast mundi þá kala á
því. Við bændur var hann hinn ástúðleg-
asti, einkum ef þeir voru dugnaðarmenn,
og ræddi O'ft við þá um ýmsa búnaðar-
liáttu, húsabyggingar, fénaðarkynbætur
og þessháttar. Þoldi hann allvel, þótt hon-
um væri andmælt, en hélt þó sínu máli
fram“.
Magnús vann oft í heyi, t. d. við að
sæta. Hann fór einnig í milli ef þess þurfti
með.
Sumarið 1891 var fremur slæmt, og var
hey enn úti á veturnóttum. Þó lét Magn-
ús halda áfram slætti fram yfir réttir af
mesta kappi, en ekkert náðist fyrr en um
veturnætur. Hjálpuðu honum þá margir
til að ná heyjunum, en sögðu homnn að
það væri allt ónýtt, nema handa gadd-
hestum í hörkum. Hann sagði hins vegar,
að vel mætti gefa það með töðunni, sem
var svartornuð af illri hirðingu fyrr um
sumarið.
„Veturinn eftir (1791—92) var góður
til jóla, en !frá þvi skipti um og gerði
snjóa mikla fram i miðþorra, en eftir það
gerði hin mestu harðindi, svo að gamlir
menn töldu góuna einhverja hina verstu,
sem þeir höfðu lifað. Leit út fyrir hey-
skort hjá mörgum, en þó var enginn jafn
illa staddur sem M. lögmaður, og mátti
heita, að hann væri kominn á bráðahjam.
Þegar það fréttist að Innra-Hólmi, sendi
faðir hans tvo vinnumenn sína til að sækja
allt fé Magnúsar, og lét þau orð fylgja,
að það skyldi deyja hjá sér, en kýrnar
sínar mætti hann ábyrgjast sjálfur. Fylgdi
þessu hálfónotalegt bréf frá Ölafi með
þeim ummælum, að Magnús mundi aldrei
verða búmaður; reiddist þá M. og lá við
sjálft, að mennirnir 'færu erindisleysu, en
með því að eigi var annars kostur, lét
hann þá samt fara með féð. En nú var
hann í .stökustu vandræðum með að halda
lífinu í kúnum, þvi að í þriðju viku ein-
mánaðar var hann heylaus með öllu, en
enginn gat hjálpað að neinum mun þótt
feginn vildi. Hagar voru að vísu komnir
upp, en frost mikil. Kom hann hestunum
fyrir í hagagöngu og voru þeir sármagrir.
Tók hann það ráð að gefa kúnum hrís, og
varð sjálfur að fara í skóginn með vinnu-
mönnunum til að rífa það, og bera það
heim með þeim. En vinnukonurnar voru
óviljugar til þess, og þóttust svangar, því
sárlítið var til að borða, en ekki er þess
getið, að faðir han.s sendi honum mat.
Samt hélt M. áfram að rifa hrísið og
bera það heim í 3 vikur, en þá voru allar
vinnukonurnar uppgefnar nema tvær. Á
þennan hátt hélt hann lífinu í kúnum, svo
að þær höfðu nokkuð til jórturs, enda
hjálpuðu margir honum um heytuggu af
litlum efnum. Sauðfénaðurinn var á
Innra-Hólmi 'fram yfir krossmessu, og var
ekki mjög magurt, og engin kind hafði
farist.
Svona byrjaði búskapirrinn hjá Magn-
úsi, allt annað en glæsilega, og er það
sýnilegt af frásögninni, að það hefur mest
verið dirfsku hans að kenna og ákafa, að
ná sem mestum heyjum, án þess að haga
sér eftir veðráttunni, enda sett alltof frek-
lega á lítil og spillt hey. Hann hefur ver-
ið stórhuga og bráðlátur í þessu sem öðru,
en þó héfur hann víst fengið hér þá ráðn-
ingu, sem hann þurfti, því að seinna varð
hann búhöldur mikill og sá vel um skepnu-
höld og aðdráttu alla til búsins. Magnús
var alla tíð hinn híbýlaprúðasti maður
og húsaði vel á bújörðum sínum. Á Leirá
voru heldur léleg húsakynni þegar hann
tók við, og hafði Björn lögmaður Mark-
ússon, sem bjó á hálfri Leirá á undan hon-
um, ekki haft fyrir sjálfan sig nema lítið
stofuhús frammi í bænum í 2 stafgólfum,
og það ofnlaúst. Magnús byggði stofuna
upp að nýju og fékk smið að sunnan til
að þilja hana, því að allt skyldi vera sem
snyrtilegast. Stafir og bitar voru úthöggn-
ir og rauðmálaðir, en yfirborðið allt grænt,
og kvaðst hann vilja hafa stofuna svo, að
hún sæmdi ættgöifgi sinni og embættis-
tign.
Um þessar mundir voru þeir bræður,
synir Ólafs stiptamtmanns, allir komnir
upp og búnir að fá stöður. Voru þeir allir
mikilsháttar, en þó ólíkt farið í mörgu,
og var Magnús þeirra langmerkastur skör-
ungur. Jón Espólin frændi þeirra, sem
um þessar mundir kom út frá námi og
A K R A N E S
127